Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1999, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1999, Blaðsíða 19
Steve McQueen: Deadpan 1997. Knapinn ríður framhjá þvottamyndavélum Steven Pippin. Jane og Louise Wilson: Úr Cease’s Palace í Las Vegas HAFNAR TURNERINN BÓLINU HJÁTRACEY? Ljósmynd/ Marcus Leith Tracey Emin: Rúmið í forgrunni - pennateikningar á vegg. Turner-verðlaunin brezku þykjq jqfnan tíð- indum sæta. FREY- STEINN JÓHANNSSON lagði leið sína í Tate safn- ið í London og skoðaði þau verk, sem nú keppa um verðlaunin. RÚMIÐ hennar Tracey Emin blasii- við, þegar inn á sýning- una kemur. Þetta er það verk, sem mesta athygli og umtal hefur vakið; sæng og koddar í kuðli, lakið blettótt, hand- klæðið óhreint og öðrum meg- in tvær ferðatöskur bundnar saman, en hinum megin náttborðið með öskubakka, spegli, tannbursta, rakvél, penna og kertaglasi. A gólfinu m.a. nærbuxur, tóm- ar áfengisflöskur, inniskór, dagblað, smokk- ar, pillur og dömubindi. Viðbrögð fólks eru mjög blendin. Greini- legt var, þegar ég skoðaði sýninguna, að mörgum þótti þetta óþægilegt návígi við einkalíf listakonunnar, aðrir litu á rúmið sem skemmtilegt uppátæki og enn-aðrh- spáðu í listrænt gildi þess. Sjálf hefur Tracey Emin sagt rúmið vera eins konar sjálfsmynd - ímynd einmanaleika og vanlíðunar og einn af starfsmönnum safnsins líkti verkinu við verk Goya og Picas- so sem tákni um sársauka mannlífsins. Tracey Emin hefur áður boðið fólki ná- lægt sér. A Sensation - sýningunni, sem fyi'st stóð í London, en er nú í New York, sýnir hún tjald, en inni í því eru skráð nöfn þeirra, sem hún hefur sofið hjá um ævina; allt frá nafni tvíburaðbróður, sem hún deildi móðurkviðnum með, til þess, sem hún síðast deildi rúmi með áður en tjaldið varð til. Þess má geta fyrst Sensation er hér til umræðu, að það er einmitt málverk Turner- verðlaunahafans frá í fyrra, Chris Ofili, sem fór svo mjög fyrir brjóstið á borgarstjóra New York, að hann efndi til illdeilna við Brooklynsafnið, sem nú eru fyrir dómstól- um. Þessar deilur hafa verið raktar í Morg- unblaðinu og þar birzt mynd Ofili af Maríu mey, þar sem fílaskítur er hafður með í mál- verkinu. Þegar sýningin í Tate hafði staðið nokkra daga, réðust tveir karlar upp í rúmið hennar Tracey Emin og hoppuðu þar unz starfs- menn listasafnsins náðu þeim burt. Rúmið fór úr skorðum og var listakonan fengin til þess að koma verkinu aftur í lag. Ekki varð það nú nákvæmlega eins, en eins og tals- menn Tate bentu á, breyta lítilfjörlegar út- iitsbreytingar engu um anda og innihald verksins. Það er andrúmið, sem skiptir máli, en ekki hvort smokkurinn er hægra eða vinstra megin við inniskóna. Rúmið er ekki eina verk Tracey Emin á Turnersýningunni. Þarna eru líka ljósaskilti, teikningar, vatnslitamyndir, teppi og vídeó- myndir. En öll þessi verk hennar hverfa í skugga rúmsins. Og nú ætlar hún fram á rit- völlinn líka, því Sceptre-útgáfan hefur gi-eitt henni jafnvh-ði rúmlega níu milljóna króna fyrir fyi-stu skáldsögu hennar, sem hún reyndar hefur ekki skrifað staf af ennþá. En Nicholas Blincore, ritstjóri hjá Sceptre er hvergi banginn og í blaðasamtali er haft eftir honum; Sagan á eftir að höfða til hálfs heimsins. Hún er alveg meiriháttar lista- maður og ég er þess fullviss að hún er fær um að skrifa skáldsögu og það mikla skáld- sögu. Það er tímanna tákn, að í þeim hópi, sem nú keppir um Turner - verðlaunin, sem kennd eru við málarann Turner, er enginn málari. Auk Tracey Emin voru valin til úr- slitalotunnar; Steve McQueen, Steven Pipp- in og tvíburasysturnar Jane og Louise Wil- son, sem sýna ljósmynda- og vídeóverk. En það er ekki bara, að önnur verk Tracey Emin hverfi í skuggann af rúminu hennar. Það sama gildir umhina listamennina og verk þeirra. Það er sama, hvert litið er; það er rúmið, sem hefur vinninginn. Eins og ég heyrði einn sýningargestanna orða það: Ætli Turner endi bara ekki í bólinu hjá Tracey.! Steven Pippin hefur reynt ýmislegt fyrirt sér á ljósmyndasviðinu og eins og Tracey Emin vakið athygli fyrir sérstök verk. Til þess var tekið, þegar hann tók sjálfsmynd á salerni lestarinnar milli London og Brighton og staðsetti ljósmyndavélina í klósettskál- inni. Af þeim myndverkum, sem á Turnersýn- ingunni eru, er hans það makalausasta. Það heitir Laundromat-Locomotion, en til þess breytti hann tólf þvottavélum í þvottahúsi í New Jersey í myndavélar . Síðan myndaði hann sjálfan sig og knapa á hesti á ferð fyrir framan vélarnar. I gamaldags svart - hvítum ljósmyndum sýnir Pippin okkur það, sem augu ljósmyndavélanna sáu, og einnig er ein þeirra sýnd svo og teikningar, þai- sem sjá má, hvernig hann breytti þvottavélunum í ljósmyndavélar og reyndar framkallara líka. Þar skilur í milli Stephen Pippin og Wil- sonsystra, að meðan hann leitar til fortíða- rinnnar í ljósmyndun sinni, nota þær nýjustu tækni til að skila verki sínu til áhorfenda. Þessar tvíburasystur eru þekktar fyrir myndverk sín af innviðum ýmissa bygginga, m.a. aðalstöðvum Stasi og brezka þinghúss- ins. Og til Turnersýningarinnar leggja þær verkið; Las Vegas, Graveyard Time - myndir teknar í spilavítum í Las Vegas undir morg- un, þegar fáir eru þar á ferli, nema starfs- fólkið. En rúllettan rúllar , hvað sem mann- inum - og tímanum, líður. Inn í glæst salarkynnin er svo skotið myndum úr Hoo^r verstíflunni, þar sem dauðar dælurnar suða á lífskraft vatnsins á bak við. Þrátt fyrir glæsilegan búning þessa verks á L-laga sýningai-veggjum verð ég að segja eins og er; í mínum huga er þettaleiðinleg- asta verkið, sem þama gefur að líta. Steve McQueen á þrjú videóverk á Turn- ersýningunni. Deadpan sýnir listamanninn, þar sem hann stendur undir húsgafli, sem fellur yfir hann, en kringum hann, því glugginn smell- ur akkúrat þar sem maðurinn stendur. Þetta atriði er sótt til kvikmyndaatriðis, þar sem Buster Keaton stóð af sér húsgafl við mikinn fögnuð áhorfenda. En Steve McQueen hefur bætt um betur og myndað atvikið frá öllum hliðum. Reyndar einum um of fyrir minn smekk, þvi verkið er löngu hætt að virka. * þegar myndin hættir. Hin verkin tvö eru bæði frá þessu ári. Bráðin er einskonar hljóðmynd í lit, þar sem í grænu grasi liggur segulband með mislitum spólum og spilar stepp. Það berst svo á burt með blöðru til þess eins að því er virðist að hverfa í bláma himinsins, en nær honum ekki, heldur skellur til jarðar aftur. í Straumnum sjáum \ið hjól sökkva í mal- arsand á grunnu vatni. Þetta gerist eiginlega í óaðgreinanlegri myndröð, samfellu, þar sem ljós og skuggi leika í vatnsborðinu. Verkinu er varpað á tjald í myrkvuðu her- bergi. Það er einhver ljóðrænn þokki yfir þessulr og þögull innileiki straumsins varð mér sálu- hjálp eftir það sem á undan var gengið. Turnerverðlaunin: Tatesafnið í London. Tilkynnt verður um sigurvegarann 30. nó- vember, en sýningin stendur áfram til 6. febrúar 2000. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 13. NÓVEMBER 1999 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.