Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1999, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1999, Blaðsíða 8
M£Ð KVEÐJU FRAGEIRHILDI EFTIR INDRIÐAG. ÞORSTEINSSON Eyðibýli í Öxnadal eru merkt á við fullgilda bæi út að Engimýri sem var í eyði sumarið 1943, eða byggðist það sumar, og er nú gistiheimili. Fer vel á því að sveit- arfélög sem einhvers mega sín og er sárt um virðingu sína minnist einyrkjanna á þessum stöðum með svo sem einni stöng og skilti með nafni bæjarins. Morgunblaðið/Kristján Hér sést að Geirhildargarðar hafa fengió veglegt skilti, en jörðin hefur lengi staðið í eyði. ÍSLENDINGAR hafa um nokkum tíma haft áhuga á fornminjum og notað ýmis tækifæri til að grafa upp fornar minjar eða staði í minningarskyni, nú síðast Eiríksstaði í Döl- um, síðasta bústað Eiríks rauða og sonar hans, Leifs Eiríkssonar, áður en byggðust löndin góðu í vesturvegi, Grænland og Vínl- and. Þeirra landa minnumst við nú við al- darlok með ýmsum hætti og íslenskra afreka, sem tengdust þeim byggðum. En þegar minnst er á afrek, hafa þau unn- ist mörg og stór í föðurlandinu sjálfu, Islandi, þótt ekkert sérstakt þeirra verði tilefni hátíð- arhalda á aldamótaári nema kristin trú. Kristnitökunnar verður að sjálfsögðu minnst á veglegan hátt og eru þær minningarathafn- ir þegar hafnar. Osungnar eru þá fjölmargar athafnir aðrar í sögu þjóðar, sem við munum minnast á réttum tímum. Sumt af þróun þjóð- lífs okkar er þeirrar gerðar að hennar verður ekki minnst í ártölum, heldur hverfur hún út í þögnina og geymist þar að eilífu og er að litlu eða engu getið þegar tímar líða. Segja má að í umgengni sinni við landið hafi þjóðin lifað nokkur stig, þar sem búseta og búskapar- hættir, að viðbættu veðurfari, hafa reynst landinu erfið í aldanna rás og lítt hugsað um þarfir landsins þangað til nú, á þeirri öld sem er að liða, að fólk hefur vaknað við draum um skóga og græna jörð. Búsetan í landinu hefur breyst mikið, svo nánast má tala um byltingu á síðustu sextíu árum. Sjávarþorp, kaupstaðir og sjálf Reykjavíkurborg hafa vaxið á þessu tímabili og tekið eiginlega við allri mannfjölgun í land- inu á sama tíma og jarðir hafa farið í eyði í stórum stíl. Við erum enn ekki laus undan ýmsum venjum þess þjóðfélags sem við vor- um, þótt hvergi sjái þess eins stað og í tung- umáli okkar. Þar eru orðtækin runnin frá sauðfjárbúskap og sveitalífi, enda er nokkurt kapp lagt á það af nýrri kynslóðum að epja tunguna að öðrum háttum. Hin sýnilega firr- ing nýrri kynslóða felst í því að láta sig engu varða það sem var, nema það sé helst þúsund ára gamalt. Hið skrítna við tímann er, að hann getur tekið á sig undarlegar myndir og ömmur okkar og afar geta allt eins verið þús- und ára gömul miðað við aldaskilin í þjóðfé- laginu. Þegar svona hugsunum er flíkað er við- komandi leiðinlegur. Þessvegna er ástæð- ulaust að flíka þeim af því nóg er af leiðinlegu fólki. Hitt er svo annað mál að margur er leið- inlegur í kyrrþey og kemst upp með það. Undirritaður var nýlega á ferð um Oxnadal, en í þann norðlæga dai hafði ekki verið komið svo árum skipti. Nú brá svo við, þegar fara átti að þylja upp nöfnin á eyðibýlum í dalnum íyrir ferðafélaga, að nöfn hvers einasta þeirra birtist á bláum skiltum sem venja er að setja á stöng við heimreiðar til að auðkenna bæi, þar sem búseta er. Þarna í Öxnadal voru þessi bláu bæjamafnaskilti við bæi, sem voru fam- ir í eyði um 1940 eða fyrr. Þama hafði mönn- um tekist að vera ódæma leiðinlegir, á þess nokkur vekti á því athygli. Líklegt er að ein- hver hafi skammast sín fyrir svona framtak og þess vegna hafi það verið þagað í hel. Nafnið á Bakkaseli sást ekki, en þegar komið var að Gili blasti bæjarnafnið við á skiltinu og svolítil tóftarhrúka efst á skoplitlu túni. Gott ef Tryggvi Emilsson, sá merkilegi afbragðshöfundur, sem Mál og menning dró að gefa út í mörg ár, átti ekki heima sem drengur á Gili. Þeir þykjast kannski gera það gott strákamir hjá M&M, en þeir komast aldrei í fótspor Tryggva sem rithöfundar. Næst kom Gloppa, skrítið bæjarnafn, með hvítum stöfum á bláu, eins og jómfrú. Þar bjó Stefán Nikódemusson, síðar bóndi utar í dalnum. Ég var honum samtíða í vegavinnu á Öxnadalsheiði sumarið 1943, þegar Banda- ríkjamenn sendu okkur stóra jarðýtuna í Bakkaselsbrekkuna. Við áttum í nokkru rifr- ildi við Stefán, sem eyddist eins og annað þras, en menn fengu stuttan kveikiþráð við að berja móhellu allan daginn með haka, sem stundum slóst flatur í höndum manns. Þetta var aUt búið þegar hnallurinn kom, eins og einn Öxndælingurinn kallað jarðýtuna. Hann hét Jóhannes og stakk sniddur og var skáld. Eyðibýlin era sem sagt merkt á við full- gilda bæi út að Engimýri, sem var í eyði sumarið 1943, eða byggðist það sumar og er nú gistiheimili. Næst fyrir sunnan Engimýr- ina era Geirhildargarðar, ógleymanlegt bæj- amafn. Þar vora mjúkar malargryfjur og þar mokuðum við möl á vörabfla, sem var flutt í niðurgrafinn og blautan vorveginn sem lá undir hlíðinni. Þá vora menn að keyra gamla skrjóða eftir þessum vegi í áttina til Reykja- víkur. Þar var allt í uppgangi og hægt að selja bflana í Klondækið. Við vora rúma viku hjá Geirhildi og undum okkur vel og voram með strákapör af því mölin var mjúk og laus í sér. Einn okkar lagði sig upp við vélarhlíf vörabfls í hádeginu og við smurðum koppafeiti í vinstra munnvik hans. Þegar hann vaknaði þurrkaði hann sér um munninn með hægra handarbaki og brást ókvæða við. Við sögðum honum að Geirhildur hefði verið að kyssa hann. Ég get ekki að því gert, að mér finnst sem snilldarmenn hafi verið að verki þegar eyði- býlin í Öxnadal voru auðkennd. Nú þarf að passa að þetta vitnist ekki á þessari fjölmið- laöld, þegar jafnvel snilldarverk verða að flatneskju vegna ofgnóttar. Hafa ber í huga að stór hluti Islendinga á ættir að rekja til fólks frá gömlum eyðibýlum um allt land. Og það fer vel á því að sveitarfélög, sem einhvers mega sín og er sárt um virðingu sína, minnist einyrkjanna á þessum stöðum með svo sem eins og einni stöng og nafnspjaldi og fari þannig að dæmi þeirra í Öxnadal. Þetta er ekkert milljóna fyrirtæki en sýnir hug til þeirra sem lifðu. Eitt sinn sem oftar sat ég í hádeginu í mat- sal hótels og var að fá mér hressingu ásamt Jónasi Jónssyni frá Hriflu. Hann var stund- um spaugsamur og alltaf hugmyndaríkur og við töluðum saman um heima og geima. Eitt- hvað barsý talið að mannfækkun í sveitum landsins. Ég fékk nokkra ræðu um skort á ár- æði og forastu, en svo sagði gamli foringinn allt í einu: Heyrðu, ungi vin. Þú átt að skrifa. Ég sagðist nú vera að því flesta daga. Nei, sagði Jónas, þú átt að skrifa um eyðibýlin. Sko, þú átt að skrifa^ minningargrein um öll býli, sem fara í eyði. Ég bjóst við að á því yrði einhver bið. Ég skal segja þér, ungi vin, sagði Jónas og augu hans blossuðu upp. Væri ég á þínum aldri skyldi ég skrifa minningargrein um hvert einasta eyðibýli í landinu. Þessi orð- ræða hefur alltaf verið mér sérstaklega minn- isstæð. Jónasi fannst áreiðanlega að þjóðin skuldaði eyðibýlunum einhverja kveðju. Þess vegna var það kærkomin sjón að sjá eyðibýlin í Öxnadal snyrtilega merkt í einni röð niður dalinn. Minjar þurfa ekki að vera þúsund ára til að þær séu einhvers virði, enda hefur þró- unin hér á landi sýnt hvað tíminn er afstæður. Sagt var af miklum fræðimanni, að hér á landi hafi búið járnaldarbændur fram á þessa öld. Hverjir ætli byggi þetta land nú? ER MAÐURINN OFMETINN? EFTIR VALDIMAR KRISTINSSON „Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við er- um gestir og hótel okkar erjörðin. “ EKKI er furða þótt mannfólkið verði ráð- villt fari það að hugleiða hinstu rök tilverunn- ar. Hvert föram við eða hvaðan komum við í árdaga sem einstaklingar og heild. Sagt er að mennimir séu einu lífverur jarðarinnar sem viti að þeir eigi eftir að deyja og þar er að fínna grandvöllinn að óskinni, voninni og trúnni um annað líf. Öll helstu trúarbrögð mótuðust á þeim tíma þegar jörðin virtist vera miðdepill al- heimsins og fáir eða engir höfðu gran um þróun tegundanna. Ekki þurfti mikið hugar- flug til að sjá að eitthvert afl í heiminum hlaut að vera manninum æðra og þannig varð Guðsmyndin til. Þróunin frá steinöld að ató- möld hefur engu breytt þar um. Maðurinn „skapaði" Guð í sinni mynd en draga verður í efa að það hafi verið gagn- kvæmt. Hugmyndin var þó ekki óeðlileg. Maðurinn gat ekki betur séð en að hann væri herra jarðarinnar og þar sem hún virtist mið- depill alheimsins var nánast rökrétt að ál- ykta að allt snerist um hann. Nú vitum við betur. Jörðin er eins og sand- korn á sjávarströnd í óravídd alheimsins og mannkynið þar eins og tímabundinn gestur með óvissa framtíð, enda era nú uppi kenn- ingar um að náttúrahamfarir hafi eytt meira en helmingi tegunda lífríkis jarðar, ekki einu sinni heldur fimm sinnum. Síðan hafi það náð sér á strik á ný í breyttu formi á 1-2 milljón- um ára. Era þá ekki líkur á að mannfólkið hafi ofmetið sig? Eðlilegt er að fólk biðji um hjálp í smæð sinni og raunum en árangurinn er óviss. Guð getur ekki bæði verið algóður og almáttugur sagði Goethe á barnsaldri þegar fréttir bár- ust af jarðskjálftanum mikla úti fyrir strönd Lissabon. Þarna kom fram mannlegur skiln- ingur bráðþroska barns, okkur er ekki annar gefinn. Mikil yrðu þau umskipti ef framhaldslíf reyndist eilífur sælureitur svo mjög sem mörgum reynist jarðvistin táradalur. En er ekki líka til of mikils mælst að dauðlegra manna bíði eilífðin? Þar með yrðu þeir eldri en sólin, vetrarbrautin og jafnvel sjálfur al- heimurinn, sem óvíst er hvað endist. Sagt hefur verið að svo mjög sem flestir vilja halda í lífið og bægja dauðanum frá, að þá fyrst yrði það óbærilegt ef það ætti ekki eftir að taka enda. I þessu ljósi er það þá svo þungbær tilhugsun að fólk sofni svefninum langa? Mörgum yrði það líkn með þraut og þeir sem hafa notið jarð- vistarinnar að meira eða minna leyti geta varla ætl- ast til meira. Hinn kostur- inn er að verða eilífur og komast þá nánast í guða- tölu. Þó mætti hugsa sér annað líf tímabundið í eins konar afstæðum tíma. Allt er þetta þó ofar okkar skilningi. Enn hefur verið sagt að án trúar á framhaldslíf sé siðgæðisgrandvellinum kippt undan mannkyninu. Á að skilja þetta sem svo að fólk hagi sér vel fyrst og fremst eða jafnvel ein- göngu vegna hræðslu við hegningu handan lífs og dauða? Flestir ættu að geta átt- að sig á því að með því að koma vel fram við samferðamennina þá líður þeim sjálfum betur. Ekki er því nauðsynlegt að elska náungann eins mikið og sjálfan sig. Eigin hagsmunir ættu samkvæmt framans- ögðu að geta brúað bilið sem á vantar. Það sem þið viljið að mennirnir gjöri yður... Þessu greinarkorni er vissulega ekki ætlað að reyna að hafa áhrif á hina sannfærðu en þeir sem efast ættu heldur ekki að þurfa að örvænta. Höfundur er viðskiptafræðingur. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 13. NÓVEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.