Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1998, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1998, Blaðsíða 20
SAMEVROPSKT MEISTARANAM I GRAFIKLIST Gríski myndlistarmaðurinn Marios Elfeftheriadis hefur undanfarna 4 mánuði stundað meistaranám í grafík við Myndlista- og handíðaskóla Islands. Hann sýnir afrakst- ur vinnu sinnar í sýningarsal Islenskrar grafíkur. HULDA STEFANSDOTTIR ræddi við listnemann og aðstandend- ur þessa samevrópska meistaranáms listaháskóla sem fram fer í gegnum alnetið og með nemendaskiptum. MARIOS Elfeftheriadis opnaði í gærkvöldi, föstudaginn 27. febrú- ar, sýningu í sýningar- sal íslenskrar grafíkur, Tryggvagötu 15. Mario stundar meistaranám í grafík sem nefnt er PA & R (Printmaking, Art & Research) og er samvinnuverkefni fímm evrópskra listhá- skóla. Þetta nám er þróað af Myndlista- og handíðaskóla Islands undir stjóm Valgerðar Hauksdóttur. Þátttakendur í verkefninu ásamt Myndlista- og handíðaskólanum eru Ecole National des Beaux Arts í Bourges i Frakkandi, Hochschule fúr Gestaltung í Of- fenbach am Main í Þýskalandi, Facultad de Belles Arts við háskólann í Barcelona á Spáni og Winchester School of Art við háskólann í Southampton í Winchester í Englandi. Kennslan fer fram á öllum þessum stöðum samtímis og hófst í haust. Fyrstu nemend- umir ljúka meistaranámi vorið 1999 og mun útskriftin fara fram hér á landi ásamt sam- eiginlegri sýningu á lokaverkefnunum að Kjarvalsstöðum. Tilkoma alnetsins opnar fyrir samvinnu skóla um nám landa á milli. Hugmyndin um menningarlega samvinnu listaskóla í Evrópu heillaði Valgerði Hauksdóttur, myndlistar- konu og fyrrverandi skorarstjóra grafíkdeild- ar Myndlista- og handíðaskóla íslands, MHÍ, og hóf hún að þreifa fyrir sér með þennan möguleika fyrir 3 ámm. Tilraunaverkefnið er nú komið á fullan skrið og fyi'stu mánuðimir gefa fyrirheit um gott framhald, - velta má fyrir sér hvort að hér sé komin fyrirmynd að nýju kennslukerfí, kerfl sem á kannski hvergi heima nema í háloftunum. Valgerður hefur yfimmsjón með þróun meistaranáms PA & R. Verkefnið er styrkt af Erasmus- og Sókrates-sjóðum Evrópusambandsins og standa nemendunum einnig slíkir styrkir til boða. Aðal kennarar námsins hér á landi em auk Valgerðar myndlistarmennimir Halldór Asgeirsson og Benedikt Kristþórsson en nemendur geta jafnframt leitað til annarra ker.nara skólans. Sérkenni hverslands fá að njóta sin Fimm nemendur frá skólunum fímm stunda nú framhaldsnám í PA & R. Námið tekur 18 mánuði og er miðað við að sumarið sé einnig nýtt. Nemendur geta valið sér lönd og skóla til að stunda nám sitt við og dvalið á hverjum stað í minnst 4 mánuði en mest eitt ár. Næsti áfangastaður Mariosar verður listaháskólinn í Winchester og þaðan mun hann svo halda aftur til Frakklands og ljúka námi sínu þar sem hann hóf það í listaháskól- anum í Bourges. Helstu kostir námsins eru þeir að hver skóli leggur til sína sérhæfíngu ásamt sérkennum lands og þjóðar. „Við reyn- um að nýta okkur allt það sem er til staðar í hverju landi, frá norðri til suðurs og frá austri til vesturs. Skólinn sem slíkur er hvergi staðsettur og nemendur taka ekki síð- ur þátt í að móta stefnu námsins en kennar- ar,“ segir Vaigerður. Við inntöku nemenda er tekið mið af hæfni þeirra og tillögum að rann- sóknarverkefni. Hver nemandi leggur af stað með ólíka forskrift að lokaverkefni og óskir um dvalarstaði. Lokaáfangi námsefnisþróunar hófst 1. október sl. og er kennslan nú reynslukeyrð í löndunum fimm með þátttöku eins nemanda frá hverju landi. Einn Islendingur er nem- andi við PA & R og dvelur hann nú við lista- háskólann í Þýskalandi. Við undirbúning fjar- námsþáttar námsins vann Valgerður með Jóni Jónssyni frá Kennaraháskóla Islands. Alnetið opnar ýmsa nýja möguleika við kennslu, m.a. sem stjómtæki landa á milli, við fjarnám, upplýsingaöflun og boðskipti kennara og nemenda milli landa. Fyrsta mánuðinn fór kennslan eingöngu fram í gegnum alnetið, þar sem nemendur kynnt- ust, skiptust á skoðunum og öfluðu sér gagna til undirbúnings verkefna sinna. Eftir að fyrsta áfanganum lauk héldu nemendur til dvalar í öðrum löndum næsta árið. Samskipt- in fara bæði fram í gegnum alnetið, þar sem nemendur og kennarar funda saman reglu- lega, sem og í hverju landi íyrir sig. I lok næsta mánaðar fer í fyrsta sinn fram sameig- inlegt mat á vinnu' nemenda, þar sem nemandur skanna inn ljósmyndir af verkum sínum, kennarar gefa álit sitt á vinnunni og verkin eru rædd sameiginlega. Þriðji og síð- asti áfangi námsins hefst í október nk., stend- ur allt til þarnæsta vors og er ætlaður til vinnu að lokaverkefninu, - ritgerð og sýn- ingu. Á lokasýningunni sem haldin verður í fyrsta skipti hér á landi vorið 1999 leggja full- trúar skólanna fímm sameiginlegt mat á vinnu nemenda. Myndlista- og handíðaskóli Islands er skil- greindur sem sérskóli á háskólastigi en út- skrifar þó ekki nemendur með háskólagráðu. Það að skólinn skuli nú hafa hafið kennslu á meistarastigi segir Valgerður undirstrika hið tvíbenta hlutverk skólans. „Skólinn hefur staðist vel samanburð á erlendum vettvangi og er hvarvetna samþykktur sem listaskóli háskólastigs. Þann árangur má fyrst og fremst þakka því hugsjónafólki, bæði kenn- ara og nemenda, við skólann sem eru haldin þeirri þráhyggju að menning sé nokkuð sem skipti samfélagið máli. Þess væri óskandi að yfirvöld gerðu sér grein fyrir hinu sama og leystu úr þessum málum.“ Afturhvarf til endurreisnar? Halldór Ásgeirsson og Benedikt Kristþórs- son hafa komið að verkefninu sem kennarar frá og með sl. hausti. Halldór segir að námið hafí heppnast vonum framar og sé ekki síður spennandi fyrir kennarana en nemendur. „Við runnum blint í sjóinn með þetta kennsluform sem er mjög ólíkt því sem hefur tíðkast hér við skólann." Samskiptin um al- netið fóru hægt af stað, en umræður milli skólanna hafi komist á gott flug nú eftir jól. Halldór segir að svo virðist sem íslendingar hafi verið einna fyrstir til að tileinka sér tölvutæknina við kennslu og greinilegt að í þeim löndum þar sem menning eigi sér lengri sögu sé hræðslan við tölvurnar meiii, þannig hafi Frakkar og Bretar verið einna síðastir til að taka við sér. Námið feli öðram þræði í sér glímu við nýja tækni. „Mér finnst þetta nám hafa velt upp alveg nýjum flöt á kennslu," segir Halldór. „Kannski verður námi framtíð- arinnar háttað þannig að nemendur geta ver- ið skráðir í marga skóla í senn. Staðsetningin skiptir ekki lengur máli og til verður eitt stórt net kennara og nemenda sem getað flakkað á milli skóla. Mér dettur í hug að þetta geti verið afturhvarf til endurreisnar- innar, e.k. samband meistara og lærlinga. Þetta kerfi er reyndar miklu opnara, því þeg- Morgunblaðið/Kristinn GRÍSKI myndlistarmaðurinn Marios Eleftheriadis hefur undanfarna fjóra mánuði stundað meistaranám í grafíklist við Myndlista- og handíðaskóla íslands og kennt íslendingum að dansa líkt og forn-Grikkir. VALGERÐUR Hauksdóttir hefur haft umsjón með tilraunaverkefni fimm evrópskra listaskóla um sameiginlegt meistaranám í grafíklist, PA & R. Kennarar Marios hér á landi eru þeir Bene- dikt Kristþórsson og Halldór Ásgeirsson. „Kannski verður námi framtíðarinnar háttað pannig að nemendur geta verið skráðir í marga skóla ísenn. Staðsetning- in skiptir ekki lengur máli og til verður eitt stórt net kennara og nemenda sem getað flakkað á milli skóla. “ ar tölvur eiga í hlut mætast allir á sama plani.“ Upplýst andlit i myrkri f upphafi settu skólarnir sér sameiginleg markmið með náminu. Meistaranáminu er ætlað að brúa bil skólans og atvinnulífsins og allir skólarnir eru tengdir út í atvinnulífið. Þannig hefur grafíkdeild MHÍ gert sam- komulag við Félag íslenskra grafíklista- manna um afnot nemenda í meistaranámi að vinnuaðstöðu og sýningarsal félagsins að Tryggvagötu 15. Gríski myndlistarmaðurinn Marios Eleftheriadis gekk skrefínu lengra í námi sínu hér á landi því ásamt því að vinna að list sinni hefur hann kennt forn-gríska dansa bæði í Kramhúsinu og við Leiklistar- skóla íslands. Þá hefur Marios starfað sem aðstoðarkennari við grafíkdeild MHÍ. Öll aukavinnan hentar vel takmarki hans með Is- landsferðinni, því að kynnast íslendingum og lífi þeirra á þessum myrkustu mánuðum árs- ins. Marios segist hafa uppgötvað ýmsa leynda þræði milli íslendinga og Grikkja. Það er margt sameiginlegt með menningu og siðum þessara þjóða, m.a. það hversu sterkar rætur heiðnin á hjá báðum þjóðum. Námið gefur honum frelsi til að ferðast á milli ólíkta staða og vinna með upplifanir sínar á íbúunum. Myrkir vetur á íslandi þótti honum spenn- andi andstæða við umhverfi sitt í Suður-Evr- ópu. Á sýningunni hjá íslenskri grafík eru myndir af andlitum íslenskra kvenna. Þetta eru 20 ára gamalar ljósmyndir af íslenskum myndlistarkonum sem Marios rakst á í gögn- um félagsins og heillaðist af. Hann veltir fyrir sér orkunni sem stafar frá fólki. í myrkum salnum mætir áhorfandinn upplýstum andlit- um kvennanna. Smám saman venjast augun myrkrinu og andlitin dofna, rétt eins og minning sem kemur og fer. „Eg vildi reyna að snúa hlutverkunum áhorfandans og mynd- arinnar við. Áhorfandinn horfir á andlit sem horfir á móti en hverfur svo inn í myrkrið," segir Marios. Hugmyndin að sjálfslýsandi bakgrunni verkanna er sprottið af sýn sem mætti honum hvai’vetna við komuna hingað til lands; fólk sem paufast um í myrkrinu með endurskinsmerki. Marios hafði ekki haft nein áform uppi um að kenna dans en í gegnum danskennsluna hefur hann komist í kynni við mjög breiðan hóp fólks og það kann hann vel að meta. I fyrstu voru nemendur hans í grískum döns- um sjö en eru nú orðnir sjötíu. Marios hristir hausinn og hlær, - hann er við danskennslu tvisvar á hverju kvöldi fimm kvöld vikunnar! Sýningin er opin til 2. mars frá kl. 14-18. Vefslóð PA & R, samevrópsks meistaranáms í grafík, er: http://www.khi.is/ed/mhi/par. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. FEBRÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.