Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1998, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1998, Blaðsíða 6
ISLENSK BOKMENNTAGAGNRYNI ALMENNT er litið svo á að grein Jónasar Hallgríms- sonar um Tistransrímur Sigurðar Breiðfjörðs í þriðja árgangi Fjölnis árið 1837 sé fyrsti eiginlegi rit- dómurinn á íslandi, það er að segja fyrsti ritdómurinn sem sé gagnrýni á rit sem bókmenntaverk. Að visu má finna eldri dóma eða umsagnir þar sem vikið er að bókmenntalegu gildi verk- anna, svo sem í umsögn um þýðingu Bene- dikts Jónssonar Gröndals á Musteri mann- orðsins eftir Pope í Félagsritunum svokölluðu sfeint á átjándu öld, en flestir þeirra fjölluðu hins vegar um frágang bóka, málfar og slíkt. Aður en við skoðum nánar þennan fýrsta eig- inlega ritdóm mætti spyrja hvers vegna menn hófu að skrifa ritdóma á þessum tíma. Er hægt að tengja upphaf ritdóma við tilurð tímaritanna á átjándu öld? Eða komu þeir til vegna hug- myndalegrar og sögulegrar þróunar? Upphafið i upplýsingunni Báðum spurningunum hér að framan er hægt að svara játandi. Tímaritið varð til á upplýsingartíma, bæði erlendis og hérlendis. Fyrsta íslenska timarit- ið var Islandske Maaneds Tidender sem flutti Dönum fréttir af íslandi en það kom út í Kaupmannahöfn og í Hrappsey árin 1773 til 1776. Félagsritin áðumefndu, eða Rit þess ís- lenska lærdómslistafélags, voru hins vegar fyrsta tímaritið á íslensku og voru gefin út í Kaupmannahöfn árin 1781 til 1798. Tímarit upplýsingarmanna fluttu aðallega fréttir, hag- nýtan fróðleik og boðskap upplýsingarinnar á ýmsan annan hátt. Með tilkomu þeiri-a varð tímaritsgreinin, eða ritgerðin, til sem sérstök bókmenntagrein og er ritdómurinn ein teg- und slíkra skrifa. Einnig skiptir máli þegar tilurð ritdómsins er skoðuð að á upplýsingartíma breyttist sá hópur manna sem tjáði sig á prenti og um leið breyttist bæði háttur skrifanna og inntak. Einokun kirkjunnar á hinu prentaða orði lauk hér á landi með stofnun prentsmiðjunnar í Hrappsey, sem var óháð kirkjunni, árið 1773. Hið prentaða orð hafði fram að því verið undir geistlegu ofurvaldi og fátt annað en guðsorð hafði komist á prent, svo sem sálmar, þýðing- ar guðsorðarita og guðfræði. Sá hópur manna sem tók við valdinu yfir hinu prentaða orði af kirkjunni á síðari hluta átjándu aldar voru menntamenn með Magnús Stephensen í broddi fylkingar. Magnús var reyndar í einokunaraðstöðu því hann stýrði einu prentsmiðjunni á landinu, sem lengst af var í Viðey, allt frá árinu 1799 til 1833 er hann lést. A þessum tíma má segja að hann hafi í skjóli einokunarinnar og menntunarlegra yf- irburða mótað nýjan orðræðuhátt, eða um- ræðugrundvöll, sem rómantíkeramir tóku upp eftir honum; frá og með veldistíma Magn- úsar varð með öðrum orðum til samfélag menntamanna sem stóð utan við klerkaveldið og tók að sér það boðunar- eða kennarahlut- verk sem eingöngu klerkastéttin hafði gegnt áður. Skrif þessara manna einkenndust einkum af fjölbreytilegri menntun þeirra en einnig af ákveðnu heimspekilegu viðhorfí sem í þeim birtist, viðhorfí gagnrýnandans. Hlutirnir voru ekld einungis athugaðir í ljósi kristinnar kenningar heldur einnig settir í veraldlegt og sögulegt samhengi og skoðaðir undir gagn- rýnu ljósi skynseminnar, sem var einmitt kjaminn í kenningum upplýsingarinnar. Skrif þessi birtust iðulega i tímaritsgreinum og rit- gerðum og urðu þær helsta vopn upplýsingar- manna í boðun hinnar nýju stefnu. Það var á þessum nauðsynlega grundvelli sem Jónas stóð þegar hann skrifaði ritdóminn fræga um Sigurð Breiðfjörð. Magnús hafði undirbúið jarðveginn, skapað vettvanginn og mótað orðræðuháttinn, hið gagnrýna viðhorf sem fram kemur hjá Jónasi og raunar í Fjölni öllum. í rímnadómnum er menntamaðurinn að ráðast að alþýðumanninum og skáldskapar- hefð hans í skjóli stöðu sinnar og nýs sann- leika um bókmenntirnar. Jónasi tókst þó ekki að brjóta rímnahefðina á bak aftur eins og stundum hefur verið haldið fram. Krafa wm frwmleika Ritdómur Jónasar er ekki bara árás á skáldskap Sigurðar Breiðfjörðs heldur fyrst og fremst rímurnar sem bókmenntagrein enda segir hann „rímur flestallar þjóðinni til minnkunar.“ (Stafsetning er færð til nútíma- horfs í tilvitnunum.) Jónas er einnig spor- göngumaður Magnúsar Stephensen og ann- arra upplýsingarmanna í þessum efnum. Magnús hélt úti töluverðum áróðri gegn rímunum. Hann girti nánast alveg fyrir út- gáfu rímna á veldistíma sínum en aðeins Morgunblaðiö/Andrés ,1'MYNDUNARAFLIÐ hlýtur að vera allt saman gjörsamlega spillt og saurgað, áður en það geti farið að skapa þvíltkar ófreskjur," segir Jónas Hallgrímsson um rímnakveðskap Sigurðar Breiðfjörðs í hinum fræga ritdómi í Fjölni árið 1837. Á myndinni les Jónas Sigurði pistiiinn. Hér fer ó effir fyrsta grein í flokki um íslenska bókmennta- gagnrýni þar sem ÞRÖSTUR HELGASON mun fj alla um nokkra merka ritdóma sem birst hafa í íslenskum fjölmiðl- um fró (: >ví ó síðustu öld. Hér er fjallað um hinn fræga rímnadóm Jónasar Hallgrímssonar úr Fjölni sem almennt hefur verið talinn f/rsti eiginlegi ritdómurinn. tvennar rímur komu út á þeim rúmu þrjátiu árum sem hann var einvaldur yfir íslensku prentverki. Magnús og félagar vildu raunar ekki aðeins úthýsa „rímnagóls tónum“ heldur og allri „veraldlegra laga grátkjöklandi“ (Skemmtileg Vina-gleði) og svo auðvitað hin- um fomu lygisögum sem engum gerðu gott en Jónas kvartar einmitt undan því að Sigurð- ur skuli hafa valið eina slíka sögu til að yrkja út af í rímum sínum. í byrjun dómsins, sem nefnist „Um Rímur af Tistrani og Indíönu, orktar af Sigurði Breiðfjörð (prentaðar í Kaupmannahöfn, 1831)“, talar Jónas um að fullmikils meinleys- is hafi gætt í umfjöllun um rímnaskáldin og nefnir þar helsta keppinaut Fjölnis, Sunnan- póstinn, sem dæmi. Hann vill meiri hörku og er dómurinn allur til vitnis um það. Jónas seg- ist hafa lesið Tistransrímur frá upphafi til enda „þó að það væri leiðindaverk" til að geta sýnt fram á hvað kveðskap þessum er ábóta- vant og hve fjarstætt sé að kalla rímurnar skáldskap. Rímur „eyða og spilla tilfinningunni á því, sem fagurt er og skáldlegt og sómir sér vel í góðum kveðskap," segir Jónas í upphafi dómsins. Hann á við að heimskinginn gjöri sig að vanaþræl, eins og segir í Hulduijóðum, að í rímum sé varla að finna agnarögn af frum- leika, varla nokkum skáldskap. Rímur Sig- urðar Breiðfjörðs af Tistrani og Indíönu eru þannig, að hans mati, ekki gæddar „neinum verulegum skáldskaparanda". Að auki virðist höfundurinn ekki búa yfir góðum fegurð- arsmekk, sem prýða þurfi skáld. Það lýsir til dæmis „frábærlegu „smekkleysi" og tilfinn- ingaleysi á því hvað skáldlegt sé“ að Sigurður skyldi hafa valið svona „ljótt og heimskulegt" efni sem söguna af Tistran og Indíönu til að yrkja út af og hafa auk þess ekki tekist að glæða það neinu lífi eða ferskleika, svo sem skáld hefði gjört, eins og Jónas segir. Jónas gerir kröfu um að skáldið geri annað og meira en að „koma vesælu efni í hending- 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. FEBRÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.