Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1998, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1998, Blaðsíða 16
SIÐUSTU árum hefur aukist mjög áhugi íslend- inga á afdrifum þess hluta þjóðarinnar sem flutti vestur um haf til Kanada og Bandaríkjanna á árun- um 1855-1914. Sem ágæta itnisburði um nýja rækt- arsemi við sögu þessara ættingja okkar má nefna þá stórmerku stofnun, Vesturfarasafn- ið á Hofsósi, og nú síðast gullfallega og stór- fróðlega bók Guðmundar Amgrímssonar, Nyja Island (ISBN:9979-3-1627-6). En þrátt fyrir þá alúð sem þar er lögð við almenna sögu vesturfaranna, vita trúlega fáir núlif- andi Islendingar margt um bókmenntastörf þeirra. Auðvitað þekkja flestir sem bók- menntum unna þá staðreynd að Stephan G. Stephansson flutti ungur til Ameríku og bjó lengst af vestur í Kiettafjöllum í Albertafylki í Kanada. Af þeim sökum var hann líka kall- aður Klettafjallaskáld. Þá þekkja margir til þess að maður, sem kallaður var Káinn og var Vesturíslendingur, orti eiturskondnar lausavísur og auk þess sönginn góða, sem flestir menntaskólanemar og nýstúdentar kunnu þegar ég var ungur: Ur fímm- tícentaglasinu ég fengið gat ei nóg. Hitt vita kannski færri að hann hét Kristján Níels Júlíus Jónsson og nýtur virðingar sem eitt fremsta gamanskáld á íslenzka tungu, svo vitnað sé í Islenzkt skáldatal a-i, Reylqavík 1973. Og líklega eru einhverjir, einkum þó af minni kynslóð og þaðan af eldri, sem kannast við söguna um Eirík Hansson og kannski einnig Brazilíufarana, sem Vesturíslending- ur að nafni Jóhann Magnús Bjamason samdi. Um Jóhann Magnús Bjamason hefur Gyrðir Elíasson ritað nýlega dágóða grein í Tímarit Máls og menningar, 3. hefti 1997, bls.79-92, sem vonandi hefur hvatt fólk til að taka einhverja hinna ágætu sagna Jóhanns sér í hönd. Þá þekkja trúlega ljóðaunnendur af eldri kynslóð ljóð Guttorms J. Guttorms- sonar, en hann var Kanadamaður af íslensku foreldri og orti á íslensku. Þá em kannski einhverjir, sem hafa óljósa hugmynd um að í Vesturheimi hóf Torfhildur Hólm, fyrst Is- lendinga, að rita sögulegar skáldsögur, og var jafnframt fyrsta íslenska konan til að hafa ritstörf að atvinnu (íslenzkt skáldatal m-ö), og að þar vestra bar beinin Júlíana Jónsdóttir, sem fyrst íslenskra kvenna gaf út ljóð sín í sérstakri bók. Líklega nær almenn vitneskja ekki mikið lengra en það sem nú er talið, enda hefur hingað til lítið verið ritað um vesturíslenskar bókmenntir sem slíkar í rit um íslenska bók- menntasögu. En einnig þar virðist breytinga von. I Islensk bókmenntasaga III, (ISBN 9979-3-0908-3), sem út kom 1996, ritar Viðar Hreinsson sérstakan kafla um vesturíslensk- ar bókmenntir, bls. 723-766, þar sem hann rekur upphaf og endalok hinna íslensku bók- mennta í Vesturheimi, þeas. bókmennta- skrifa á íslensku. Þá ritar Helga Kress sér- stakan kafla um skáldkonur í Vesturheimi í nýútkomnu ljóðasafni íslenskra kvenna, Stúlku, Ljóð eftir íslenskar konur (ISBN: 9979-9011-5-2), bls. 54-68. Að báðum þessum köflum er mikill fengur og þar er margt að fínna sem íslenskum les- endum var áður hulið. Þó íslenskt málsamfélag vestanhafs sé liðið undir lok, þá lifir þó íslensk- ur bókmenntaarfur þar áfram. Nokkrir nútímahöfundar, bæði í Kanada og Bandaríkjunum, eru einmitt af- komendur vesturíslensku landnemanna og sækja meðvitað styrk sinn til síns íslenska uppruna, þótt tungutak þeirra sé enskt. Þá eru íslensk og vesturíslensk fræði stund- uð vestanhafs, einkum þó við Manitobaháskól- ann í Winnipeg, en við hann er starfrækt eina sjálfstæða íslenskudeildin í heiminum annars staðar en á Islandi. I þessu greinarkomi lang- ar mig að gera almenningi svolitla grein fyrir því góða starfí sem þar er unnið. Það var löngum draumur hinna gömlu Vesturíslendinga að varðveita íslensku sem tungumál eins lengi og unnt væri. I því augnamiði stofnaði séra Jón Bjamason, sem um árabil var einn helsti trúarleiðtogi Vesturíslendinga, árið 1886 sjóð sem skyldi standa undir íslenskum menntaskóla (high school) í Winnipeg. Illa gekk þó að fá þann draum til að rætast, og gekk á ýmsu, eins og lesa má um í bók Wilhelms Kristjansons, The Icelandic People in Manitoba, (ISBN 0- 9694651-1-4), bls. 391-398. Árið 1913 var þó loks ráðist í að stofna íslenskan skóla, sem svo hlaut nafnið The Jon Bjamason Academy. Fjárskortur var frá upphafi fylgifískur stoín- unarinnar og loks varð að leggja starfsemi hennar niður í stríðsbyrjun árið 1940. YESTUR- ISLENSK FRÆÐI I MANITOBA lensku, það sem skáld og rithöfundar skrif- uðu á íslensku vestanhafs fyrir meira en hundrað ámm. Og um árabil hefur lítið sem ekkert verið þýtt af ritum þeirra á ensku. Það var því mikill fengur að bókinni Westem Icelandic Short Stories (ISBN 0- 88755-628-0) sem kom út hjá bókaforlagi Manitobaháskólans árið 1992. Þýðendur vom Kirsten Wolf og Ámý Hjaltadóttir, sem þá starfaði við íslenska bókasafnið við Manitobaháskólann. Kirsten Wolf ritaði einnig formála fyrir bókinni. I Westem Icelandic Short Stories em smásögur og þættir eftir tólf vesturíslenska höfunda, Am- rúnu frá Felli (Guðrúnu Tómasdóttur), Bergþór E. Johnson, Friðrik Jónsson Berg- mann, Grím Grímsson (Björn B. Jónsson), Guðrúnu Helgu Finnsdóttur, Gunnstein Eyj- ólfsson, Jóhann Magnús Bjamason, Jóhann- es Pál Pálsson, Kveldúlf (Eiginlegt nafn hans er ekki þekkt), Stephan G. Stephans- son, Þorstein Þ. Þorsteinsson og Örn (Krist- in Pétursson). Sögumar em allar valdar af smekkvísi og ágætlega þýddar, sérstakur fengur er að þýðingu Kirsten Wolf á þáttum Stephans G. Stephanssonar sem hann kallaði sjálfur Ar og birtust í Heimskringlu á ámn- um 1894-1901. EFTIR BOÐVAR GUÐMUNDSSON Kirsten Wolf Sigrid Johnson Daisy Neijmann Akademía Jóns Bjamasonar reis þó upp á ný nokkm eftir að síðari heimsstyrjöld lauk, en að þessu sinni í nýju formi og undir nýju nafni, hún varð sér- stök íslenskudeild við Manitoba- háskólann árið 1951 og sama ár réðst Finnbogi Guðmundsson þar til starfa. Haraldur Bessason tók svo við af Finnboga árið 1956 og annaðist íslenskukennslu við háskólann í 31 ár. Hann lét af störfum þar árið 1987. Ári síðar var Kirsten Wolf ráðin prófessor eftir Harald og má vera að nokkmm íslendingum hafi þótt það undarleg ráðstöfun þar sem Kirst- en er Dani og á sér auk þess suður- jósku að móðurmáli. Svona getur það gengið til þegar spurt er að verðleikum frekar en þjóðerni! Kirsten Wolf, fædd 1959, stundaði háskólanám í Englandi og á íslandi og lauk doktorsprófi frá University Col- lege í London árið 1987. Doktorsrit hennar fjallaði um íslenska miðaldarit- ið Gyðingasögu, sem er saga Gyðinga- þjóðarinnar á tímum Makkabea ásamt frásögn um Pontíus Pílatus. Brandur Jónsson, sem síðar varð biskup á Hólum (1263-1264), þýddi söguna í preststíð sinni einhvem tímann upp úr 1250 að ráði Magnúsar konungs Hákonarsonar, sem kallaður var lagabætir. Kirsten Wolf kenndi við University of Wisconsin í Madison, og starfaði auk þess eitt ár sem ritstjóri við fomíslensku orða- bókina á Stofnun Áma Magnússonar í Kaupmannahöfn, áður en hún réðst til Manitobaháskólans. Hún hefur auk þess gefið út á vegum Stofnunar Árna Magnús- sonar á íslandi Gyðingasögu, Sögu heilagrar Önnu, og Dóróþeusögu og setið í ritnefnd al- fræðirits um norræn miðaldafræði, Medival Scandinavia: An Encyclopedia. Þó að sérsvið Kirsten Wolfs sé fomís- lenska og miðaldabókmenntir talar hún og skrifar reiprennandi nútímaíslensku, enda var hún fljót að ná valdi á hinu nýja viðfangs- efni sínu. Eftir að hún kom að íslenskudeild Manitobaháskólans fjölgaði stúdentum þar jafnt og þétt, og hún fékk því brátt fram- gengt að stofnuð var sérstök aðstoðarpró- fessorsstaða við íslenskudeildina til að sinna sér- staklega vesturíslenskum fræðum. (Icelandic-Canadian Studies programme, funded by Secretary of State Multiculturalism). Viðar Hreinsson gegndi því starfi fyrstur manna 1992-1994. Að vonum er megináhugasvið íslensku- deildarinnar við Manitobaháskólann vestur- íslensk fræði og bókmenntir. Hið íslenska málsamfélag á Nýja íslandi og í Winnipeg er liðið undir lok, og þó svo að margir ensku- mælandi Kanadabúar séu stoltir af íslensk- um rótum sínum og hlúi að íslenskudeildinni með fjárframlögum, þá skilja eðlilega fáir aðrir en þeir sem beinlínis hafa lært ís- Árið 1996 kom svo aftur út bók hjá forlagi Manitobaháskólans með þýðingum á verkum vesturíslenskra rithöfunda, Writings by Westem Icelandic Women. Að þessu sinni þýðir Kirsten Wolf ein alla texta, bæði ljóð og laust mál, og ritar auk þess ítarlegan for- mála, 40 blaðsíður, um ritstörf vesturís- lenskra kvenna. í bókinni eru sögur og ljóð eftir tíu vesturíslenskrar konur, Úndínu (Helgu Steinvöru Baldvinsdóttur), Júlíönu Jónsdóttur, Torfhildi Þorsteinsdóttur Hólm, Margrjeti J. Benedictsson, Guðrúnu H. Finnsdóttur, Amrúnu frá Felli (Guðrúnu Tómasdóttur), Rannveigu K.G. Sigurbjöms- son, Jakobínu Johnson, Helen Sveinbjöms- son og Laura Goodman Salverson, en tvær þær síðastnefndu ortu og skrifuðu á ensku. Eins og Guðmundur Arngrímsson bendir réttilega á í bók sinni Nýja Island, er hug- takið Vesturíslendingur ekki lengur notað meðal afkomenda íslensku landnemanna: Þeir em afkomendur landnem- anna, og þeir era jafn misjafnir og þeir eru margir. Flestum þeirra leiðist þó að vera kallaðir Vestur- Islendingar. Þeim finnst það lík- lega ámóta og okkur þætti að vera kallaðir Vestur-Norðmenn (Nýja ísland, bls. 308). Fyrir þessa enskumælandi af- komendur Vesturíslendinganna, eða Icelandie Canadians, eins og þeir kalla sig nú á tímum, er mik- ill fengur að þýðingum Kirsten Wolf. Bókmenntir Vesturíslend- inga voru, eins og bókmenntir annarra þjóða, fyrst og fremst aldarspegill og við lestur þeirra gefst núlifandi Kanadamönn- um tækifæri til að kynnast nánar menningararfi, hugsun- arhætti, og kringumstæðum forfeðra sinna og formæðra, landnemakynslóðarinnar. Og ekki sakar það að þýðingar Kirsten Wolf eru einstaklega vandaðar, ég leyfi mér alveg sérstaklega að benda á ljóðaþýðingar hennar, enda meira en fágætt að sjá góð- ar þýðingar á ensku á hefð- bundnu, íslensku ljóði. En það er einnig fengur að þessum bókum fyrir ís- lenskt áhugafólk um bók- menntir, einkum ítarleg- um formálum þeirra, sem eru mjög vandaðir og fróðlegir, bæði hvað varðar persónulegar upplýsingar um höf- unda og eins um að- stöðu þeirra til ritstarfa og eðli og einkenni verka þeirra. Þegar Viðar Hreinsson lét af störfum sem aðstoðarprófessor tók Daisy Neijmann við starfi hans. Daisy Neijmann er Hollending- ur, fædd 1963, og lagði stund á ensku og bók- menntir í Hollandi og Kanada. Þá hefur hún einnig lært íslensku afburðavel og vann ma. sem tungumálakennari við framhaldsskóla á Húsavík í eitt ár. Hún varði doktorsrit sitt um vesturíslenskar bókmenntir við Vrije Universiteit í Amsterdam árið 1994. Árið 1997 kom út hjá forlagi Carletonhá- skólans í Ottawa í Kanada rit Daisy Neijmann The Icelandic Voice in Canadian Letters, sem má með góðri samvisku kaUa ítarlegustu út- tekt sem gerð hefur verið á vesturíslenskum 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 28. FEBRÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.