Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1998, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1998, Blaðsíða 9
ALHEIMURINN skoðast ekki efniskökkur fyrst og fremst eða hlutrænt fyrirbæri neinskonar, held- ur voldug athöfn - líktog andardráttur. Og sá andardráttur óendanleikans veldur þessu sem við skynjum sem hlutræna tiiveru. heimspeki. En hann bendir á að mystík og dulspeki er ekki bundin við Indland eitt eða Austurlönd, og hann hafði áhuga á öllum þeirm hreyfingum sem fengust við slíkt, hvort sem Austurlandafólk eða vestrænir dulhyggjumenn fengust við slíkt. Ég hef ekki gert neina tilraun til þess að rekja hvaðan hugmyndir Sigvalda eru. Sjálfur greinir hann frá mörgum bókum sem hann las og reyndar sökkti sér niður í, og hann kynntist mörgum sem höfðu langa og djúpa reynslu af iðkun dulfi-æða. í ritum hans kemur oft fram að hann hef- ur margt lært af tíbetskum búddisma og kenningar þeirra fræðimanna sem lagt hafa fyrir sig hindúasið móta vafalaust hugmyndir hans á eðli og árangri jóga- iðkana. Hvað olli því að Sigvaldi heillaðist af austrænum heimspekikerfum og mystík? Var guðspekin ef til vill einhvers konar andsvar við „hinum endanlega sannleika" sem kirkjan boðaði? Leitaði hann dýpri skilnings á sjálfum sér og tilverunni en hann fann í kristnum kenningum? Var hann ekki vísindamaður í eðli sínu, maður sem leitaði svara sem hann taldi byggð á öruggum grunni rökfræði og skynsemi? Hvað fann hann? Tókst honum að upp- lifa hina dularfullu einingu alls? Því verð; ur ekki reynt að svara hér nema óbeint. I Indlandsbókinni Tunglskin í trjánum er brot úr dagbók sem hann skrifar í fjalla- héraði á Suður-Indlandi. Það hljóðar svo: Nú er að verða dimmt, ryðrautt þrumu- ský í vestri, til hliðar þver skýjabakki furðulega dökkgrár. Svo er einsog rifni á hann göt og sér í heiðan kvöldhimin. Um þetta leyti var bóndi að reka kýrnar heim. Ég var í annarlegu skapi einsog stundum kemur fyrir. Það er að segja: ég var í ágætu skapi enda held ég að ég sé ekki sérlega mislyndur, en á bakvið þetta sem við getum kallað „skap“ voru ein- kennileg umbrot. Ég kannaðist orðið við þessi umbrot, einsog eitthvað í mér sé að láta undan, eitthvað að eyðast eða springa, klaki að bráðna. Þegar svoleiðis kom fyrir mig þegar ég var lítOl drengur norðurí Svartárdal þá fór ég einforum og vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Nú- orðið kann ég að gera ekki neitt og vera ekki neitt og lofa þessu furðulega X-i, hinni óþekktu stærð þess að vera til, að brjótast framí vitundina Allt kvöldið gekk ég um einsog ekki-neitt. Raunar er ég alltaf einsog ekki-neitt, en stundum er ég meira ekki-neitt en vanalega. Litlu síðar heldur frásögnin áfram: að kemur yfir mig geysiskýr tilfinn- ing fyrir veruleika þessa staðar. Fyrst þetta óskaplega stóra land og í því þessi óskaplega stóri skógur, og hér örfáar mannlegar verur í litlu húsi í miðj- um skóginum. Kýr jórtra í hlaðvarpanum. Drengur stendur í dyragættinni... Þungur dynur í lofti eins og fjarlægur söngur hnatt- anna á endalausri för um geiminn - og á bak- við þögnin einsog mjúkur móðurbarmur, - hún ein ríkir, á hana er öll tilveran máluð. Nokkru seinna fór bóndinn að láta inn kýrnar. Komið logn, leifturfluga svífandi í tré (1974:155-156). Þetta er ákaflega merkilegur kafli og sýnir okkur djúpt, inn í hugarheim Sigvalda. Hann virðist hafa frá unga aldri haft tilfinningu fyr- ir einhverju sem hann vildi kynnast nánar, hann vildi reyna á reynslu sína ef mér leyfist að koma svo að orði. Hin djúpa tilfinning hans fyrir náttúrunni verður honum upp- spretta gagntakandi reynslu, þar sem smáat- riðin, alltaf smáatriðin, eru það sem opna vit- undina fyrir hinu ósegjanlega, en mjög svo raunverulega. Sigvalda verður í verkum sínum tíðrætt um hinn hljóða huga, þegar honum finnst sem allt birtist eins og í tæru vatni. Hann segir: Og svo kemur það - eins og þruma eða blíð- ur blær, tilefnislaust eða einsog af einhverju óverulegu tilefni, þegar minnst varir. Og allt breytist þótt ekkert sé breytt - nema þú. Allt verður undarlega skýrt sem er afleið- ing óvenjulegrar vöknunar. Það er eins og að vakna án þess að hafa sofnað. Og yfir breiðist einskonar þögn - sú þögn sem hávaði ekki rýfur, heldur er hún svo máttug að hún kæfir allan hávaða. Þú rennur saman við allt, bráðnar saman við allt sem er í kringum þig, einsog aðgrein- ing vitundarlífsins sé skyndilega þurrkuð út. Vera má að þér finnist þú vera að deyja, jafnvel að þú deyir. Og það er ekki í þér nokkurt „ég“. Ég-ið er hætt að vera til. Um leið og ég-tilftnningin er horfin finn- urðu greinilega að hún er ekkert annað en eitt af þessu rekaldi hugsunarstarfseminnar sem flýtur á stranda- og skeijalausu úthafi vitundarinnar, eða eins og skýhnoðri á heið- um himni (1973:93). Á nokkrum stöðum hér að framan lýsir Sigvaldi líka ástandi sem vafalaust byggist á eigin reynslu og í bókinni Stefnumót við al- heiminn (1982) er ítarleg umfjöllun um mystík og esóterísk fræði. Þar er margt merkilegt og þó flest af því sagt áður, en með nokkuð öðrum hætti. Mörg fleiri dæmi mætti rekja í bókum hans sem benda eindregið til þess að hann hafi þekkt yfirþyrmandi mystíska reynslu, og margt bendir einnig til þess að hann hafi náð tökum á flóknum og erfiðum sviðum jóga-iðk- unar. Um það treysti ég mér ekki að ræða. Hitt er ljóst, að hann hafði gengið skipulega til verks og leitast við að kanna sjálfur margt það sem hann fræddist um í bókum og í við- ræðum við fólk. r g sagði í upphafi að Sigvaldi hafi verið mikill hversdagsmaður, en jafnframt er hann einhver óvenjulegasti maður sem ég hef kynnst. Hann var hvers- dagsmaður í þeirri merkingu að hann lifði hversdaginn af jafnmikilli alúð og hann fékkst af kappi við að stunda dulfræði og heimspeki. Blaðagreinar hans og kaflar í Ind- landsbókinni bera vitni um hve ríkan þátt hann tók í hinu daglegu lífi landa sinna og fólks um heim allan. Hann tók þátt í amstri og baráttu fjöldans, gleði og sorg samtíðar- manna sinna, stjórnmálakarpi og umræðu um menningu oglistir. Þetta var í samræmi við það sem hann leit- aði að og það sem hann kenndi. 011 athöfn sem unnin er af alúð og án undirhyggju eða vonar um laun er góð. Hann fylgdi þar út í æsar boði Krishna í Bhagavad-Gita. En eins og fram kom þegar ég ræddi um útleggingu hans á karma-kenningunni aðhylltist hann ekki afstæðishyggju. Sá sem náð hafði valdi á huga sínum og þar með athöfn sinni gerði ekki neinum illt viljandi. Samúð og náunga- kærleiki var ekki eitthvað sem var úthugsað heldur viðbragð þess sem hafði náð valdi á huga sínum og athöfn. Og dulhyggjumaðurinn, mystíkerinn, er manna hversdagslegastur, glaður á góðri stund, fullur samúðar á sorgarstund, hjálp- samur, tryggur, og haggast lítt þótt á móti blási. Mitt í önn dagsins er hægt að stunda hugrækt, og hafa þá gát á sjálfum sér, sem Sigvaldi lagði svo mikla áherslu á. Hann segir á einum stað: „Einfalt líf er í ætt við heiðríkjuna og fjöllin, að mæta hverri stund lífsins eins og hún er, hvemig sem hún er“ (1968:31). Og hin ósíngjarna athöfn er hápunktur mannlegrar viðleitni. Sigvaldi Hjálmarsson hafði gaman af þver- stæðum, andstæðum sem oft mynda einingu þegar nánar er skoðað. Hann var manna létt- astur í máli og allur hátíðleiki í daglegri um- gengni var honum fjarri skapi. Ég ætla því að leyfa mér að ljúka þessu rabbi með því að birta síðasta ljóðið í bók hans Vatnaskil. Ljóðið heitir reyndar Eftirmáli. Nú að lokura einu vil ég sveigja og ekki framar lopann teygja: að orðin sem ég er að segja eiga að minna mig ogþig og marga hinna á sannleik þann: svofelldan: aðallt sem þðrf er á aðsegja erekkihægtaðsegja, og því er best að þegja! Rit Sigvalda Hjálmarssonar sem vitnað er í: 1968, Eins og opinn gluggi 1973, Einskonar þðgn: ábendingar í hugrækt 1973a, Að horfa og hugsa 1974, Tunglskin ftrjánum, ferðaþættir frá Indlandi 1976, Haffdropa: Þættir um yoga og austræna hugsun 1976, Vatnaskil. Nokkur (jóð 1982, Stefnumót við alheiminn: Leiðbeiningar um esáteriska iðkun 1984, Víðáttur: Ijóð í greinunum er vitnað til ritanna með ártali og blaðs(ðutali. Dæmi 1968:22. Höfundurinn er prófessor í mannfræði við Hóskóla Is- lands. Greinin er byggð ó erindi sem flutt var ó fundi i Guðspekifélaginu 10. okt. 1997. SIGVALDI HJÁLMARSSON ÚR MIKILLI HÆÐ Úr mikilli hæð er ég ekki einu sinni andlit og tilveran eins og nokkur strá hafi fokið saman í undarlegt mynstur úr mikilli hæð sést að hyldýpið erímér og stráin halda áfram að fjúka úr mikilli hæð LÁG RÖDD Leyf mér að gista í garði þínum þvíég næ ekki háttum hjá sumarnóttinni þegar þú vaknar verð ég á braut en skil eftir lága rödd í trjánum LÍTJL GARA Logn útá Sundum logn yfir bænum lítil gára. Værð yfir landinu værð í blænum Kyrrðíhuga og kynlegt að greina að kulið frá sænum loftið hreina og h'til gára leika um hjartað Þó allt sé í værð er eitthvað sem vatír útá Sundum, lítil gára sem lifnar og vakir handanvið hjartað Ljóðin Úr mikilli haeð og lóg rödd eru úr Ijóðabókinni Víðóttur, sem kom út 1984. Ljóðið Lítil góra er úr fyrri Ijóðabók Sig- valda, Vatnaskil, sem kom út 197ó. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 28. FEBRÚAR 1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.