Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1998, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1998, Blaðsíða 12
BROT ÚR BÓKMENNTASÖGU SPÁNAR 3 7 / / EL GRECO: Toledo 1604-14. Skáldið Góngora og málarinn El Greco voru samtfmamenn á Spáni, Góngora fæddur f Cordóba en El Greco (Grikkinn) var hins vegar aðkomumaður frá Grikklandi og settist að í Toledo. HANNA KRISTÍN ÞORGRÍMSDÓTTIR FYRSTU KYNNI Þú situr og kastar smásteinum að börnunum sem leika sér saman. Þau líta á mig og heilög vandlæting skín úr björtum augum: „Hann er alltaf að hrekkja. “ Já. Égsé. Hnakkakerrtan dreng með stórt höfuð á grönnum hálsi. í mögru andliti svartir baugar. Svipurinn storkandi augun stór og dökk barmafull af heitu myrkri. Égskynja nístandi kvöl og umkomuleysi spellvirkjans litla sem varð fóðurlaus í fyrri viku og situr nú keikur einn á ókunnum stað. Ég veit að égget ekki létt af þér sorginni, er vanmáttug en verð að sýna þér þá vifðingu sem þér ber. „Hættu þessu strax“ segi ég ströng. Kyngi kekkinum íhálsinum og læt þig hlýða eins og hin börnin. Höfundurinn býr á Bæheimum í Andakilshreppi. SIGURÐUR HARÐARSON BARIST VIÐ LIFIÐ Hvíslandi orð táldragandans anda köldu yfir dauðastríð bamsins innra með mér Mér, sem skortir skUning getu ogjafnvel vilja til að aðhafast nokkuð því til bjargar Bláar og beinhvítar hendur mínar geta engan yl veitt Ég finn fyrir sama óttanum ogíþyngir þeim sem deyja meðvitaðir um eigin einsemd Höfundur er hjúkrunarfræðinemi í Reykjavík. SKÁLD _________________EFTIR_________________ BERGLINDI GUNNARSDÓTTUR Spænsk-arabískur skáld- skapur var mjög sk/nrænn °9 byggðist á hughrifum; honum var ætlað að lýsa hinu fagra í ákjósanlegri veröld. Hann var laus við epíska frásögn og á end- anum staðnaði hann því hann skorti ástríðu og kraft. ARABÍSKUR kveðskapur á Spáni og víðar er upprunn- inn frá Bedúínum sem lifðu í eyðimörk Sahara. Sum skálda Bedúína höfðu næmt auga fyrir umhverfi sínu, og þótt kvæðin væru sterklega bundin í formi voru þau gædd svo miklu ímyndunarafli að sumir telja að þau minni helst á módema Ijóðagerð nútím- ans. Upprunaleg gerð kvæðanna kallaðist Qasida, sem er nokkurs konar elegía, sögusvið þeirra kvæða var eyðimörkin. Síðan urðu til Ijóð um lystisemdir borgarlífsins, vinateiti í blómskrýddum görðum, skógarferðir og lýs- ingar á djásnum og dýrgripum, en umfram allt ástir og vín. Petta voru borgarljóð, komin frá Bagdad. Þessari Ijóðagerð hnignaði síðan, en á 10. öld verður endurlífgun á hinni fomu, ldass- ísku Qasida-hefð. Á þeim tíma upphefst arab- ísk ljóðagerð á Spáni, miðstöð hennar var borgin Córdova í Andalúsíu. Spænsk-arabískur skáldskapur er svo bund- inn formi að erfitt er að þýða hann á önnur og óskyld tungumál. Það sem helst skilar sér í þýðingum eru myndrænir eiginleikar hans. í þessum ljóðum skapast stundum óvanaleg hug- hrif, í samblandi af viturri hugsun og bams- legri skynjun. Minnir það á ljóð framúrstefnu- skálda 20. aldarinnar, til að mynda hins sér- stæða skálds, Ramóns Gómez de la Sema, fyr- irrennara súrrealista á Spáni. Hér eru tvö dæmi um slíkt í spænsk-arabískri ljóðagerð: Óveðursský Loftið mátar alls kyns skýjaklæði og velur sér að lokum svarta þunga kápu. Andvaka Þegar fugl svefiisins hugðist gera sér hreiður í auga mínu sá hann augnhárin og varð hræddur því hann hélt að þau væru net Spænsk-arabískur skáldskapur var mjög skynrænn og byggðist á hughrifum; honum var ætlað að lýsa hinu fagra í ákjósanlegri veröld. Hann var laus við epíska frásögn og á endanum staðnaði hann því hann skorti ástríðu og kraft Endurómur hans hefur þó lifað aUar aldir í mörgum glæsilegustu fulltrúum skáldskapar á Spáni. Arabísku einkennin leyna sér t.a.m. ekki hjá nafhtoguðustu skáldum þessarar aldar, svo sem Lorca og Rafael Alberti. Hin ljóðræna mýkt í litlu ijóði eftir Alberti, sem Helgi Hálfdanarson þýddi, minnir á austræna stemmningu. Cf minn rómur ... Ef minn rómur deyr á landi þá berið hann útað sjó og skiljið við hann á ströndu. Þið berið hann útað sjó og þið kveðjið hann tfl stjómar áorustuskipihvítu. Ó minn rómur fagurbúinn öllum sjómennskunnar táknum: fyrir ofan hjartað anker, yfir ankerinu stjama og yfir stjömunni stormur ogyfirstorminumsegL Skáld gullaidarinnar Segja má að ljóðarfur Andalúsíu hafi blómstrað hjá einu mesta Ijóðskáldi gullaldar- skeiðsins, Luis de Góngora y Argote. Það er jafnframt hann sem skáldakynslóð Lorca leitar til, endurvekur í Ijóðum sínum og heiðrar 300 árum eftir dauða hans. Góngora fæddist í Córdobu árið 1561. Faðir hans átti eitt stærsta- bókasafn borgarinnar, svo pilturinn ólst upp í menningarlegu um- hverfi. Hann lifði áhyggjulausu lífi í æsku, var lífsglaður, hafði nóg af peningum og orti vísur til að skemmta félögum sínum. Síðar meir varð hann prestur við dómkirkjuna þar í borg; var þó ekki hneigður til þess starfa. Góngora var félagslyndur maður og þótti gaman að tónlist, útreiðum og nautaati, var að auki ástríðufullur fjárhættuspilari. Spánarfræðingurinn Gerald Brenan heldur því fram að ekkert ljóðskáld hafi verið jafnsjúkt í spil, enda tapaði hann við spilaborðið flestum eignum sínum og varð af þeim sökum þunglyndur á efri árum. Sömu- leiðis átti hann í ýmsum ástarmálum; á þessum tíma krafðist kirkjan fremur launungar en skírlífis af prestastéttinni. En lífsgleði Góngora varpaði jafnframt löngum skugga og í einu ævisögulegu Ijóði segir hann hana „greiða dapurleikanum sínar þúsundir“. Hann dvaldi tvö ár við hirðina í Valladolid, kynntist þar ýmsum frammámönnum og naut þess að Ijóða- gerð var afskaplega mikið í tísku um þær mundir. Þessi tími örvaði hann mjög til dáða og eru allrabestu sonnettur hans síðan þá. Árið 1611 segir hann lausu starfi sínu sem dómkirkjuprestur og flytur á lítið sveitabýli skammt frá Córdobu. Þar yrkir hann tvo langa ljóðabálka: Fábula de Polifemo y Galatea, eða Dæmisöguna af Polifemo og Galateu, einnig fyrsta hlutann af Soledades. Þessi kvæði ollu miklu írafári meðal menntamanna í Madrid, og voru menn ýmist með eða á móti skáldskapn- um. Það sem einkum vakti athygli var stíllinn, en hann var mjög fágaður, í anda latneskrar braghefðar annars vegar og hins vegar arab- ískrar ljóðahefðar Andalúsíu. Eftár þetta flytur Góngóra sig aftur um set, að þessu sinni til Madrid þar sem hann gerist prestur við hirðina. Gerald Brenan segir svo frá: „Það var óheppileg ráðstöfun. í ysnum og þysnum í Madrid fannst Góngora hann skyndi- lega vera orðinn gamall. Hann fékk ekki þá stöðuhækkun sem hann hafði vænst, skuldir hans jukust, vinir hans voru ekki lengur í náð- inni; hirðlífið sjálft snerist um endalausa bið í forsölum, og dansiböll, stórmennum til heiðurs, áttu ekki við hann. Skáldskaparæð hans þom- aði, hann orti nyög stopult og af lítilli andagift. Hann barðist í bökkum fjárhagslega og hugur hans hvarflaði æ oftar til heimabæjar hans þar sem hann átti sér hús og garð sem biðu heim- komu hans. En hann var, svo sem dæmigerður Andalúsíumaður, óviljugur að gera það fyrr en hann hafði útvegað bróður- og systursonum sínum hagstæð embætti." Til að geta greitt skuldir sínar afréð Góngora að gefa út Ijóð sín. Að þeirri útgáfu vann hann er hann fékk slag og missti við það minnið. Nokkrum mánuðum síðar lést hann í Córdobu, það var árið 1627. Árið eftir komu Ijóð hans út, en rannsóknarrétturinn illræmdi þaggaði þau niður. Góngora er sem skáld margbrotinn, hann leggur sig eftir latínuháttum sem gerði ljóð hans torræð og framandleg, einnig finnast í þeim talsverð áhrif frá arabískri ljóðlist; hann er angurvær og melankólskur, hann á til illkvittni og ádeilubrodd, hann yrkir í anda þjóðkvæða og er talinn mestur af spænskum sonnettuskáldum. Vandinn sem öllum skáld- um renaissancetímans fannst þau verða að glíma við fólst í því að hreinsa málið af klisju- kenndri málnotkun í ræðu og riti og gefa orð- unum þann gljáa, eða þann andblæ dýptar sem hversdagsleg notkun hafði máð af þeim. Venjulega gerðu menn það með því að setja þau í nýtt samhengi með öðrum, sérstaklega völdum orðum - og vekja þeim síðan kraft ljóðrænnar hrynjandi. En Góngora gerði sig ekki ánægðan með slíkt. Hann leitaðist því við að smíða sér nýtt og ferskt orðfæri sem hentaði betur ásetningi hans. Hann lét sér ekki nægja að endurmeta orðin með því að rjúfa venjubundið samhengi þeirra heldur tók til við að skapa alveg nýtt ljóðmál. Hann notaði orðið „gull“ sem samnefnara fyrir alla hluti sem báru gulan lit, allt frá korni til ólífuolíu, og orðið „snjór“ táknaði allt sem var hvítt. „Fljúgandi snjó“ kallaði hann fjöður af fugli. Orðið „lilja“ táknaði einnig það sem er hvítt á lit. Fjárhóp sem var á reiki um hagann nefndi hann þá „flökkuliljur". Hann nýtti sér ýmis skrautleg fyrirbæri úr náttúrunni í myndlíkingar sínar, svo sem: silfur, marm- ara, kristal, gull, demanta, rúbína og rósir. Ung stúlk sem kemur frá því að sinna um bý- flugnabú, syngur og slær taktinn, er „Fegurð margra alda / ung að árum“. Og hann segir einnig: „Vegurinn er þreyttari en þeir sem um hann fara.“ Þessa ríku tilhneigingu til að skapa myndlík- ingar og þessa skreytináttúru má einnig sjá í ljóðum Lorca þrem öldum síðar. Og það er einmitt hinn flókni, myndræni veftiaður kvæð- anna sem Brenan segir að minni hvað mest á Ijóðstíl arabiskra skálda á 11. og 12. öld. Þessar augnabliks stemmningar; mynd af vatni sem streymir eftir leiðslu sinni, blómum og skugg- um og hvítri birtu suðrænnar sólar sem hellist yfir landið. Höfundurinn er rithöfundur og bókavörður. 12 ŒSBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 28. FEBRÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.