Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1998, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1998, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGLNBLAÐSINS - MENMNG I IS I IH 9. TÖLUBLAÐ - 73. ÁRGANGUR EFNI StórviðburÖir ársins í fásinni norður á Ströndum snemma á öldinni hafa kannski ekki þótt mjög stórir almennt séð, en fyrir bræðurna frá Tindi í Kirkjubólshreppi, sem héldu nákvæmar dagbækur áratugum saman, voru þeir stór- ir. Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur hefur brugðið ljósi á íslenzkt þjóðfélag þessa tfma með því að skoða dagbækurnar. Jónas Hallgrímsson er okkur ekki aðeins listaskáldið góða, heldur er einnig al- mennt litið svo á, að grein hans um Tistransrímur Sig- urðar Breiðfjörðs í þriðja árgangi Fjölnis 1837 sé fyrsti eigin- legi ritdómurinn á Islandi, þ.e. gagnrýni á rit sem bókmenntaverk. Þröstur Heigason fjall;ir um þennan dóm í fyrstu grein sinni um fslenska bókmenntagagnrýni. Indverji skilur ekki tilveru sína í sundur í efni og anda. I staðinn finnst honum allt, hvaða nafni sem nefnist, vera líf og vitund, hefur Sigvaldi Hjálmarsson skrifað, en hér birtist síðari hluti greinar Haraldar Ólafssonar prófessors um Sigvalda og kenningar hans. Að sögn Sigvalda setja Indverjar þroskann öllu ofar og þeir ifta svo á að allt sé á þroskabraut. Handgerður pappír Vínarborg japanskur, washi, er einstakur fyrir það hvað hann er þunnur, áferðarfallegur og sterkur. Japanir hafa stundað pappírsgerð í meira en 13 aldir og gera enn um allt landið ailt frá Hokkaido f norðri til Okinawa f suðri. Sigrúnu Eldjárn bauðst að kynnast pappírsgerð Japana og vinna með hefðbund- inn handgerðan pappfr. er að hluta til leiktjöld fallins keisaradæmis og um þau glæstu leiktjöld skrifar Bjarni Jó- hannesson, arkitekt og skipulagsfræðingur. Þetta eru haliirnar tvær og byggingarnar við „Hringinn" og allar voru þær byggðar þegar austurrísk-ungverska keisaraveldið var og hét, en það lognaðist út af þegar lauk fyrri heimsstyijöldinni. FORSÍÐAN: Nú er frost á Fróni og Kári kveður sitt kuldaljóð við klakastrá á lækjarbakka. Myndina tók Einar Falur. RÖGNVALDUR FINNBOGASON SIC TRANSIT Hér stendur hún innan þessara háu múra gamla keisarahöllin, hinn goðumbomi keisari kominn til Tokyó. Ferðamenn reika um skála oggarða undir gljáberktum trjám þar sem lækir sytra milli skyggðra tjama. Sú var tíðin að drukkin skáld mærðu hér í ljóðum son sólar meðan hægur straumur barfram reyrfleytur þeirra. Nú bogra hér þreyttar verkakonur við að tína upp visnað laufíð frá liðnu sumri. Rögnvoldur Finnbogason var Hafnhrðingur að uppruna, fæddur þar 1927 og lézl 1996. Hann var prestur og gegndi embælti viðo, en var siðast sóknarprestur á Staðastað á Snæfelisnesi. Eftir Rögn- vald komu út tvær Ijóðabækur, sú fyrri skömmu áður en hann lést og hin var gefin út að honum látnum. HIN PERSONU- LEGA SKEKKJA RABB LÍKT og margar aðrar fræði- greinar hefur sagnfræðin ver- ið mótuð af þeim stefnum og straumum sem ríkjandi voru i samfélaginu á hverjum tíma. Lengi framan af fengust sagn- fræðingar einkum við per- sónu- og stjórnmálasögu enda voru sterkir persónuleikar taldir áhrifavald- ar og drifkraftar sögunnar. Menn og at- burðir fyrri alda voru miskunnarlaust lagðir undir mælistiku samtímans og gengið út frá því að fólk í fjarlægri fortíð hafi verið mótað af hugmyndum sem ekki urðu til í hugar- heimi mannsins fyrr en löngu seinna. Þetta er það sem Sigurður Nordal nefndi hina persónulegu skekkju sögunnar. Sigurður taldi að á bak við allar athafnir mannsins stæði ákveðin hugmyndafræði og heim- speki. Ailir kveða upp dóma eða láta skoð- anir sínar í ljós á einhvem hátt með því að sleppa sumu en gera öðru ítarleg skil. Að mati Sigurðar höfðu margir fræðimenn, sérstaklega þeir sem studdust við mjög ákveðna pólitíska sannfæringu, tilhneigingu til þess að hlaupa yfir þær staðreyndir, sem ekki samræmdust kenningum þeirra. Slíkir fræðimenn gerðust sekir um vísvitandi óná- kvæmni og að setja fram kenningar í því augnamiði einu að styðja fyrirfram ákveðn- ar niðurstöður. Atburðir fyrri tíma voru meðhöndlaðir sem sjálfstæðir atburðir úr tengslum við annað þannig að gagnrýni í ljósi seinni tíma atburða varð réttlætanleg. Veikleiki fræðimanna var sá að taka með sér viðhorf síns eigin samtíma sem voru við- fangsefninu óþekkt og óskiljanleg. Þetta segir okkur það að val heimilda til umfjöll- unar má ekld einskorðast af því sem sagn- fræðingnum og samtímamönnum hans finnst merkilegt, heldur eingöngu því sem hefur verið áhugavert fyrir hina sögulegu persónu sjálfa. I bók sinni íslenskri menn- ingu bendir Sigurður á að allar gerðir mannsins séu mótaðar af einhverri hug- myndafræði: Að vísu semur enginn maður bók né gerir yfirleitt nokkum skapaðan hlut án þess ein- hverjar hugleiðingar ráði gerðum hans og hann boði með verki sínu einhvers konar heimspeki. Jafnvel annálaritarinn, sem skrifar fáeinar línur eða blaðsíður um at- burði líðandi ára og gerir engar athuga- semdir um þá frá eigin brjósti, er með hverju orði að kveða upp dóma og láta skoðanir sínar í Ijós. Hvert sinn sem hann færir eitthvað í letur eða lætur annars óget- ið, sem honum er jafnkunnugt, er hann að skýra frá því, hvað honum finnst verðugt þess að geymast í minni. Sigurður Nordal var í þessu tilliti sam- mála enska sagnfræðingnum R.G. Coll- ingwood sem á sínum tíma réðst gegn vax- andi tilhneigingu fræðimanna til þess að beita aðferðum náttúruvísinda við rann- sóknir á mannlegu framferði. Til þess taldi hann mannlegt eðli of háð stöðugum um- breytingum í þeim skilningi að menn eru stöðugt að laga hæfileika, viðhorf og aðferð- ir að þeim veruleika sem þeir upplifa á hverjum tíma. Það væri því útilokað fyrir sagnfræðinga að bera saman atburði sam- kvæmt einhverju lögmáli. Atburð yrði að skilja sem eitthvað sem tengdist farvegi hugsunar og vilja. Sagnfræðingurinn þarf því að freista þess að lifa sig inn í hugsunar- hátt þess fólks sem hann er að fjalla um. Collingwood taldi sagnfræðinginn ekki að- eins vera að fást við atburði heldur einnig hegðun. Fyrir söguna er markmiðið ekki at- burðurinn sjálfur heldur sú hugsun sem hann lýsir. Að uppgötva þessa hugsun er að skilja atburðinn. 011 saga er því saga hugs- unar og söguþróun er þróun hugsunar. Sag- an er því ekki saga merkilegra atburða eða lýsing á breytingum. Það að sumir sagn- fræðingar og jafnvel heilar kynslóðir sagn- fræðinga hafa afskrifað heil tímabil sem óáhugaverð segir okkur heilmikið um fræði- mennina sjálfa. Gott dæmi um þetta er hið gamalgróna viðhorf til 17. aldarinnar í sögu Islands, þar sem landsmenn voru gerðir að fórnarlömbum verslunareinokunar og ánauðar, þó svo frumheimildirnar segi okk- ur að stóran hluta aldarinnar hafi verið hér góðæri og öflugt mannlíf. Þessi söguskoðun hafði það markmið að sýna íslendinga sem fórnarlömb erlendrar kúgunar. Menn sóttu sér andlegan innblástur í söguna. Tíðarand- inn ákvað hvað var merkilegt og hvað ekki. Það var ekki fyrr en mesta þjóðernis- hyggjuvíman var runnin af þjóðinni sem sagnfræðingar gátu snúið sér að hinni raun- verulegu sögu þjóðarinnar, sögu hins venju- lega manns og hversdagslegra hugmynda. Sú mynd sem þá kom í Ijós féll ekki alltaf beinlínis að hinni rómantísku söguskoðun. Sigurður Nordal gerði sér vel grein fyrir vanmætti fræðimannsins til þess að skilja fortíðina á sínum eigin forsendum. í ís- lenskri menningu talar hann um að íslend- ingar viti of mikið um sögu sína í hlutfalli við það sem þeir skilji. Ástæðan er sú að menn hafa tilhneigingu til þess að túlka at- burði út frá sínu eigin gildismati. Þar með misskilja þeir eðli sögunnar. íslendingar hafa tileinkað sér yfirgripsmikla þekkingu á staðreyndum án þess að skilja þá hugsun sem að baki býr. Líkt og Collingwood taldi Sigurður að á bak við allar gerðir mannsins stæði ákveðin hugmyndafræði og heim- speki. Sagnfræði yrði aldrei vísindi því þekking á fortíðinni væri í molum og því hægt að skilja hana á ýmsa lund: „Hver kynslóð lítur hana sínum augum, hver stjórnmálaflokkur, trúarflokkur eða ein- staklingur getur valið úr henni og stýrt henni eftir vil sinni og dul. Hlutdrægir stjómmálamenn umskapa fortíðina í eigin mynd í stað þess að læra af henni.“ Tilefni þessara hugleiðinga Sigurðar Nordal voru tilhneigingar samtímamanna hans til þess að beita fyrir sig sagnfræðinni í því skyni að ná fram pólitískum markmið- um. Sigurður taldi fullyrðingar um sjálf- stætt þjóðveldi íslendinga hugarsmíð 19. aldar manna, sem vildu sýna fram á að þjóðemisvitund íslendinga hafi alltaf verið tÚ. Hann taldi þvert á móti að ekkert benti til fjandskapar á milli landnámsmanna og konungs. Þeir hafi í raun og vem litið á sig sem þegna konungs þótt þeir væm ekki skattskyldir honum. Auk þess hafi nokkrir landnámsmannanna verið vildarvinir Har- alds konungs. Sú hugsun að stofna hér nýtt þjóðríki hafi því verið þessum mönnum gjörsamlega framandi. Þeir héldu áfram að líta á sig sem Norðmenn og tala danska tungu. Búferlaflutningur frá Noregi til ís- lands breytti ekki þjóðerni manna. Land- nám íslands og síðar Grænlands og fundur Ameríku var aðeins hluti af útþenslu nor- rænna manna sem á þessum tíma lögðu undir sig mörg blómlegustu hémð Evrópu. Það lýsir átakanlegum hroka og bama- skap að ætla íslendingum heiðurinn af sigl- ingaafrekum norrænna manna. ísland var numið af norskum bændum og það samfé- lag sem þeir mynduðu verður að meta á sín- um eigin forsendum. Það er jafn merkilegt eftir sem áður. Þessir menn urðu að sak- lausum fórnarlömbum stjórnmálamanna, sem upptendraðir af þýsk-frönskum þjóð- ernishugmyndum 19. aldarinnar vildu móta þá að sinni vild. ARNI ARNARSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. FEBRÚAR 1998 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.