Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1997, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1997, Blaðsíða 20
LÍKAN af Menningarmiðstöd Grænlands í Nuuk. GRÆNLENSKA BYLTINGIN ar. Sniðið er hefðbundið en salurinn tekur ríf- lega 500 manns í sæti, á gólfi og einum svöl- um. Smærri salurinn, sem er ferningslaga, er hugsaður fyrir minni sýningar og uppákomur af ýmsum toga. Fullbúin kostar byggingin um 935 milljónir íslenskra króna (um 85 milljónir danskra króna). Er það um 275 milljónum króna meira en gert var ráð fyrir í upphaflegri fjárhagsáætl- un en við hana mun Norræna ráðherraráðið hafa miðað hlut sinn. Fékkst síðar um 55 milljóna króna aukaflárveiting frá ráðinu, þannig að það hafði, þegar upp var staðið, látið um 275 milljónir króna af hendi rakna. Um 88 milljónir króna komu úr sjóðum fyrir- tækja af ýmsum toga, innlendra og erlendra, þannig að grænlenska þjóðin greiddi um 572 milljónir króna úr eigin vasa. Að sögn Oxholms stóð í raun aldrei styr um byggingu hússins - grænlenskir stjóm- málamenn hafi aldrei efast um ágæti verkefn- isins. í fyrstu hafi að vísu verið skiptar skoðan- ir meðal þjóðarinnar og sumir viljað láta féð renna til annarra „mikilvægari málefna, svo sem það var orðað“. Þær raddir hafi hins veg- ar fljótt orðið hjáróma og loks þagnað. „Og þeir fáu einstaklingar sem hafa ekki enn tekið menningarmiðstöðina í sátt. munu gera það innan tíðar - enda mun hún frá og með næstu helgi verða miðpunktur Nuuk.“ Fyrir og ef tir „húsió" Oxholm velkist, með öðrum orðum, ekki í vafa um að tilkoma menningarmiðstöðvarinnar eigi eftir að skipta sköpum fyrir Grænlendinga. Byggingin marki þvílík vatnaskil að þegar fram líða stundir eigi menn eftir að tala um Nuuk fyrir „húsið“ og Nuuk eftir „húsið“. Leggur hann ríka áherslu á að miðstöðin eigi að þjóna öllum íbúum Grænlands - ekki einvörðungu íbúum höfuðstaðarins. Mun tæknin gegna lykil- hlutverki í því samhengi enda eiga íbúar á lands- byggðinni, margir hvetjir, erfitt með að sækja viðburði í húsinu en „stærðin er, svo sem kunn- ugt er, helsti ókostur landsins". Öllum helstu viðburðum verður því útvarpað og/eða sjónvarp- að um gjörvallt Grænland. Oxholm er ennfremur sannfærður um að menningarmiðstöðin muni valda straumhvörf- um í grænlenskri listsköpun. „í fyrsta sinn í Grænlandssögunni hefur myndast listumhverfi sem hlýtur að hvetja listamennina til dáða. Skyndilega er komin fram á sjónarsviðið bygg- ing sem stenst alþjóðlegan samanburð, þar sem þeir geta komið fram, fylgst með félögum sín- um og borið saman bækur sínar. Þessu er eigin- lega best lýst með einu orði: Bylting." Oxholm fullyrðir að Grænlendingar séu boðnir og búnir að greiða götu innlendra og erlendra listamanna sem langi til að stíga á fjalir hússins eða efna þar til sýningar. Meðal annars verði unnt að sækja um sérstakan ferðastyrk í gegnum stofnunina sem rekur húsið og Norrænu stofnunina í Nuuk. „Það liggair hins vegar ljóst fyrir að smæðar okkar vegna höfum við ekki burði til að fjármagna komur erlendra listamanna nema að hluta. Vonandi berum við því gæfu til að eiga far- sælt samstarf við aðrar þjóðir í þeim efnum, líkt og við höfum átt við íslendinga vegna komu Sinfóníuhljómsveitar íslands.“ RÆTUR grænlenskrar menning- ar eru sterkar. Óheyrilegar fjarlægðir milli landshoma og skortur á raunverulegu listum- hverfi hefur á hinn bóginn stað- ið listsköpun í landinu fyrir þrifum. Þar til nú. Fyrirsjá- anlegt er að Menningarmiðstöð Grænlands, Kulturip Illorsua, muni valda straumhvörfum í listasögu eyjar- innar og fleyta þessum nágrönnum okkar í norðri af fimakrafti inn í framtíðina. Oft hafa menn því glaðst af minna tilefni, hvaða þjóð væri svo sem ekki til í að eignast sérhannað tónlistarhús? Hugmyndin um að byggja menningarmið- stöð á Grænlandi skaut fyrst upp kollinum fyrir hálfum öðrum áratug. Skriður komst hins vegar ekki á málið fyrr en árið 1989 þeg- ar Jonatan Mosfeldt, þáver- andi forsætisráðherra Grænlands, lagði til á þingi Norðurlandaráðs í Reykja- vík að slík bygging myndi Ole rísa í Nuuk. Gerði hann það Oxholm jafnframt að tillögu sinni að Norræna ráðherraráðið stæði straum af þriðjungi kostnaðar. Féll mál hans í fijóa jörð og tveimur áram síðar undirrituðu Grænlenska heimastjómin, bæjarstjórn Nuuk ög Norræna ráðherraráðið samstarfssamning um byggingu menningar- miðstöðvar. Var byggingarnefnd þegar sett á laggimar og tók forstöðumaður Norrænu stofnunarinnar á Grænlandi, Daninn Ole Ox- holm, þar sæti fyrir hönd Norræna ráðherra- ráðsins. Því næst var efnt til leynilegrar sam- keppni um hönnun hússins meðal arkitekta á Norðurlöndum og bárust 226 tillögur, að sögn Oxholms sem sat í dómnefndinni. Fór arki- tektastofan Schmidt, Hammer og Lassen í Árósum með sigur af hólmi. Munw mœta iðnaöarmönnunum Byggingarframkvæmdir við menningarmið- stöðina hófust í október 1994 og tók sérstök stofnun, sem stofnuð var um reksturinn, form- lega við henni 1. febrúar síðastliðinn, fáeinum mánuðum á eftir áætlun. En þótt vígsludagur nálgist nú óðfluga er umtalsvert verk enn óunnið, að því er fram kemur í máli Oxholms. Segir hann húsið þó verða reiðubúið að taka við vígslugestum á laugardaginn kemur, jafn- vel þótt þeir eigi hugsanlega eftir að mæta síðustu iðnaðarmönnunum við komuna. Meðal gesta við vígsluathöfnina verða fjöl- margir frammámenn frá Norðurlöndum, Kanada og Alaska, svo dæmi sé tekið. Fulltrúi íslenskra stjórnvaida verður Bjöm Bjarnason menntamálaráðherra en Sinfóníuhljómsveit ís- lands undir stjóm Petris Sakaris leikur við athöfnina. Að sögn Oxholms er í heild gert ráð fyrir að um sjö til átta hundrað gestir muni dveljast í Nuuk um næstu helgi í tengsl- um við vígslu menningarmiðstöðvarinnar og man hann ekki eftir öðram eins fjölda aðkomu- manna í bænum í þau þijátíu ár sem hann hefur búið þar. Mun allt gistirými vera fyrir löngu upppantað. Grænlendingar vígja menningarmiðstöð, hina fyrstu sinnar tegundar sem rís þar um slóðir, í höfuðstaðn- um Nuuk næstkomandi laugardag, 15. febrúar. ORRI PALL ORMARSSON drakk í sig fróóleik um þessa tímamótabyggingu, sem meðal annars er sérhönnuð fyrir tónlistarflutning, ó fundi með Ole Oxholm sem sat í byggingarnefnd hennar. TEIKNING af stóra salnum sem hannaður er sérstaklega meðtónlistarflutning ihuga. ÞANNIG mun byggingin Ifta út að innan. í menningarmiðstöðinni nýju era tveir salir, lítill og stór, auk þess sem þar er að fmna ráðstefnusali og kaffistofu. Þá verða lands- bókasafnið og Norræna stofnunin þar til húsa. Stóri salurinn er hannaður sérstaklega með tónlistarflutning í huga en hann mun jafnframt falla vel að þörfum leiklistarinnar, auk þess sem þar verða dags daglega kvikmyndasýning- 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. FEBRÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.