Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1997, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1997, Blaðsíða 11
DANILO greifi (Garðar Cortes) lifir eftir einföldu mottói — hann elskar oft, lofast sjaldan og gift- ist aldrei. þekkja enda var Lehár afar fundvís á gríp- andi laglínur.“ Söngvararnir segja að hlutverk elskend- anna séu þakklát - bæði fái þau tækifæri til að syngja fallegar melódíur, „einkum Hanna“, segir Garðar, „ekki síður Danilo," segir Signý og Garðar getur fallist á það. „Síðan er það skemmtileg tilbreyting að fá að syngja heilt hlutverk með bros á vör - maður er hvorki reiður né örvilnaður og þaðan af síður í drápshug eins og jafnan í óperunum,“ segir Garðar og Signý tekur í sama streng: „Þá sjaldan pirringur kemur upp hverfur hann í næsta takti enda ávallt byggður á misskilningi. Svik og undirferli þekkjast ekki hjá þessum heilsteyptu elsk- endum.“ Skemmtilegt púsluspil Auk Garðars og Signýjar tekur flokkur söngvara og leikara þátt í sýningunnij þeirra á meðal Kór íslensku óperunnar. I öðrum helstu hlutverkum eru Sigurður Björnsson, sem leikur sendiherrann, Zeta barón, sem mun vera stærsta hlutverk sem til er í óperettu með tilliti til leiktexta, Marta G. Halldórsdóttir og Þorgeir J. Andr- ésson, sem fara með hlutverk elskendanna Valencienne og Camille de Rosillon og Jón Þorsteinsson og Stefán H. Stefánsson sem bregða sér í gerfi vonbiðlanna Cascada og St. Brioche. Ólafur Frederiksen, Magnús Jónsson og Kristinn Hallsson leika þá kump- ána Bogdanowitsch, Kromow og Pritsc- hitsch, Hrafnhildur Bjömsdóttir leikur Olgu, Rósalind Gísladóttir Sylviane og Sieg- linde Kahmann Praskowiu. Þá birtist Árni Tryggvason í fyrsta sinn á fjölum íslensku óperunnar í hlutverki hins kostulega þjóns sendiherrans, Njegusar. Fæstir leikaranna/söngvaranna sem taka þátt í sýningunni eru fastir starfsmenn ís- lensku óperunnar og sumir jafnvel í fullri vinnu annars staðar. Segir Andrés Sigur- vinsson leikstjóri þetta kalla á önnur vinnu- brögð en til að mynda í atvinnuleikhúsun- um, þar sem leikstjórinn hafi greiðan að- gang að leikurunum þegar honum hentar. „Þetta hefur verið skemmtilegt púsluspil en við höfum, eins og gefur að skilja, orðið að æfa verkið meira í bútum. Þá er leikhóp- urinn feikilega mislitur, sumir eru þaulvan- ir leikarar en aðrir að stíga sín fyrstu skref á sviði.“ Lærdómsrikur timi Andrés á nokkra söngleiki að baki sem leikstjóri en Káta ekkjan er fyrsta óperettan sem hann setur á svið. Segir hann sýning- una stærri í sniðum en hann eigi að venjast í leikhúsinu og þar sem hún spanni fleiri svið séu fleiri listrænir stjórnendur kvaddir á vettvang. „Það hefur verið afar spenn- andi að vinna sýningu með þessum hætti og hef ég verið svo heppinn að hafa mér við hlið mjög færan hljómsveitarstjóra, Pál Pampichler Pálsson, sem að auki gjörþekk- ir Vínartónlistina. Andrúmsloftið hefur því verið feikilega skemmtilegt og stemmningin góð. Þetta hefur því verið mjög lærdómsrík- ur tími og ég fer héðan reynslunni ríkari.“ íslenska óperan lét þýða Kátu ekkjuna sérstaklega fyrir sýninguna og voru Þor- steinn Gylfason og Flosi Ólafsson fengnir í verkið. Segir sá fyrrnefndi, sem þýðir söngtexta, þýðingu sína mun nær frumtext- anum en áður hafi tíðkast hér á landi og Flosi, sem þýðir leiktexta, kveðst hafa haft að leiðarljósi að hafa textann á léttu og lipru mannamáli. Segjast tvímenningarnir hafa haft náið samráð við verkið þannig að þýðingarnar falli vel hvor að annarri. Aðrir sem koma að uppfærslunni eru hljómsveitarstjórinn, Páll Pampichler Páls- son, sem reyndar hefur þegar verið nefndur til sögunnar, leikmyndahönnuðurinn Stígur Steinþórsson, búningahönnuðurinn Hulda Kristín Magnúsdóttir og ljósahönnuðurinn Björn B. Guðmundsson en dansarnir í sýn- ingunni eru eftir Terry Etheridge. FRANZ LEHAR AUSTURRÍKISMAÐURINN Franz Lehár fæddist árið 1870 í bænum Ko- mom í Ungveijalandi. Faðir hans var hljómsveitarstjóri í hemum og ólst piltur- inn upp á stöðugum ferðalögum og kynntist lífinu í Búdapest, Prag, Vín og fleiri stöðum. Hann stundaði tónlist- arnám við tónlistaraka- demíuna í Prag, þar sem Antonin Dvor- ák var meðal kennara hans. Lehár lék um skeið í hljómsveit föður síns en 21 árs að aldri gerðist hann sjálfur hljóm- sveitarstjóri hjá hemum. Tók hann upp frá því að útsetja og endursemja ýmis þjóðlög og áður en langt um leið var hann farinn að semja óperar og óperett- ur. Vakti Lehár fyrst athygli með óper- unni Kuksuschka en tvær fýrstu óper- ettur hans vom Vínardömur og Blikk- smiðurinn. Það var hins vegar ekki fyrr en með Kátu ekkjunni að hann öðlaðist umtalsverða frægð. Meðal ann- arra þekktra verka hans em Greifinn frá Lúxemborg, Sígaunaást, Frasquita, Paganini, Brosandi land og Giuditta. Franz Lehár andaðist árið 1948. KÁTA ekkjan, Hanna Glawari (Signý Sæ- mundsdóttir) hefur hlotið þau örlög að vera elskuð auðsins vegna. Hér bera von- biðlarnir, með Cascada (Jón Þorsteinsson) og St. Brioche (Stefán H. Stefánsson) í fylkingarbrjósti, víurnar í hana. Morgunblaóió/Þorkell LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. FEBRÚAR 1997 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.