Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1997, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1997, Blaðsíða 10
4 HVERNIG er hægt að gera öllum til hæfis? Ef ég sem of alvarlega tónlist, er mér tjáð að þetta sé of mikil óperutónlist. Ef ég sem létta tónlist, þyk- ir hún of lágkúruleg. Ef ég sem dægurlag er ég sakaður um að skrifa fyrir skrílinn, en semji ég engin dægurlög, segja menn að ég sé „þurrausinn". Semji ég eitthvað sem er erfitt fyrir söngvarana, er sagt: Það er nú ekki ætlast til að þetta séu óperusöngvar- ar. En semji ég létta söngkafla, segja gagn- rýnendur: Ja, öðruvísi var það hér áður fyrr, þá fengu söngvaramir eitthvað til að syngja. Ef ég sem vals þar sem mér finnst að vals eigi að vera í verkinu, segja menn: Vals, vals, vals, alltaf þessir endalausu vals- ar. En semji ég engan vals, er sagt: Það vantar einn góðan vals í verkið. Ef úr fell- ur eitt ár og ég sem enga nýja óperettu, segja menn: Hvað er nú að Lehár - ætli hann sé ekki búinn að syngja sitt síðasta. - Því bið ég ykkur öll um hjálp. Hvað skal gera?“ Orð þessi eru úr grein sem austurríska tónskáldið Franz Lehár ritaði í dagblað eitt í Vínarborg í tilefni af sjötugsafmæli sínu árið 1940. Líkast til hefur þá sem nú verið fátt til ráða - útilokað er að gera öllum til hæfís. Engu að síður er óhætt að full- yrða að Lehár hafí, þrátt fyrir allt, komist nær því en margur - með óperettunni Kátu ekkjunni. Var hún samin árið 1905 við texta sem Victor Léon og Leo Stein byggðu á gamanleik franska leikritaskálds- ins_ Henrys Meilhac, Sendiráðsfulltrúanum. í upphafi blés þó ekki byrlega. Þegar Lehár lék tónlistina, sem stakk að hluta í stúf við ríkjandi óperettuhefð, í fyrsta sinn fyrir leikhússtjóra Theater an der Wien haustið 1905, mun annar þeirra hafa mælt: „Þetta er ekki tónlist!" Æfíngar hófust engu að síður um haustið - en gengu brösu- lega. Forráðamenn leikhússins höfðu svo litla trú á verkinu að þeir vildu helst engu til kosta. Hörpu í hljómsveitina? Hlægilegt! Búninga? Er ekki hægt að tína til eitthvað sem minnir á Balkanlöndin? Og leikmynd? Er ekki til nóg af máluðum baktjöldum? Æft á nóttonni Tónskáldið lét hins vegar ekki deigan síga og af eldmóði og innblæstri æfði hann söngvara og hljómsveit undir drep. Aðalleik- endurnir og dálæti leikhúsgesta í Vínar- borg, Mizzi Gúnther, sem leika átti ekkj- una, og Louis Treumann, sem fara átti með hlutverk Danilos greifa, höfðu jafnframt óbilandi trú á verkinu og því var, undir það síðasta, æft á nóttunni eftir að sýningum var lokið til að frumsýningin gæti orðið á tilsettum tíma. Á lokaæfingu kom síðan fyrsta viðurkenningin þegar einn virtasti tónlistargagnrýnandi borgarinnar, sem laumast hafði inn í salinn, lét bravóhrópin dynja á listafólkinu. Starfsbræður hans stilltu hrósyrðunum hins vegar í hóf þegar óperettan var frum- sýnd daginn fyrir gamlársdag og aðsókn var dræm. Það var ekki fyrr en hún var flutt í annað leikhús og hróður ekkjunnar fór að berast út fyrir borgarmörkin að Vínabúar tóku að flykkjast á sýninguna - svo um munaði. Tveimur árum síðar voru sex hundruð sýningar að baki og fímm árum síðar átján þúsund í tíu löndum. Ekkj- an var lögð í langferð út í hinn stóra heim - ferð sem ekki sér enn fyrir endann á. Signý Sæmundsdóttir, sem leikur kátu ekkjuna í uppfærslu íslensku óperunnar, og Garðar Cortes, sem fer með hlutverk Danilos greifa, eru á einu máli um að það sé öðru fremur tónlistin sem tryggt hafí ódauðleika Kátu ekkjunnar. Sígildur sögu- þráðurinn standi svo sem fyrir sínu, „strák- ur elskar stelpu og stelpa elskar strák“, en tónlistin sé einfaldlega skör ofar. „Hún er hreint frábær,“ segir Signý og Garðar gríp- ur orðið: „Hver melódían af annarri flæðir fram - þarna eru fjölmörg lög sem allir FERÐ ÁN E ísienskq óperan frum- sýnir í kvöld eina vinsæl- ustu óperettu allra tíma, Kótu ekkjuna eftir austur- ríska tónskóldió Franz Lehór. ORRI PÁLL QRM- ARSSON ræddi við að- standendur sýningarinn- ar og rifjaði upp fyrstu uppfærsluna í Theater an der Wien fyrir 92 órum en þegar leikhús- stjórinn þar ó bæ heyrði verkið flutt í fyrsta sinn lét hann svo um mælt: „Þetta er ekki tónlist." Fóir hafa verið honum sammóla. VALENCIENNE hin þokkafulla (Marta G. Hall- dórsdóttir) duflar við fransmanninn Camille de Rosillon (Þorgeir J. Andrésson). 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. FEBRÚAR 1997 -4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.