Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1997, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1997, Blaðsíða 9
SVIPMYND FRÁ AFRÍKU EFTIR HARALD JÓHANNSSON Ennþá situr unga móðirin á torginu, ekkert hefur skeó annaó en guli grauturinn hefur minnkaó í dollunni og vatnió í dunknum er aó þrotum komió. Og nú sér hún manninn, sem fór framhjá í gær, koma út úr skógarþykkninu . . . Hugmyndin er að staðfesta tímann, vinna og komponera með núið. Verkið hefur dáleiðandi áhrif.“ Finnbogi er upptekinn af og þykir heillandi „þegar maður dettur út, gleymir sér örskotsstund, sofnar, kemst á fyrsta alfastig í svefni. Þegar þú vaknar úr þessu drauma- ástandi og hrekkur við, gerist mikið. Það sem heillar mig eru myndirnar sem þú færð í hugann þegar þú dettur út.“ Uppreisn - útrás Finnbogi er þeirrar skoðunar að varasamt sé að kalla það sem hann hefur fengist við uppreisn og jafnvel andóf sé of sterkt orð. Við föllumst á útrás sem heppilegt orð og fáum blessun Hannesar Sigurðssonar. Bruni BB var samfélagsspegill en tæplega pólitísk list. Nýja málverkið var að hefja inn- reið sína, einnig pönkið. Eftir ládeyðu og di- skótímabil tóku við ný og óbeisluð viðhorf. Menn höfðu áhuga á fleiru en mjúkum tilfinn- ingum. Hannes talar um tíma þegar fagur- listahugtakið hvarf og það var tilgangur, stefna að mála illa. Eftir náttúrupælingar brýtur ný og harðari kynslóð sér leið upp á yfirborðið. Finnbogi hefur hljóðið sem miðil og sama má segja um Magnús Pálsson. Hulda Hákon og Jón Óskar eru líka á svipuðum miðum. Slíkt verk er gjörningur á Mokka í nóvember sl. undir áhrifum frá tengdaföðurnum, Ragn- ari Stefánssyni. Verkið kallaðist Richter. Ekkert var á veggjum en allt fór af stað í stuttan tíma í senn, ímyndaður jarðskjálfti hreyfði við gestum kaffihússins. Um Mokka- sýninguna segir Finnbogi að með henni sæk- ist hann eftir „sjokkeffekt", vilji ná fram írón- íu og húmor. í sama anda eru líka „tekno“- gæludýr, smáir blýklæddir kubbar sem fólk getur tekið með heim og sett i gang. Síðasta opinbera verk Finnboga sem hann sýndi á Tukt-sýningunni í Síðumúlafangelsi er aftur á móti alvarlegra verk, brauðhnífur sem hleður ís utan á sig. Finnbogi hafði í huga gamlan félaga sinn sem beitt hefur hnífum í afbrýðisköstum og setið inni. Þegar Finnbogi var að koma undir sig fótum sem listamaður var vinurinn bak við lás og slá. í Gerðubergi verða eldri verk Finnboga en á Sjónarhóli mun hann sýna „hljóðkort“. litlar flögur sem hægt er að setja hljóð á. Þess má til gamans geta að Finnbogi fékk Agnesi Johansen danskennara til að lesa inn dans- hreyfingar. Jón Óskar segir mest spennandi við list Finnboga að hann hafi reynt að gera skúlp- túra sem sjáist ekki. Skúlptúr sé sem kunn- ugt er efnismesta myndiistargreinin. „Ég sé fyrir mér skúlptúr þar sem hið sjónræna er horfið, sjónrænir þættir, en eftir stendur skynjunin, vindstrókur eða hljóð í kringum mann.“ í þessu sambandi talar Jón Óskar um línuteikningar Finnboga og viftur á veggjum og gólfi. Þróunin gæti orðið sú að vifturnar sæust ekki og ekki hátalarar til dæmis heldur en njótandinn fyndi „ástandið" sem þessir sjónrænu þættir sköpuðu. Halldóri Birni Runólfssyni verður tíðrætt um tengslin milli ólíkra listgreina og áhrif slíkrar samþættingar á skynheiminn. Hann segir í Hugleiðingum um Finnboga að vissu- lega væri það verðugt að „kafa rækilega ofan í sögu samvirkrar listar og listrænnar sam- svörunar, þótt ekki væri til annars en sýna mönnum fram á það að Finnbogi Pétursson - okkar fremsti listamaður á sviði samflétt- unnar - er ekki dottinn til jarðar sem ein- hver aðskoti utan úr geimnum. List hans byggir á grunni, sem má auðveldlega rekja til upphafs listrænna hugmynda í Grikklandi til foma“. Halldór Björn Runólfsson sagði í samtali að Finnbogi hefði þá sérstöðu að hann ynni með hljóð og ólíkar samsetningar og gerði það með alveg óhemju liprum hætti, yrði aldr- ei klossaður þótt hann gerði ekkert í því að fegra verk sín. Finnbogi hefði innbyggðan ljóðrænan streng sem hann væri fullkomlega ómeðvitaður um. Hann virtist aldrei hugsa um fegurðargildi út af fyrir sig heldur kæmi það eins og innbyggt og af sjálfu sér og yrði fallegt. Viðtökur hefðu verið býsna góðar. Honum hefði verið betur tekið en mörgum myndbrjótum og ætti það sameiginlegt með Jóni Gunnari Amasyni að menn sæu hve verkin væru einstaklega vel gerð og dáðust að handbragðinu. Sjónþingið hefst sunnudaginn 9. febrúar kl. 14. Listamaðurinn fer sem fyrr segir yfír feril sinn með hjálp skyggna og spyrlar verða Hulda Hákon, Jón Óskar og Halldór Björn Runólfsson. Aðgangseyrir er 300 kr. Sýning- amar í Gerðubergi og á Sjónarhóli verða opnaðar sama dag. í Gerðubergi stendur sýn- ingin til 30. mars en lýkur 2. mars á Sjón- arhóli þar sem opið er fimmtudaga til sunnu- daga frá kl. 14-18. ISKÓGARRJÓÐRI skammt frá breiðri sandströnd Guineuflóans, standa nokkrir bárujárnskofar á rauðgulum leirbala, þeim hefur verið tjaslað saman af greinilega fullkomnum vanefnum. Á kræklótta rafta, sem hafa verið reknir niður í moldarflagið eru negldir mis- jafnlega ryðieyddir bárujámsbútar milli plastdúka og strigapoka. Þökin eru heil- legri en veggimir til varnar sólinni eða úrhell- is úrkomum. Á nokkurskonar torgi í miðju þessu hreysa- þorpi situr ung kona flötum beinum á moldarb- ala, hún hefur klæði um miðju sér og annað ekki. Hrokkið hárið er stuttklippt, andlitið frísk- legt og frítt, bijóstin stinn, hvelfd og hvergi húðfellingar á mattsvörtum líkamanum. Á milli fóta hennar liggur hvítvoðungur sem hún annast um á bakinu, úr dollu sér til ann- arrar handar tekur hún með fingrum ljósgulan graut og treður upp í barnið sem kyngir því sem munnur þess nær til. Annars er andlit bamsins orðið útatað í þessum kynlega graut, en hennar ásjóna ekki þó hún fái sér sleikju við og við. í seilingarfjar- lægð er beyglaður smurolíudunkur með vatni, úr honum skvettir hún annað slagið yfir af- kvæmið. Stúlkan virðist ekki taka eftir hvíta mann- inum sem þarna er á stjái, þó horfir hún á hann fjarlægu augnaráði, en mynd hans nær greinilega ekki inn í vitund hennar. Kannski einhverntíma síðar veltir hún því fyrir sér hvort þessi vera geti verið af sama stofni og hvíta rottan sem amma hennar sagði að vantaði litarefni í líkamann, það kæmi stundum fyrir í dýraríkinu og hún kallaði það einhveiju nafni, sem nú hefur gleymst. Þessa stundina hefur þessi Afríkumær um annað að hugsa svo sem það hver sé faðir barnsins sem liggur hér fyrir framan hana, það koma nú reyndar ekki nema tveir til greina. Sá rétti hlýtur að skila sér, reynir hún að hugga sig við. Sá sem fór framhjá í gær þeg- ar hann kom af sjónum, leit sem snöggvast til hennar og barnsins, henni sýndist hann brosa augnablik en hann sagði ekkert og hélt svo áfram, það gæti samt verið hann, „æi ég vildi að svo væri“ andvarpaði hún upphátt. Þessi óvissa er svo kveljandi, því ef hann gefur sig ekki fram á hún á hættu að verða útskúfuð hornreka í samfélaginu án möguleika á eiginmanni og eigin heimili um alla framtíð. Afríkanskar siðareglur eru síst mildari í lausungarmálum en þær eru hjá öðrum þjóð- um, sem kalla sig þó siðmenntaðri einhverra hluta vegna. Innan úr þykkum skóginum berst þungur taktfastur trumbusláttur, það er freistandi að kanna hvað þar sé á seyði, en vandfundin er leið sem að minnsta kosti með köflum er í skugga, brennandi sólskinið smeygir sér all- staðar. Trumbuslátturinn sem verður meira og meira yfirgnæfandi berst frá kofa sem stendur í útjaðri ijóðurs, þama er eitthvað forvitnilegt á seyði, fólk í fötum er á stjái, ýmist á út eða innleið. Örlítið óttablandin forvitni á því ókunna knýr til könnunar á hvað sé hér um að vera og maður byijar að fikra sig frekar í átt til kofans, undir það búinn að verða kannski stuggað í burtu. Þegar komið er í gættina fer ekki lengur á milli mála hvað hér fer fram þó það sé meira en lítið ólíkt því sem maður hefur vanist í svokölluðum þróuðum samfélögum, og nú er óttinn horfinn, hér er verið að tilbiðja þann sama Guð sem þér var kennt að óttast og leita til í þörfum. Inn við gafl gegnt inngangi stendur tré- kassi undan smjörlíki, á honum stútvíð flaska og upp úr henni teygja sig einhverskonar papp- írsskreytingar líkar bolluvöndum eins og við eigum að venjast, til hliðar liggur opin bók. Bak við kassann stendur karl, klæddur hvít- um skósíðum kufli og með sérkennilegt höfuð- fat, það glampar á ákafaþrungið, svitastorkið markerað andlit hans og skörðóttar tannbeygl- ur, þegar hann lýkur upp munni sínum, sem hann gerir títt, ýmist þegar hann les upphátt úr bókinni með skrækri en þróttmikilli röddu eða til að taka þátt í hópsöng kirkjugesta. Kófsveittir líkamar safnaðarmeðlima sveigj- ast skjögrandi í nokkurskonar Óla skans hring- laga halarófur fyrir framan smjörlíkiskassann, beijandi taktfast trumbur, pottbotna og hlemma, syngjandi allt hvað af tekur með vaxandi styrkleika. Þegar sýnt er að tilbeiðslan í formi radd- styrkjar er að þrotum komin og áhrifin á jaðri hámarks, stekkur klerkurinn inn í hringinn froðufellandi af lotningarfullum æsing. Það kostar mann innri átök að streitast gegn þörfinni á að berast ekki bjargvana inn í þessa taktföstu athöfn. Börnin sem sitja kyrrl- át á moldinni fyrir utan án þess að virðast hlusta á það sem fram fer, láta undan þörf líkama sinna til að hreyfast í uppáþrengjandi taktinum, án þess að skynja það. Úti á sandströndinni er sólin ennþá miskunnarlausari og flótti undan henni er til- gangslaust, hún er á hælum manns hvert sem leitað er, jafnvel út í sjóinn sem kælir líkam- ann lítið eitt en andlitið verður að standa upp úr. Þegar endurkast geislanna af haffletinum til viðbótar þeim sem koma beint, skella á ásjónu manns er það líkt og að standa í eldslog- um. Þrátt fyrir skyrtugopa til hlífðar svíður í axlirnar og hitinn á sandinum stingur í iljarn- ar. Víti hlýtur að vera þessu líkt, það er hvergi afdrep, eldtungur læsast um mann hvar sem er, alls staðar. Tilveran á þessari stundu er auð brennandi heit sandströnd, í augun stingandi glitrandi haf og miskunnarlaus af himni skínandi sól, annað ekki, sturlun er á næsta leiti. Þá eygir maður allt í einu kolsvört drungaleg för á haffletinum sem bera við himinn út við sjón- deildarhring. Það er útilokað að gera sér grein fyrir hve fjarri hafið og himininn renna saman í eitt og til viðbótar villir tíbráin manni sýn, kannski eru þessir fiskibátar miklu nær landi en sýnist og þeir nálgast. Fyrr en varir eru þeir komnir upp að strönd- inni og kolsvartir hálfnaktir karlar, miklu fleiri en maður héldi að þessar fleytur bæru, leggja niður árar, stökkva útbyrðis og draga bátana með handafli lítið eitt uppá ströndina. Út úr skóginum sem tekur við upp af sand- ströndinni þyrpist nú hópur hávaxinna kvenna, sem hafa mittisskýtur einar klæða. Þær stað- næmast í nokkurri fjarlægð, eins og þær séu að bíða fyrirskipana. Nú hefst afferming aflans, sem er glitrandi smáfískur ekki ólíkur smásíld. Honum er ausið upp úr bátunum í körfur sem karlarnir bera á höfðum sér til stúlknanna og þar skipta þessi ílát um burðarhaus. Stúlkumar fara með þær lengra upp á ströndina, dreifa úr þeim innihaldinu á brennandi sandinn og fara svo til baka með körfumar tómar, þær em endur- fylltar og þannig gengur þar til þessum maura- flutningum, affermingunni er lokið. Þá er kom- ið hreistur allsstaðar, fjaran er hreistrug, á svörtum líkömum karla og kvenna glampar á hreistursflögur, sem svitinn klessir við húðina. Andrúmsloftið sem tekur í nefið þegar þvi er andað sér, er innan skamms orðið þmngið stybbu af rotnandi fiski. Ennþá situr unga móðirin á torginu, ekkert hefur skeð annað en guli grauturinn hefur minnkað í dollunni og vatnið í dunknum er að þrotum komið. Hún lyftir baminu upp, strýkur grautarleif- arnar framan úr andliti þess með vísifingr- inum, sleikir af honum og leggur bamið aftur á sinn stað, milli fóta sér. Og nú sér hún manninn, sem fór framhjá í gær koma út úr skógarþykkninu og stefna í átt til hennar, henni verður órótt, skyldi hann stansa og kannski segja eitthvað? Hann nálgast hreistmgur á þrekmiklum skrokknum og hann dregur úr ferðinni, svo kemur hann og sest rétt hjá henni en heilsar ekki, horfir rannsakandi nokkra stund á barn- ið og spyr; „má ég snerta það“? Hún kinkar kolli og merkja má að bijóst hennar bifast með auknum hraða. Hann tekur barnið í fangið, horfir um stund í augu þess, leggur andlit þess að flötu nefi sínu, þefar af því og næst nokkmm sinnum af maga þess, þrýstir því næst að bijósti sér, svo sumt af hreistrinu skiptir um dvalarstað. Þá brosir hann svo breitt að sá til öftustu jaxla og seg- ir með þróttmikilli röddu: „Sonur minn.“ Svo stendur hann upp, án þess að láta bam- ið frá sér, réttir stúlkunni hönd sína til að létta henni að rísa á fætur. Þau ganga í burt af torginu áleiðis heim til hans, hann með barnið þeirra í fanginu, hún á eftir teinrétt og tígulega lotningarfull í nekt sinni og fasi, með svoh'tið sigurblandið bros á vömm, sem hann sér ekki, því hann lítur ekki við. Höfundurinn býr í Vínarborg. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. FEBRÚAR 1997 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.