Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1997, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1997, Blaðsíða 19
HÍAÐÁ STRINDBERG í HÖFÐABORGINNI MANNESKJUNA „ÞETTA er eitt af fáum verkum þar sem Strindberg leyfir sér að slaka á eitt augnabiik, gera grín að sjálfum sér og hið einstreng- ingslega í fari hans lætur undan síga fyrir ærslafullri skopstælingu,11 segir Inga Bjarnason um Glæp og glæp sem frumsýnt verður í Höfðaborginni í kvöld. LÆPUR og glæpur er annar tveggja gaman- leikja sem sænska leikritaskáldið August Strindberg (1849- 1912) skrifaði og verður hann frum- sýndur í kvöid kl. 20 af leikfélaginu Leynd- um draumum í Höfðaborginni í Hafnarhús- inu við Tryggvagötu. Verkið var skrifað i Lundi í ársbyrjun árið 1899 og var Strind- berg aðeins þijár vikur að skrifa það. Það var fyrst sýnt 26. febrúar árið 1900 í Dra- maten í Stokkhólmi við mikinn fögnuð áhorf- enda. Reyndar púuðu nokkrir siðavandir leik- húsgestir af hneykslun yfir einu atriðanna en voru yfirgnæfðir af dynjandi lófataki. Leikritið hefur mjög oft verið sviðssett í Svíþjóð og víðar, verið flutt í sænska útvarp- inu og árið 1917 var það kvikmyndað í Þýskalandi undir nafninu Rausch eða rús (víma), en það var vinnuheiti þess hjá höf- undinum. í Svíþjóð var það kvikmyndað árið 1928 og nefndist þá Synd. Barátta ástar og haturs Áhugaleikhúsið Leyndir draumar var stofnað árið 1995 í kjölfar námskeiða sem haldin voru í Kramhúsinu á árunum 1992- 1995. Upphafsmaður og leiðbeinandi á nám- skeiðinu var Hlín Agnarsdóttir leikstjóri. Leikstjóri þessarar sýningar er Inga Bjarna- son en hún hefur dágóða reynslu af Strind- berg, hefur meðal annnars sett upp Hin sterkari með Alþýðuleikhúsinu og leikið frök- en Júlíu í samnefndu leikriti, bæði hér heima, á Bretlandi og Ítalíu. í Glæp og glæp veltir Strindberg fyrir sér hinni siðferðilegu ábyrgð og sækir efni í eig- ið líf sem var oft og tíðum umbrotasamt. Hann var þríkvæntur, en allar eiginkonur hans voru af þeirri gerð sem hann jafnframt fyrirleit. „Það er ógurleg glíma fyrir áhugafólk að takast á við þetta verk en Strindberg er ekki auðveldasti höfundur sem maður þekk- ir,“ segir Inga. „Það er alveg makalaust að vinnandi fólk á Islandi skuli láta hafa sig í þetta, ég held ég sé svona um það bil að drepa alla úr vinnu. Strindberg er að gera mikið grín að sjálf- um sér í þessum gamanleik. Venjulega er hann voðalega þungur og að reyna að af- hjúpa manneskjuna á alvarlegan hátt en hér er hann að hía á hana. Hann er að fjalla um sig sjálfan og fánýti velgengninnar, þeg- ar menn blindast af velgengni og konum. Glæpur og glæpur er mjög leikrænt verk. Það er meistaralega samansett úr sálfræði- legum og hversdagslegurn þáttum. Meistar- verk í lítilli umgjörð. Verkið er vandlega uppbyggt, lýsir báráttu milli ástar og haturs eins og Strindberg einum er lagið. Þetta er eitt af fáum verkum þar sem hann leyfir sér að slaka á eitt augnablik, gera grín að sjálf- um sér og hið einstrengingslega í fari hans lætur undan síga fyrir ærslafullri skopstæl- ingu.“ Tónlcstin mikilvwg Strindberg Inga segir að kveikjan að þessu verki Strindbergs hafa verið píanókvartett eftir Beethoven, D-moll sónata, Op. 31 nr. 2. „Tónlist skipti hann miklu máli; ég held að einu vinirnir sem hann hélt í hafí verið tón- listarmenn. Verkið fjallar öðrum þræði um listamenn og hvernig er að vera listamaður. í verkinu notum við líka verk eftir Leif Þórarinsson." Fjöldi manns kemur fram í sýningunni en V leikendur eru Reynir Sigurðsson, Guðrún Ágústsdóttir, Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir, Orn Ágúst Guðmundsson, Júlía Hannam, Gísli Heimisson, Þóra Sigurðardóttir, Guðjón Óskarsson, Sigrún Tryggvadóttir, Sighvatur Sigfússon, Alfreð Halldórsson, Kristján E. Engilbertsson og Lise Tarkiainen. Leikritið er leikið í þýðingu Einars Braga. Aðstoðarleikstjóri er Hrafnhildur Hafberg. Leikmynd og búninga hannar Áslaug Leifs- dóttir og ljós hannar Geir Magnússon. AFMÆLISTÓNLEIKAR Kammermúsík- klúbbsins verða haldnir á morgun, sunnudag í Bústaðakirkju en klúbburinn fagnar fertug- asta starfsári sínu í ár. Á efnisskránni verður nýtt verk eftir Jón Nordal sem hann samdi að ósk klúbbs- ins. Einnig verða flutt verk eftir Haydn og Beet- hoven. Flytjendur verða Bernardel-kvartettinn en hann skipa Zbigniew Du- bik, 1. fiðla, Greta Guðna- dóttir, 2. fiðla, Guðmund- ur Kristmundsson, lágf- iðla, og Guðrún Th. Sig- urðardóttir, knéfiðla. Jón Nordal Markviss f lutningur kammertónlistar Að sögn Guðmundar W. Vilhjálmssonar, for- manns klúbbsins, eru nokkur tíðindi í flutningi á strengjakvartettum hér á landi á þessum tónleik- um. „Ekki aðeins verður frumflutt nýtt verk eftir Jón Nordal heldur er þetta í fyrsta sinn sem íslenskur strengjakvartett flytur einn af hinum stóru síð- ustu strengjakvartettum Beethovens. Aðeins út- lendingar hafa leikið fyrir okkur þessa kvartetta áður og því teljum við þetta vera stórt skref.“ Kammermúsíkklúbbur- inn var stofnaður árið 1957 og segir Guðmundur Ludwig van Beethoven Joseph Haydn BERNARDEL-kvartettinn leikur á afmælistónleikum Kammermúsíkklúbbsins. AFMÆLISTÓNLEIKAR KAMMERMÚSÍKKLÚBBSINS HIN INDÆLA NÁND W. Vilhjálmsson, formaður klúbbsins, að þá hafi verið lítið um flutning á kammertónlist hér á landi. „Tilgangurinn með stofnun klúbbs- ins var bara að fá flutta kammertónlist. Tón- listarfélagið bauð fyrst og fremst upp á tón- leika með frægum einleikurum en með stofnun Kammermúsíkklúbbsins hefst 'markviss flutn- ingur kammertónlistar, það er tónverka sem samin eru fyrir þrjú eða fleiri jafngild hljóð- færi. Á þeim fjörutíu árum sem liðin eru fram að þessum afmælistónleikum hefur klúbburinn staðið fyrir 179 tónleikum og á þeim hafa verið leikin 355 tónverk eftir 126 höfunda, sum oftar en önnur.“ Starfsemi meó miklum blóma Kammermúsíkklúbburinn hefur unnið markvisst að kynningu strengjakvartetta merkustu tónskalda sögunnar. Á 25 ára af- mæli klúbbsins heimsóttu hann þrír þýskir kvartettar og fluttu alla strengjakvartetta Beethovens. Guðmundur segir að telja verði strengjakvartetta kjarna kammertónlistar. „Og vegna þess hve íslenskir kvartettar hafa átt erfitt uppdráttar hafa heimsóknir erlendra kvartetta verið okkur mikilvægar. Undanfarið hafa þó tveir íslenskir kvartettar starfað ötul- lega, kvartett sem Sigrún Eðvaldsdóttir hefur kallað saman og Bernardelkvartettinn.1- Kammermúsíkklúbburinn var lengi á hrak- hólum með húsnæði. Tónleikar hafa farið fram í ellefu mismunandi húsum, skólum, kirkjum og félagsheimilum. Árið 1986 gáfu nokkur " fyrirtæki og stofnanir klúbbnum vandaðan flygil og aðstoðaði Halldór Haraldsson við að velja hann. Flygillinn var vígður í Bústaða- kirkju 1. desember 1986 og síðan hefur klúb- burinn átt fast aðsetur í henni. Starfsemi Kammermúsíkklúbbsins stendur nú með miklum blóma, að sögn Guðmundar. „Hópurinn hefur verið að stækka hægt og hægt og er það fyrst og fremst að þakka því hvað flutningurinn hefur verið vandaður, hvað við höfum fengið gott tónlistarfólk til að spila fyrir okkur. Einnig má segja að kammertónl- ist sé betur kynnt í dag en áður, bæði í út- varpi og á hljómdiskum. Það er húsfyllir á hveijum tónleikum. í raun þyrftum við stærra húsnæði en það má hins vegar ekki vera of stórt þar sem um er að ræða kammertónlist; það þarf að vera þessi indæla nánd.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. FEBRÚAR 1997 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.