Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1997, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1997, Blaðsíða 17
HITLER virðir fyrir sér módel Alberts Speer að þýzka skálanum fyrir heimssýninguna 1937. Fyrir lausn sína hlaut Speer gullmedalíu. Á SIGURGÖNGU sinni um París í júní 1940, vildi Hitler hafa listamenn sér við hlið. Hér er hann með Albert Speer, til vinstri, og myndhöggvaranum Arno Breker. inni í breiðfylkingu, átta í hverri röð, á afvik- inn stað í skjóli tijáa skammt utan við borgar- mörkin. Næstu daga gátu borgarbúar heyrt óminn af gelti vélbyssanna og grunnar skrið- drekagildrur sem grafnar höfðu verið af heimamönnum til að hefta framrás Þjóðveija fengu nú það hlutverk að vera hinsti hvílu- staður fólksins. Farinn fil Rastenburg Eftir að Speer var látinn laus úr fangelsi árið 1966 hóf hann að rita æviminningar sínar sem hann byggði m.a. á fjölda bréfa sem hann hafði ritað úr fangelsinu og ýmsum varðveittum gögnum frá þeim tíma er hann hafði verið arkítekt og ráðherra. Bækur hans eru einstæðar heimildir um lífið við hirð Hitl- ers og þá menn sem þar þrifust, fyrir utan að lýsa persónu Speers sjálfs. Hvergi í þess- um ritum er að fínna viðurkenningu hans á vitneskju um fjöldamorð nasista á gyðingum Evrópu. Árið 1971, þegar bækur Speers höfðu þegar selst í þúsundum eintaka um allan heim, birtist grein eftir Erich Goldhagen, sagnfræðiprófessor við Harvardháskóla í Bandaríkjunum, í tímaritinu Midstream. Í grein sinni rifjaði Goldhagen upp ráðstefnuna í Posen haustið 1943 og dró sérstaklega at- hygli að þeirri staðreynd að í ræðu Himm- lers ávarpar hann Speer beint. Greinin hlaut auðvitað að vera mikið áfall fyrir Speer og viðbrögð hans voru í sam- ræmi við það. Hann svaraði að nokkru leyti fyrir sig í bók sem út kom árið 1978 og bar heitið Albert Speer, Controversies about a German Phenomenon, og innihélt greinar um hann sjálfan eftir ýmsa fræðimenn. Þar heldur hann því fram, studdur framburði vitna, að hann hafi að vísu verið í Posen SPEER 1978 með nokkur þeirra 25 þúsund bréfa, sem hann smyglaði út úrfangelsinu. ÞETTA er eina heimildin um að Speer hafi komið í fangabúðir. Myndin er tekin þegar hann leit inn í Mauthausen-fangabúðirnar og ræddi þá lítitlega við fangana. öðrum háttsettum embættismönnum í Posen í Póllandi sem opinberaði sannleikann um örlög gyðinga og gerði allt nema að nefna gasklefana á nafn. Ræða Himmlers var löng og það tók hann dijúga stund að koma sér að kjarna málsins. Þegar hið hryllilega leynd- armál hafði verið opinberað lýsti Himmler óánægju sinni yfir því hve margir gyðingar hefðu verið að störfum í hergagnaiðnaðinum pg sagði það hafa dregið úr hraða verksins. í því sambandi ávarpaði hann reyndar stutt- lega einn fundarmanna: „Auðvitað hefur þetta ekkert að gera með félaga Speer: það var ekki yður að kenna!“. Það er hér um bil hægt að sjá ræðumanninn fyrir sér kinka kolli til eða veifa hendi að greindarlegum ungum manni á fremsta bekk, dökkum yfirlit- um í brúnum einkennisbúningi - hinum tæp- lega fertuga ráðherra Speer. „Ef adeins Foringinn vissi af þessw!" Við Núrnberg-réttaröldin kvaðst Speer aldrei hafa haft áhuga á pólitík. Hann sagð- ist aldrei hafa lesið Mein Kampf eða blandað sér í umræður um pólitísk efni. En af hveiju gekk hann þá í flokkinn? „Ég trúði að Hitler gæti bjargað Þýskalandi, gefið okkur aftur trúna á okkur sjálf. Ef það var að vera pólit- ískur, þá var ég pólitískur". Hitler fannst ótækt að sjálf höfuðborg ríkisins væri enn ekki orðin „Judenrein“ (þ.e. án gyðinga) árið 1941. í Berlín voru þá á bilinu 60 - 70.000 gyðingar og hluti þeirra vann við víggagna- framleiðsluna. Á þessum tíma voru loftárásir bandamanna farnar að hafa veruleg áhrif á lífið í borginni og fjöldi fólks hafði þegar misst húsnæði vegna þeirra. Það var hlut- verk Speers sem yfirmanns húsnæðismála í borginni að útvega þessu fólki þak yfir höfuð- ið. I þessu skyni framfylgdi hann skipunum um að rýma íbúðir gyðinga svo „sannþýsk- ar“ fjölskyldur gætu flutt þar inn. Á árinu 1942 ferðaðist Speer endurtekið til Úkraínu sem þá var á valdi Þjóðveija í þeim tilgangi að stýra byggingarfram- kvæmdum, m.a. í borginni Dnepropetrovsk. Nokkrum mánuðum áður, þegar átökum um borgina lauk, höfðu sérsveitir SS hafist handa við verkefni sitt þar að „hreinsa" borgina af gyðingum. Af um 100.000 gyðingum sem upphaflega bjuggu þar hafði um 70.000 tek- ist að flýja austur undan heijum Þjóðveija en restin, aðallega börn og gamalmenni, 30.000 manns, var þar enn þegar borgin var hernumin. Þessi hópur var leiddur út úr borg- þennan dag en alls ekki verið viðstaddur þegar Himmler flutti sitt dramatíska ávarp. Inn i þetta myrkwr Á ævikvöldi sínu dvaldi Speer á ættaróð- ali Speer-fjölskyldunnar í Heidelberg. Þangað sótti austurríska blaðakonan Gitta Sereny- hann heim í fyrsta skipti á björtum vordegi árið 1978. Hún hafði þá þegar öðlast heims- frægð fyrir bók sína um Franz Stangl, yfír- mann útrýmingarbúðanna í Treblinka; Into that darkness. í þeirri bók tók hún sér fyrir -> hendur að lýsa hryllingi gyðingamorðanna út frá sjónarhóli manns sem tekið hafði virk- an þátt í að framkvæma hugmyndina um lokalausnina. í Treblinka létu 900.000 gyð- ingar lífíð. Það er því varla vafamál hvað henni var efst í huga þegar hún fýrst hitti Speer, þennan fýrrum volduga nasista og einkavin Hitlers til margra ára. Heimsókn Sereny þennan dag varð upphafíð að vináttu hennar og Speers sem entist fram að dánar- dægri hans árið 1981. Þrotlausar rannsóknir hennar á lífi og persónu Speers litu dagsins ljós nú nýverið í bók hennar Albert Speer: His battle with truth. Speer lýsir í endurminningum sínum þeirri breytingu sem varð á sambandi þeirra Hitl- érs þegar líða tók að lokum styijaldarinnar. Veikindi Speers í árslok 1943 mörkuðu að nokkru leyti upphaf þess að þeir hófu að fjar- lægjast hvor annan. Speer hafði unnið yfir sig og var svo örmagna að hann varð að leggjast inn á spítala. Þótt Albert Speer hafi á þessari stundu verið orðinn fullur efasemda um stríðið og Hitler, var hann og hafði verið hliðhollur öllu því sem nasisminn sem hugmyndafræði fól í sér. Hann var sannfærður nasisti. Það er þó alltaf eins og Speer reyni að draga fjöður yfir þá staðreynd í bókum sínum. Hann hafði jú ekki áhuga á „pólitík". Speer var ekki í hópi þeirra manna sem reyndu að ráða Hitler af dögum í júlí 1944. En nafn hans er að finna á blaði þar sem samsærismennimir höfðu hripað niður nöfn þeirra sem ættu að taka við stjómartaumun- um við dauða Foringjans. Á listanum er reyndar spurningarmerki við nafn Speers; hvorki honum sjálfum né öðrum var ljóst hvar hann stóð. Nokkrum mánuðum síðar, þegar ormstan um Þýskaland var að hefjast, var afstaða hans óðum að skýrast. Þá hafði hann þegar óhlýðnast meistara sínum hvað eftir annað með því að koma í veg fyrir eyði- leggingarstefnu hans, „sviðnu jörðina". Þá vaknaði líka hugmynd hans um að drepa Hitler. Líklega ætlaði Speer aldrei að gera alvöra úr þeim dagdraumi sínum að eitra fyrir for- ingjanum í „byrginu“ í Berlín. En hugmynd- in sefaði hann og hann tók meira að segja þá áhættu að opinbera hana fyrir félaga sínum í starfsliði Hitlers. Hann gekk reynd- ar líka svo langt að útvega sér eitur sem hann ætlaði að veita inn um loftræstikerfi byrgisins. Velta má því fyrir sér hvaðan hugmyndin að þessari aftökuaðferð var komin. Það er nöturlega kaldhæðnislegt að hugsa til þess að sjálfur hefði Hitler getað endað líf sitt í gasklefa. En Speer sá málið auðvitað ekki í því ljósi; hann hafði aldrei heyrt neitt um gasklefana eins og hann sagði sjálfur. „Lifslygin" Líf Speers á tímum þriðja ríkisins er að- eins hægt að skilja út frá því sérkennilega sambandi sem myndaðist milli hans og Hitl- ers og jaðraði við ást. Þetta samband varð honum upphaflega grundvöllur frama og velgengni sem var langt um fram það sem hann hefði nokkurn tíma geta látið sig dreyma um, en að lokum bölvun og ógæfa. Eftir að hafa kynnst manninum Speer og kannað ólqor heimilda um líf hans og um- hverfi á valdatíma nasista gat Gitta Sereney að lokum áttað sig á hver sannleikurinn var. Hún komst að þeirri niðurstöðu að hvort sem Speer var viðstaddur ræðu Himmlers í Posen 1943 eða ekki, hafi hinn „illi granur“ hans smám saman orðið að vissu á síðustu áram stríðsins. Hann vissi í innstu fylgsnum hugar síns að örlög gyðinganna voru ráðin og að þeim var ætlað að deyja þótt ekki hafi hann vitað í smáatriðum hvernig morðin fóra fram. í þessu var „vitneskja" hans fólg- in. Sekt hans fólst aftur á móti í því að hann leit viljandi undan, rakti aldrei til enda þær vísbendingar sem allt í kringum hann hefðu átt að leiða hann að hinu hræðilega leyndar- máli. En þegar óljós hryllingurinn hafði náð tökum á honum, íjarlægðist hann Hitler og varð að lokum að sætta sig við þá sársauka- fullu staðreynd að maðurinn sem hann hafði trúað á var morðingi og ófreskja. En Speer gat aldrei viðurkennt fyrir sjálf- um sér og umheiminum það sem hann vissi. Það var uppspretta þjáningar hans í þijátíu og fimm ár. Þrátt fyrir að hann hefði einn sakborninganna við réttarhöldin í Núrnberg lýst vilja til að gangast við öllum glæpum Hitlersstjórnarinnar og axla sameiginlega ábyrgð sem einn af meðlimum þeirrar stjóm- ar, gat hann ekki fengið sig til að játa vitn- eskju um ægilegustu grimmdarverkin. Fyrir hann var það lífsspursmál; hann gat ekki getað lifað með sekt þeirrar vitneskju. Speer lifði þannig ekki aðeins í lygi - hann lifði lyginni. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. FEBRÚAR 1997 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.