Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1996, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1996, Blaðsíða 16
HELSTA tímarit sem helgað er sígildri tónlist er breska blaðið Gramophone sem komið hefur út frá 1923. Heldur hallaði undan fæti hjá ritinu upp úr miðjum níunda áratugnum, meðal annars fyrir harða hríð frá öðrum tímaritum sem buðu upp á ókeypis geisladiska í kaupbæti á sama tíma og vinsæld- ir sígildrar tónlistar virtust heldur minnkandi. Með tímanum hefur Gramophone þó náð að hrinda áhlaupinu, meðal annars með því að víkka út útgáfusviðið; gaf fyrir skemmstu út dómsafn á geisladiski og stefnir inn á alnetið. Fyrir skemmstu gaf Gramophone út fyrsta ritið í röð sem heitir Explorations, eða könnun, og flallar um tónlist sérstakra landshluta, tímabila eða hljóðfærasamsetningar. Fyrsta heftið flallar um Norðurlönd og Eystrasaltsríkin. , í inngangi að útgáfunni, sem heitir einfald- lega Explorations 1, segir ritstjórinn Martin Anderson að ritinu sé ekki ætlað að gefa tæm- andi mynd af tónlist hvers lands, heldur sé það von útgefanda að með því megi auka áhuga á tónlist viðkomandi landa og ritið verði aukin- heldur vegvísir til frekari könnunar. Hann bend- ir á að helsti baráttumaður fyrir norrænni tón- list í Gramophone-tímaritinu hafi verið Robert Layton og Layton á einmitt upphafsgrein rits- ins. í greininni rekur hann hve það hafí verið miklum erfiðleikum bundið að komast yfir upp- tökur með norrænni tónlist á fimmta áratugn- um, til að mynda hafí hann þóst góður að kom- ast yfír upptöku af fiðlukonsert Sibeliusar frá árinu 1946. Samkvæmt skrám Gramophone séu nú aftur á móti 50 útgáfur fáanlegar og á þessu ári hafí sjö bæst í hópinn. Layton segist hafa hugsað sér gott til glóðarinnar þegar hann hélt til Svíþjóðar snemma á sjötta áratugnum að vinna að bók um Franz Berwald, en komst þá að því sér til undrunar að norræn tónlist var almennt ekki leikin í tónleikasölum Stokk- hólms og Uppsala; í raun var meira um nor- ræna tónlist í útvarpi BBC. Auknar vinsældir norrcennar tónlislar Á síðustu árum hefur norræn tónlist sótt í sig veðrið, og þó þar beri vitanlega mest á Sibeliusi og Grieg, njóta sífellt meiri vinsælda tónverk annarra norrænna tónskálda, Carls Nielsens, Johans Svendsens, Vagns Homboes, Wilhelms Stenhammars, Haralds Sæveruds, Allans Petterssons og Einojuhanis Rautavaa- ras, aukinheldur sem íjölmörg yngri tónskáld hafa einnig kvatt sér hljóðs, þar á meðal Per Nörgaard, Viggo Bentzon, Paul Ruders og Magnus Lindberg. Samhliða auknum áhuga á norrænni tónlist hefur stóraukist áhugi á tón- list frá Eystrasaltsríkjunum Eistlandi, Lett- landi og Litháen. Tónlist þaðan hefur reyndar verið vinsæl meðal áhugamanna og safnara, en eftir að löndin öðluðust frelsi hefur aukist til muna framboð á tónlist þaðan, meðal ann- ars á tónskáldum sem fallið höfðu í gleymsku eða verið ýtt til hliðar til að rýma fyrir verkum sem voru Moskvuvaldinu þóknanlegri. í Expl- orations er tónlist hvers lands fyrir sig getið, en þess má geta að blaðinu fylgir geisladiskur með tóndæmum. Í kafla um danska tónlist er allra helstu tónskálda Dana getið og reynt að spá í hvað þau eigi sameiginlegt; hvað geri danska tónlist danska. Getið er Vagns Holmboe, sem lést fyrir skömmu, en útgáfan er reyndar helguð minningu hans, og birt viðtal við Holmboe sem NORRÆNAR TÓNLISTAR- LENDUR Gramophone-útgáfan breska hefur ióulega fjallaó um norræna tóniist og tónlistarmenn. ARNl MATTHIASSON skyggndist í nýlega útgáfu Gramo- phone, Explorations, þar sem meðal annars er sagt ítarlega frá íslenskri tónlist og tónskáldum. tekið var skömmu fyrir andlátið. í viðtali við Jesper Buhl, stjómanda Danacord-útgáfunnar, segir hann frá Rued Langgaard, „svaninum sem varð að Ijótum andarunga" og lætur þau orð falla um Erling Blöndal Bengtsson að hann sé fremstur núlífandi sellóleikara. Gullöld danskra lista, þ.e. fyrri hluti nítjándu aldar, er skýrð og nefnd helstu tónskáld þess tíma, aukinheldur sem mælt er með ákveðnum titlum. Viðtöl era við allmörg tónskáld og flytjendur. I kafla um Noreg segir að Norðmenn séu að komast úr skugga Griegs og nefndur er sérstaklega til sögunnar Harald Sæverad, en á næsta ári minnast Norðmenn 100 ára afmæl- is hans. Viðtal er við Arne Nordheim, sem sagður er fremsta tónskáld Norðmanna frá því Grieg leið, sögð saga Ludvigs Irgens Jens- éns og Geirrs Tveitts, en stór hluti verka Tveitts varð eldi að bráð fyrir aldarfjórðungi. Þegar sagt er frá sænskri tónlist verður Franz Berwald eðlilega áberandi þrátt fyrir fálætið sem mætti honum heima fyrir meðan hann lifði. Verk Bervalds eru vinsæl víða um heim um þessar mundir, en einnig hafa útgef- endur og flytjendur endurappgötvað Johan Helmich Roman, 1694-1758, sem var fyrsta tonskáld Svía sem nokkuð kvað að. Helsta tónskáld Svía tuttugustu aldar segja Gramop- hone-menn Wilhelm Stenhammar, en einnig eru nefndir til sögunnar Hugo Alfvén, Hilding Rosenberg, en fyrsti stengjakvartett hans var kallaður verk skrifað af geðbiluðum manni flutt af ijóram geðbiluðum mönnum, og Dag Wir- én, en strengjalokka hans er það sænska verk sem oftast hefur verið hljóðritað. Sérstakur kafli er helgaður Allan Pettersson sem líkt er við Gustav Mahler, sérvitringurinn Robert von Bahr fær og gott rými, enda hefur engin út- gáfa sinnt norrænni tónlist eins vel og BIS- merki hans, sem hefur meðal annars gefíð út íslenska tónlist. I fróðlegri grein um sænskan tónlistarheim segir Erik Wallrup að sænska velferðarkerfið hafí gert sitt til að draga úr honum þrótt, ekki síst með þá hugsjón að leið- arljósi að allir skuli vera jafnir og þannig hafi tónlist orðið að félagslegri grein frekar en list- grein. í kjölfar uppskurðar velferðarkerfisins, sem hefur gengið hægar fyrir sig í Svíþjóð en víðast í Vestur-Evrópu, standi sænsk tónlist á tímamótum og ekki ljóst hvert stefni. Þekktasta tónskáld Norðurlanda er án efa finnski tónjöfurinn Sibelius, sem notið hefur hylli tónleikagesta og plötukaupenda um heim allan í áratugi. í grein Daleyns Henshalls um fínnska tónlist segir að með réttu megi segja að Sibelius hafí verið tónlistarþróun í Finn- landi Þrándur í Götu, því allt frá því hann leið hafi Finnar leitað arftakans og þannig hafi fjölmörg tónskáld neyðst til að stæla Sibelius til að hljóta náð fyrir eyram fínnskra tónleika- gesta allt fram undir 1940. Getið er Leevis Madetojas og Toivos Kullas, sem stóðu í skugga Sibeliusar, og yngri tónskálda eins og Uunos Klamis, Váinös Raitos og Arres Meri- kantos, sem leituðu innblásturs í fínnskum þjóðararfi, ekki síst í Kalevala-ljóðabálknum. Viðtal er við stjórnanda Ondine-útgáfunnar, sem hefur sérhæft sig í útgáfu á finnskri tón- list með góðum árangri, rætt við Jouni Kaipain- en, sem nýtur sífellt meiri virðingar fyrir verk sín, og Magnus Lindberg, sem sagður er fremsta tónskáld Finna af yngri kynslóðinni, aukinheldur sem getið er Einojuhanis Rautavaaras, eins vinsælasta núlifandi tón- skálds heims. Fjöldi hljóófæraleikara á heimsmælikvaráa Um ísland skrifar Guy Rickards, sem hefur iðulega fjallað um íslenska tónlist fyrir Gramophone, rekur skamma sögu íslenskrar tónlistar og kennir Lárentíusi Kálfssyni um það hve stutt hún sé. Þrátt fyrir skamma tón- listarsögu og fólksfæð landsins hafí þó komið þaðan fjöldi hljóðfæraleikara á heimsmæli- kvarða, þar á meðal Einar Jóhannesson og Hafliði Hallgrímsson, og þó ekki hafi enn kom- ið frá íslandi Sibelius eða Nielsen standi ís- lensk tónskáld jafnfætis starfsbræðrum á hin- um Norðurlöndunum og reyndar á meginlandi Evrópu. Sagt er frá Jóni Leifs, sem sé þekktast- ur íslenskra tónskálda, og samtímamönnum hans, Karli Ottó Runólfssyni og Páli Isólfs- syni. Getur Rickards sérstaklega Alþingiskant- ötu Páls ísólfssonar, sem hann segir stórkost- legt verk. Jón Þórarinsson segir Rickards und- ir sterkum áhrifum frá Hindemith, sem var kennari Jóns í Yale, og þykir miður að ekki sé meira til hljóðritað af verkum Jóns, sérstak- lega í ljósi verka eins og klarinettsónötu hans. Tónlist Jóns Nordals segir Rickards svipa til hörkulegs landslags íslands, Leifur Þórarins- son segir hann að sé hæfileikamikið tónskáld, en þau tónskáld sem náð hafí mestri viðurkenn- ingu íslenskra tonskálda erlendis, að Jóni Leifs frátöldum, séu Þorkell Sigurbjörnsson og Atli Heimir Sveinsson. Rickards segir Þorkel hafa náð að sameina framúrstefnu og hefðbundna tónlist og nefnir upptökur Hamrahlíðarkórsins á Reccessional hans, en á þeim diski, sem hann segir frábæran, sé einnig að finna verk eftir Jón Nordal, Atla Heimi og sérdeilis áhrif- amikið Requiem eftir Jón Leifs. Hafliða Hall- grímssonar getur Rickard meðal annars sem handhafa tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs og frábærs hljóðfæraleikara. Rickards hælir íslenskri tónverkamiðstöð fyrir framtakssemi og dugnað í útgáfu en gagnrýnir að of mikið hafí verið gefið út af verkum tónskálda fæddra eftir heimsstyrjöld- ina síðari á kostnað eldri tónskálda, og nefnir Jón Þórarinsson, Jóns Ásgeirsson, fyrsta ís- lenska tónskáldið sem samið hafí óperu, og Jórunni Viðar. Listræna útkomu útáfunnar segir hann misjafna, en nefnir að hljóðfæraleik- ur sé almennt framúrskarandi þó flytjendur séu framandlegir útlendingum, og nefnir sér- staklega Bryndísi Höllu Gylfadóttur sem frá- bæran sellóleikara, Ými hljóðfærahópinn, sem skipaður er henni, Einari Jóhannessyni og Emi Magnússyni, og Hljómeyki, sem hafí meðal annars tekið upp stórmerkilega útgáfu á Messu Hafliða Hallgrímssonar. Rickards getur ungra íslenskra_ tónskálda, þar á meðal Jónasar Tómassonar, Áskels Más- sonar og Karólínu Eiríksdóttur, sem hann seg- ir hæfílekamesta tónskáld sinnar kynslóðar. Hjálmar H. Ragnarsson skrifar grein um Jón Leifs í ritinu _og ejnnig grein um söng- mennt íslendinga. í lok íslandskaflans er síðan rætt við Ralph Couzens, eiganda Chandos út- gáfunnar sem gaf meðal annars út nokkra diska með leik Sinfóníuhljómsveitar íslands og íslenskri tónlist. Eftir Norðurlandaupptalninguna er langur listi með plötum sem mælt er með, en þar á meðal eru diskur BIS með Sögusinfóníu Jóns Leifs, diskur frá íslenskri tónverkamiðstöð með verkum sem samin eru fyrir_ íslandsvininn Mitsiko Nakajima í flutningu Ýmis tóniistar- hópsins, og annar BlS-diskur, að þessu sinni með píanóverkum Jóns Leifs í flutningi Arnar Magnússonar. í lok Explorations er síðan samantekt um Eystrasaltslöndin, Eistland, Lettland og Lit- háen; lönd sem séu að endurappgötva tónlist- ararf sinn og fara eigin leiðir í fyrsta sinn frá hemámi. Þar eru fremstir meðal jafningja Eist- arnir Arvo Párt og Vejo Tormis, Lettinn Peter- is Vasks, en Lettar eiga lengra í land í sinni endurreisn en nágrannarnir, og Litháarnir Osvaldas Balakauskas og Bronius Kutavicius. HAMBORGARFÍLHAMÓNÍAN í Reykjavík 1926. Jón Leifs sem stýrði hljómsveitinni, er fyrir miðju, en þetta var í fyrsta sinn sem sinfóníuhljómsveit lék hér á landi. 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. NÓVEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.