Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1996, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1996, Blaðsíða 6
 Danski brúðuleikhúsmaóurinn Ole Bruun-Rasmussen starfar nú að list sinni í Vestur-Afríkuríkinu Burkina Faso en þgr höfóu menn ekki séð brúóuleikhús fyrr en Ole setti upp sýningu í landinu árió 1992. ÞRÖSTUR HELGASON hitti Ole aó máli sem hingaó er kominn til aó setja upp sýningu meó Leikbrúóu- landi og ræddi við hann um starf hans suðurí Afríku og stöðu brúðuleikhússins yfirleitt. LE komst í kynni við brúðuleik- hús þegar hann var tíu ára í Kaup- mannahöfn. Þangað kom þá franskt brúðuleik- hús sem hann fékk að fara að sjá. Hann segist hafa heillað frönsku dömurnar í hópnum svo mjög að hann fékk að koma að tjaldabaki og horfa á hvernig þær stjórnuðu brúðunum. Eftir hvern þátt kom sú stærsta þeirra og knúskyssti hann - og hann naut þess sko - og þá varð auðvitað ekki aftur snúið; hann var kominn með bakt- eríuna. Tuttugu árum seinna, árið 1966, hóf Det Lille Teater starf- semi í Kaupmannahöfn og starfaði Ole með því fyrstu árin. Síðan hefur hann verið atvinnumaður í faginu og starfað sem brúðuleik- ari, brúðugerðarmaður, leiktjalda- hönnuður og leikstjóri í Dan- mörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Palestínu og nú síðast í Burkina Faso í Vestur-Afríku. „Fólk í Burkina Faso hafði aldr- ei séð brúðuleikhús þegar við kom- um þangað í leikferð árið 1992. Það hefur vitanlega langa hefð fyrir grímum og höggmyndum sem það notar í ýmiss konar helg- isiðum og galdraathöfnum en brúðuleikhús hafði það aldrei séð. Brúðuleikhúsið var svo nýtt fyrir þessu fólki að það þótti meiri nýj- ung en útvarp og sjónvarp. Þetta er því mjög spennandi verkefni. Ég starfa sem listrænn ráðunaut- ur og leikstjóri við Oyo-Théatre sem er fyrsta leikhúsið þarna sem notar brúður, við köllum það leik- hús með brúðum eða figur-teater, frekar en brúðuleikhús. í þessu leikhúsi getum við ekki notað Morgunblaðið/Kristinn „AÐ MÍNU mati notum við brúður vegna þess að þær gefa okkur ákveðna fjarlægð á veruleikann," segir Ole Bruun-Rasmussen. ÞETTA GÆTU ÞEIR ALDREI GERT í KONUNGLEGA LEIKHÚSINU texta í sýningunum vegna þess að það eru töluð 64 tungumál í landinu. Opinbert tungumál er franska en hana kunna aðeins þeir örfáu sem eru skólagengnir á meðal þjóðarinnar. Vegna lágs menntunarstigs í landinu höfum við reynt að nota leikhúsið til að uppfræða almenning um hin ýmsu mál, svo sem ainæmi. Þetta gerum við þó alltaf á listrænum forsendum, við birtumst ekki á sviðinu með puttann á lofti og predik- um yfír salnum.“ Brúðuleikhúsið hefur breyst Það má því segja að brúðuleikhúsið hafi farið sigurför til Burkina Faso en Ole er ekki jafnánægður með stöðu þess í heima- landi sínu. „Brúðuleikhúsið í Danmörku sefur værum blundi; það er ekkert að ger- ast. Það er hins vegar mjög lífiegt starf í Noregi þar sem ég hef starfað töluvert. Brúðuleikhúsið hefur breyst mjög mikið á síðastliðnum árum. Meginbreytingin felst kannski í því að nú er það ekki fyrst og fremst ætlað börnum heldur öllum aldurs- hópum. Sjálfur hef ég sett mér það mark- mið að gera brúðuleikhús sem vekur áhuga ailra aldurshópa. Sama sagan getur bæði höfðað tii fullorðinna og bama; gott dæmi eru ævintýri sem segja börnum afskaplega einfalda sögu en fullorðnir sjá oft dýpri merkingu í. Formið hefur líka breyst; brúðuleikhúsið er orðið afstrakt í meira mæli. Við erum enn að segja sögur en við gerum það með allt öðrum hætti. Brúðurnar komu í stað leikara áður fyrr en í dag eru brúðurnar orðnar að tækjum í höndum leikarans, leik- arinn segir sögu með aðstoð brúðu. Brúð- urnar eru heldur ekki aðeins fólk eða dýr lengur heldur ýmiss konar hlutir. Umfjöll- unarefnið hefur líka breyst; brúðuleikhúsið í dag fjallar fyrst og fremst um tilfinning- ar, áður fyrr sagði það sögu. Þetta eru sumpart áhrif frá brúðuleikhúsi annarra menningarsvæða, svo sem Japans.“ Hvers vegna brúóur? Ole segir að menn spyiji sig æ oftar að því hvers vegna við notumst við brúður í leikhúsi. „Af hverju segjum við ekki söguna með orðum eða í dansi? Er það kannski vegna þess að við viljum fela okkur á bak við brúðurnar? Eða er það vegna þess að með því að nota brúðurnar getum við sagt eitthvað meira? Að mínu mati notum við brúður vegna þess að þær gefa okkur ákveðna fjarlægð á veruleikann. Það er auðveldara að koma auga á nýja fleti veru- leikans með því að horfa á hann úr fjar- lægð. Með brúðunum er líka hægt að sýna hluti sem við getum annars aðeins lýst í orðum. Til dæmis eins og þegar manneskju finnst hún vera að klofna í tvennt; við get- um sýnt það með þvi að búa til brúðu sem hægt er að taka í sundur í miðjunni. Þetta gætu þeir aldrei gert í konunglega leikhús- inu með jafnáhrifaríkum hætti.“ Ole segist líka hafa sett sér það að fá fólk til að hlæja meira. „Það eru margir staðir í heiminum þar sem við verðum að fá fólk til að hlæja meira og þá einkum börnin. Þar getur brúðan komið að góðum notum. Hún getur líka verið gott kennslu- tæki eins og við höfum komist að raun um í Burkina Faso. Það er til dæmis hægt að nota brúður til að kenna börnum um dauð- ann sem annars er mjög erfitt að fjalla um. Brúðan setur okkur í ákveðna fjarlægð frá umfjöllunarefninu og því er hægt að nota hana við að tala um öll þessi tabú þjóðfélags- ins.“ Spenntur Ole segist vera spenntur fyrir sýningunni sem hann er að vinna að hér vegna þess að hann hafi ekki unnið með sögurnar þrjár sem verða sagðar í henni áður. „Þetta eru þijár sögur sem fjalla um óhreinu börnin hennar Evu, um ástir trölla og um sam- skipti manns og amfugls. Þetta eru þijár óiíkar sögur sem við ætlum hins vegar að sýna eins og eina; við ætlum að tengja þær saman. Ég er mjög ánægður með að hafa fengið tækifæri til að vinna hér. Þá er ég einu skrefí nær því að hafa unnið á öllum Norður- löndunum.“ Frumsýnt verður 17. nóvember. „Brúóuleikhúsiö hefur breyst mjög mikib á sídastlidnum árum. Meginbreytingin felst kannski ípví aö nú erpaö ekkifyrst og fremst cetlaö bömum heldur öllum aldurs- hópum. Sjálfur hef ég sett mérpaö markmiö aögera brúöuleikhús sem vekur áhuga allra aldurshópa. “ 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. NÓVEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.