Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1996, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1996, Blaðsíða 12
-f mm m MÁLIÐ SEM lykill og málið sem búr“ nefndist dagskrá sem fj'allaði um tungumál og sjálfs- myndir og tengdist þemanu „marg- menning“ á Bóka- stefnunni í Gautaborg 24.-27. okt. sl. Hvað hefur glatast og hvað áunnist þeim sem fluttu eða flúðu? Hver er það sem talar á nýja málinu? Hve mikinn geðklofa, og hve mikinn frelsandi framandleika hafa tungu- málaskifti í för með sér? Til að svara slíkum spumingum voru sam- ankomnir höfundar frá svo ólíkum menning- arheimum sem Kína, Palestínu, Póllandi og Grikklandi, en sem eiga heima í Svíþjóð og hafa birt verk sín á sænsku. Þeirra þekktast- ur mun Theodor Kallifatides (f. 1938) sem á ættir að rekja bæði til Tyrklands og Egyptalands en er fæddur í Grikklandi. Hann settist að í Svíþjóð árið 1964, og hóf feril sinn fyrst sem bréfberi og heimspeki- nemi, en síðan sem skáld og ritstjóri tíma- ritsins „Bonniers Litterara magasin" (1972- 1976). Seinasta bók hans er Afrodites Tárar (Bonniers 1996). Kallifatides fullyrti að fjarlægðin milli nýja málsins og móðurmálsins, hafi gert sér kíeift að skrifa um sársaukafulla reynslu sem hann hefði ekki megnað að skrifa um á móðurmálinu. Raiwa Morra, með arabísku sem móður- ÞEGAR UND KOMLEIÐI VERÐUR HEI Margmenning var eitt helsta umræóuefni Bókastéfn- unnar í Gautaborg sem er nýlokió. KRISTIN BJARNA- DOTTIR segir frá skiptum skoðunum um þetta eld- fima efni og kallar til vitnis skáld úr hópi innflytjenda. mál, lýsti hug sínum með samlíkingu, sögu af manninum sem rændur var slæðunum sínum. Sjö slæður hafði hann borið allt sitt líf og nú voru þær á bak og burt. En hvað gerðist? Hann sá sólina! í fyrsta sinn baðað- ur birtu. Raiwa Morra líkti móðurmálinu við slæðumar sjö og því að glata þeim við það að tileinka sér nýtt tungumál og að sjá allt í nýju ljósi. Ég heff breyst „Málið getur verið lykill að persónulegum veruleika og það getur líka verið búr með fullsköpuðum hugtökum sem eiga að lýsa hinni sönnu heimsmynd. Ég hef breyst. Ég hef lært að á sænsku er ég vond, bara af því ég er kona! Á arabísku eru engin orð eins og „satmara" eða „satkáring“, orð sem segja hvorutveggja um manneskjuna í senn: hún er bölvuð og hún er kona. Þegar ég læri orðin læri ég um leið eitthvað um sjálfa mig sem konu í þeim heimi sem málið gefur.“ Maciej Zaremba, sem er með pólskan bakgrunn líkti tungumálinu við landakort. „Þegar lykillinn að ákveðnum tilfinningum er smíðaður út frá landabréfi móðurmálsins þá virkar hann ekki á nýja málið. Ekki fyrr en eftir torvelda túlkun á sjálfum sér, sem kannski skemmir kortið." Kallifatides minnir okkur á að við per- sónugerum oft hugtök með orðum. Einkum orðum sem tengjast sterkum tilfínningum. Og Maciej Zaremba segir að i sínum aug- um sé dauðinn kona, því þannig er það á RAWIA Morra. Móðurmál hennar er arabíska. pólsku. „Hann er kvenkyns og að fara að faðma einhvem karlkyns dauða, það finnst mér út í hött, það væri hreinn ósómi.“ Kalifatides er ekki á sama máli. Út frá hans landakorti væri það klámfengið að gera dauðann að konu sem tæki á móti honum. Grískan gerir ekki ráð fyrir því. í framhaldi af hinu ósamræmanlega hann og hún tali, tilkynnir Rawia Morra, að sé um gáfaðan karlmann að ræða á arabísku þá verði hann samstundis kvenkyns! Og sömuleiðis ef kona er klár þá er hún um leið orðin eitthvað karlkyns. Skáldið Li Li frá Shanghai segist fínna orðin tóm, þegar talað er um mat á sænsku. Zaremba: Þarftu þá að þýða matinn? Li Li: Já. Ef hanh er kínverskur. Annars fínn ég ekkert bragð af honum. Seinna heyri ég Rawia Morra lesa upp úr nýútkominni ljóðabók sinni sem jafnframt er hennar fyrsta, skrifuð á sænsku og ber titilinn Ghurba sem er arabískt orð yfir fram- andleika. Hún byijaði snemma að skrifa ljóð á arabisku en flúði nítján ára gömul frá Beirut, árið 1985. Hún býr í Stokkhólmi og starfar sem túlkur, fyrirlesari og rithöfundur. UNDAN- KOMULEIÐ Hugsunin skilur eftir rauðan lit og sætan ilm þar sem hún leggur leið sína á undan þér. Þess vegna haltra dagarnir. Þess vegna þorirðu ekki að nema staðar. Undankom uleiðin verður heimili þitt fyrr en þig grunar og úr blæðandi fótunum verða vængir. Úr bókinni Ghurba eftir Rawia Morra (Lindelöws 1996) EKKERT lát virðist vera á vin- sældum „upplýsingaskáldsög- unnar“ í Evrópu. Sögurnar eru fyrst og fremst settar saman úr hugmyndum sem oftast snú- ast um leit að upplýsingum, leit að týndum lyklum og hug- myndasögu Vesturlanda. Á síð- astliðnum 10 til 15 árum hefur komið út ókjör af slíkum sögum. Margar þeirra hafa orðið metsölubækur og með vissri varúð mætti jafnvel segja að sumar séu orðnar klassískar. Að minnsta kosti verður erfítt að rita bókmenntasöguna án þess að taka með í reikninginn „Nafn rósarinnar" (1980) eftir Umberto Eco eða „Ilm“ (1986) Patriks Siiskind. Hugmyndaskáldsagan „Veröld Soff- íu“ (1991) eftir Jostein Gaarder hefur ekki horfíð af metsölulistum bóka i Frakklandi, Ítalíu og Þýskalandi í mörg ár og í Frakk- landi þykjast menn jafnvel markja að bókin hafí hringt inn nýja bylgju heimspekiáhuga meðal almennings. í kjölfarið hafa siglt marg- ar sögur með svipuðu sniði þar sem heim- speki, mannfræði, tónfræði, textafræði, mál- fræði, dulfræði og stjamvísindi mynda uppi- stöðuna í magflóknum vef. Ágætis dæmi um slíkt hugmyndaverk er tónskáldasaga þýska rithöfundarins Helmut Krausser „Laglínurnar“ (Melodien) (1993). Tveir vafasamir vísindamenn ferðast um Evr- ópu þvera og endilanga í leit að handritssn- ifsi þar sem á eru ritaðar slitrur úr tónaskala sem ítalskur gullgerðarlistamaður á 16. öld á að hafa grafíð upp eftir áralangar rannsókn- ir og íhugun. Skalinn inniheldur hvorki meira né minna en samhljóminn guðlega, tónana sem halda saman sköpunarverkinu. Til að finna aftur þessar týndu „upplýsingar" beita vísindamennimir öllum tiltækum brögðum og reyna allt hvað þeir geta að spilla verki hvors UPPLYSINGA- SKÁLDSAGAN Upplýsingaskáldsagan er vinsæl í Evrópu um þessar mundir. KRISTJAN B. JONASSON skrifar að upplýsingasögur séu fyrst og fremst settar saman úr hugmyndum sem snúast um leit aó týndum lyklum í hugmyndasögu Vesturlanda. annars. Saga laglínanna er þrædd allt frá því að þær fínnast til þess að síðasti maðurinn, sem hafði þær á valdi sínu, skilar þeim aftur til almættisins. Sagan er ekki hvað síst spenn- andi vegna þess að hún fjallar um týndan heim; sögulegan möguleika sem aldrei verð að veruleika. Líkt og bók Aristótelesar um gamanleikinn í „Nafni rósarinnar" og manna- ilmvatnið, sem þijóturinn Grc-nouille býr til í „Ilminum“, er tónaskali hins guðlega sam- hljóms goðsögn úr ríki hugmyndanna. Hann hefur, svo kunnugt sé, aldrei verið til en hann gæti alveg hafa verið það. Það er fyrst og fremst þessi kitlandi grunur um sýndarheim til hliðar við þennan sem rekur lesandann áfram og gerir þessar sögur jafn heillandi og þær eru. Og síðast en ekki síst segja þær okkur að mikilvægustu upplýsingamar, þær upplýsingar sem okkur virkilega vanhagar um, séu borgnar einhversstaðar í leyndu hólfi, vaktaðar af öllum sem ekki er gott að ráða í hver eru. Átökin um upplýsingarnar eru hin raunverulega barátta samtímans. Sá sem ræður yfir upplýsingum, sem enginn annar hefur í höndum, getur breytt rás sögunnar. Það em fyrst og fremst upplýsingar sem breyta lífi ensku bókmenntafræðinganna í bókinni „Heltekinn" (Posession) eftir A.S. Byatt (1990). Upplýsingar sem enginn hefur fengið áður í hendur og umturna gjörsamlega viðurkenndri rannsóknarsögu á skáldi sem reyndar var aldrei til en gæti alveg hafa ver- ið það. Þessi meistaralega upplýsingaskáld- saga fékk Bookerverðlaunin bresku á sínum tíma, ekki sist vegna þess að þar lætur By- att sér ekki aðeins nægja að púsla saman staðreyndum til að búa til jarðveg fyrir það líklega, heldur kastar hún staðreyndunum fyrir róða og skrifar sjálf bókmenntasöguna upp á nýtt. Bréf, ljóð og ævintýri elskend- anna Randolphs Henry Ash og Christabel LaMotte, sem eiga að hafa verið uppi á seinni hluta 19. aldar, voru aldrei til en þau eru hins vegar „ekta sögulíki". Þessir textar hefðu alveg eins getað verið eftir Morris eða Tenny- son. Greinarhöfundur var til dæmis ekki sá eini sem fletti upp á þessum höfundum í hand- bók um enska höfunda, bara til að vera viss. Þessi sögufölsun upplýsingaskáldsögunnar hefur reyndar farið fyrir brjóstið á mörgum. Skemmst er að minnast deilu sem kom upp í Bandaríkjunum um hve ftjálslega bandaríski leikstjórinn Oliver Stone fer með „staðreynd- ir“ í sögulegum kvikmyndum sínum „JFK“ og „Nixon“. Vandamálið er að Stone lýsir því ekki yfir að myndir sínar séu „byggðar á sannsögulegu“, heldur undirstrikar það skýrt og klárt að þær séu sjálfar sannar. Hinn svo- kallaði sögulegi áreiðanleiki getur í hans aug- um aldrei verið til því sagan er aldrei annað en fölsun þeirra sem rita hana. Það eina sem sker úr um áreiðanleika sögunnar er hve sann- færandi frásögnin af henni orkar á áhorfanda eða lesanda. Eyja gœrdagsins Þetta viðhorf til sögunnar var reyndar ekki fundið upp af Stone. Bandarískir skáldsagna- höfundar hafa til að mynda árum saman leik- ið sér að því að endurrita söguna eftir sínu höfði en þessar deilur sýna glöggt í hvernig umhverfí upplýsingasagan verður til. I upplýs- ingaheiminum virðist ekkert vera raunveru- legt nema upplýsingamar en þær eru aldrei raunverlegri en svo að það má hvenær sem 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. NÓVEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.