Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1996, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1996, Blaðsíða 7
Morgunblaðið/Kristinn HARALDUR Bilson myndlistarmaður. „...myndirnar seljast alltaf.“ BLANDA LIT Á BUXNA- SKÁLMINNI Haraldur Bilson, eóa Harry Bilson, eins og hann kallar sig, hefur opnaó málverkasýningu í gallerí Fold við Rauðarárstíg. Á sýningunni eru nostur- samlega unnin málverk þar sem hópur fólks er yfirleitt aó leik og í flestum myndanna kemur trúður- inn fyrir. ÞORODDUR BJARNASON átti samtal við listamanninn á opnunardag þar sem hann sagðist meóal annars vera lánsamur listamaður. RÁTT fyrir að myndirnar fylgi aliar raunsæi og hlutbundn- um efnum má meðal annars sjá tré sem hafa verið klippt til í kúbísk form. Harry segist ekki vera undir áhrifum frá kúbistum eins og Picasso fremur en öðrum þótt hann játi vissulega aðdáun sína á þeim lista- manni. Þegar blaðamaður minnir á skyldleika við trúðamyndir Picassos segist Bilson frekar hafa hrifist af trúðum Cezannes og þeir hafi gefið honum innblástur. „Það þekkja allir trúða og þeir tala sama máli við allt fólk, þessvegna er ég hrifinn af þeim,“ sagði Harry. Laminn i spaö Hann á íslenska móður en breskan föður og bjó hér á landi þangað til hann var fimm ára gamall en fluttist þá til Bretlands. „Þeg- ar ég kom til Bretlands á eftirstríðsárunum með foreldrum mínum talaði ég ekki stakt orð í ensku og í þá daga var hver sem talaði með germönskum hreim talinn þýskur. Þeir voru svo sannarlega ekki vinsælir í Eng- landi. Ég var oft hreinlega laminn í spað af skólafélögunum og það má segja að ég hafi lært að slást og veija mig vegna tungumáls- ins sem ég talaði. Tungumálaerfiðleikarnir tengjast líka sterkt myndlistinni, því fyrst ég gat ekki talað fékk ég að teikna óáreittur í skólanum og gerði mig skiljanlegan á þann hátt,“ sagði Harry og bætti við að teikning hafi alltaf legið vel fyrir honum og hann hafi aldrei lagt blýantinn langt frá sér í upp- vextinum. Hann telur listamenn hafa með- fædda hæfleika, sem auðvitað þurfi ræktunar við, en ekki er hægt að kenna neinum að verða listamaður að hans mati. „Ég kom til íslands þegar ég var 19 ára og vann í Hampiðjunni i nokkurn tíma. Þeg- ar ég kom til Englands að nýju ákvað ég að taka skrefið til fulls og stunda listina af kappi þó fyrst um sinn hafi ég unnið vinnu, sem krafðist lítillar hugsunar, fyrri part dags og málaði á kvöldin. Eg fór í listaskóla í stuttan tíma til að læra tæknileg atriði en hætti fljót- lega í honum. Ég leit svo stórt á mig í þá daga og þótt margir telji mig sjálfumglaðan í dag, hefðu þeir átt að hitta mig á þeim árum. Seinna sá ég eftir því að hafa ekki dvalið lengur í skóla því þrátt fyrir að ég hafi átt bækur og slíkt til að læra af þá var „Það má eiginlega segja að ég sé mál- óður. A vinnustofunni er ég að mála margar myndir í einu og raða þeim upp í kringum mig. Þegar ég tek mér frí’frá málverkinufce égfráhvarfseinkenni. Það er hræðilegt. “ ég miklu lengur að tileinka mér ýmis tækn- iatriði í málaralistinni en ef ég hefði verið lengur í skóla.“ Seld á 900.000 kránwr í sýningarskrá er ýjað að því að Harry sé best varðveitta leyndarmál íslenskrar mynd- listar og má segja að nokkuð sé til í því, því sýningin nú er sú fyrsta sem hann heldur hér á landi. Strax á opnunardag hafði lista- maðurinn selt nokkrar myndir og blaðamaður rak upp stór augu þegar hann sá að ein stærsta myndin á sýningunni „Meandering“ var seld á 900.000 krónur auk annarra. „Eg veit ekki hver keypti hana né hinar myndirn- ar. Ég ákvað að lækka töiuvert verðið á myndunum á þessari sýningu frá verðinu sem ég er vanur að setja upp. Eg hef selt töluvert í gegnum tíðina og tel mig vera lánsaman myndlistarmann. Ég hef verið á réttum stað á réttum tíma og hitt rétta fólkið. Einu sinni kom ástralskur safnari til min, þar sem ég var með sýningu í Bretlandi, og hreifst svo af verkunum að hann keypti allt sem ég átti til, alls um 30 myndir. Hann bauð mér til Ástralíu og þar hef ég verið með annan fót- inn síðan. Það er yndislegt land, alveg eins og Island, en bara heitara. Mér finnst gott að vera þar sem heitir vindar blása og þegar kólnar í heimabæ mínum, Bristol í Englandi, held ég suður á bóginn," sagði Harry. Hann sagði einnig að besti markaður fyrir myndir hans væri i Hong Kong þó sjálfsagt yrði breyting þar á þegar Kínverjar taka þar við stjórnartaumum. „Ég get sett upp nánast hvaða verð sem er í Hong Kong, myndirnar seljast alltaf.“ Myndirnar á sýningunni í Fold eru allar nýjar, þær elstu í mesta lagi tveggja ára gamlar. „Ég elska að mála en mér er mein- illa við sýningar. Helst vil ég ekki mæta á opnanir eigin sýninga og ef ég geri það kem ég seint. Mér leiðist að ræða um innihald verkanna og vil að myndirnar tali sínu máli, enda gera þær það í flestum tilfellum þó sögurnar séu jafn misjafnar og mennirnir sem skoða þær. En sýning er nauðsynlegur þáttur í ferli listaverks og ég sætti mig við það. í myndum mínum nota ég gjarnan stærð- fræðiform og velti fyrir mér reglu, óreglu og gangi lífsins. Það er staðreynd að þegar maður deyr gráta allir við jarðarförina en síðan heldur lífið áfram og fólk hverfur hvert til sinna starfa.“ Alllaf útataöur i málningw Bilson á tvö börn og segist ala þau upp á svipaðan hátt og hann sjálfur var alinn upp. „Ég hef afskaplega lítinn aga á börnunum en reyni frekar að byggja þau upp með já- kvæðum ábendingum og gagnrýni. Sjálfsagt myndu margir kalla það dekur enda var ég dekraður í uppvextinum. Mamma var alltaf svo jákvæð og er það enn í dag. Ég get aldr- ei tekið mark á því sem hún segir því henni finnst allt svo frábært og fallegt sem ég geri,“ segir Harry og hlær. Hann kveðst vera sóðalegasti „hreini" málarinn sem hann þekk- ir. „Þrátt fyrir að myndir mínar séu fínlegar, hreinar og klárar er ekki hægt að segja það sama um mig. Ef einhver myndi sjá mig í vinnustofunni er líklegt að honum brygði. Ég er alltaf allur útataður í málningu. Ég er kannski að hræra lit á pallettunni og missi svo dropa á buxurnar og þegar ég dýfi pensl- inum í dropann kemur kannski akkúrat litur- inn sem ég var að leita að. Þá byija ég að blanda lit á buxnaskálminni og þú getur rétt ímyndað þér framhaldið," sagði Han-y og brosir. „Það má eiginlega segja að ég sé mál- óður. Á vinnustofunni er ég að mála margar myndir í einu og raða þeim upp í kringum mig. Þegar ég tek mér frí frá málverkinu fæ ég fráhvarfseinkenni. Það er hræðilegt.“ ERLENDAR BÆKUR ÚR SÖGU 20. ALDAR RANCOISE Furet: Le passé d’une ill- usion. - Essai sur l’idée communiste au XXe sicle. Paris 1995. Þegar þessi bók kom út í ársbyijun 1995, seldist hún strax í 100.000 eintökum. Höf- undurinn er meðal áhrifamestu sagnfræðinga Frakka. Hann hefur á löngum ferli endur- skrifað og metið sögu frönsku byltingarinn- ar, óbundinn kenningunum um „sögulega nauðsyn“ og fleira í þeim dúr, sem hafði markað þá sögu marxískri söguskoð- un mikinn hluta þessarar aldar. Höf- uðverk hans á þessu sviði er í enskri þýð- ingu: „The Critical Dictionary of the French Revolution" ásamt M. Ozouf. Hann er flestum hæfari að skrifa sögu byltinga og til þess að rekja for- sendurnar fyrir byltingaástandi og afleiðing- um hugmyndafræði byltingahugsjónanna. Það eru vissar hliðstæður sambærilegar í frönsku og rússnesku byltingunum. Terror- ismi einkennir frönsku byltinguna á árunum 1793-1794, en þá rússnesku allt frá upphafi í október 1917 og langt fram eftir 20. öld. I „Le passé d’une illusion" rekur hann for- sendurnar að hugmyndafræðum kommúnis- mans til kenninga Robespierres og Babeufs, en í valdatíð hins fyrrnefnda hófst terrorinn í Frakklandi, en stóð aðeins í rúmt ár, en með valdatöku Lenins stóð terrorinn í Rúss- landi langt fram yfir daga Stalins eða gott betur en hálfa öld. Franska byltingin hófst 1789 með kenningunum um frelsi mannanna undan oki „ancien regime" og um náttúrurétt allra manna, lýðræði og helgi eignarréttarins, Mannréttindayfirlýsingin var undirstaða lýð- ræðisríkja Evrópu, en jafnframt komu fram kenningar um sameignarstefnu - kommún- isma - og helgan rétt þjóðarinnar andstætt rétti einstaklingsins, sem urðu forsendur kenninga marxismans og nasismans á 20. öld. Furet fjallar í fyrstu um hliðstæður þess- ara byltinga, um byltingahugsjónina og trú manna á að gjörlegt sé að skapa stjórnar- form, sem upphefji allar andstæður mann- heima og að „útópían" sé á næsta leiti. Hann rekur síðan valdatöku Lenins í október 1917 og forsendur þeirrar valdatöku sem hófst með febrúarbyltingunni sama ár og upplausn kerfisbundins samfélagsforms það ár. Terror og borgarastyijöld voru í augum margra „aðeins“ fæðingarhríðar framtíðarríkisins. Furet lýsir fullvissu þeirra sem töldu sig sjá dögun nýrrar aldar. Síðan hófst árangursrík- ur áróður, hugsjónaboðun og fjáraustur stjórnenda Sovétríkjanna um ágæti sameign- arstefnunnar. Nasisminn kemur eins og himnasending, Spánarstyijöldin og síðari heimsstyijöld. Höfundurinn rekurtengsl Stalins og Hitlers fyrir heimsstyijöldina og sameiginleg einkenni þessara stjórnarforma, algjör forsjárhyggja ríkisvaldsins, réttlætt með þjóðarvilja eða vilja öreiganna, verka- manna og bænda. Hann lýsir þeim vel gerðu Potemkin tjöldum sem huldu fátækt, þræla- búðir, útrýmingarbúðir ogterrorisma sjónum heimsins. Lygavefurinn náði um alla heims- byggðina og með linun terrorsins í Sovétríkj- unum tók fyrst að glitta í hryllinginn, allar yfirlýsingar um framleiðslu, fólksfjölda og blómlegt efnahagslíf reyndust við nánari skoðun lygar og falsanir. Leppríkin gliðnuðu fyrst, síðan Sovétkerfið sjálft. Lygin hélt ekki lengur. Furet lysir helstu hugmynda- fræðingum marx-leninismans-stalinismans, bæði innan Sovét- og leppríkjanna og utan þeirra, þeir streyttust allir við að ljúga allt til hins síðasta. Þótt tálsýnin sé nú horfin í augum flestra á Vesturlöndum, þá er svo undarlega ástatt að einhver reytingur félags- hyggju- ogjafnaðarsinna hefur ekki enn sagt skilið við „hugsjónina“, vitna gjarnan til Kúbu og Kína. Þeir hinir sömu ættu að lesa þetta ítarlega uppgjör og afgreiðslu Furets. Þetta er heilmikil lesning, um 580 þéttprentaðar blaðsíður, heimilda getið neð- anmáls, sem eru einnig mikil lesning. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON I ran^ois Fitrel Le pnssé d’uue IIÍMSIUSI essai sur i’idée communiste au XX' siéele itoiirn Lnitanl / ('iiliKSim-ltóvy LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. NÓVEMBER 1996 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.