Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1996, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1996, Blaðsíða 2
ISLENDINGA SOGUR A ENSKU VÆNTANLEGAR Morgunblaóió/Júlíus BÚIST er við því að ensk útgáfa á íslendinga sögunum komi út í febrúar eða mars. UNDANFARIN þijú ár hefur rúmlega þijátíu manna hópur af sjö þjóðernum frá þremur heimsálfum unnið að því að þýða íslendinga sögur á ensku og er stefnt að útgáfu í febrúar eða mars á næsta ári. Að sögn Jóhanns Sigurðssonar, framkvæmda- stjóra bókaútgáfunnar Leifs Eiríkssonar, sem gefur verkið út, hefur fyrirtækið hlotið íjár- styrk frá Evrópusambandinu sem auðveldað hefur lokasprettinn. „Við hlutum styrk upp á 6.000.000 íslenskra króna tii þess hluta verk- efnisins sem lýtur að samræmingu og frá- gangi þýðinganna. Þetta er samstarfsverkefni fjölda fræðimanna frá mörgum löndum, þar á meðal Evrópulöndum, og á eftir að skila mik- illi þekkingu á sviði þýðingarfræða. Auk þessa var það einnig forsenda þess að við fengum styrkinn að Islendinga sögurnar hafa ekki verið tiltækar á ensku fyrr í samræmdri heild- arútgáfu. Stefnt er að því að gefa sögurnar fyrst út í einni heildarútgáfu en svo eru ýmsir möguleikar fyrir hendi í útgáfu, til dæmis á því að gefa út rit með úrvali sagna og svo einstakar sögur í vasabroti." Still þýóinganna ekki fyrntur Viðar Hreinsson, sem ritstýrir útgáfunni, sagðist í samtali við Morgunblaðið vera bjart- sýnn á að sögurnar kæmu út snemma á næsta ári. „í rauninni hefur þýðingarstarfið tekið minni tíma en hefði mátt búast við, en það er gríðarleg vinna og flókin að samræma þær. Ritháttur á nöfnum sem koma fyrir í fleiri en einni sögu þarf að vera algerlega samræmdur. Við höfum svo reynt að samræma að vissu marki þýðingar á algengum orðum og ýmiss konar máltækjum, eins og bóndi og maður er nefndur en síðan hefur tæknilegt orðafar, eins og lagamál og heiti á húsa- og skipakosti og öðru slíku, verið samræmt nákvæmlega. Þetta hefur auðvitað kostað mikla vinnu en fjöldi manna, bæði innlendra og erlendra, hefur les- ið þýðingamar yfir.“ Viðar segir að þýðendunum hafi ekki verið sett fyrir að þýða í einhveijum ákveðnum stíl, enda hefði það ekki verið vinnandi vegur. „Menn hafa ekki verið beðnir um að fyrna stílinn eða skrifa knappann stíl, eina krafan sem við höfum gert er að textinn sé vel læsileg- ur. Þýðendur hafa bara skrifað eins og þeim er eðlislægt að gera og þótt það verði einhver munur á stíl í þýðingunum verður hann vart meiri en munurinn er á stíl frumtextanna. En með samræmingunni höfum við miðað að því að þýðingarnar standist nákvæmniskröfur." Vilum ekki um annaó eins verkefni Viðar sagðist öðrum þræði líta á styrkinn frá Evrópusambandinu sem viðurkenningu á því að hér væri verið að vinna að verkefni sem hefði einhveija þýðingu í þýðingarfræðum al- mennnt. „Við vitum ekki til að það hafi verið ráðist í annað sambærilegt einstakt þýðingar- verkefni sem er umfangsmeira en þetta í heim- inum þannig að menn líta svo á að hér séum við að öðlast reynslu sem má læra af og við þurfum auðvitað að miðla af í framtíðinni." Allar sögurnar eru þýddar, þó aðeins í einni gerð, og sömuleiðis þættirnir. Robert Kellog, bókmenntafræðingur, ritar formála að útgáf- unni og einnig mun fylgja henni ýmislegt ítar- efni sem gera á hana aðgengilegri fyrir lesend- ur. Verkið verður að öllum líkindum á mi'li tvö og þijú þúsund blaðkíður. INNI f Listasafninu í Málmey. Listasafnió í Málmey Bera Nordal nefnd í sambandi vió stöðu forstöðumanns BERA Nordai, forstöðu- maður Listasafns íslands, hefur verið nefnd í sam- bandi við forstöðumanns- stöðu Listasafnsins í Mál- mey í Svíþjóð. í frétt í Syds- venska dagbladet í gær var sagt frá því að Listasafnið í Málmey hafí verið að leita að nýjum forstöðumanni til að taka við af Sune Nord- gren og væri Bera að öllum líkindum efst á óskalistanum þótt enn hefði það ekki fengist staðfest. Formaður menning- armálanefndar borgarinnar, Stefan Lindhe, sagði í samtali við Sydsvenskan í gær að nefnd- in hefði komið sér saman um eitt nafn en það væri enn ekki tímabært að gefa það upp. Sydsvenskan segir að starfsfólk Listasafns- ins í Málmey hafí ekki sýnt mikinn áhuga á þeim mönnum sem menningarmálanefndin hefur lagt til í starf forstöðumanns en hafí þess í stað „leitað sjálft logandi ljósi um alla Evrópu að eftirmanni Nordgren. En þótt skoð- anir starfsfólksins vegi þungt þá er það menn- ingarmálanefndin sem að endingu ræður hver verður ráðinn í starfíð." Bera Nordal viidi ekkert segja um málið þegar Morgunblaðið hafði samband við hana í gær. Guðjón Óskarsson í Covent Garden GUÐJÓN Óskarsson bassasöngvari mun þreyta frumraun sína í hinu nafnkunna óperu- húsi Covent Garden í Lundúnum 15. nóvember næstkomandi í óperu Wolfgangs Amadeusar Mozarts, Don Giovanni. Mun hann syngja fimm sýningar. „Þetta leggst vel í mig, enda held ég að um fína sýningu sé að ræða. Covent Garden er stórkostlegt hús og það er virkilega gaman að fá tæki- færi til að syngja þar,“ segir Guðjón sem fær að stíga í fyrsta sinn á sviðið í byrjun næstu viku en æfingar hafa farið fram í þar til gerðum sölum. Að mati Guðjóns hafa öll óperuhús sinn sérstaka svip en Covent Garden sé í hópi þeirra allra bestu í heimi. Og ekki skortir söngvarann samanburðinn, því hann hlaut eldskírn sína á La Scala fyrr á árinu. „Ætli ég myndi ekki segja að þessi hús væru í svipuðum flokki." Guðjón var um fimm ára skeið fastráðinn við Oslóaróperuna en er nú í tveggja ára launa- lausu leyfi. „Þetta er leyfi sem ég á rétt á, þannig að ég ákvað að taka það og sjá hvern- ig mér myndi vegna sem „freelance" söngvara." Greip Guðjón tækifærið og flutti búferlum til íslands, enda er „best að vera þar sem ræturnar eru ef menn eru ekki fastráðnir við ákveðið hús“. Leggst það vel í hann að búa heima en starfa erlendis. „Ætli við Kristinn Sigmundsson séum ekki einu mennirnir í þessari stöðu sem hafa þennan háttinn á.“ Söngvarinn hefur í mörg horn að líta um þessar mundir og er til að mynda nýkominn úr tónleikaferð með Sinfóníuhljómsveit Lundúnaborgar til Madríd- ar og Barceiona en lokatónleikarnir voru í Barbican Center í Lundúnum. Verða næstu verkefni hans síðan í Osló, Brussel og Wales á komandi vori. Guðjón Óskarsson Félag íslenskra myndlistarmanna Hyggjast kaupa orlofsíbúð í evrópskri borg FÉLAG íslenskra myndlistarmanna hefur í hyggju að fjárfesta í íbúð í evrópskri borg á næstunni sem yrði orlofsíbúð íslenskra mynd- listarmanna. Guðbjörg Lind Jónsdóttir, sem er nýtekin við formennsku í félaginu, sagði í samtali við Morgunblaðið að verið væri að kanna íbúðaverð í nokkrum borgum. „Okkur virðist sem hagkvæmast gæti verið _að kaupa í Kaupmannahöfn eða í Amsterdam. íbúðaverð í öðrum stórborgum, eins og París og Barcei- ona, er mjög hátt. Við erum líka að kanna hvað hentar best fyrir okkur, borgin þarf auð- vitað að bjóða upp á fjölbreytni í lista- og menningarlífi. Það gera bæði Kaupmannahöfn og Amsterdam." Guðbjörg sagði að í íbúðinni yrði sennilega ekki vinnuaðstaða heldur væri hún fyrst og fremst hugsuð sem orlofsíbúð. „Þetta er spurn- ing um það hvort við höfum efni á að kaupa íbúð sem rúmar vinnuaðstöðu. Ég býst ekki við því. Ætlunin er því að kaupa húsnæði sem listamenn geta dvalið í um tíma og kynnt sér það sem er að gerast úti í Evrópu.“ Guðbjörg sagðist áætla að ráðist yrði í íbúð- arkaupin á næsta ári. MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU Ásmundarsafn - Sigtúni Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar. Kjarvalsstaðir - Flókagötu Sýn. á aðföngum safnsins sl. 5 ár. Sýn. á verkum Kjarvals til 22. desember. Listasafn Islands „Ljósbrigði“. Úr safni Ásgríms Jónss. til 8. des., „Á vængjum vinnunnar“ til 19. jan. Hafnarborg - Strandgötu 34, Hf. Jón Garðar og Helga Árm. sýna til 11. nóv. Gerðuberg - Gerðubergi 3-5 Sjónþ. Helga Þorgils til 10. nóv. Sjónarhóll - Hverfisgötu Sýn. á verkum Helga Þorgils til 10. nóv. Mokka - Skólavörðustíg Jón M. Baldvinsson sýnir. Gallerí List - Skipholt 50b Guðrún Indriðad. sýnir út mán. Listgallerí - Listhúsinu Laugardal Guðrún Lára Halldórgd. sýnir til 28. nóv. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Pekka Niskanen sýnir til 1. des. Galleri Listakot - Laugavegi 70 Margrét Guðmundsd. sýnir til 18. nóv. Norræna húsið - Hringbraut Margrét Jónsd. sýnir til 10. nóv. Roger Westerholm sýnir til 24. nóv. Listhús 39 - Strandg. 39, Hf. Sigríður Ágústsd. sýnir til 11. nóv. Gallerí Stöðlakot - við Amtmannstíg Torfi Jónsson sýnir til 10. nóv. Listasafn Kóp. - Hamraborg 4 Gunnar Ámas., Hrólfur Sigurðss. og Sigrid Valting. til 10. nóv. Hafnarhúsið - við Tryggvagötu Anna Jóa sýnir til 24. nóv. Gallerí Fold - Laugavegi 118 Haraldur (Harry) Bilson og Helen Margaret Haldene sýna til 17. nóv. Gallerí Hornið - Hafnarstræti 15 Benedikt Kristþórsson sýnir. Gallerí Tehús - Hlaðvarpanum Ragna Róbertsdóttir sýnir. Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b Steingrímur Eyfl./Margrét Sveinsd. til 17. nóv. Sólon íslandus - við Bankastræti Guðbjörg Lind Jónsdóttir sýnir til 11. nóv. Gallerí Sævars Karls - Bankastræti 9 Sigrún Ólafsdóttir sýnir. Gallerí Smíðar & Skart - Skólav.stíg Þóra Guðbjartsd. sýnir til 28. nóv. Önnur hæð - Laugavegi 37 Japanski listamaðurinn On Kawara sýnir. Gallerí Umbra - Amtmannsstíg 1 Sari Tervaniemi sýnir. Gallerí Greip - Hverfisgötu 82 „Hinsta sýningin“ 64 sýnendur, til 17. nóv. Listasafn Sigurjóns - Laugarnest. 70 Valin verk Siguijóns Ólafssonar. Studio Bubbi - Hringbraut 119 Guðbjöm Gunnarss./Chris Sayer/Jóhann G. og Sigurður Vilhjálmss. sýna til 10. nóv. Gallerí Míró - Fákafeni 9 Ingó sýnir ljósm. til 16. nóv. Galleríkeðjan - Sýnirými Sýn. í nóv.: í sýniboxi: Victor G. Cilia. I barmi: Haraldur Jónss. Berandi: Valgerður Matthíasd. Hlust: 5514348: Maigrét Lóa Jónsd. Ljósmyndast. Myndás - Laugarásv. 1 Sigríður Kristín sýnir til 29. nóv. Laugardagur 9. nóvember Barokktónl. í Dómkirkjunni kl. 17. Hörður Torfa í Norræna húsinu kl. 21. Elísabet F. Eiríksd. og Elín Guðmundsd. í Félagsh. Tjarnarborg Ólafsfirði kl. 17. Sunnudagur 10. nóvember Elísabet F. Eiríksd. og Elín Guðmundsd. í Safnaðarh. Akureyrarkirkju kl. 17. Söngh. Sólarmegin á Sóloni Islandus kl. 20.30. Tón- listarsaga Dómkirkjunnar í tali og tónum kl. 17. Þriðjudagur 12. nóvember Söngh. Sólarmegin í Hafnarborg kl. 20.30 LEIKLIST Nanna systir lau. 9. nóv., fim. í hvítu myrkri sun. 10. nóv., fös., lau. Kardimommubærinn sun. 10. nóv. Hamingjuránið sun. 10. nóv., fös. Þrek og tár lau. 16. nóv. Leitt hún skyldi vera skækja iau. 9. nóv., fim. BorgarleikhúsiðEf ég væri gullfiskur lau. 9. nóv., lau. Largo desolato sun. 10. nóv., lau. BarPar á Leynibarnum lau. 9. nóv., fös. Stone Free fös. 15. nóv. Svanurinn lau. 9. nóv., fim. fös. Trúðaskólinn lau. 9. nóv., sun., lau. Leikfélag Akureyrar Sigrún Ástrós lau. 9. nóv., lau. Dýrin í Hálsaskógi lau. 2 nóv., sun., lau. Loftkastalinn Á sama tíma að ári sun. 10. nóv., iau. Delerium Búbónis lau. 9. nóv., fim. Sirkus Skara Skrípó lau. 16. nóv. Hermóður og Háðvör Birtingur lau. 9. nóv., þri., mið., fös., lau. Kaffileikhúsið Spænsk kvöld Iau. 9. nóv., sun., mið., fim., fös., lau. Möguleikhúsið Mjallhvít sun. 10. nóv. Einstök uppgötvun lau. 9. nóv. Leikfélag Hafnarfjarðar Stalín er ekki hér sun. 10. nóv. Hafnarborg Grísk veisla, lau. 9. nóv., fös. Skemmtihúsið Ormstunga sun. 10. nóv., fös. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. NÓVEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.