Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1996, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1996, Blaðsíða 13
* I I 1 í nýútkomnu tölublaói tímaritsins 90Taly sem markvisst hefur tekió aó sér aó kynna verk innflytjenda í Svíþjóö, er bent áþá staöreynd aö núverandi blómaskeiö enskra bókmennta megiþakka höfundumfrá ólíkum menn- ingarheimum. II. Gegnum nálaraugað í nýútkomnu tölublaði tímaritsins 90Tal, sem markvisst hefur tekið að sér að kynna verk innflytjenda í Svíþjóð, er bent á þá staðreynd að núverandi blómaskeið enskra bókmennta megi þakka höfundum frá ólík- um menningarheimum. Nöfn eins og Anita Desaai, Hanif Kureishi, VS Naipaul, Ben Okri, Timothy Mo og Kazuo Ishiguro eru nefnd sem kunn dæmi um slíka höfunda. í sama blaði má finna gagnrýna afstöðu til gylltra hugmynda um margmenningar- samfélagið annars vegar og hinsvegar fyll- yrðinguna að það sé erfiðara fyrir innflytj- endur að komast inn í sænska menningar- geirann en fyrir kameldýr að komast gegn- um nálarauga. Ana Maria Narti er meðal þeirra sem skrifa í tímaritið og heldur því fram að eng- in lifandi manneskja tali um „Det mángk- ulturella samhállet1* í falslausu samtali.. . „Lifandi orð geisla nærveru, hreyfingu, snertingu," segir hún og vill heldur tala um blandaða menningu og blönduð samfélög. „Margmenningarsamfélagið sem átti að vera svo gefandi og gott er í rauninni heim- ur aðskilnaðar og spennu milli kynþátta." Hún telur að í hugtakinu margmenning hafi hreiðrað um sig áróður óraunsærr- ar óskhyggju menningarvita. I grein sinni varar hún við skynvillu í ætt við þá sem þýskir þjóð- ernissinnar byggðu á og gerðu að drauminum um eina þjóð, eitt ríki og eitt tungumál. Þótt formerkin séu þveröfug þá sé hættan á að blindast af óskhyggju til staðar. A.M. Narti kom sem flótta- maður frá Rúmeníu árið 1970, og vandist því að eiga samleið með innfæddum í neðanjarðar- lestinni. En blandaða samfélagið er RINKEBYHEASTEN eftir Ylvu Ekman sem er málaður eins og hinir kunnu Dalahestar var eitt af táknum bóka- messunnar. Skyldi hann vera tákn um margmenningu. nútímans og og það ger- ir nýjar kröfur til hvers og eins. Ráðið sem hún gefur sér og öðrum er: að læra upp á nýtt á lífið. „Sem innflytjandi lifi ég í sífelldum ótta við að „skinheads“ og aðr- ar manneskjur sem þjást af útlendingahatri, skjóti upp kollinum . .. ráðist að mér vegna útlitsins." Þannig lýsir rit- höfundurinn Ahamad Al-Rikaby, tilfinningum sem spegla þann að- skilnað sem A.M. Narti nefnir í grein sinni. Hann er búsettur í Alby, úthverfi Stokkhólms, og talar um staðinn sem „austurlenskt ghettó“, með arabísku bakaríi, versl- unum og veitingastöðum. „Þegar ég lít út um gluggann heima hjá mér finnst mér ég ekki vera í Svíþjóð. Til að byrja með fannst mér flott að allir á svæðinu töluðu arabísku. En svo hugsaði ég: Almáttugur! Aðalkost- urinn við að búa í Alby er að maður kemst af með minni pening en inni í borginni... tómatar á átta kr. kílóið og kaffið á sama verði og fyrir tíu árum.“ Margmenning, í merkingunni samvinna milli fólks úr ólíkum menning- arheimum og miili innflytjenda og inn- fæddra, virðist hinsvegar víðs fjarri í því úthverfi Stokkhólms sem hann lýsir. Ahamad segir marga nágranna sína aldrei hafa komið inn á sænskt heimili. „Sumum finnst þeir ekki þurfa að kunna sænsku af því þeir búa í Alby. Og til eru þeir sem hafa ekki hugmynd um að við erum komin með nýjan forsætisráð- herra.“ Ahamad Al-Rikaby (f. 1969), skrifar fyrst og fremst smásögur og greinar. Hann skrifar m.a. í Jórdaníu- blaðið Al-Rai og fyrir Aharq al-Awsat sem er með bækistöð í London. Hann hefur gefið út smásögur á sænsku, en skrifar helst á arabísku og hefur þýtt sænsk skáld á sitt mál. Eins og margir af hans kynslóð á hann bágt með að segja hvaðan hann er. En for- eldrarnir eru frá Irak, flúðu þaðan til Jórdan- íu, síðan til Englands, svo var það Prag, Líbanon, Sýrland, Kýpur, Súdan ... Hann fæddist á hóteli í Prag. Fæddist á flótta og ólst upp á flótta. Faðir hans sem fyrst kynnt- ist Saddam Hussein í fangelsisklefa, hafði beitt sér gegn honum á sjöunda áratugnum. Þegar Ahamad Al-Rikaby lýsir heimsókn til föðurlandsins, en þangað hefur hann aðeins komið í tíu daga ferð með foreldrum sínum, og þá undir nöfnum sem ekki voru þeirra eigin, þá segir hann m.a.: „Við kom- um sem túristar í moskuna sem afi minn byggði. Sáum mynd hans á veggnum. Þetta minnti mig á kvikmyndina „Síðasti keisar- inn“ þegar hinn fyrrverandi keisari selur aðgöngumiða að höllinni þar sem hann fyrr réð ríkjum . .. Og ég sá líka föðurbróður minn augnablik bak við tré.“ Cletus Nelson Nwadike frá austurhluta Nígeríu, gamla Biafra, er annað ungskáld sem tímaritið 90Tal kynnir að þessu sinni. Hann hefur búið í Svíþjóð undanfarin sex ár. Hann skrifar á ensku og sænsku en móðurmálið er „ibo“. En Iboþjóðflokkurinn er ásamt Hausa og Yoruba einn hinna fjöl- mennustu í Nígeríu. Nwadike sem helst kallar sig Cletus, býr í Nássjö og hefur lagt sig fram við að læra nýtt mál, bæði fljótt og vel. Hann segir að það komi fyrir að fólk spyiji hvort hann sé ættleiddur, þá verði hann ákaflega upp með sér. Uppáhaldsskáldið nefnir hann svolítið hikandi. Það er nígeríska skáldið og blaða- maðurinn Dele Giwa, sem svo margir dáðu, sérstaklega yngra fólkið. Og sem var drep- inn með sendibréfssprengju í lok síðasta áratugar. Af hveiju? Hann útskýrir að stjórn Nígeríu líti á vel í menntað og gáfað fólk sem óvini. Þá sem vilja lýðræði. Því fleiri vel menntaðir því sterkari verða andstæðurnar. Til að vera með sjálfum sér segist Cletus þurfa að skrifa minnst þijú ljóð á dag. Þau ljóð sem 90Tal birtir eftir hann fjalla um dauðann. Þegar ég hringi til að biðja um þýðingar og birtingarleyfi á „Stutt svart ljóð“, spyr ég hvort hann yrki eingöngu um dauðann. „Nei. En mamma fæddi ellefu börn og fjögur þeirra dóu. Það fylgir mér.“ I dag á hann tvö sænsk börn með sambýl- iskonu sinni og eftir léttara hjal um ísland, Nígeríu og Svíþjóð gleymir hann ekki að bjóða heim til sinnar blönduðu fjölskyldu í kveðjuskyni. STUTT SVART LJÓÐ Þegar ég dey ætla ég að hvíla í tveim gröfum í hjörtum vina minna og í stuttu svörtu ljóði (eftir Cletus Nelson Nwadilce) Umberto Eco ir frá samfélagi þar sem viöburöimir veröa einungis í frá- sögnunum sem sagöar eru afþeim. Þar sem upplýsingamary hvort sem þcer eru tölvutækar eöa á bók- umy eru stœrri en raunveruleikinn. er skipta þeim út fyrir eitthvað annað og nýrra. Eini mælikvarðinn á upplýsingarnar er hve vel þær ganga inn í fyrirframsmíðaða grind og hve vel þær ríma við aðrar upplýs- ingar í grindinni. Umberto Eco segir í nýj- ustu skáldsögu sinni „Eyja gærdagsins“ (L’i- sola de giorno prima) (1994) frá kappsfullri leit evrópsku stórveldanna á 17. öld að upplýs- ingum. Sökum þess að örugg aðferð til að finna staðarákvarðanir var ekki til á þessum tíma var erfitt að staðsetja nýfundnar eyjar á Kyrrahafi með vissu. Hver rannsóknarleið- angurinn á fætur öðrum var sendur út til að finna réttu aðferðina við að mæla lengdar- bauga og í einn slíkan leiðangur er söguhetj- an send sem njósnari. Það magnaðasta við þessa sögu er að Eco reynir hér að lýsa ástandi sem um margt líkist ástandi upplýsingasamfé- lagsins. Söguhetjan, Roberto, er strandaglóp- ur á skipi sem liggur við ankeri uppi við eyju í suðurhöfum og um borð í skipinu eru flest- ar þær upplýsingar til staðar sem menn réðu yfir á seinni hluta 17. aldar. Hins vegar er hann fastur í upplýsingasamfélaginu sínu litla. Hann kann ekki að synda og kemst þvi ekki upp á eyjuna en getur aðeins brotið um það endalaust heilann hvað þar sé að finna með hjálp upplýsinganna. Eftir því sem líður á dvölina verða heilabrot hans furðulegri og yfirgengilegri og enda að lokum í allt að því dulhyggjulegri íhugun um eðli daglínunnar sem honum hefur veirð tjáð að liggi í gegnum eylandið. Upplýsingasagan segir frá samfélagi þar sem viðburðirnir verða einungis í frásögnun- um sem sagðar eru af þeim. Þar sem upplýs- ingarnar, hvort sem þær eru tölvutækar eða á bókum, eru stærri en raunveruleikinn, þar sem enginn raunveruleiki er til fyrir utan upplýsingarnar. Vinsældir nýrra skáldsagna í þessum stíl eins og bók bandaríska skáld- sagnarhöfundarins Davel Sobel „Lengdar- baugur“ (1995), Brasilíumannsins Paolo Co- elho „Gullgerðarlistamaðurinn" (1994) og Þjóðveijans Michael Roes „Rub’ Al-Khali. Autt hverfi“ (1996), sýna að þessi tegund skáldsögunnar er komin til að vera. Að vísu er hugmyndapúslið stundum eilítið þreytulegt og iðulega þarfnast það gamla góða söguþráð- arins sem hækju til að geta leitt lesandann í gegnum 500 blaðsíðumar sem virðast vera lágmarkslengd fyrir skáldsögu af þessari teg- und. En engu að síður virðist sem að í leitinni að týndum hlekk þekkingarkeðjunnar finni lesendur um víða veröld samhljóm við eigin upplifun af veruleikanum. Eða ætti maður kannski fremur að segja sýndarveruleikanum? 1 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. NÓVEMBER 1996 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.