Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1996, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1996, Blaðsíða 11
 Mynd/Guðný Svava Strandberg. Þab var eins og vid manninn mcelt, strax dag- inn eftirstód ungurmaöurá tröppunumy spurbi hvortþetta vceri ekki húsió þarsem frúin dó og sagdi vib komum héma þrírmeb lögfrcebingi á morgun, verburþá einhver hér? fyrstu þrjá áratugina, eftir það mátti hún bera frúnni kopp að og frá. Allan tímann mataðist frúin í rúminu; lét færa sér meðöl kvölds og morgna og stundum vildi hún láta lesa fyrir sig, hagræða koddum í rúm- inu eða láta slökkva og kveikja ljósin eða slökkva eða kveikja á útvarpinu eða það þurfti að hugga hana þegar hún fór að veina. Annars var hún bara þarna ein á róli, vinnukonan í húsinu, ráðskonan, hús- hjálpin, það var aldrei gert neitt með slíka titla; hún borðaði standandi í eldhúsinu, þurrkaði af, fægði, sópaði og ryksugaði þartil ryksugan sjálf bilaði blessunarlega, henni hafði aldrei fallið við þennan hávaða- belg sem síðan þá hafði fengið að rykfalla sjálfum sér ti! háðungar inni í skáp og síð- an lét hún sér nægja að sópa og skúra hvern krók og kima í húsinu vikulega, líka útidyratröppurnar, jafnvel þegar frost og fannfergi var mest sleppti hún því ekki að hreinsa og hvítskúra útidyratröppurnar; það var einu sinni hennar starf og fyrir það fékk hún laun, óhagganlegar hundrað og fimmtíu krónur á ári. Já, þetta var lífið. Áratug eftir áratug. Hún heyrði lítið af umheiminum nema þeg- ar systir hennar ein sem líka bjó í höfuð- borginni kom í heimsókn og drakk með henni kaffi i eldhúsinu og barmaði sér; hún var alltaf að kveinka sér eitthvað hún Inga systir, henni fannst allt ómögulegt í veröld- inni; hún sagði fréttir af systkinunum, tveir bræður voru báðir einbúar, hvor í sínum firði fyrir vestan, þijú af systkinunum bjuggu saman á ríkisjörð þartil yngsti bróð- irinn drukknaði i lendingunni neðan við bæinn, eftir það voru þau bara tvö. Ein- hver þeirra voru ennþá viðloðandi herkastal- ann á ísafirði, komin í einkennisbúning Hjálpræðishersins, mamma náttúrlega fyrir löngu dáin, — allt fannst Ingu systur þetta eitthvað hræðilega raunalegt og hún jesús- aði sig mikið og hristi hausinn og stundum féllu tár af hvörmum hennar niður í kaffi- bollann og það var hreinlega hálfniðurdrep- andi að fá hana í heimsókn, það fór allt úr skorðum, frúnni var ekki um það gefið að heyra mannamál og fór alltaf að veina þegar svo stóð á, en svo veiktist hún Inga eitthvað á sinninu og fór á hæli og ekkert hafði til hennar spurst í meira en tíu ár og það var allt í lagi. En svo fór frúnni í húsinu að hraka, það varð að lyfta henni úr rúminu þegar hún skipti um lök og sæng- urver og hún var eiginlega alveg hætt að nærast, hún varð að biðja Garðar kaup- mann um að minnka innkaupaskammtinn af sólgijónum, súrmjólk, fiskibúðingi, rúg- brauði og kartöflum — og læknirinn kom og sagði að þetta væri nú bara aldurinn að færast yfir húsfrúna og ekkert við því að gera; hann var líka að vestan og hafði gaman af að rifja upp gömlu vestfirskuna þegar hann kom í þetta hús og skiptist á orðum við húshjálpina á leiðinni út; — æjá hún er hætt að bleyta smjörið blessuð frú- in, ætli hún fari ekki að beija nestið. Sjálf- ur var hann orðinn gamall og sagði: — þetta á fyrir okkur öllum að liggja, það eru samt ekki allir jafn heppnir að hafa konu einsog þig til að sjá um sig, sagði hann, og svo lét hann borga sér þijúhundruð krón- ur fyrir komuna, tvöfalt árskaup vinnukonu. Svo dó gamla frúin fyrir þremur dögum, vaknaði ekkert um morguninn, og þá kom læknirinn aftur. — Hefur þú samband við ættingjana? spurði hann, og hún svaraði nei, ég held hún eigi enga slíka. — Allir eiga ættingja, sagði læknirinn þá, að minnsta kosti þeir sem ekki deyja snauðir. Og það var einsog við manninn mælt, strax daginn eftir stóð ungur maður á tröppun- um, spurði hvort þetta væri ekki húsið þar- sem frúin dó og sagði við komum hérna þrír með lögfræðingi á morgun, verður þá einhver hér? — Nei, sagði hún, hér verður enginn nema ég. Og þá brosti ungi maður- inn vinsamlega, honum fannst þetta ágæt- lega svarað, kvaddi. Og svo komu þeir. Fóru um allt, hristu hausinn yfir gluggum, allt einfalt sögðu þeir, það er fúi í þessu, fundu sprungu í vaski sem hafði verið frá því hún kom í húsið, skipta um það sögðu þeir, og út með þetta teppdrasl áður en varður farið að sýna íbúðina! Þeir virtust ekkert taka eftir því að öll gólf voru hrein og skúruð, öll teppi rækilega bönkuð, að hvergi var ryk- arða, nei, þeir tóku ekki einu sinni eftir henni sjálfri fyrren þeir voru búnir að spíg- spora um allt í meira en klukkutíma og fylla allt af tóbaksreyk og voru að búa sig undir að fara, þá var einsog rynni af henni huliðshjálmur, þeir spurðu: — hver ert þú? — Ég hef séð um frúna, sagði hún. — Jæja, það er víst ekki meira hægt að gera fyrir hana úrþví sem komið er, sagði einn þeirra og brosti elskulega. — Nei, sagði hún, og í þögninni sem fylgdi fann hún að þeir biðu eftir að hún færi svo þeir gætu lokað húsinu; voru bún- ir að slökkva ljósin. En þeir vildu allt fyrir hana gera, spurðu hvort hún ætti nokkra peninga inni fyrir húshjálpina, og hún svar- aði nei, ég var búin að fá borguð launin, og þeir buðust líka til að keyra hana þang- að sem hún vildi fara, en það var alltof flók- ið, enda vissi hún ekkert hvert hún vildi fara, svo hún afþakkaði kurteislega og þeir héldu þá á brott, hver á sínum bfl, en hún gekk af stað, framhjá Garðarsbúð, götuna allt á enda, og stóð nú hér á vegamótunum. Henni fannst að hún yrði að komast yfir götuna, en það gafst aldrei færi, því að í hvert sinn sem vegurinn virtist auður birt- ist nýr bíll úti við sjóndeildarhringinn. Höfundurinn er rithöfundur. KRISTJÁN J. GUNN- ARSSON LOKA- SPRETTUR Ferðbúinn bíður rakkinn. Berar tennur. Urrar er sestu öfugt í hnakkinn. Heljartaki þú heldur í taglið og hefur upp spora. Hleypur Bleikur trylltur. Reistur makkinn. Blakar eyrum. Brettist grönin. Bylgjast mönin. Hvítmatar hægra auga. Á hinu vaglið. Hlaupið blindingsleikur um ófærur urða og fora ofaní kviksyndið, dökkvan jarðarsora. Með glæsibrag skaltu til grafar geiglaus þora. Höfundur er fyrrverandi fræðslustjóri. RAGNHILDUR ÁGÚSTSDÓTTIR ÞRÍHYRN- INGUR Þríhyrningur er eitthvað sem hefur þrjú horn þrjár hliðar. Þeir geta verið hvassir, gleiðir eða réttir. Það er líka til annars konar þríhyrningur ástarþríhyrningur. Hann er að sumu leyti eins og aðrir þríhyrningar með þrjú horn þrjár hliðar. Ástarþríhyrningurinn er hins vegar ósýnilegur, óáþreifanlegur eitt horn þjáist tvö ekki. FYRSTI VANGA- DANSINN Fyrsti vangadansinn var sætsúr á bragðið. I hikandi skrefum hring eftir hring eftir hring. Fyrsti vangadansinn var sterkur á bragðið. Með höfuð í hálsakoti, hring eftir hring eftir hring. Síðustu tónarnir voru beiskir á bragðið þegar faðmlögin hættu, í undrandi brosi. Hver getur gleymt slíkum dásemdardansi? Höfundur er nemandi í Víðistaóaskóla í Hafnarfirði. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. JÚLÍ 1996 1 I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.