Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1996, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1996, Blaðsíða 16
 Morgunblaóió/Porkell KOGQA og Edda Jónsdóttlr ásamt leirverkum sem eru á sýnlngu þeirra I Norræna húsinu MUNUÐAR- FULL LEIRVERK Keramik-innsetning í samvinnu tveggja ólíkra lista- manna er sumarsýning Norræng hússins í ár. ÞÓRODDUR BJARNASON ræddi vió Koggu og Eddu Jónsdóttur um sýninguna sem opnar í dag. KOGGA og Edda Jónsdóttir sýna leirverk unnin í eam- yinnu á sumarsýningu Norræna hússins i boði Norræna hússins. Þær hafa unnið að gripunum i eitt og hálft ár og fengu Guðna Frapzson tónlistar- mann til að semja tónverk sem leikið er á sýningunni- Hjóðfærin sem leikið er á eru leirverkin sjálf. Tónverkið heitir Lament og hefur verið hljóðritað á geisladisk sem er fáanlegur ásamt módel- leirgrip eftir listakonurnar í árituðum og tölusettum öskjum. Mikill fjöldi leirverka, settur upp í mis- munandi stórum hópum, er á sýningunni í ýmsum stærðum, llt og lögun. Þær sögð- ust hafa leitað á hlutlaus mið til að vinna að sýningunni og fengu inni í Listamiðstöð- inni Straumi í Hafnarfirði í eitt ár. „Það var mikil hreinsun fyrir okkur báðar að fá aðstöðu þar," sögðu þær. Sýningin skipt- ist í raun í tvennt. í stærri salnum eru eingöngu verk í dökkum litum sem eru útibrennd en í innri salnurp eru Ijós verk sem hafa verið brennd í rafmagnsofni. „Það hafa ansi margir góðir gripir sprung- ið og brotnað í vinnuferlinu og þá sérstak- lega þeir útibrenndu þvi þessi tækni er þannig að verkin verða mjög viðkvæm og hafa eyðilagst bæði í ofninum og á lejð- inni úr ofninum," sagði Kogga og sýndi blaðamanni vagn, hlaðinn fögrum verkum sem fengu þetta hlutskipti. Hún útjlokaði ekki að þeir fengju að vera með á sýning- unni. „Maður verður stundum að leyfa sér að vera svolítið blátt áfram." Sýningin er unnin sérstaklega með rými sýningarsalarins í Noi'- ræna húsjnu í huga og þær leggja áherslu á að rétt samspil þurfi að vera milli allra hluta svo rétt rýmiskennd náist- Lýsing og hljóð skipa þar stóran sess. „Við fengum Guðna Franzson til að koma og athuga hvort mögulegt væri að búa til tónlist með því að leika á Ijstaverkim Hann hejm- sótti okkur oft í vinnustofuna þar til hann fylltist löngun til að gera það. Hann nær ótrúlegustu harma- kveinum úr gripunum og þetta er mjög dramatískt. Lament þýðir sorgaróður en verkið endar í þeirri birtu sem er í ljósa salnum hjá okkur," sögðu Kogga og Edda. Tónhstin spilar því með verkunum á marg- an hátt og þær bentu einnig á að dökku hlutirnir eru brenndir við lifandi hita en þeir hvítu við dauðan, sem er rafmagnshit- inn. „Það var mjög gaman að vinna með svona ólíkum listamanni og það skapar umræðu um verkið og veltir upp nýjum flötum á því.H Háskólanóm i samskiptum Það er ekki á hveijum degi að Ijstamenn leggja saman krafta sína og sýna sameigin- leg verk eins og á þessari sýningu og því Jék blaðamanni forvitni á að vjta hvernig samstarfið hefði gengið. „Þetta var eins og háskólanám í samskiptum. Það stóð alltaf til að yinna hlutina saman en hug- myndirnar hafa þróast á vinnutímanum, Upphaflega stóð til að ég sæi um að móta formin og Edda myndi sjá um skreytingar Gudni ncer ótrú- legustu harma- kveinum úrgrip- unum. en siðan sáum við að það yrði ekki eins spennandi. Okkar samstarf hefur gengið vel og uppsetningin hér í Norræna húsinu sérstaklega. Það hafa ekki kamið upp nein yandamál." Edda hefur ekki unnið í keramik áður og segist því ekki einungis hafa lært mik- ið af samvinnunni samskiptalega heldur líka verklega. „Það er spurning hvort ég losna úr þessu aftur. Maður fær svo mikla jarðtengingu við að vinna með leirinn og það er líkamlega mjög þægilegt. Þetta er samt að mörgu leyti líkt grafíkinni sem er mín sérgrein." Sýningin er óvenjuleg sem keramiksýn- ing að mörgu leyti. Bæði að hlutunum er stillt upp mörgum saman og að notagildi þeirra er ekkert, Blaðamaður minntjst á hve honum þættu hlutjrnir lífrænir. „Þeir eru bæði munúðar- og kynþokkafulhr enda mjög tengdir náttúrunni, hvort sem það er náttúran í okkur eða náttúran sem efnið er sprottið úr," sögðu Edda og Kogga- 16 IESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 6.JÚLÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.