Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1996, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1996, Blaðsíða 7
SMAATRIÐIN BLÓMSTRA Á STÓRHÁTÍÐUM KORTLAGNING hversdagslífsins er heiti sýningar Önnu Líndal mynd- listarmanns sem opnar í sýningar- salnum Sjónarhóli, Hverfisgötu 12 S dag kl. 16. Á sýningunni verða innsetning- ar ásamt ljósmyndum og við sögu koma þekktir nytjahlutir úr hversdagslífinu, allt frá borðbúnaði yfir í skúringafötur. Anna fæst í verkum sínum við einkalífið og hið leiðandi afl sem hefðir eru í daglegu lífi fólks í nútím- anum. Textinn „Drottinn blessi heimilið“ er saum- aður út í dúka á 12 tungumálum og lagður á jafnmargar skúringafötur sem standa í hring í einu þriggja herbergja gallerísins. Anna sýndi þetta verk í Belfast á írlandi í haust og raðaði því þá öðruvísi upp. Hún segir að oft noti hún verkin oftar en einu sinni á sýningu en bæti þá einhveiju við eða breyti. „Með fötunum sýni ég núna sex serví- ettubrot sem ég set á hillur gegnt fötunum. Þær eru tákn fyrir lærða hegðun. Allt sem við gerum er í raun fyrirfram ákveðið. Eftir því sem velferðin er meiri þarf einstaklingur- inn að vera agaðri að velja og hafna því sem rétt er að honum. Ég er að beina athyglinni að hlutum sem fólk upplifír bara í einkalíf- inu, eins og væntumþykju og umönnun, og ég vil skoða hvað fólk er að gera heima hjá sér. Gott dæmi um hefðir og siði sem oft valda vandamálum er þegar sonurinn á heim- ilinum kemur með kærustuna í mat í fyrsta sinn. Þá rekast oft borðsiðir heimilanna á og í ljós koma allar þessar óskrifuðu reglur um borðhaldið og allt sem því fylgir, svo ég tali nú ekki um árekstrana í kringum stórhátíðir þegar fólk er enn viðkvæmara. Þá blómstra smáatriðin. Það er í raun búið að ákveða allt fyrir okkur og svo halda myndlistarmenn að þeir séu eitthvað spontant. Nú er ég að fara að halda myndlistarsýningu og fylgi þeim hefðum sem fylgja því og kaupi rauð- vín og hvítvín og opna kl. 16 á laugardegi,“ segir Anna og hlær. Hún var í miðju kafi að setja upp borð og dúka þegar blaðamaður kom í hús. Á borðin kemur bollastell og hnífapör í ýmsum stellingum sem hún umvefur tvinna á fínleg- an hátt. í fremsta salnum eru stólar uppi á borðum líkt og nýbúið sé að skúra gólfið. Fætur stólanna eru vafðir marglitum tvinnum og titill verksins er Eldhússkrall. Umhverfis eru ljósmyndir af Önnu þar sem hún er í hlutverki framreiðsludömu sem virðist hafa gleymt sér um stund við að skenkja kaffi í bolla. Einkasýning erlendis i mars Anna lauk framhaldsnámi í myndlist frá Englandi fyrir fimm árum og hefur síðan haft nóg að gera. Hún hefur sýnt verk sín víða heima og í Skandinavíu og verk eftir hana er meðal annars á stórri samsýningu sem er á tveggja ára ferðalagi. Fyrsta einka- sýning hennar á erlendri grund verður í Osló í mars á næsta ári. „Það er geysilega krefj- andi og spennandi að vinna í myndlist. Auðvit- að hefur sú umræða verið í gangi að kannski eigi bara að láta auglýsingastofur sjá um að búa til myndlistina, þær geri þetta miklu bet- ur, myndlistin á að mínu viti fullt erindi til okkar í dag.“ Margir mundu sjálfsagt segja um verk Önnu að þau væru kvenleg og væru jafnvel innlegg í kvenréttindabaráttu. „Það hefur aldrei verið fullt starf fyrir mig að vera kona. Ég er jafnréttindasinni og kyn getur aldrei haft forgang framyfir manngildi.“ - Ert þú alin upp við útsaum og hannyrðir? „Ég er lærður kjólameistari. Eg fór ung í iðnskólann og lærði kjólasaum og var for- stöðumaður saumastofu Leikfélags Reykjavík- ur í þijú ár. Vinnubrögð mín í myndlistinni eru því beintengd inn í þá kunnáttu mína. Maður sleppur aldrei frá sjálfum sér og því sem maður hefur upplifað. Mér fannst líka mikilvægt að nota aðferðir sem ég þekki vel. Myndlistarheimurinn hefur lengst af verið samansettur af körlum þar sem hefð er fyrir að hamast í járni, áli og stórum málverkum. Sú efnisnotkun sem ég hef tileinkað mér er miklu nær mínum raunveruleika. Anna hefur komið víða við í atvinnulífinu og ekki síst í þeim störfum sem karlar gegna að öllu jöfnu. Hún hefur verið til sjós, unnið við beitningu og í girðingarvinnu á hálendinu en segir að það hafi ekki verið fyrr en hún fór að vinna í myndlist að hún varð vör við að munur væri gerður á konum og körlum. „Karlar hafa alltaf getað notað nagla, spýtur og hvað sem er án þess að vera taldir vera að fjalla um reynsluheim karlmannsins. Við tökum öll þátt í hversdeginum enda er hvers- dagsleikinn safaríkur.“ ANNA Lfndal myndlistarmaður. Morgunblaðió/Golli SONGFLOKKURINN „FIRE ON THE MOUNT- AIN“ MEÐ TÓNLEIKA SÖNGFLOKKURINN „Fire on the Mounta- in“ frá Brigham Young Háskólanum í Provo, Utah, Bandaríkjunum, kemur til íslands í bytjun júlí og heldur hér tvenna tón- leika, í Vestmannaeyjum, safnaðarheimili Landakirkju 8. júlí kl. 21 og í Reykjavík á Fóget- anum 9. júlí kl. 21. Hann verður einnig fulltrúi Bandaríkjanna á hinni frægu CIOFF þjóðlagahá- tíð sem haldin verður í júlí í Brunssum í Hol- landi og kemur þar fram ásamt listafólki frá 63 löndum, þ.á m. söng- og dansflokkum frá Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku, Asíu og Afríku. Flokkurinn hefur á síðastliðnum 15 árum farið víða um heim og haldið tónleika, flutt þjóð- lög, sveitatónlist „Cajun“, ogjass. Sex af tónlist- armönnum BYU leika á gítar, fiðlu, mandólín, banjó, munnhörpu og mörg fleiri hljóðfæri. Á árunum 1855 til 1890 fluttu um 400 íslend- ingar til Utah og settust að í Spanish Fork, en sá bær er fyrir sunnan Salt Lake City. Nú búa um 4.000 afkomendur þessara íslensku land- nema í Utah, en Spanish Fork er elsta íslend- inganýlendan í Ameríku. Með flokknum verður Dr. Clark Thorsteins- son, Vestur-íslendingur og konsúll íslands í vesturfyllqum Bandaríkjanna. Hann kennir við BYU. Jafnframt munu um 40 afkomendur ís- lensku landnemanna í Spanish Fork koma til íslands og verða viðstaddir tónleikana. Þetta verður stærsti þópur frá Spanish Fork sem heimsótt hefur ísland. Vestur-íslendingurinn Mark Geslison, sem starfar við tónlistardeild BYU, stjómar söng- og dansflokknum „Fire on the Mountain", en BYU er stærsti einkarekni háskóli Bandaríkj- anna, rekinn af Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu (Mormónakirkjunni), með rúmlega 28.000 nemendur frá Bandaríkjunum og yfir 100 öðrum löndum. TÖLVA MYNDBAND HUGMYND MYNPLIST Nýlistasafnid TÖLVUR HUGMYND Innsetning. Amfinnur Róbert Einarsson, Marianna Uutinen, Ingrid Dekker, Gé Karel van der Sterren. Opið alla daga frá 14-18. Til 7 júlí. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ ER mikið óþol í mönnum að setja upp sýningar í þessu landi, og bijóta allar viðteknar hefðir í því skyni. Eins og það sé mikilvægast að koma sem flestum sýningum upp með hraði og hlaupa svo frá þeim sem fætur toga þar til næsta holl tekur við. í öllu falli er áhugaleysið er svífur yfir vötnum yfírþyrmandi hjá hug- myndafræðilega fólkinu eftir að sýningar þess eru komnar upp og opnunin að baki, líkt og allir séu að bíða eftir fjallinu. Rýnirinn átti þannig von á að framlag Nýlistasafnsins til lista- hátíðar stæði til síðasta dags hennar, svo sem ætti að vera hefð í ljósi „magnframboðs", eins og Jóhann Eyfells myndi vafalítið orða það, og sem við hér á blaðinu náðum rétt að gera skil. En hún var liðlega hálfnuð er ný framkvæmd tók við og hin eldri kústuð burt, bara si sona, og ekki ber það vott um að mönnum sé mjög í mun að einhveijir melti gjömingana... Þannig er komin ný innsetning í safnið sem samanstendur af myndbandsinnsetningu, tölvu- unnum myndum og tölvutónlist eftir Amfínn Róbert Einarsson í forsal og gryfju, en lágmynd- um og ljósmyndum eftir Mariönnu Uutinen í efri sölum og svo em Ingrid Dekker og Gé-Kar- el van der Sterren gestir í setustofu. Það eru nokkrar stórar og vel gerðar tölvuunnar mynd- ir er taka á móti gestinum í forsal og er inntak þeirra sótt í eyðileggingu „sem leiðir til sköpun- ar og aftur eyðileggingar og sköpunar..." Hér er viðfangsefnið og leiðarstefið lífíð og dauðinn og endumýjunarmáttur sköpunarinnar, eins og vera ber og þetta gert með því að listamaðurinn hagnýtir sér hversdagslega hluti sem hráefni, „þeim umbreytt með myndbands og tölvu- tækni, og gefíð nýtt líf, einhvers konar endur- vinnsla og má segja að allar myndimar séu ákveðið skref úr þróunarferli umbreytingarinnar með innkomu nýrra þátta“. Hér er anda og efni telft saman og lausnirnar margar hveijar hinar áhugaverðustu. í gryfju teflir Amfinnur saman eintóna mynd- bandi af húsakynnunum á nokkmm skjám og er sú endurtekna síbylja hreyfinga nokkuð þreytandi fyrir augun hvað sem öllum hljóðum líður, sem er annað mál. Finnska listakonan Marianna Uutinen er ákaflega meðvituð um sjálfið og sínar kvenlegu kenndir hvort sem hún hallar sér fáklædd að vatni á steinklöpp svo virkt bakhlutans ögrar skoðandanum, eða hún ríður nær ber á stökum hnakki á palli sumarhúss. í báðum tilfellum era vísanimar sterkar og myndirnar stóm vel tekn- ar og unnar, en hér vantar tilfinnanlega útskýr- ingar á gjörningunum, jafnvel þótt kanínan hin- um megin í salnum kunni að gefa ástþmngnu ímyndunarafli lausan tauminn. Uppistaða sýningarinnar er þó fjöldi lág- mynda þar sem fataefnum virðist stefnt í epoxí- lög og síðan látin storkna á hörðum granni. Nokkuð algengt vinnsluferli og í þessu tilviki ákaflega kvenlegt í útfærslu, einkum í hábleiku myndinni á miðjum vesturvegg sem ennfremur er gædd ríku fagurfræðilegu inntaki, en senni- lega óforvarendis. Uutinen er annars upptekin af ferlinu Art-Kitsch annars vegar og Non kitsch-Non art hinsvegar, sem skýrir sitthvað. Annars fer sýningin fyrir ofan garð og neðan hjá flestum sökum skorts á upplýsingum og hér er hinn almenni skoðandi sem á eyðimörk án vatns... Gestirnir í setustofunni hafa sitthvað fram að færa og era svo hógværir í „snilldinni“ að upplýsa skoðandann um þær hugmyndir sem verk þeirra ganga út frá. Þannig verður óljós merking orða og hugtaka sem menn nota Gé- Karel van der Sterren eins konar leiðistef til myndrænna átaka. Honum verður það að um- hugsunarefni í samtali við vin sinn, að orðin málun/málverk þýða í báðum tilvikum „paint- ing“ á ensku. Hann álítur viðfangsefni sitt liggja á milli þessara orða og skilur málverkið sem hlutinn sem málverkið er sett á, til dæmis strekktan dúk eða viðarfjöl. Málun er hægt að gera á hvað sem er, hún þarf engan sérstakan klassískan ramma. Heilabrot um tilvist mál- verksins verða að flæði innsæis, sem fæðir af sér samfléttu atburða sem mynda tilfinningu. Málverkið er sjálfstætt utan málunarinnar. í stuttu máli er um að ræða heilabrot um stöðu málverksins í daglega lífinu, sjónvarps- útsendingum, eins og þegar breiðtjaldsmynd er sýnd, því þá þarf að aðlaga hana hlutföllum skjásins. Myndir listamannsins em lagaðar að því ætluðu formati. Að þessu vísu hefur hann vinnu sína, fyrst er formatið ákveðið, en síðan er málunin löguð að því. Þetta gerðu nú meistar- ar endurreisnar nákvæmar öllum öðmm, en án þess að láta hjáleitar vangaveltur um merkingu orða hefta för pentskúfsins um flötinn. Það em þannig önnur lögmál ríkjandi í málverkum Sterr- ens en er litur er lagður við lit og upp hefst pataldur. Utkoman er einnig önnur og vissulega í anda nútímans ef hann er helst glys og yfír- borð. Ingrid Dekker safnaði sem bam ýmsu glingri, henni fannst það of fallegt til þess að gera nokkuð með það svo hún geymdi það í kassa sem varð gullakista fortíðar. Hún nálgast þessi verk á sama hátt. Verkin em módel af reynsl- unni. Henni þykir áhugavert við virkni og vinnslu þessa efnis, að því er ætlað að gera hluti fallega á yfirborðinu og það hefur líka sitt sjálfstæða svipmót. Hér er þannig um að ræða gamla sögu, sem er endurlifguð svo sem gert hefur verið á ótal vegu á síðustu áratugum og telst naumast mjög fmmlegt lengur, þótt svo að lausnir listakonunn- ar séu hinar þokkafyllstu. Bragi Ásgeirsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. JÚLÍ 1996 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.