Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1996, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1996, Blaðsíða 10
„ELEGANSINN'1 horfinn: Hin glæsta veröld reykinganna hefur snúist upp í hryllingsmynd. að geta reykt upp rammara helminginn." Síðan rekur Þórbergur hvemig hann lærði að reykja á þriðja ári sínu á skútu. „En reykingamar urðu mér ekki aðeins deyfilyf til að slæva dómgreind mína fyrir ömurleika lífsins. Það urðu aðrar meginnautnir mínar að láta þær þyrla upp í sálu minni skáld- legu hugarflugi eða leiða mig inn í djúplæg heilabrot á sviðum heimspeki og vísinda.“ Síðan lýsir hann gjörla hvernig það fór fram, og bætir við: „Reykingarnar vom þannig ríkulega tengdar gáfnalífi mínu. Fyrir því lagði ég alltaf töluverða rækt við að eiga tóbakspípur, sem trufluðu ekki þetta háeðla samband reykinga og sálar.“ Á Akureyri um mitt sumar árið 1912 sá Þórbergur sjón sem hann aldrei gleymdi: „Þetta var þá reykjarpípa er hékk í fagurlega dregnum boga út úr munni mannsins og alla leið niður undir pallinn, sem hann gekk á. Þessi sálarunaður var skreyttur með glóandi hólk- um og flaksandi skúfum.“ Svipaða pípu sá Þórbergur svo litlu síðar í verslunarbúð Tuliniusar, keypti hana og hlakkaði mikið til að reyna hana. En kunningjar Þórbergs gerðu grín að pípunni og hún olli honum vonbrigðum: „Hún jók ekki einum þuml- ungi við farsæld mína eða kannski öllu heldur: stytti ekki um eina einustu þumgl- ungslengd sorgarlestir ófarsældarinnar. Mér gekk engu betur að hugsa en áður.“ Aukning i sigarettusölu Síðan Bjöm M. Ólsen hóf sígarettureyk- ingar hefur þróunin í tóbaksneyslu hér á landi orðið sú að æ fleiri hafa tekið að reykja sígarettur þótt margir reyki líka pípu og vindla. Það eru líka til nokkrir menn ennþá sem „bjóða kunningjum sínum í nefið“. Hins vegar er orðið fátítt að menn taki í vörina. Annað sem breyst hefur síðan um síðustu aldamót er að konur reykja nú síst minna en karlmenn. Samkvæmt upplýsingum úr skýrslu Hjartavemdar urðu sígarettureykingar ekki almennar erlendis fyrr en skömmu fyrir fyrri heimsstyijöld og hér á landi ekki fyrr en í síðari heimsstyijöldinni. Kvikmyndir sem hér voru sýndar ýttu sannarlega undir þessa þróun. Allir helstu kvikmyndaleikarar þess tíma reyktu óspart í myndum sínum sígarettur, Betty Davis reykti til dæmis í nær öllum sínum kvikmyndum og stundum alveg óskaplega, sömuleiðis Humphrey Bogart, Clark Gable og Marlene Dietrich, svo einhveijir séu nefndir. Þessi tíska dró dilk á eftir sér. Árið 1920 voru sígarettu- reykingar innan við 100 stykki að meðal- tali á ári á hvern íbúa hér landi. Árið 1977 var meðaltalið 1.497 stykki á ári á hvern íbúa. Samkvæmt upplýsingum úr skýrslu Hjartavemdar er vitað að áhætta sígarettu- reykingamanna að deyja úr kransæðasjúk- dómi er næstum tvöfalt meiri en þeirra sem ekki reykja. Hjarta- og æðasjúkdómar eru ein algengasta dánarorsök hér á landi eins og í mörgum löndum. Heldur hefur þó dreg- ið úr þeirri þróun vegna mikillar fræðslu um áhættuþætti og áróðri gegn reykingum. Ekki virðist þó mega slaka mikið á í áróðrin- um, þá aukast reykingar aftur áður en við er litið Gengnir tóbaksmenn liðinna áratuga og alda hefðu ábyggilega þurft að láta segja sér það þrisvar að afkomendur nútímans ættu í því stríði helst að hætta að reykja og þyrftu jafnvel að sækja í því skyni nám- skeið og lesa þykkar bækur með ráðlegging- um. í bókinni Létta leiðin til að hætta reyk- ingum, eftir Allen Carr segir á þessa leið: „Vonlítið er að minnka reykingamar vegna þess að það krefst svo mikils sjálfsaga og viljastyrks, það sem eftir er ævinnar. Ef þú býrð ekki yfir nægum viljastyrk til þess að hætta, hefurðu því síður þann viljastyrk sem þarf til að fækka sígarettunum. Af tvennu illu er miklu auðveldara og sárs- aukaminna að hætta alveg að reykja.“ Heldur gengur þó stirðlega að fá menn til að láta vera að byija að reykja og þá til að hætta sem þegar era byijaðir. Á tímabil- inu janúar - apríl í ár seldust 4.488.930 pakkar af sígarettum á íslandi, sem er 0,4 prósent aukning í sölu miðað við sama tíma í fyrra. Níutíu prósent af tekjum ÁTVR koma af sígarettusölu. Á sama tímabili seld- ust einnig 2.624.519 stykki af vindlum. Af neftóbaki seldust 3.206 kílógrömm og 6,4 kg. af munntóbaki. Af reyktóbaki seldust 63.474 pakkar eða 2.824 kílógrömm. Það er því ekki annað hægt að segja en það sé tóbakið sem hrósi sigri í dag - hvað sem síðar verður. Þannig er staðan í þessum málum í dag. Höfundur er blaóamaður. „En reykingar urbu mér ekki adeins deyfi- lyftil að slceva dóm- greind mínafyrir ömurleika lífsins. Það urðu aðrar meginnautnir mínar að láta þcerþyrla upp í sálu minni skáldlegu hugarflugi... “ Þórbergur Þórðorson. VISTASKIPTI SMÁSAGA EFTIR EINAR KÁRASON Hún stóð á vegamótum. Henni fannst að hún yrði að komast yfir göt- una, en það gafst aldrei færi, því að í hvert sinn sem vegurinn sýndist auður birtist nýr bíll úti við sjóndeildarhringinn. Hún hafði opnað fyrir mönnunum og lát- ið fara lítið fyrir sér í eldhúsinu á meðan þeir skoðuðu íbúðina. Hún var feimin við þessa menn, enda hafði enginn komið þarna að heitið gæti í áratugi; þær vora þarna bara tvær hún og húsmóðirin og svo ein- staka sinnum menn sem bönkuðu, kannski til að koma með lyfin handa frúnni og þeir fóra aldrei lengra en inn í forstofuna eða það komu menn til að fá að lesa á rafmagn- ið og þeir fóru bara í kjallarann. En svo vora þama komnir ijórir ungir fullhugar glansandi klæddir og vellyktandi sem gengu beint inn í íbúðina einsog þeir ættu hana, og áttu hana svosem kannski — hún steig til hliðar hrædd og óörugg og ætlaði að' biðjast afsökunar á sjálfri sér, en sem betur fer virtust mennirnir ekki taka eftir henni, þeir horfðu bara í kringum sig stórum aug- um, átu með augunum málverkin og list- munina og húsgögnin ... Það hafði verið skrýtið að vera þama ein síðustu tvo dagana, eða frá því húsmóðirin dó og líkmennimir fluttu hana út, undir vökulum augum læknisins. Þessa tvo daga hafði henni nefnilega þótt þessi íbúð á ein- hvem hátt framandi, skyndilega hafði henni fundist einsog húsið væri ekki lengur heim- ili hennar, þó hún hafi hvergi annars staðar búið síðustu fjóra áratugina og sex árum betur, eða alveg frá því hún steig fyrst á land í höfuðborginni eftir siglinguna með strandferðáskipinu að vestan. Hún var heppin á sínum tíma að lenda hér, um það var ekki að villast; þegar heimilið hennar á Homströndunum leystist upp vissu fæst af hinum ellefu systkinunum hvað um þau myndi verða. Þau höfðu búið þar alla tíð í fásinninu og síðustu fimmtán árin vora þau á eina bænum í víkinni þarsem ennþá var búið; systkinin tólf ásamt mömmu og pabba og skepnunum, — og ekkert annað mann- legt líf nema þegar póstbáturinn kom tvisv- ar á ári með vistir, að vori og hausti og annars ekki, og eins gott að birgja sig þá upp af kaupstaðarvöram til að verða nú ekki uppiskroppa, meðal annars varð alltaf að vera til efni í eina líkkistu ef einhver skyldi deyja að vetrarlagi og kannski marg- ir mánuðir fram að komu næsta báts. Og það þurfti svosem að grípa til kistuviðar- ins, bæði þegar amma dó og var jörðuð í heimagrafreitnum og líka þegar börn dóu nýfædd eða voru andvana borin í þennan heim — og svo kom að því að það var ekki pabbi sem smíðaði kistuna, heldur voru það eldri bræðumir sem máttu taka sig til og banga utan um föðurinn og eftir það var sjálfhætt búskap í víkinni og þau biðu næstu komu póstbátsins og þá ætluðu þau þrettán að taka sér far með honum, mam- man sem var orðin heilsulaus og börnin hennar sem ætluðu að freista gæfunnar hvar sem hennar væri að leita. Þijú eða fjögur af eldri systkinunum höfðu áður far- ið sjóleiðina í kaupstað, þekktu hina stóru veröld og þóttust engu kvíða, reyndu að uppörva þau yngri, meðal annars hana sjálfa sem aldrei hafði komið útúr litlu Homstrandavíkinni og vissi lítið annað um veröldina en það sem hún hafði lesið í blóði drifnum riddarasögum heimilisins og fengið að heyra þegar presturinn kom fyrir þrem- ur árum og kenndi þeim á kverið og fermdi þau svo fjögur í einni spyrðu. Þau komu inn á ísafjörð, þann ógnar- stóra bæ þarsem mannhafið flæddi um gangstéttar og bílar æddu um á skelfilegum hraða og flautuðu hátt og frekjulega fyrir horn. Fyrstu nóttina gistu þau öll á herkast- ala og það var farið að huga að því með aðstoð góðra manna hvar mætti finna þeim samastað hveiju og einu, en strax kom upp sú hugmynd að einhver þeirra sjö systranna færi í vinnumennsku hjá kaupmannshjónum í Reykjavík; maðurinn var ættaður að vest- an og hafði spurst fyrir um góða vinnukonu til að létta undir með eiginkonu sinni sem var að mestu orðin rúmliggjandi vegna tor- kennilegs sjúkdóms. Og það varð úr að strax daginn eftir fór hún með þeirri miklu sæ- borg strandferðaskipinu Esju áleiðis til Reykjavíkur alein síns liðs og hrædd og skelkuð og óörugg, ekki síst þegar þau fóru að nálgast Reykjavík og hún fann að þarna voru húsin jafnvel enn fleiri en á ísafirði, bílarnir háværari, og hún ein. En sem betur fer kom kaupmaðurinn um borð strax og skipið lagðist að landi og hafði upp á henni, bar svo ferðaskjóðuna hennar upp á bryggj- una og hún ók með honum í bíl þangað heim; hún ók í bíl í fyrsta og eina sinn á ævinni, heim í þetta hús þarsem hún hafði búið síðan. Húsmóðirin tók á móti henni rúmliggjandi; þetta var ung og falleg kona, en svona veikburða að hún treysti sér ekki til að vera á fótum, treysti sér ekki til að gera neitt. Húsbóndinn afturámóti, það var stór og breiður og hraustlegur maður sem talaði hátt og var með mörg járn í eldinum og kom ekki heim fyrren seint á kvöldin og lagðist þá í símann eða fékk menn í heimsókn og fór með þá inní stofu til að rýna í pappíra og útreikninga og þá mátti hún vera til taks til að bera þeim kaffi og vindla og illa lyktandi víntegundir, en svo dó hann öllum að óvörum; hné niður örend- ur þarsem hann stóð við vinnu í búðinni sinni; aðeins þremur mánuðum eftir að hún gerðist vinnukona í húsinu og síðan þá höfðu þær bara verið þarna tvær, húsmóðir- in rúmliggjandi og hún sjálf. Hún fékk hundrað og fímmtíu krónur í laun fyrir árið og frítt fæði, húsnæði og uppihald. Og það voru ekki svo slæm laun vissi hún, þetta voru vinnukonulaun einsog þau tíðkuðust þarna á árunum í kringum heimsstyijöldina. Hún varð þess að vísu vör að það var hægt að versla æ minna fyrir þessa peningaupphæð, vegna þess að hún sá um innkaup fyrir heimilið; fór þrisvar í hverri viku út á gangstéttina með ráptuðr- una, gekk niður alla götuna og fyrir hornið til hans Garðars kaupmanns sem tók henni alltaf af lipurð og elskusemi og hafði orða- laust til þær vörar sem hana vanhagaði um; það var allt í frekar föstum skorðum. Og Garðar sjálfur breyttist heldur ekki mikið, hann var alltaf jafn brosmildur og elskuleg- ur, alveg frá því hann tók við búðinni minna en tíu áram eftir að hún kom í höfuðborg- ina, — það dýpkuðu bara broshrakkurnar í kringum augun og hárið þynntist og hann var löngu hættur að þurfa að vera með aðkeyptan starfskraft, hann sá um alla af- greiðslu sjálfur með aðstoð konu sinnar og dóttur sem óx úr grasi og varð fullorðin og flutti loksins á braut. — Ætli ég fari ekki bráðum að koma mér héðan líka, hafði hann sagt í hálfkæringi fyrir hálfu ári síð- an, — það er ekkert orðið að gera í þessum litlu hverfaverslunum, það fara allir í stór- markaðina. — Ja, ekki ég, sagði hún þá, ég veit ekki hvar ég ætti að kaupa inn ef þú værir ekki hér! Og Garðar hló og sagði: — já, ef það væru ekki svona tryggðatröll einsog þú, þá væri maður líklega hættur þessu. Og hún fór, glöð í hjarta, því að það er gott þegar manni er sýnt vinarþel, en jafnframt dálítið kviðin yfír orðum hans, því að þótt hún vissi að það væru fleiri verslanir til, eina gat hún meira að segja séð út um eldhúsgluggann, þá var Garðars- búð sú eina sem hægt var að komast í án þess að fara yfir götu — og Garðarsbúð var líka eina verslunin sem hún hafði kom- ið inní um ævina. Það er merkilegt lífið að mörgu leyti. Einsog þetta, að hinn stóri og hrausti kaup- maður skyldi fyrirvaralaust falla í blóma lífsins, en sjúklingurinn konan hans lifði og lifði. Og ástand hennar breyttist meira að segja ekki neitt, hún lá í rúminu mestall- an daginn með dregið fyrir gluggana — fór bara á fætur tvisvar á dag til að staulast á baðherbergið, en það var að vísu bara 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6.JÚLÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.