Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1996, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1996, Blaðsíða 5
„Sé verid ab kynna migþá hefstþulan á því ab upplýsa hverj- um ég tilheyriy síban er nafnib nefnt og loks þylur sá sem kynnir upp glæsislega verb- leika mína. “ hildur. Eftir hverja setningu verður að vega og meta meininguna eftir blæbrigðunum. Það er ekki auðvelt og afar skiljanlegt að þetta verði allt snarvitlaust hjá byijendum. í skólanum tilheyrir maður ákveðnum prófessor, segir Gunnhildur. Hann er um leið einskonar verndari nemandans og pró- fessorinn hennar Gunnhildar talaði eitthvað í ensku. Fyrst fóru tjáskipti þeirra fram á ensku, en síðan á japönsku og þessi maður var ágætis verndari, segir hún. Meistararitgerðina sína um tengsl arki- tekts og náttúru skrifaði hún á ensku. Efnis- lega var ritgerðin samt öllu meira miðuð við japanskar aðstæður en vestrænar. Gunn- hildi var boðin framhaldsvist í doktorsnám en hafnaði því. Hún var búin að vera í hálft fjórða ár í Jap- an og fannst tíminn orðinn svo langur að hún mundi missa öll tengsl við heimalandið ef öllu meir hefði teygst úr tím- anum austur þar. Það var einskonar hliðarspor hjá Gunnhildi á námstímanum, að hún kenndi íslenzku við Tokai-háskólann vestan við Tokyo. Nemendur þar voru eingöngu Japanir. „A vissan hátt fór ég með söknuði frá Japan“, segir hún, „en það var ekki bara söknuður, held- ur einskonar ástar-haturs- samband við land og þjóð“. Framandi menning og sidir Gunnhildur kveðst hafa eign- ast góða kunningja meðal Japana; hún einangraðist ekki neitt, enda lífleg manneskja og opin. En mannleg samskipti eru mjög flókin, segir hún, og þar eru mörg kurteisis- stig. Þessi kurteisisstig eru innbyggð í tungumálið. Þegar tvær ókunnar persónur hittast, þá geta þær ekki rætt saman á jöfn- um grundvelli. Ónnur verður að tala niður til hinnar. Og maður heilsar ekki ókunnum manni bara sísona og segir: Ég heiti Gunn- hildur Gunnarsdóttir. Þriðji maður þarf að vera viðstaddur til að kynna. „Setjum svo að það væri verið að kynna mig“, segir Gunnhildur, „þá hefst þulan á því að upp- lýsa hverjum ég tilheyri, síðan er nafnið nefnt og loks þylur sá sem kynnir upp glæs- islega verðleika mína. Það er um leið aðferð kynnisins til að upphefja sjálfan sig og kunn- gera að hann þekkir svo merkilega persónu og þegar tækifæri gefst hrósar sá ser kynnt- ur hefur verið þeim er kynnti með því að upphefja mannkosti hans. Maður kynnir sig til dæmis svo: „Tsukuba háskóli, Arkitektadeild, Gunnhildur.“ Enda þótt Japanir noti ekki fornöfn þannig sjálf- ir, vilja þeir gjarnan nota fornöfn útlendinga og stytta þau. Til að mynda kalla þeir mig Gunn og bæta við san: Gunn-san. Þetta san þýðir í raun og veru ekki neitt, en því er alltaf bætt við.“ Vinnusiðferði í Japan hefur verið rómað og menn þakka ótrúlega velgengni japanskra iðnfyrirtækja því, að starfsmennirnir vinna eins og þeir ættu fyrirtækið; vinni jafnvel um helgar og taki ekki sumarleyfi. Hvað sem til er í því, þá kann það að vera spurn- ing, hvort þessir iðnu Japanir séu ekki sjálf- viljugir hnepptir í þrældóm. Þeir fá ekki einu sinni hrós fyrir dugnaðinn, því það tíðk- ast ekki að hrósa fólki, segir Gunnhildur. Mönnum er haldið niðri og vitaskuld er sam- keppnin hörð. Það eru þó fyrst og fremst karlmenn sem vinna myrkranna á milli. Konur hætta yfirleitt að vinna úti eftir gift- ingu og þeirra staður er þá á heimilinu, hvort sem þær eiga börn eða ekki. TOKYO Tækniháskóli, 1987. Arkitekt: Kazuo Shinohara. TEHÚS i einni af byggingum „Katsura sumarhúss keisarans" fyrir utan Tokyo. Myndin er tekin úr öðru rými og sést inn f fyrsta rými. Gunnhildur segir að myndin sé ekki tekin þar sem te er tilreitt. Eftir lýsingu Gunnhildar er heimilislíf í japönskum borgum ekki sérstaklega til fyrir- myndar. Samvera hinnar dæmigerðu kjarna- fjölskyldu er vægast sagt lítil. Það helgast fyrst og fremst af því að heimilisfeðurnir eru í vinnunni framá kvöld. En ekki nóg með það. Það tíðkast einfaldlega ekki að starfsmenn fari af vinnustað á undan yfir- manni sínum og sama regla gilti í Háskólan- um; Gunnhildur sagði að viðvera prófessors- ins hefði ráðið því hvað nemendurnir voru lengi í skólanum; þó væri þetta að breytast. Sú hefð hefur skapazt í fyrirtækjum, að þegar yfirmanninum þóknast loksins að leggja frá sér vinnu, þá steðja allir á næsta bar. Menn eru slæptir og stressaðir eftir álag hins langa vinnudags og fá sér þess- vegna í staupinu til að slappa af. Flestir verða eitthvað ölvaðir og á þessum barsetum er alltaf borðað líka. Þá eiga flestallir eftir langa leið heim, oft með lest. Börnin eru þá vitaskuld löngu sofnuð, en konan bíður með baðið tilbúið. Það er hennar skylda. Allir hljóta að sjá að þetta er lífsmáti sem enginn þolir til lengdar. En það verður að dansa með. Heimilisfaðirinn er blánóttina heima. En í rauðabýtið verður hann að vakna til að ná lestinni sem kannski er hálfan annan klukkutíma eða meira á leiðinni. Það er þó breyting til batnaðar, segir Gunnhild- ur, að nú er laugardagurinn orðinn frídagur eins og hjá okkur. En álagið er ekki aðeins á karlpeninginn. Frá 13 ára aldri er gífurlegt álag á jap- anska unglinga, enda hafa tíð sjálfsvíg þeirra orðið fréttaefni. Þetta álag stafar af kapphlaupinu um að ná nægilega góðum einkunnum til að komast inn í háskóla. Þegar því er náð, er álagið ekki eins mikið, unz þetta fólk hefur störf í fyrirtækjum.. Japanskur arkitektúr „Það er grundvailarmunur á japönskum arkitektúr og þeim vestræna“, segir Gunn- hildur. „Þegar maður kynnist fyrst japanskri húsagerð sem gestur, þá er þar eitthvað sem maður skilur ekki. Ég er þá að tala um þennan hefðbundna og forna arkitektúr í Japan, sem á sér enga hliðstæðu. Miðað við þann vestræna er hann meira huglægur en hlutlægur. A vestræna menn virkar þessi japanski arkitektúr sem tómt rými. í raun og veru hefur aðeins verið gert gólf sem lítil- lega er lyft frá jörðu og yfír það er gert þak sem skýlir fyrir regni. Hús af þessu tagi eru afsprengi af mildu og góðu veð- urfari, sem líka getur orðið æði heitt og rakt. Þá er gott að geta látið goluna leika í gegnum húsið. Með öðrum orðum: Grundvallargerðin er súlur sem bera uppi þak. Svo mjög hefur þessi húsagerð sannað gildi sitt við þessar aðstæður að enn er verið að byggja hús eftir þessari formúlu. Það segir sig hinsvegar sjálft í því þétt- GUNNHILDUR við einn af gömlu köstulun- um frá Edo-tímabilinu. Myndin er tekin f apríl, þegar kirsuberjatrén blómstra. býli sem Japanir búa við, að langstærstur hluti nýrra bygginga eru blokkir með frem- ur litlum og ódýrum íbúðum. Þær eru þó alls ekki ódýrar, allt er dýrt í Japan og lóðar- verðið í Tokyo er það hæsta í heiminum. Þessar blokkaríbúðir, 50 fermetra og þriggja herbergja, eru það sem hinn venjulegi meða- ljón í Japan á kost á. Þær líta ágætlega út, en eldast ekki vel. Það er staðall eða einskon- ar lágmarkskrafa að sólar njóti í hverri íbúð í ijóra tíma einhverntíma dagsins. Eldhúsið í japönskum húsum var frá fornu fari aldrei neinn íverustaður. Þar var moldargólf, en aðrar vistarverur voru á upphækkuðu gólfi. Þessvegna segja Japanir ekki komdu inn, heldur gjörðu svo vel að stíga upp. íbúðablokkir geta verið uppí 20 hæðir sem sýnist allnokkuð í svo miklu jarðskjálftalandi. En frágangurinn er miðað- ur við þessa hættu og svona byggingarhætt- ir eru taldir í lagi. Stundum eru byggingar látnar hvfla á risavöxnum glussatjökkum; þannig var til dæmis byggð flugstöðin í Kansai sem þjónar Osaka og Kyoto. Ákveð- ið var að byggja eyju úr rusli Þar sem flug- stöðin rís nú; hún var byggð á ruslahaugum. Þrátt fyrir mannfjölda og þrengsli eru samt byggð einbýlishús og villur, en á svo litlum lóðum að húsin ná nánast út yfir þær og stundum eru aðeins 50 sm frá húsi að lóðarmörkum. Það er þó mikill minnihluti í Japan sem á sínar íbúðir. Algengast er að fyrirtækin eigi íbúðir og útvegi starfsfólki þær.“ Gunnhildur telur að Japanir eigi nokkra beztu arkitekta heimsins og þeir eru að sjálf- sögðu flestir vel þekktir menn sem hafa teiknað byggingar um víða veröld. Þar á meðal er Tadao Ando, frægur fyrir stein- steypuáferð sína sem þykir einstök og henni er erfitt að lýsa. Aðferðin er samt vel þekkt og óhætt að segja að hún sé í meira uppá- haldi hjá arkitektum en almenningi; nefni- lega sú að steypan er látin vera eins og hún kom úr mótunum. Aðeins er hún eitthvað hreinsuð. Andstæðan við þetta er léttur, loftkenndur arkitektúr, sem nýtur vaxandi vinsælda, en svo er hitt til að þetta tvennt sé sameinað. í ljósi þess að Gunnhildur hefur sérstak- lega athugað samband arkitekta við náttúr- una, þótti mér rétt að fá álit hennar á því sambandi hér á landi eins og það kemur henni fyrir sjónir. Um það og íslenzkan arki- tektúr almennt sagði hún: „Mér finnst ís- lenzkur arkitektúr fara batnandi og mér virðist að við eigum marga hæfa arkitekta. Helzti ágallinn sýnist mér sá, að húsin vilja verða ein og sér og án sambands við um- hverfi og náttúru. Skipulag virðist líka vera aftarlega á merinni og og ekki unnið mark- visst að mótun umhverfis. Einna mest fínnst mér þetta stinga í augu þar sem byggð hafa verið turnhús, sem fá að vísu oft ág- ætt útsýni, en öll umhverfistengsl vantar“. En hvað um þá grundvallarspurningu, hvort hús eigi beinlínis að falla saman við landslagið, eða standa kröftuglega út úr því? Gunnhildur telur að báðar lausnirnar geti gengið, bæði í þéttbýli og til sveita, sé það gert á markvissan hátt. En hún tekur fram, að sé hús eins og það hafi dottið niður af himni fyrir tilviljun, þá sé eitthvað að. Hún tekur undir að það sé greinilega verulegur munur á litanotkun hjá almenningi og arki- tektum, en kveðst kunna því vel að sjá fjör- lega máluð hús. Sjálf ætlar hún meira að segja að dirfast að nota fleiri liti en grátt. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. JÚLÍ 1996 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.