Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1995, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1995, Blaðsíða 7
NEVILLE Chamberlain forsætisráð- herra Breta á árunum fyrir síðari heimsstyiýöldina. Hér er hann ný- kominn af fundi með Hitler og hampar plaggi sem hann taldi að mundi tryggja „frið um vora tíma“. septembef 1938. Á þessum fundi heimtaði Hitler með stríðshótanir á vörum sameiningu Súdetalanda við Þýskaland. Um þetta leyti logaði allt í óeirðum í Súd- etalöndum sem nasistar þar og í Þýskalandi æstu til af alefli. Chamberlain bað Hitler að bíða um sinn með aðgerðir þar til forsætisráð- herrann hefði ráðfært sig við Frakka og stjórnina í Prag; Friður á Bláþræði Aðfaranótt 21. september tókst Chamberla- in með fulltingi Frakka að fá Eduard Benes, forseta Tékkóslóvakíu, til að fallast á að Þjóð- verjar fengju þá hluta Súdetalanda þar sem þýskumælandi fólk væri a.m.k. helmingur íbú- anna. 22. september hélt Chamberlain svo vonglaður til annars fundar við Hitler og lagði fram tilboð Vesturveldanna. En Hitler kærði sig þá ekkert um neitt samkomulag heldur jók kröfur sínar til muna. Hann heimtaði nú að Þjóðveijar fengju Súdetalönd óskipt og að Tékkar yrðu horfnir þaðan innan fárra daga. Chamberlain harðneitaði að ganga að þessum kröfum og hélt heim á leið gramur í bragði. Tékkar og Frakkar höfnuðu einnig kröfum Hitlers og virtist nú allt stefna í stórveldastyij- öld vegna Tékkóslóvakíu. Tékkar vígbjugg- ust, Frakkar fóru að dæmi þeirra, og í Bret- landi tóku verkamenn að grafa skotgrafir í almenningsgörðum höfuðborgarinnar. Stríðsótti Chamberlain vildi þegar hér var komið ekki enn útiloka að unnt yrði að semja við Hitler á síðustu stundu. Til mikils var að vinna. Enginn vafi leikur á að friðkaupastefn- an naut mikils stuðnings meðal bresku þjóð- arinnar. Óttinn við loftárásir á breskar borg- ir hvíldi eins og mara á almenningi líkt og ógnir kjarnorkustyijaldar nú á tímum. Marg- ir voru heldur ekki búnir að gleyma martröð heimsstyijaldarinnar fyrri. MÚNCHENAR-SÁTTMÁLINN Umdeildi 27. september 1939 barst Chamberlain skeyti frá Foringjanum þar sem honum var boðið til stórveldaráðstefnu í Múnchen. Þar skyldi enn leitað friðsamlegrar lausnar á deilunni um Tékkóslóvakíu. Forsætisráðherr- ann þáði boðið undir eins. Þegar hann skýrði þingmönnum neðri málstofunnar frá skeytinu brutust út gífurleg fagnaðarlæti í þinginu. Þingmenn köstuðu blöðum í loft upp og stöpp- uðu í gólfið. Þessi viðbrögð sýndu svo ekki varð um villst að friðkaupastefnan átti miklu fylgi að fagna í Bretlandi. í Frakklandi var svipað upp á teningnum. Munchenar-ráðstefnan fór fram dagana 29. og 30 september 1938. ítalski einræðis- herrann, Benito Mussolini, og fors’ætisráð- herra Frakka, Edouard Daladier, sátu hana auk Chamberlains og Hitlers. Fulltrúum Tékka var ekki boðið að vera með. Hinir háu herrar - Chamberlain þar á meðal - óttuð- ust að þeir kynnu að spilla fyrir samkomu- lagi. Sovétmönnum var heldur ekki boðið á ráðstefnuna. Hitler fór fram á að Tékkar létu af hendi Súdetalönd við Þýskaland, auk smærri land- svæða við Pólveija og Ungveija. Gengið var að þessum kröfum. Hann lýsti jafnframt fjálglega yfit' að Súdetalönd væru síðasta landakrafa sín. Áður en Chamberlain hélt heim fékk hann Hitler til að skrifa nafn sitt á plagg sem var e.k. viðbót við Munchenar- sáttmálann. Þar var lýst yfir vilja Breta og Þjóðveija til að leysa ágreiningsmál sín frið- samlega þannig að aldrei þyrfti að koma til ófriðar milli þeirra. Chamberlain var ákaft fagnað þegar heim kom. Svo að segja öll blöð landsins luku lofs- orði á frammistöðu forsætisráðherrans í Mtinchen og almenningur varpaði öndinni léttar. Chamberlain Kaupir Tíma Mtinchenar-sáttmálinn hélt ekki eins og frægt hefur orðið því í mars 1939 lagði Hitl- er undir sig leifarnar af Tékkóslóvakíu. Ligg- ur þá ekki beinast við að álykta að Cham- berlain hafi sýnt makalausan barnaskap að trúa loforðum Hitlers? Raunar benda ýmsar ákvarðanir og um- mæli Chamberlains eftir Mtinchenar-ráð- stefnuna til þess að hann hafi þrátt fyrir allt ekki treyst orðum Hitlers eins eindregið og lengi hefur verið haldið. Strax eftir ráð- stefnuna lét Chamberlain herða á vígbúnaði landsins. Það hlýtur að benda til þess að hann hafi ekki haft ótakmarkaða trú á heit- strengingum Foringjans. Með Mtinchenar- sáttmálanum vildi Chamberlain kaupa tíma til að búa Breta betur undir stríð við Þjóð- veija; stríð sem hann vissi innst inni að kynni að bijótast út. Að vísu var hernaðarmáttur Þjóðverja ofmetinn um þétta leyti. Bretar nýttu heldur ekki frestinn eins vel og Þjóð- veijar, en þessi tími var Bretum engu að síður mikilvægur. Hann var t.d. notaður til að þróa radartæknina og hefja íjöldafram- leiðslu á Spitfire- og Hurricane-flugvélunum sem áttu eftir að reynast ómetanleg vopn í orustunni um Bretland árið 1940. BRESKI forsætisráðherr- ANN OG HENTISTEFNUMAÐ- URINN HlTLER Þeir sem klifa sí og æ á „einfeldni" Cham- berlains í skiptum sínum við Foringjann gera ráð fyrir að hæglega hefði mátt sjá fyrir ráðagerðir hins síðarnefnda. En sannleikur- inn er hins vegar sá að Hitler var óforbetran- legur tækifæris.sinni og því eins óútreiknan- legur og frekast mátti vera. Hitler hafði engar skipulegar stríðsáætlanir í fórum sín- um heldur greip tækifærin sem gáfust til að svala hefndarþorsta sínum og metnaði í utan- ríkismálum. Hann vildi t.d. fyrir alla muni forðast að lenda í stríði við Breta. Á þetta hefur breski sagnfræðingurinn heimsfrægi A.J.P. Taylor sýnt rækilega fram á í bók sinni „The Origins of the Second World War“. Það verður þess vegna að telja næsta ómaklegt að ráðast á Chamberlain fyrir að hafa ekki getað ráðið nákvæmlega í allar fyrirætlanir Hitlers. í þessu sambandi er gaman að geta þess að þegar ljóst var að Mtinchenar-sáttmálinn héldi ekki þóttust flestir hafa strax frá upphafi haft hina megn- ustu ótrú á honum. Þá þóttust menn hafa verið fróðir allan tímann - ekki bara eftir á! HORFTTIL baka Tómt mál er að tala um að Chamberlain hafi með friðkaupastefnu sinni borið ein- hveija ábyrgð á að heimsstyijöldin síðari braust út 1. september 1939. Orsaka stríðs- ins er að leita í herbúðum nasista; það voru þeir sem hófu vísvitandi árásarstyijöld gegn nágrönnum sínum. Reyndar má með gildum rökum segja að það hafi verið heppilegt fyr- ir siðferðilegan og pólitískan málstað Vestur- veldanna að stríðið skyldi hafa brotist út þá, en ekki fyrr. Eða með öðrum orðum: ef stríð- ið hefði byijað haustið 1938 vegna Tékkósló- vakíu hefðu Vesturveldin átt erfiðara með að sannfæra heiminn um að nasistar ættu þar alla sök. Hitler gat nefnilega ekki haft þjóðernisrök að yfirvarpi með sama hætti og í Tékkóslóvakíu þegar hann skipaði hersveit- um sínum að ryðjast inn í Pólland 1. septem- ber 1939. Að stríði loknu þurftu menn því lítið að velkjast í vafa um stríðssekt ólíkt því sem átti við um heimsstyijöldina fyrri. Neville Chamberlain sýndi ekki nein merki um hugleysi þegar hann sagði Þýskalandi stríð á hendur 3. september 1939 eftir innrás Þjóðverja í Pólland. Þá leiddi hann þjóð sína út í stríð við blóðveídi nasismans. Um leið sneri hann endanlega baki við friðkaupastefn- unni sem hlotið hefur ómildari dóma en efni standa til. Höfundur er með MA-próf í alþjóðasamskiptum og kennir sögu við Menntaskólann á Akureyri. Helstn hcimildir Beck, Robert J: „Munich’s Lessons Rec- onsidered." International Security 14:2 (1989), bls. 161-191. Churchill, Winston S.: The Second World War 1. bindi. 3. útg. London, Cassel, 1950. Macleod, Iain: Neville Chamberlain. New York, Atheneum, 1961. Ray, James Lee: Global Politics. 5. útg. Boston, Houghton Mifflin, 1992. Richardson, J.L.: „New Perspectives on Appeasement: Some Implication for Intemational Relations." World Politics 40:3 (1988), 284-316. Taylor, A.J.P.: The Origins of the Second World War. Harm- sondsworth, Penguin, 1964. Weinberg, Gerhard L.: „Munich after Fifty Years.“ Forreign Affairs 67:1 (1988), 163-178. ANTON HELGI JÓNSSON Fundið Ijóð Trúin á skilvirkni einstaklingsins dregur mig hingað: Úilen dúllen doff. Frambjóðandi með hávært bindi! Sá vænti ég að sitji örugglega á tveimur stólum gegni fullu starfi ásamt þingmennskunni og stýri að auki ótal nefndum. Ég er bara viðkvæmt skáld. HeiII og óskiptur sinni ég hverri grillu. Minn stíll var aldrei tvennt í einu - og núna þegar ég hugðist munda blýantinn og krossa varð ég að hætta jórtrinu og losa mig við tugguna. Ég lauma henni undir stólsetuna. Viti menn: Þar er ein fyrir. Steingerð! Ég þreifa. Ég fálma. Ég ýti tjaldinu frá og kíki. Stofan, kjördeildin, æska mín! Enn og aftur læt ég fingurgómana leika um steingerða tugguna. Nú er ég sannfærður. Þetta eru tannaförin þín, Ragnhildur! Þessi tugga var í munni þínum. Þessi tugga lék á vörum þínum og blés út í kúlu sem sprakk. Kemurðu með á ballið í kvöld? Ragnhildur. Þetta var einmitt sama kvöldið og við strákarnir urðum að redda framtíð heimsins. Þú mátt brosa, vinan, brosa þegar fréttamaðurinn segir: Margt skrýtið leynist í kössunum! Og les síðan þessi orð mín meðan þjóðin bíður eftir næstu tölum. Ég hugleiði aðrar tölur, Ragnhildur: Tuttugu ár! Og hverju kom nokkur til leiðar? Ég hefði betur kosið þig. Valið þig og andartakið, valið ástina, já elskan mín, ég kem japlaðu á mér í kvöld. Hugsaðu þér allar vísurnar sem ég hefði getað ort handa þér. Hugsaðu þér allt útstáelsið sem þú hefðir getað fyrirgefið mér. Og með þér hefði jafnvel frami minn orðið annar. Hæverska, biðlaun, opnuviðtal: Mér leiddist alltaf þingmennskan ég er framkvæmdamaður, vík frá mér þras! Þú mátt brosa, vinan, brosa en tilfinningarnar kunna sig ekki og viljinn þráir enn að eiga mök við glaðar hendur sem dreymir um að fæða heilbrigð verk. Hvar ertu þá núna, Ragnhildur? Hvar ertu núna, æska? Og líf'mitt, steingert líf mitt - hvar ert þú? Vill eitthvert ykkar í það minnsta hringja? Höfundur er rithöfundur. TRYGGVI V. LÍNDAL Píkassó og Frankó Tarfurinn í jakkafötum horfir á píslarvættinn; með sverðið í bakinu.. Landarnir reka upp kálfsleg hljóð er bolinn skríður um á hnjánum með korðann í lungunum. En Mínótárinn sjálfur heldur sig nú í skugganum, þurrkar svitann af kaskeitinu, hefur ekki lengur taugar til þessa almúgaleiks; fitlar við krossinn sinn. Tarfinum slátrað ,,Ég handtók Garcia Lorca.“ „Sjáið sólbrúna, bústna framhandleggi.“ „Eg er enginn aumingi. “ Og brosir. En sárið, það er ennþá rautt, ennþá nýtt: í baki heilags Lorca sem þeir felldu í morgunhúminu; þurfti sterkt, svart kaffi til að fella þennan dreng.i. Höfundur er þjóðfélagsfræðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. SEPTEMBER 1995 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.