Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1995, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1995, Blaðsíða 2
REYKJAVÍK var hálfdanskur kaupstaður á fyrri hluta 19. aldar. Fræg er auglýs- ing Stefáns Gunnlaugssonar bæjarfógeta árið 1848: „íslensk tunga á best við í íslenskum kaupstað, hvað allir athugi.“ sendir út í sveit, ekki í Háskóla íslands, enda hefur tungan frá upphafi verið lif- andi í vitund þjóðarinnar allrar. Sterk Þ jóðtunga Af samanburði á skrifum blaða og tíma- rita, samanburði á lagamáli, samanburði á nýyrðasmíð og notkun fræðiheita og málnotkun opinberra stofnana, er unnt að sýna fram á að íslenskt mál hefur verið að eflast alla þessa öld. Með myndrænu máli, orðvísi sinni og nýstárlegum hug- myndum ruddi Þórbergur Þórðarson (1889-1974) nýja braut í bókmenntamáli þjóðarinnar og á_ vissan hátt gekk fom sagnaskemmtun ísléndinga í endurnýjun lífdaga sinna í skáldverkum Halldórs Lax- ness (f 1902). Ljóðskáld hafa endurnýjað Ijóðstíl og myndmál og þýðingar og nýjar fræðigreinar hafa auðgað málið svo að íslenskt tunga hefur aldrei staðið styrkari en nú. Málrækt og vísindastarf hefur stórauk- ist undanfarna áratugi. Ríkisútvarpið hef- ur frá upphafi beitt sér fyrir málrækt. Hefur engin stofnun haft meiri áhrif á málfar þjóðarinnar undanfarna hálfa öld en Ríkisútvarpið. Sem eitt lítið dæmi um mikilsvert málræktarstarf Ríkisútvarpsins má nefna þáttinn Daglegt mál, sem upp- haflega hét Spurningar og svör um dag- legt mál og h'efur verið fastur dagskrárlið- ur allt frá því haustið 1942. Einnig má nefna að útvarpið stofnaði til íslensku- kennslu fyrir almenning þegar árið 1935 og árið 1985 samþykkti útvarpsráð mál- stefnu fyrir Ríkisútvarpið. Samkvæmt henni skal allt mál útvarpsins vera til fyrir- myndar og á vandaðri íslensku, flutt með góðum framburði.13 HÁSKÓLI ÍSLANDS Við Háskóla íslands hefur einnig verið unnið ómetanlegt starf fyrir vöxt og við- gang tungunnar, bæði í málfræði, bók- menntum og sögu, þótt það starf fari oft lágt. Við Orðabók Háskólans hefur í hálfa öld verið unnið merkilegt vísindastarf. Með stofnun íslenskrar málnefndar og Mál- rækt- arsjóðs voru enn stigin mikilsverð skref til eflingar íslensku máli. Málrækt í skólum hefur verið efld og með nýjum skólastofnunum og nýrri fjöl- miðlun hefur málmenning þjóðarinnar orðið enn auðugri en áður. Undanfarin 50 ár hafa menn tek- ið að fjalla um nýjar fræðigreinar á ís- lensku, s. s. sálarfræði, heimspeki, félags- vísindi, stjórnunarfræði og tölvutækni, og hefur sú umfjöllun auðgað tunguna og eflt hana sem félagslegt tjáningartæki. Með útgáfu fyrstu íslensku alfræðiorða- bókarinnar árið 199014 var mönnum líka gert auðveldara að hugsa á íslensku en meginmarkmið málræktarstefnu er að gera málnotendum kleift að hugsa á móð- urmáli sínu svo að tungan geti gegnt að fullu því meginhlutverki sínu að vera fé- lagslegt tjáningartæki í upplýsingaþjóðfé- lagi í upphafi nýrrar aldar. Leikhúsmenning En styrkur málsins kemur víðar fram. Starf leikhúsa og léikfélaga víðs vegar um land og leikritun á íslensku hefur aldrei staðið með meiri blóma en undanfarin ár. Ljóða- og vísnasöngur hefur eflst og vönd- uð bókaútgáfa hefur veitt máli og menn- ingu þjóðarinnar aukinn styrk. Nýstárleg auglýsingagerð hefur auðgað tungurfa með orðvísi og orðaleikjum sem áður voru óþekktir í málinu. Síðustu áratugi hefur líka orðið til ný íslensk fyndni meðal ungs fólks sem reynt hefur á þanþol tungunnar. Tungan hefur því verið sveigð að nýjum menningarháttum og nýjum viðfangsefn- um. Bendir allt til þess að þetta forna beygingarmál geti áfram gegnt hlutverki sínu sem sínu sem félagslegt tjáningar- tæki í fjölþættu samfélagi nútímans. Þjóð- in hefur líka verið einhuga um að standa vörð um mál sitt og tungu og hefur al- menningur og stjórnvöld verið samtaka um að efla íslenska tungu sem undirstöðu þjóðlegs sjálfstæðis. LlFANDI ÞJÓÐTUNGA Á TÍMAMÓTUM En íslensk þjóð stendur á tímamótum. Gerbreyttir þjóðfélagshættir, sterk al- þjóðahyggja og nýjar hugmyndir um sjálf- stæði og fullveldi þjóða og þegnrétt ein- staklingsins svo og bylting í fjarskiptum og fjölmiðlatækni hafa skapað nýja heims- mynd þar sem gerð er krafa um ný tjáning- arform og ný tjáningartæki sem að hluta til leysa tungumálið af hólmi. Móðurmáls- kennsla í skólum hefur heldur ekki skilað jafn góðum árangri og vænta mátti og heimilin megna ekki að veita ungu fólki máluppeldi sem samtíminn krefst. Einhæf- ur straumur frá engilsaxneskum menning- arsvæðum hefur sett mark sitt á líf fólks, málfar og hugmyndir og starfshættir þeirra, sem mest hafa beitt sér í málrækt- arstarfi, virðast ekki hafa átt greiða leið að ungu fólki.16 VITUND ÍSLENDINGA Um Tungu Sína íslendingar virðast shemma hafa öðlast vitund um mál sitt. Þegar á þjóðveldisöld rituðu þeir um íslenska tungu og íslenska málfræði. Var slíkt að heita má algert einsdæmi í Evrópu á þeim tíma þegar mestallt málfræðistarf var tengt latínu - ekki þjóðtungunum - enda því haldið fram 'óþ þjóðtungurnar ættu sér enga mál- fræði.16 Óþekktur höfundur Fyrstu mál- fræðiritgerðarinnar segist um miðja 12tu öld hafa ritað „oss íslendingum stafróf ‘ þar sem „vér erum einnar tungu“." Snorri fjallar um ýmsar greinar málfræði í Hátta- tali sínu, sem hann ritaði um 1220, og í Skáld- skaparmálum beinir hann orðum sínum til ungra skálda „þeim er girnast að nema mál skáldskapar og heyja sér orðfjölda (...) þá skilji hann þessa bók til fróðleiks og skemmtunar.“K Bróðursonur hans, Ólafur Þórðarson hvítaskáld (d. 1259) skrifaði íslenska málskrúðsfræði um 1250 og ber ritgerðin þess ljóst vitni að hann var vel að sér í kenningum lat- neskrar málfræði sem hann sneri upp á íslenskt mál. Vitund þessara manna um móðurmál sitt er því sterk og markmið þeirra allra að efla íslenska tungu. Uppiiaf Málhreinsunar í formála að Sálmabók sinni 1589 talar Guðbrandur biskup Þorláksson (1541- 1627) um stóra ástundan sem íslendingar hafi áður fyrr meir lagt upp á rímur, vísur og önnur kvæði. „Með sama hætti hafa þeir enu gömlu forfeður vorir elskað og iðkað þá málsnilld og það skáldskaparlag, sem norrænu máli hæfir. (...) Fyrir þessar greinir, svo og einninn móðurmáli voru til sæmdar og fegurðar, sem í sjálfu sér er bæði Ijóst og fagurt og ekki þarf í þessu efni úr öðrum tungumálum orð til láns að taka eða brákað mál né bögur að þiggja. “ls Guðbrandur kallar móðurmál sitt nor- rænt mál. Það er þó vegna metnaðar fyrir hönd guðs orðs annars vegar og móður- máls síns hins vegar sem hann segist vera knúinn til að bæta annarlegt mál og brák- að í þýðingum fyrri manna.20 Það er með öðrum orðum vitundin um hið forna mál sem knýr Guðbrand til þess að gefa út biblíuna 1584 - þótt kveikjan sé auðvitað það grundvallaratriði í stefnu lúterstrúar- manna að fólk lesi guðsorð á móðurmáli sínu. Ef Guðbrandur hefði ekki gefíð út biblíuna og aðrar bækur sínar heldur „gerst liðsmaður þeirrar málspjallastefnu sem ríkti á íslandi á siðskiptaöld hefði ekki aðeins íslensk braglist heldur íslensk tunga beðið við það óbætanlegan hnekki. “il Hefði þá hugsanlega farið líkt fyrir ísl- enskri tungu og móðurtungu íslenskunnar, norsku, sem liðaðist í sundur á þessum öldum, þótt aðstæður væru um margt ólík- ar í Noregi og á Islandi á þessum tíma.22 Málhreinsun Og Erlend áhrif Arngrímur Jónsson lærði (1568-1648), frændi Guðbrands og samstarfsmaður, varð hins vegar fyrstur til að boða ís- lenska málhreinsun á prenti. Taldi hann íslenska tungu siðskiptaaldar að mestu hið sama tungumál sem gekk um öll Norðurlönd til forna. Varð hann með því upphafsmaður kenningarinnar um að málið hefði haldist óbreytt en kenningin hefur haft djúptæk og langvinn áhrif.23 A 18du öld kom fram í Danmörku hreyfing sem barðist gegn vaxandi áhrifum erlendra tungumála á dönsku.21 Eggert Ólafsson (1726- 1768) kynntist þessari stefnu á námsárum sínum í Kaupmannahöfn og tók að boða málhreinsun og málvernd og ritaði árið 1762 Rétt- ritabók um íslenska stafsetningu. Bókin var aldrei gefin út á prenti en barst víða í handritum. Hafði hún mikil áhrif á Stafsetningu lærðra manna á ofanverðri 18du öld og framan af hinni 19du.26 A árunum 1752 til 1757 ferðaðist Eggert ásamt Bjarna Pálssyni (1719-1779) um allt ísland. í ferðabók þeirra, sem út kom í Sórey 1772, lýsir Eggert málfari almennings í land- inu. Taldi hann málið hreint í sveit- um landsins. Við sjávarsíðuna, og þá einkum í námunda við verslunar- hafnir, væri það hins vegar mjög dönsku- og þýskuskotið. Embætt- isbækur og málskjöl -séu full af dönskum, þýskum, frönskum og lat- neskum orðum sem almenningur skilji ekki. Norðanlands sé málið hreinast í Mývatnssveit en á landinu öllu sé málið á Austurlandi hreinast og þakkar hann það einangrun. Lélegast og mest blandað tökuorð- um telur hann málið á Suðurlandi. Danska á Íslandi í ritinu Tyro juris, sem út kom í Kaupmannahöfn 1754,26 segir Sveinn lögmaður Sölvason (1722- 1782) að heppilegra sé að nota orð úr dönsku en íslensku fornmáli þeg- ar ritað sé um lögfræði á íslensku. Lög íslendinga séu sniðin eftir dönskum lögum. Þess vegna eigi að sníða íslenskt lagamál eftir dönsku lagamáli.21 Árið 1771 lagði Bjarni Jónsson (1725-1798), rektor Skál- holtsskóla, til í bréfi til landsnefndar- innar fyrri að íslenska yrði lögð nið- ur og danska tekin upp í staðinn. „Jeg anseer det ikke alene unyttigt men og desuden meget skadeligt, at man skal beholde det islandske Sprog.“m Rök hans voru einkum þau að á meðan íslendingar töluðu sama mál og aðrar Norðurlandaþjóðir hefðu þeir hvarvetna verið virtir og í hávegum hafðir. En eftir að mál íslendinga varð óskiljanlegt öðrum þjóðum séu þeir í næsta litlum metum. Vildi hann að fylgt yrði dæmi Norðmanna og Færeyinga og tekin upp dönsk tunga af því að íslendingar væru undir danskri stjórn og ættu mest viðskipti við Dani.29 Afstaða þessara tveggja embættismanna dönsku einvaldskonunganna mótaðist af hollustu við konung auk þess sem margir íslendingar á þessum tíma voru fangnir af kenningum um hið upplýsta einveldi og hugsjóninni um heilsteypt stórríki. Danskur Kaupstaður Reykjavík var ekki þjóðlegur staður á fyrra hluta 19du aldar. Þar voru þá um 300 íbúar, einkum danskir kaupmenn og embættismenn, nokkrir handverksmenn svo og sjómenn og aðrir tómthúsmenn. Mál bæjarins var danska. Umræður í bæjarstjórn fóru fram á dönsku og í barnaskóla þeim, sem starfræktur var 1830 til 1848, var að miklu leyti kennt á dönsku. Fræg er auglýsing Stefáns Gunnlaugssonar bæjarfógeta (1802- 1883) í upphafi árs 1848 svohljóðandi: „íslensk tunga á best við í íslenskum kaupstað, hvað allir athugi." Bæjarfógeti fyrirskipaði næturverðinum í Reykjavík einnig hrópa á íslensku í stað dönsku áður. Þótti kaupmönnum að sér vegið og kærðu fógeta fyrir stiftamtmanni sem veitti honum áminningu fyrir uppátækið. íslenskir embættismenn báru hins vegar margir lítið skynbragð á hvernig komið var og má nefna að Bjarni Thorsteinsson amtmaður (1781-1876), faðir Steingríms skálds (1831-1913), rektors Lærða skól- ans í Reykjavík, skrifaði ævisögu sína á dönsku því að honum var tamara að orða hugsanir sínar á dönsku.30 (Síðari hluti birtist í næstu Lesbók.) Höfundur er rektor Mentaskólans á Akureyri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.