Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1995, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1995, Blaðsíða 6
INGUNN SIGMARSDÓTTIR Þögn Þögn - Hver er þín ógn? Hvatning til gagnrýni stöðvun tímans óttinn við höfnun? Lokuð augu mín óttast spegilinn. Óðfluga vöðum við elginn frá degi til dags. En hvað er þögn án orða hvíld án þreytu, spurning án svars? Rólega opna ég augun og svara þér spegill: Gulls ígildi þögn komdu fagnandi. Afskipta- semi Ég afþakka dómgreind þína sem barst mér óumbeðin. Með bjálka í augum vopnuð flísatöng gekkst þú yfir landamærin óboðin. Flúðir þitt gijótbarða glerhús. Endursendist með von um góðan bata. Mín dugir vel fyrir einn. Hver er sjálfum sér næstur. Líttu nær þér næst. Höfundurinn býr á Húsavík. ELfN DUNGAL Væri ég... Væri ég kærleiksorð í þínu eyra allan minn vilja fengir þú að heyra. Væri ég blær um vorsins daga bjarta ó, hve ég myndiylja þínu hjarta. Væri ég rós ég roðnaði af gleði ef þínu mætti ég þóknast geði. Væri ég aðeins vegur sem þú gengur, fyndirþú ekki farartálma lengur. Væri ég bæn sem beint til drottins færi, óuppfyllt framar engin ósk þín væri. Væri égnóttin, niðdimm hjá þér inni, afalúð ég vefði þig umhyggjunni minni. Væri égsólin, vístégmundi skína Ijósgeislar mínir á leiðina þína. Ó, þetta veðurlag Úrhellisrigning, ömurleg bleyta ekki sést glæta af júnísól. Nú munu ýmsir skapinu skeyta á skaparans allsheijar veldisstól. Aðeins þau mannsbörn sem eiga inni ást þá og gleði er í birtu finnst, þakka drottni í sínu sinni sannasta ljósi að hafa kynnst. Höfundur er píanókennari í Reykjavík. Neville Chamberlain og friðkaupastefnan Neville Chamberlain fæddist í Birmingham árið 1869. Stjórnmálaferill hans hófst fyrir alvöru árið 1915 þegar hann varð borgarstjóri í Birmingham. Chamberlain var að vísu aðeins borgarstjóri í eitt ár, en vakti samt athygli fyrir að koma þar á merkum umbótum í húsnæðismálum alþýðufólks. Árið 1916 var hann kosinn á þing fyrir íhaldsflokkinn. Hann var ráðherra í mörg ár og fór orð af dugnaði hans og framsýni. í maí 1937 tók hann við embætti forsætisráðherra af flokksbróður sínum, Stanley Baldwin, og gegndi því þar til í maí 1940. Neville Chamberlain, forsætisráðherra Breta 1937-1940, hefur oftlega verið sakaður um gunguskap og skort á raunsæi andspænis ágangi nasista. En láðst hefur að taka sem skyldi mið af þeim flóknu sögulegu og pólitísku aðstæðum sem hann þurfti að kljást við. Eftir RÓBERT F. SIGURÐSSON Yersalasamningarnir Oft hefur verið fullyrt að friðarsamningam- ir sem undirritaðir voru í Versölum árið 1919 í kjölfar heimsstyijaldarinnar fyrri hafi gert lítið annað en að boða langt vopnahlé í Evr- ópu. Að baki þessu liggur sú skoðun að skila- málamir, sem Þjóðveijar vom látnir beygja sig undir, hafí verið svo harðir að fyrr eða síðar hlytu þeir að rísa upp gegn þeim. Þjóð- veijum var m.a. gert að taka á sig alla ábyrgð á upptökum stríðsins, þeim var bannað að vígbúast og Rínarlönd skyldu vera vopnlaust svæði. Þeir urðu að láta stór landsvæði af hendi auk þess sem Bandamenn hirtu af þeim allar nýlendur þeirra. Hið nýstofnaða Austur- ríki - sem var aðeins brot af hinu gamla Austurríska keisaradæmi - mátti ekki sam- einast Þýskalandi. Ekki má heldur gleyma hinum geysiháum stríðsskaðabótum sem Þjóð- veijar vora krafðir um, en þær námu hvorki meira né minna en 138 milljörðum gullmarka. Versalasamningamir misbuðu freklega réttlætistilfmningu þýsku þjóðarinnar. Og ekki barra réttlætistilfínningu íjóðveija; Ver- salasamningamir tóku strax frá fyrsta degi að naga samvisku ófárra ráðamanna í löndum sigurvegaranna. Sú skoðun að réttmætt væri að taka visst tillit til krafna Þjóðveija fékk þess vegna aukinn hljómgrunn þegar frá leið. Friðkaupástefnan Friðkaupastefnan svonefnda gekk út a að koma til móts við kröfur Þjóðyeija og ítala til að tryggja frið í Evrópu. Ýmsir telja að Chamberlain hafí alfarið mótað þessa stefnu. Það mun vera rangt þótt hitt sé vissulega rétt að friðkaupastefnan náði hápunkti þegar Miinchenar-sáttmálinn umdeildi var gerður haustið 1938, en þar kom Chamberlain ríku- lega við sögu. Friðkaupastefnan hófst í raun á þriðja áratugnum. Þá gerðu Vesturveldin nokkra samninga við Þýskaland sem sýndu skýr merki um vilja þeirra til að sefa reiði Þjóð- veija og stuðla þannig að nauðsynlegum sáttum við þá. Þessi samvinna skilaði veru- legum árangri og árið 1926 fékk Þýskaland uppreisn æru óg inngöngu í Þjóðabandalagið. INNLIMUN AUSTURRÍKIS I ÞÝSKALAND Friðkaupastefnan tók á sig aðra mynd eftir að Hitler komst til valda 1933. Breyting- in fólst í því að Þjóðveijar fengu að komast upp með að hunsa Versalasamningana hvað eftir annað án þess að Vesturveldin gripu til nokkurra ráða sem máli skiptu. Margir töldu kröfur þýskra stjórnvalda um sameiningu allra Þjóðveija réttmætar enda höfðu sigurvegararnir í Versölum sjálfír sett á oddinn regluna um sjálfsákvörðunarrétt þjóða. Vesturveldin töldu sig þess vegna hafa heldur veikan málstað gagnvart Þjóð- veijum þegar hinir síðarnefndu innlimuðu Austurríki í Þýskaland árið 1938. Enginn vafi leikur á að stór hluti Austurríkismanna óskaði eftir sameiningu við Þýskaland. Innli- munin var þess vegna af mörgum álitin þjóð- ernislegt réttlætismál fremur en alvarleg ögrun við öryggishagsmuni Vesturveldanna. Kröfur Súdeta-þjóðverja Chamberlain var friðarsinni af heilum hug og var í fersku minni hörmungar heimsstyij- aldarinnar fyrri. Hann var vongóður um að unnt væri að semja við þjóðhöfðingja Þýska- lands eins og hveija aðra um eldfim ágrein- ingsmál sem hæglega gátu leitt til nýrrar stórveldastytjaldar. Þjóðerniskröfur Þjóð- veija voru þar að auki taldar sanngjarnar, eins og fyrr segir, og þá ekki einungis hvað varðaði Áusturríki. Hitler hafði annað sterkt tromp á hendi: Þjóðerniskröfur Súdeta-Þjóð- veija í Tékkóslóvakíu. Þegar lýst var yfir stofnun Tékkóslóvakíu í kjölfar hruns Austurríska keisaradæmisins 1918 urðu um þijár milljónir Þjóðveija inn- lyksa í vesturhéraðum landsins, Súdetalönd- um. Súdeta-Þjóðveijar höfðu áður notið for- réttinda innan vébanda Austurríska keisara- dæmisins og sættu sig því illa við að njóta ekki fulls jafnréttis á við Tékka, fjölmenn- asta þjóðernishópinn í landinu. Súdeta-Þjóð- veijar kröfðust því sameiningar við Þýska- land eða Austurríki. Þegar Hitler innlimaði Austurríki í Þýskaland 1938 magnaðist óánægja Súdeta-Þjóðveija og nasistar í Þýskalandi kyntu óspart undir kröfum þeirra. Taugastríð Um Tékkóslóvakíu Tékkneska ríkisstjórnin var ákveðin í að standa gegn áformum nasista, enda var um sjálfan tilverugrundvöll fjölþjóðaríkisins að tefla. Súdetalöndin voru blómleg iðnaðar- svæði og þar voru helstu varnarvirki lands- ins. Einnig var mikil hætta á að Slóvakar og Ungveijar fylgdu fordæmi Súdeta-Þjóð- veija og færa fram á fullt sjálfstæði fengju Súdeta-Þjóðveijar kröfur sínar uppfylltar. Chamberlain var staðráðinn í að knýja Hitler að samningaborði með ráðamönnum Vesturveldanna um framtíð Tékkóslóvakíu. I reynd var það hann sem mestu réði í samn- ingaumleitunum Vesturveldanna við nasista- stjórnina um Tékkóslóvakíumálið sumarið og haustið 1938. Þetta kom til af því að Frakk- ar kusu helst að losna undan skuldbindingum sínum við Tékkóslóvakíu og voru því fegnir að fá Chamberlain frumkvæðið í hendur. Afstöðu Frakka má m.a. rekja til þess að þjóðin var lömuð af innanlandseijum og flokkadráttum; til að mynda horfðu margir Frakkar með velþóknun á þróunina í Þýska- landi. Ekki bætti heldur úr skák að franskir hershöfðingjar drógu kjarkinn úr frönsku stjórninni með yfirlýsingum um að franski herinn stæðist ekki þeim þýska snúning. Chamberlain vonaðist til að geta leyst Súdetamálið friðsamlega með persónulegum samskiptum við Foringjann sjálfan. Hann, líkt- og ýmsir aðrir málsmetandi menn, taldi að orsök heimsstyrjaldarinnar fyrri mætti skýra með sambandsleysi sem ríkt hefði milli þjóðhöfðingja stórveldanna. Persónuleg diplómatík var því að hans mati heppilegasta leiðin til að forða þjóðhöfðingjum álfunnar frá að endurtaka hið sögulega slys sem varð 1914. Chamberlain vann þess vegna ötullega að því að fá Hitler til að lýsa kröfum sínum, afmarka þær og sýna hófsemi. Allt voru þetta markmið sem friðkaupastefnunni voru sett. Með þetta í huga hélt liinn 69 ára gamli forsætisráðherra til fundar við Hitler 15. HITLER undirritar Miinchenarsáttmálann. Á bak við hann ræðast þeir við Chamberlain og Mussolini, leiðtogi fasista á Italíu, en til hægri stendur Daladi- er, forsætisráðherra Frakka.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.