Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1995, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1995, Blaðsíða 4
+ Bóndinn í Lambey Fegurðin býr í auga þess er horfir, segir gamalt enskt orðatiltæki og merkir með öðrum orðum, að hugmynd um fegurð er ekki áþreifanlegur veruleiki, eða eitthvað sem hægt er að líta á sem staðreynd. Það er samt staðreynd, að flest- Stutt spjall við Jón Kristinsson - Jónda í Lambey- sem hefur haft teikningar sem aukabúgrein í áratugi og hefur nú byggt og stofnað gallerí í Lambey. um finnst afar fagurt í Fljótshlíðinni og hefur svo verið að minnsta kosti síðan Njálu- höfundur skrifaði hin fleygu orð um bíeika akra og slegin tón og eignaði þau Gunnari á Hlíðarenda. Þegar leið mín lá austur í Fljótshlíð á góðviðrisdegi í ágúst, voru tún að sönnu slegin, en minna um bleika akra. Öll sú fegurð á sér makalausan bakgrunn, sem er annarsvegar Eyjafjallajökull og hins- vegar flatlendið þar sem árnar breiða úr sér. Og Vestmannaeyjar eins og skipafloti utan við Landeyjasand. Erindið var að líta inn hjá Jóni bónda Kristinssyni í Lambey, sem raunar er þekkt- ur vítt og breitt sem Jóndi í Lambey, og þá ekki endilega fyrir - búskapinn heldur aukabúgreinina, sem nú er óðum að verða aðalbúgrein. Það er líklega algerlega sér- stætt að bóndi hafi um áratugi haft þá aukabúgrein að teikna auglýsingar og þar að auki að mála og teikna hverskonar mynd- ir. Nú þegar Jóndi stendur á sjötugu eru hann og kona hans, Ragnhildur Sveinbjarn- ardóttir frá Breiðabólsstað, smám saman að minnka við sig hinn hefðbundna búskap, en þráðurinn rofnar ekki því sonur þeirra býr með þeim samvinnubúi. Lambey er á sléttlendinu fram af Breiða- bólsstað. Við afleggjarann tekur vegfarand- inn eftir fyrirferðarlitlu en óvenjulegu skilti þar sem stendur Gallerí Lambey. Það stend- ur í sambandi við aukabúgreinina; Jóndi hefur nefnilega byggt sérstakt hús hjá íbúð- arhúsinu og þar stendur sama áletrun með stærri stöfum. En Jóndi hefur ekki vinnuað- stöðu sína þar, heldur uppi á lofti í íbúðar- húsinu. Nýja húsinu er ætlað að vera gall- erí, eða listhús, sem mér finnst fallegra orð og hljómar betur að segja Listhús Jónda, eða Listhúsið í Lambey. Innan dyra eru veggir þaktir með innrömmuðum myndum, sem allar eru til sölu, og þar er landslag úr hinu fagra nágrenni fyrirferðarmest. Margt annað verður Jónda þó að myndefni; til að mynda hauskúpá af hval, sem hann fann á Landeyjarsandi og er nú í garðinum í Lambey, skammdegisstemmning með hest- um, kýr í haga og alskeggjaður öldungur úr sveitinni. á Húsavík 1925, sonur Kristins Jónssonar, kaupmanns á Húsavík, og konu hanis G_uð- bjargar Óladóttur. Hún var systir Árna Óla, fræðimanns og ritstjóra Lesbókar Morgun- blaðsins í áratugi. Sonur Árna Óla er Atli Már, auglýsingateiknari og listmálari og má því ætla að í móðurætt Jónda sé sú listræna æð sem hann býr að. Kristinn faðir Jónda var hinsvegar sonur séra Jóns Arasonar, Jochumssonar frá Skógum í Þorskafirði, bróður séra Matthíasar. Ætternið er því ekki einvörðungu þingeyskt. Því má skjóta hér inn, að það var í prestsskapartíð séra Jóns Arasonar að hin fagra Húsavíkurkirkja, sem enn er höfuðprýði bæjarins, var byggð. En ætli ekki hafi þurft alveg sérstakan dugnað til að reka kaupmannsverzlun á Húsavík í samkeppni við einhverja harðsnún- ustu kaupfélagsmenn landsins. Jóndi segir að það hafi gengið vel; meira að segja rak' faðir hans þessa verzlun á kreppuárunum, þegar allsstaðar var þröngt í búi, og lifði af í samkeppni við kaupfélagið. Það er segin saga og nánast alveg regla þegar um er að ræða menn sem hafa lagt fyrir sig myndlist, að þeir minnast þess að hafa verið síteiknandi á barnsaldri. Svo er einnig um Jónda. Hann minnist þess einnig með þakklæti, að hafa verið mjög hvattur af kennara sínum í barnaskóla. Á unglingsár- um lá leiðin út á Akureyri, þar sem Jóndi varð gagnfræðingur frá M.A. og síðar lauk hann námi í 4. og 5. bekk. Allan þann tíma var hann sífellt að teikna og með þeim ár- angri að hróður hans barst suður til Reykja- víkur. Rafskinnutímabilið Maður hét' Gunnar Bachmann og var loft- skeytamaður í Reykjavík. Hann hafði víða farið og hafði augun opin. I París tók hann eftir auglýsingabók með sjálfvirkri flettingu og leizt svo vel á hugmyndina að hann vildi reyna hana í búðarglugga í Reykjavík. Þetta var tæknilega snúið, en Gunnar ræddi málið við blikksmið á Grettisgötunni, kunnan galdramann í faginu og hann smíðaði sjálf- virkan flettibúnað eftir lýsingu Gunnars. Enginn þótti þá betur til þess fallinn að teikna smellnar auglýsingar en Tryggvi Magnússon, landskunnur fyrir skopteikningar sínar af Jónasi frá Hriflu og öðrum landsfeðrum í Speglinum. Tryggvi teiknaði í Rafskinnu í áratug en varð þá að hætta sökum vanheilsu. Nú voru góð ráð dýr og ekki auðvelt að finna teiknara sem gæti leyst hann af hólmi. Þá var það að Gunnar Bachmann frétti með einhverju móti af ungum manni fyrir norðan. Þarf ekki að orðlengja að Jóndi fékk tilboð, sem þótti girnilegt og hann sló til. Reykvíkingar og aðrir vegfarendur um Lækjargötu og Austurstræti gátu haldið áfram að virða Rafskinnu fyrir sér í gluggan- um hjá Haraldarbúð. Hún var undanfari flet- tiskiltanna, sem nú eru út um borg og bý, en að sjálfsögðu barn síns tíma. En það var Ljósmyndir.Lesbók/GS. JÓN KRISTINSSON - Jóndi í Lambey - og galleríið þar sem hann hefur til sölu fjölda mynda. Viðfangsefnin eru iír náttúrunni og þá ekki síst hinu stór- brotna umhverfi Fljótshlíðarinnar. Eftir GISLA SIGURÐSSON Af Þingeysku Bergi Enda þótt Jóndi hafí sezt að í Fljótshlíð- inni er hann af þingeyskum uppruna; fæddur SJÁLFSMYND Lambeyjarbóndans. Olíulitir á stríga. Teiknaði tvö þúsund auglýsingar í Rafskinnu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.