Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1995, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1995, Blaðsíða 3
i-Bgnflg @ [o] tii (i 0® 0 s 0 ® a □ ® b Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Tungan Tryggvi Gíslason skólameistari á Akureyri fjallar um stöðu íslenzkar tungu í tilefni 50 ára afmælis lýðveldisins. Þar reynir hann að svara þeirri spurn- ingu hvernig þetta fornmál gegni hlutverki sínu sem félagslegt tjáningartæki í fámennu samfélagi, sem um aldaraðir einkenndist af stöðnun. Fýrri hluti. Bóndinn i Lambey teiknaði 2 þúsund auglýsingar í auglýs- ingabókina Rafskinnu. Jóndi í Lambey í Fljótshlíð hefur þá sérstöðu meðal bænda að vera gamall refur í auglýsingateikningu, sem ásamt annarri myndgerð hefur verið aukabúgrein, og nú bráðum aðabúgrein hans. Blaðamaður Lesbókar hefur heimsótt Lambeyjarbóndann. Gunga? Neville Chamberlain, forsætisráðherra Breta á árunum fyrir stríð, hefur oft verið sakaður um lin- kind þegar hann undirritaði Miinchenarsáttmálann 1938 og taldi plaggið tryggja frið „á okkar tím- um“. Róbert F. Sigurðsson á Akureyri skrifar um Chamberlain og telur að sagan hafi ekki dæmt hann af sanngirni. GUÐMUNDUR FRÍMANN Á Jónsmessunótt Er nætursólin grundir allar gyllir, með gulli sínu læki barmafyllir, og geymslu jarðar galdrar hafa rofið, - þá get eg aldrei sofið. Á slíkri nóttu vil eg heldur vaka, mót vorsins dýrðargjöfum aleinn taka, þá kemur gleðin eins og óvænt sending, - eða vísuhending. Þá grípur kvæðið dapran hug minn höndum, og hendingarnar elta mig á röndum. Þá verð eg líkt og allur annar maður - ölvaður og glaður. Hin bjarta nótt er full af fleygri kynngi, svo fáa skyldi undra, þótt eg syngi. Mér birtist veröld hversdags-himni hærri, hörmum öllum fjærri. Um hug minn lykur blessun bjartrar nætur. Mín bragagleði á sér djúpar rætur. - í óði mínum oft má þekkja sporin eftir blessuð vorin. Guðmundur Frímann, 1903-1989, var frá Hvammi í Langadal í Vestur- Húnavatnssýslu. Hann nam húsgagnasmíði og bókband og átti lengst af heima á Akureyri. Hánn var einn þeirra skálda sem fram komu á þriðja áratugi aldarinnar. Fyrsta Ijóðabók hans, Náttsólir, kom út 1922. Hann er á margan hátt einkennandi fyrir þá kynslóð sem fluttist úr sveit á mölina án þess að festa þar tilfinningalegar rætur. B B Viljum við hafa þetta svona? AÐ er sárt á þessum sið- ustu vikum að lesa um fólk á bezta aldri sem sér ekki annan kost vænni en þann að flytja búferl- um úr landi. Sagan end- urtekur sig. í lok síðustu aldar var harðindatímabil og víðast hvar „setinn Svarvaðardalur" svo ungt fólk sá ekki framá að fá jarðnæði. A mölinni var ekkert að hafa heldur. Kjark- mesta og duglegasta fólkið tók sig upp og flutti út i óvissuna vestur um haf; fáeinir af ævintýraþrá, en fleiri af illri nauðsyn. Flestir þeirra sáu ættjörðina aldrei aftur. Þeir sem nú eru að flytja búferlum utan, koma kannski sem snöggvast hingað í sum- arleyfmu næsta ár. Aðstaða þeirra og vesturf- aranna fyrir öld er vitaskuld ósambærileg. Að ýmsu leyti búum við í margfalt betri heimi en þá. Það er á hinn bóginn dapurleg blóð- taka að sjá á eftir dugnaðarfólki til útlanda, þar sem flest af því mun ugglaust ílendast. Enda þótt síðastliðinn vetur hafí orðið mörgum þungur í skauti, búum við ekki við nein þau harðindi af völdum náttúrunnar sem sambærileg geti talizt við landfastan hafís og grasbrest á síðustu öld. Eg er fyrir mitt leyti sannfærður um að okkar búsifjar eru flestar heimatilbúnar, sumpart afleiðing af kjördæmaskipuninni, en umfram allt af óraunsæi og ábyrgðarleysi. Vannýttar sjúkrahúsbyggingar og heilsugæzlustöðvar á fámennum stöðum úti á landi eru sláandi dæmi. Afleiðingin er lakari lífskjör en í þeim nágrannalöndum sem við mælum okkur helzt við og einnig misjafnari efnahagur en áður hefur þekkst á íslandi. Annarsvegar eru hin- ir gulltryggðu; allstór hópur fólks sem greini- lega býr við góð kjör og hinsvegar hinn breiði fjöldi, bæði til sveita og á mölinni, sem hrein- lega sér ekki út úr baslinu; hluti þess raun- ar atvinnulaus. I eyrum þessa fólks hljóma yfirlýsingar landsfeðra um stöðugleika og að þjóðin sé að rétta úr kútnum, sem hvert annað lýðskr- um. Þetta fólk er alltof lengi búið að þekkja stöðugleika láglaunanna eða atvinnuleysinins. Bættur hagur fyrirtækja hefur að minnsta kosti ekki skilað sér til launþega. Þeir hafa hinsvegar verið látnir bera byrðamar ótæpi- lega og tekið á sig ok sífellt vaxandi skattpín- ingar. Sú píning er ekki sízt kornið sem fyll- ir mælinn og verður til þess að meðaltekju- fólk unir því ekki lengur að með jaðarsköttum hrifsi ríkisvaldið til sín allt að 80% af þeim bótum sem velferðarkerfið veitir. Þegar svo er komið að stór hópur fólks tekur þá sársaukafuilu ákvörðun að flytjast utan, og annar og mjög dýrmætur hópur fólks á lokastigum framhaldsnáms í útlönd- um ætlar ekki að koma heim, þá er eitthvað meira en lítið að. Að kenna minnkandi þor- skafla um allt það sem aflaga fer er full einföld afsökun. Málið er miklu flóknara og víðtækara en svo að þokkalegur viðbótar þorskafli gæti haft úrslitaáhrif. Það snýst ekki sízt um vit- urlega ráðstöfun á því sem við leggjum í hinn sameiginlega sjóð. Við erum að ýmsu leyti njörvuð niður af fortíðarfjötrum og tök- um á okkur herkostnað uppá 4-5 milljarða á ári vegna landbúnaðar sem verið hefur fáránlega lengi í gjörgæzlu ríkisforsjónar. Er hægt að gera þá kröfu til skattgreið- enda, að verulegu fé sé varið til þess að styrkja framleiðslu sem ekki er markaður fyrir, þegar þarfirnar eru allsstaðar? Við látum bjóða okkur að vægi atkvæða í lýðræðisþjóðfélagi sé ekki það sama eftir því hvar við búum og ekki er það þorskinum að kenna. Við horfum á purrkunarlaust skæklatog og kjördæmapot, sem leiðir af sér að fjármunum er kastað á glæ og enginn er ábyrgur. Við látum bjóða okkur að unnið sé beint og óbeint gegn neytendum. Hvað eftir annað verður þjóðin vitni að farsa, sem snýst um að stöðva innflutning á fáeinum kalkúnalær- um eða einhveijum ámóta hégóma og yfir- dýralæknir settur í stöðu 19. aldar yfír- valds, sem hafði umboð sitt frá kónginum. Núverandi stjórnarflokkar virðast gersam- lega njörvaðir niður í hlutverk hagsmu- nagæzlunnar. Og það eru ævinlega framleið- endur sem þarf að passa uppá, gegn hags- munum neytenda. í kjarasamningum og „hinum stóru sam- flotum" er þrasað um smáaura og félags- málapakka, en það virðist ekki á almennu vitorði við samningaborðin, að kjör láglauna- fólks - og raunar allra - er líka hægt að bæta með því að lækka eitthvert hæsta matarverð sem til er í veröldinni, að ekki sé nú talað um vextina. Við búum líka við óheyrilega hlutdeild ríkisins í verði á bílum. Rekstur og afskrift á bílum er einn helzti kostnaðarliðurinn á flestum heimilum. Um- talsverð lækkun á aðflutningsgjöldum og skattheimtu af bensíni yrði veruleg kjara- bót. En í kjarasamningum er aldrei minnst á það. Jafnframt mundi söluaukningin í bíl- um líklega færa ríkiskassanum sömu tekjur og áður. Núverandi skipan leiðir til þess að úr sér gengnum og hættulegum bílum er haldið gangandi. í þessu skrúfstykki tapa allir, ríkið og bíleigendur. Heimskan ríður ekki við einteyming. Sú heimska ríður heldur ekki við einteym- ing, sem telur það forsvaranlegt að fáeinum mönnum hefur verið afhent á silfurfati ein helzta auðlind þjóðarinnar og hefur nú verið hnykkt á þessu ótréttlæti með því að sæ- greifabömin muni erfa fiskinn í sjónum. Þetta hlýtur að teljast siðlausasta athæfí síðari ára og verður ugglaust minnst í ís- landssögu framtíðarinnar sem merki um al- veg sérstaka blindu. Annað sem hlýtur að teljast óviðunandi, er mismunun á lífeyrisréttindum. Þar ættu allir að sitja við sama borð, en svo er ekki. Opinberir starfsmenn eiga kost á betri kjör- um en annað fólk, en forréttindahópar eins og alþingismenn, ráðherrar og bankastjórar njóta sérstakra vildarkjara sem ekki eru í neinu samræmi við almenn lífeyrisréttindi. Getur einhver bent á haldbær rök fyrir nauð- syn þess, eða er þetta einfaldlega spillingin í sinni tæmstu mynd? Það er með öðmm orðum fleira en launa- kjör og verðlag sem brennur á fólki og er tekið með í reikninginn þegar það dæmi er gert upp, hvort á íslandi sé gott og réttlátt þjóðfélag. Við ímynduðum okkur til dæmis, að þrátt fyrir allt byggjum við þó að svo langri lagasetningarhefð, að réttarríkið væri hafið yfir vafa. Grunur um að svo væri ekki læddist hinsvegar að mörgum, þegar í ljós kom að menn þurftu að leita til dómstóla úti í Evrópu til að ná fram rétti sínum. Þessi vondi granur varð að vissu fyrir skömmu, þegar Ijóst var, að við höfðum alla tíð búið við vanþróað og óhemju seinvirkt réttar- kerfi, þar sem sömu embættismenn voru að rannsaka mál og dæma í þeim. Nú hefur verið bætt úr því. Eftir stendur hinsvegar að fólk treystir illa Hæstarétti. Það þykir vonlítið að reka mál á hendur ríkinu og dóm- arar í öllu þessu kerfi hafa það orð á sér að vera hallir undir valdið og dæma því í vil. Flest viljum við að sjálfsögðu halda áfram að búa á íslandi. En hversvegna í ósköpun- um þarf svona margt að ganga á afturfótun- um í ekki stærra og flóknara samfélagi? Við þurfum siðbót og nýjan aldamótaanda. Verði ekki bætt úr því sem mest stingur i augu, mun ungt fólk halda áfram að kveðja þetta land. Gísli Sigurðsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. SEPTEMBER 1995 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.