Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1995, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1995, Blaðsíða 5
1 I f?0ff - ~t’/' /tfi/f/W/jfa //‘tr/fd/f SVIPMIKILL nágranni: Böðvar Brynjólfsson á Kirkjnlæk í Fljótshlíð. Vatnslitir og blek. Á LANDEYJASANDI. Hauskúpa af Hval, flak af báti. Vatnslitir. sngin önnur hliðstæð samkeppni og verðið á auglýsingunum þótti hátt. Það var svo um samið að Jóndi teiknaði 130 auglýsingar á ári, sem er heilmikið verk; hann varð að unga út liðlega tveimur í viku hverri og það gerði hann í heil lö ár. Bæði í auglýsingateikningu og myndlist er Jóndi sjálfmenntaður en býr að ríkulegri náttúrugáfu. I þrjá eða fjóra vetur teiknaði hann Rafskinnumyndirnar á auglýsinga- teiknistofu frænda síns, Atla Más, og kveðst hafa lært sitthvað af honum. Sú teiknistofa var þá til húsa uppi á lofti í Búnaðarbanka- húsinu. En jafnfram vat' Jóndi þá líka farinn að teikna og mála myndir. Alls teiknaði Jóndi um 2000 auglýsingar í Rafskinnu. Aður en því tímabili lauk, féll Gunnar Bachmann frá og ekkja hans vildi selja Jónda fyrirtækið. En hann var þá bytj- aður að búa í Lambey og með hugann bund- inn við byggingar, ræktun og fénaðarhöld. En umfram allt fjölskylduna, sem hann var þá búinn að stofna. Raúnar var Jóndi fluttur austur allnokkru áður en hann hætti að teikna í Rafskinnu og hélt verkinu áfram þar. BÚSKAPUR í LAMBEY „Ég hafði verið fimm sumur í sveit norður í Kelduhverfi og Núpasveit og líkaði alltaf vel“, segir Jóndi þegar ég spurði hann hvers- vegna í ósköpunum hann hefði ekki snúið sér alfarið að auglýsingum og annarri teikni- vinnu þegar svo gott tækifæri bauðst. Auðvit- að kom til greina að setjast að í Reykjavík og gerast teiknari, segir hann. En það hafði sín áhrif að Ragnhildur kona hans var úr Fljótshlíðinni og hún vildi gjarnan búa í sveit. Þau giftu sig 1950. Ungu hjónin gátu fengið hluta úr landi Breiðabólsstaðar; raunar gamla jörð sem hét Lambey og hafði eyðst af völd- um Markarfljóts á 18. öld. Þar stofnuðu þau nýbýli 1952. „Hér í Lambey varð að byggja allt frá grunni, íbúðarhús, fjós og önnur búpenings- hús, svo og hlöður", segir Jóndi. Þau fluttu í íbúðarhúsið 1955. Jóndi vann sjálfur við að byggja þessi hús en líkt og tíðkaðist þá víða í sveitum, komu nágrannarnir og hjálp- uðu til við steypuvinnu. Það er ótrúlegt, en þrátt. fyrir annríkið var alltaf tími til að teikna, segir hann. Samt var hann af lífi og sál í búskapnum. „Varstu skepnumaður?", spurði ég eins og hver annar gamall sveitamaður og minntist þess frá í gamla daga, að bændur töluðu einatt með mikilli aðdáun um „skepnumenn" og umfram allt þá sem voru „fyrir fé“. Sjálf- ur gat ég af hvorugu státað, en ég var eins og Jóndi; sífellt að teikna. Jóndi kvaðst hafa verið skepnumaður og það var sannfæring í röddinni: „Ég þekkti svo til allar mínar ær og hafði yndi af að fara á hestbak. í rauninni fannst mér álíka gaman að vinna við búskapinn og teikningarnar. En ég hvíldi mig ekki á teikningunum; öðru nær. Mér fannst sú vinna oft fullt eins erfið.“ Það segir sína sögu um bóndann í Jónda, að hann var formaður Búnaðarfélags Fljóts- hlíðar í 26 ár og Heiðursbikar Búnaðarsam- bands Suðurlands hlaut hann á síðasta ári. Auk þess var Jóndi búnaðarþingsfulltrúi í 12 ár, eftir því sem segir í stuttri æviskrá Rótaryklúbbs Rangæinga, þar sem Jóndi er félagi; ekki sem teiknari, heldur sem bóndi. Hann bar líka við að kenna; við gagnfræða- skólann á Hvolsvelli kenndi hann í 16 ár. Formaður sóknarnefndar Breiðabólsstaðar- ÍBÚÐARHÚSIÐ í Lambey sem Jóndi byggði þegar hann stofnaði nýbýlið. Að neðan: I fárra skrefa fjarlægð frá íbúðarhúsinu er nú risið sérstakt hús yfir Gallerí Lambey. ingum. Ójá, það hefur ýmislegt breyzt síðan. En það hefur ugglaust aldrei verið betra að vera ungur bóndi en einmitt á þessu tíma- bili og þess hafa þau notið hjónin í Lambey. Þeim varð níu barna auðið og þtjár dætur hafa fetað í fótspor föðurins; tvær eru starf- andi auglýsingateiknarar og ein er í listnámi á Spáni. Þeir Fiska Sem Róa Nú þegar meginþungi búskaparins er kom- inn af höndum, fjölgar þeim stundum sem Jóndi í Lambey situr við teikniborðið. Ennþá hefur hann mikið vinnuþrek og er bersýni- elga vel á sig kominn. En hvernig er vinnu- tíminn? „Ég hef ekki tamið mér neinn ákveðinn vinnutíma", segir hann. „Stundum er ég kominn á fullt snemma á morgnana, þá er svo gott næði. Og hugmyndirnar - þær koma þegar maður er að vinna. Þær koma ekki þegar maður liggur uppi í rúmi eða horfir á sjónvarpið. Þó lá ég uppi rúmi, þegar sú hugsun kom til mín, hvort hægt væri að mála með krækibeijasafa. í honum er blek- sterkt litarefni. Ég hef reynt þetta; málað nokkrar landslagsmyndir með safanum og það reyndist vel.“ Það er augljóst af því sem maður sér í listhúsinu í Lambey að Jóndi er afkastamik- ill myndverkamaður. Éins og hann sagði bíð- ur hann ekki eftir því uppi í sófa, að hug- myndirnar komi í heimsókn; hann þekkir vel þá gömlu speki, að þeir fiska sem róa. Stundum tekur hann að sér verkefni, sem eru kannski ekki eins skemmtileg og fijáls myndsköpun, en þar býr hann að gamalli rútínu auglýsingateiknarans. Þetta geta til að mynda verið heiðursskjöl með einskonar skrautskrift og þó ekki skrautskrift: „Það er í rauninni sú leturgerð sem ég lærði og iðk- aði í auglýsingabransanum. Þar fyrir utan teikna ég eitthvað viðeigandi á skjalið." Þegar ég var að byija í blaðamennsku um svipað leyti og Jóndi byggði upp nýbýlið Lambey, voru góðir leturskrifarar eftirsóttir. Auglýsingar og fyrirsagnir í vikublaði eins og Vikunni voru þá mjög oft handskrifaðar, því góð fyrirsagnaletur voru ekki til. Nú er þessi kunnátta líklega að hverfa og fiestir auglýsingateiknarar vinna allt á tölvur, teikn- ingarnar líka. Allt er breytingum háð og breytingarnar -eru háðar nýrri tækni. Þegar Jóndi fer um Fljótshlíðina eða á aðra staði til að heyja sér myndefni, til að mynda óend- anlegan margbreytileika Eyjafjallajökuls, þá tekur hann með sér myndavél, en skyssar eitthvað líka. Sjálfsagt er að nota tæknina þar sem henni verður við komið. Eftir sem áður breytir listamaðurinn því sem honum sýnist í hinni endanlegu útfærslu. FJÓRAR SÍÐUR úr Rafskinnu með auglýsingum Jónda. Auglýsingin frá Mjólkurbúi Flóamanna var sú fyrsta í sögu fyrirtækisins. kirkju hefur hann verið í 32 ár og er það enn. Annað og óvenjulegt verkefni, sem meira tengist auglýsingateiknaranum, var vinna við uppsetningu á landbúnaðarsýningum. Þær urðu alls sex. Ég man að fyrstu landbúnaðar- sýningarnar á Selfossi vöktu mikla athygli, enda var þá framfaraskeið í landbúnaði og hugsjónamenn með Ingólf á Hellu í broddi fylkingar töldu að landið yrði að rækta frá fjöru til fjalla. Svo átti að margfalda fram- leiðsluna og mjólkin átti að vera sem allra feitust, enda borgað fyrir hana eftir fituein- * . f a/m i LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. SEPTEMBER 1995 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.