Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1994, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1994, Blaðsíða 12
ARK I TEKTUR Á hönnunarstigi: Háhýsi í Lyon í Frakklandi. Fjörugt form- og litaspil í ráðstefnuhöll í jap- Menningarmiðstöð í Mito í Japan. Annarsvegar symmet- önsku borginni Kitakyushu. rísk steinbygging (á mynd fyrir neðan) og hinsvegar turninn sem er afar sérkennilegur. Arata Isozaki hefur mörg járn íeldinum Asíumenn hafa að undanförnu sett í vaxandi mæli mark sitt á vestræna byggingarlist. Þar gnæfa tveir uppúr. Annarsveg- ar I.M. Pei, sem er af kínversk- um uppruna en búsettur aðallega í Banda- ríkjunum. Meðal þess sem hann á heiður- inn af er glerpýramídinn við Louvre-safnið í París, og raunar er hann einnig höfundur að heilmikilli breytingu sem um leið var gerð á þessu fræga safni. Hins- vegar er Arata Isozaki, sem er Japani í húð og hár, fæddur fyrir 62 árum á eyju syðst í Japan. Hann er búsettur í Japan og hefur aðalbækistöðvar inni í miðri Tokyo, þar sem lóðarverð er hæst í veröldinni. Þýzka listatímaritið Art fjallaði nýlega um Isozaki og gaf honum þá einkunn, að hann sé „hug- myndaríkasti arkitekt samtímans." Það er þó nokkur gæðastimpill að fá slíka umsögn frá virtu tímariti, en trúlega þarf Isozaki ekki á slíkum stimpli að halda. Verkefni hans eru bæði heima fyrir og erlendis, eða öllu held- ur: Arata Isozaki hefur allan heiminn und- ir. Það er hinsvegar eins og við má búast að það eru hin háþróuðu lönd sem hafa úr miklum fjármunum að moða, sem leita til þessa snillings. Hann er eins og flestir landar hans, frekar lágur í loftinu og grannur; minnir einna helzt á Búdda-lík- neski, sagði í fyrrnefndu tímariti. Verkefni Isozakis hafa verið í Austur- Asíu, í Ameríku og Evrópu. Hann á sæti í mörgum alþjóðlegum dómnefndum og eyðir meiri tíma í flugvélum en heima hjá sér. Með austurlenzkri vinnusemi verða afköstin samt mikil. Enda þótt hann hafi tiltölulega fáa aðstoðarmenn í sinni þjón- ustu, hefur arkitektastofa hans ungað út á síðustu árum um 100 byggingarverkum fyrir söfn, íþróttavelli, skrifstofubygging- ar, íbúðarhús, hótel, klúbba, háskóla, sýn- ingarsali, ráðstefnuhús og menningarmið- stöðvar. Sumar þessara byggingar má nú telja að séu orðnar frægar, enda hefur löngum verið talsvert um stjörnudýrkun í hinum alþjóðlega arkitektúr og þá er grannt fylgst með öllu sem maður eins og Isozaki lætur frá sér. Meðal bygginga eftir hann frá síðustu árum, sem margoft hafa sést myndir af í blöðum um þessi efni, má nefna nútímna-listasafnið í Los Anageles, hús yfir höfuð- stöðvar Disney-sam- steypunnar í Orlando, Golfldúbbinn í Fujiini í Japan og íþróttahöll vegna Olympíuleikanna í Barcelona 1990. Það sem einkennir byggingar Isozakis er ótrúleg fjölbreytni og hugmyndaauðgi. hann notar jöfnum höndum öll frumformin og er ekki heldur smeykur við liti eins og myndirnar bera með sér. Sérkenni- legasta verk hans er að öllum líkindum Menningarmiðstöðin í Mito í Japan, þar sem hann teiknaði turn og „vitnaði í“ skúlptúr eftir Brancusi, „Súluna enda- lausu“. Stundum er Isozaki eins og barn sem leikur sér að lego-kubbum; stundum setur hann sig í virðulegar og hefðbundnar stellingar. Meðal þess sem hann er búinn að teikna og á eftir að rísa í Evrópu eru tvö háhýsi í Lyon í Frakklandi; þau eru samtengd að ofan með einskonar trjákrónu. Hitt verkið er ennþá stærra í sniðum: Aðaistöðvar Mercedes-Benz við hið endurgerða Potzda- mer-torg í Berlín, hinni nýju, þýzku höfuð- borg, þar sem nú er víst meira byggt en nokkursstaðar annarsstaðar í veröld- inni. GÍSLI SIGURÐSSON. Arata Isozaki Aðalstöðvar Disney- skemmtigarðanna í Orlando í Florida. Nútímalistasafnið í Los Angeles.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.