Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1994, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1994, Blaðsíða 10
 Jógi í hugleiðslu, þar sem fram koma allar orkustöðvarnar sem getið er um í greininni. Ef við beinum skilningarvitunum að hin- um innra heimi okkar, líkist maðurinn á margan hátt alheiminum. í heimi analóg- íunnar erum við mennirnir taldir gerðir úr sama efni og alheimurinn, vera samir al- heiminum, af því að margt í okkur líkist honum. Þetta er tjáð með því að kalla heim- inn hina stóru raunveru (makro-cosmos) en manninn hina litlu raunveru (mikro- cosmos). Maður og heimur eru þannig spegilmynd hvors annars. Makrocosmos = Mikrocosmos Stóri heimur = Maður jörð = Kjöt, bein vatn = blóð, slím, sæði eldur = hiti líkamans, ást/hatur loft = andardrátturinn rúm = samband okkar og tengsl við umhverfið Þannig samsvarar ytri raunveran innri lík- ama mannsins. Súlan góða sem myndar frum- efnin fimm, táknar þá ekki aðeins heiminn, heldur líka og ekki síst, manninn sjálfan, frum- efiii mannsins. Tilgangur súlunnar er að sýna okkur samhengi og markmið frumefnanna. Þegar frumefnin losna úr samhengi hvort við annað, gerast hörmungar og ógnir, þá farast heimamir. Það eru hin raunverulegu ragna- rök. Hlutverk trúarbragðanna er að koma frumefnunum aftur í réttar skorður, að láta „harmoníu“, „ying og yang“, „Tao“ , eða með öðrum orðum samhengi ríkja í heiminum. Svo Sem Er Uppi - Þannig ErOgNiðri Hvaða þýðingu hafa frumefnin þá í jóga? I Taittirya Upanishadaritunum frá því um 600 f.Kr. má lesa um tilurð heimsins. „Frá Atman - Brahman kom rýmið. Frá rýminu kom loftið. Frá loftinu kom eldur- inn, frá eldinum kom vatnið, úr vatninu reis jörðin.“ Eða með öðrum orðum. Vegna flæðis hins guðlega Atman-Brahman niður og inn í cosmos verða frumefnin til. Atman- Brahman er hið guðlega er að baki öllu býr samkvæmt hindúismanum. Flæðið á upphaf sitt á hinu andlega sviði og endar í hinu jarðneska. Sviðin fimm eru þannig mis tengd hinu andlega, mis fyllt hinu guðlega. Minnir þessi kenning nokkuð á gömlu grísku gnostíkina. Ur því að manneskjan er gerð úr sömu efnum og alheimurinn, hefur hún einnig myndast af sama ferli. Tökum eftir því að um flæði niður á við er að ræða. Sköpun heimsins er neikvætt fyrirbrigði, fall frá hinu guðlega til hins jarðneska. Jörðin og allt sem henni tilheyr- ir, þar á meðal líkami mannsins, er því botninn, það sem lengst stendur frá hinu guðlega. En maðurinn sem slíkur er mynd- aður úr frumefnunum fimm, eins og al- heimurinn. Munurinn á manni og steini er þá sá, að steinninn er aðeins gerður úr frumefninu jörð, en tilvist mannsins grund- vallast á mörgum stigum, sviðum, eða frumefnum. Maðurinn er því nær hinu guðlega en steinninn. Steinninn er á leið- inni að verða mannlegur. Maðurinn er á leiðinni að verða guðlegur. Það er takmark mannsins, að verða guð. Maðurinn er því frumefnasúlan holdi klædd. Endurholdgunin Endurholdgunin (samsara) er hinn trúar- legi útgangspunktur í jóga. An endurholdg- unar, ekkert jóga. Maðurinn er bundinn hinu jarðneska, bundinn karma, og þarf því að fæðast aftur og aftur. Það eru hin hræðilegu örlög, bæði samkvæmt hindú- isma og búddisma. Búddistar kenna reynd- ar ekki endurfæðingu sálar, því þeir trúa ekki á tilvist hennar, en tala aftur um að nýtt líf kvikni af gömlu eins og ljós af ljósi. En hvernig má forðast endurfæðinguna? Fyrst og fremst með því að stunda jóga. Jóga er aðferðin til þess að ná stjórn á lífs- neistanum, lífsaflinu, orkunni er streymir í gegnum alheiminn, og slökkva með lífs- neistanum lífsneistann. Leiðin Sjálft hugtakið jóga þýðir „leið“. Það eru margar leiðir Qóga) sem geta leitt manninn út úr hringrás endurfæðingarinn- ar. Við getum nefnt nokkur dæmi: Bahkti- jóga er leið kærleikans og samhyggðarinn- ar, Karma-jóga er leið athafnanna, Gnana- jóga er leið viðurkenningarinnar, prana- jóga er leið öndunarinnar, rayja-jóga er leið orkustjórnunar, hatha-jóga (líka kallað tantra-jóga) er leið líkamsstjómunar og kundalini. Hér munum við einbeita okkur að hat- ha/tantra-jóga, því það gefur skýrasta mynd af heimsmynd jógans og er það jóga sem á að geta leitt okkur út úr hring- rásinni hér og nú. í tantra-jóga kemur hinn duldi (esoter- íski) skilningur fram sem lagður er í frum- efnasúluna er við skoðuðum hér fýrr. Mað- urinn er frumefnasúla. Frumefnasúlan greinist niður í orkumiðstöðvar sem endur- spegla frumefni alheimsins. Frumefnasúla mikro-cosmos mannsins endurspeglar þannig frumefnin í makro-cosmos heims- ins. Orkustöðvamar kallast „chakras". Þær liggja með vissu millibili eftir hrygglengj- unni. Ósýnileg (esoterísk) leiðsla er heitir „Sushuma“ tengir þær saman. Reyndir bætist nú sjötta frumefnið við sem er esot- erískt, dulið og aðeins opinberað hinum upplýstu. Það er hin æðri, yfirnáttúrulega meðvitund er menn geta öðlast þegar þeir hafa sigrast á öllum orkustöðvunum. í gegnum sjötta frumefnið snúa menn aftur að hinum guðlega uppruna sínum. Um þessa fullkomnun segir í Svetasvat- ara Upanishad frá því um 600 f.Kr: „Þegar jóginn hefur náð fullri stjórn á líkama sínum og hinum fimm frumefnum hans, fær hann nýjan líkama andlegs elds sem er handan sjúkdóma, aldurs og dauða.“ Jóginn verður í raun að guði. Kundalini í manninum býr brot af því guðlega efni er myndaði heiminn með því að sökkva inn í hann í upphafinu. Sá kraftur er því efni fylgir kallast „kundalini“ og þýðir það í raun slöngukrafturinn. Hann sefur í Muladharachakra og er hugsaður sem lítil slanga, enda slangan heilagt dýr. Markmið jógans er að vekja þennan kraft, senda hann upp í gegnum orkustöðvarnar að Lotuschakranu, þar sem hann rennur sam- an við hinn guðlega uppruna sinn. Út frá kenningunni um mikro/makro-cosmos getur jóginn þá stjórnað öllum hinum ytra heimi um leið og hann nær stjórn á sínum innra heimi. Markmiðið er þó ekki að stjóma, heldur hitt að stöðva hjól endur- fæðingarinnar með því að hafa öll völd í hendi sér. Þannig er aðeins hægt að sigr- ast á lífinu með afli lífsins. Lítum nú á hvað gerist á vegferð kundal- ini. 1. Þegar kundalini vaknar í mulad- harachakra hefst ákveðin ögun á vöðv- um líkamans og kundalini er þrýst upp í næsta chakra. 2. í Swadistanachakra nær kundalini stjórn á blóði, slími og sæðisfrumum. Kynlífslöngun er afneitað og kynkraft- urinn stundum notaður til að flýta ferð kundalini. 3. í Manipurachakra er eldurinn beisl- aður. Það er gert með „mudras"; æfing- um og helgisiðum er beinast að kundal- ini. 4. í Anahatachakra er loftið beislað. Það er gert með öndunaræfingum „prana-yama“. Æfingin felst í að halda andanum í lengstu lög og er mjög hættulegt. Þegar jóginn stjómar loftinu getur hann flogið. 5. I Vishuddichakra er „rýmið“ beislað. Það er gert með því að hugleiða hjart- slátt alheimsins , með því að segja möntru hans „AIM“, „AM“, „AUM“, eða „OHM“. Markmiðið er að kæfa alla hugsun og þá kemst kundalini upp í 6. orkustöð. Meðan mantran er flutt flyst sjálfið milli „rýma“/„plana“. 6. I ajnachakra fær jóginn fullt vald á öllu þessa heims, líkama, anda og sál. EN... hann er enn bundinn við sams- ara, heiminn og blekkingu hans. Til að ná upp í sjöunda chakra, þar sem frelsið bíður, þarf hjálp gúrúsins. An hans er það ekki hægt! Gúrúinn opnar þriðja augað og hleypir orku alheimsins inn til kundalini og þannig losnar jóginn úr hring- rás samsara. Vald gúrúsins er þannig al- gert. Hann er ómissandi, „endurlausnar- inn“ og stundum tilbeðinn sem slíkur. Tökum sem dæmi brot úr „Gurugitaen“- lofsöngi til gúrúsins: „Miskunn guðs kemur og fer, það skipt- ir ekki öllu. En án miskunnar Satgurus eram við glötuð. Ég get svikið guð minn, en eigi mun ég yfirgefa gúrúinn minn að eilífu". 7. Sjöunda orkustöðin er utan líkama og heims. Hún er „moksha“, frelsunin, nirvana. Að Lokum Enn og aftur er hér um alhæfingar að ræða. Rita mætti langa grein um hveija jóga-hreyfingu fyrir sig. Hver hreyfing, stefna og skóli hefur sínar áherslur. Þann- ig leggur Innhverf íhugun höfuð áherslu á möntrana, tantra á kynlífsbeislunina og enn aðrar hreyfingar hugsa mest um lík- amsæfingarnar. Sérstaklega á það við í byijendanámskeiðunum. I ekta hatha/t- antra-jóga eins og því er hér var lýst, not- ast allar aðferðirnar samtímis til að ná sem mestum árangri. Heimijdir: A short history of Buddism, Edward Conze 1982. Teaching of SRI Ramakrishna, Swami Budhananda 1971. Raya Yoga, Swami Vivekananda, 1971. Tantra - the yoga of sex, Oman Garrison 1974. Life of SRI Ramakrishna, Roman Rotland, 1978. The Tantric tradition, Agehananda Bhanati. The Serpent Power, John Woodroof. Höfundur er prestur og leggur stund á doktors- nám í almennum trúarbragðafræðum við há- skólann í Uppsölum. ASUNCION FORCADA y FLORENSA íssveppir Segðu ekki neitt, íssveppir rísa upp af vatni, bera gró af snævi og þennan bláa tón löngunarinnar sem depurðin deyfir. Segðu ekki neitt, látum auðnina, þögnina hvítu þekja allt, sem við sögðum. Ekkert blak vængja, hvorki rödd né kvak rýfur kyrrð landslagsins, þar sem leiðsludreymið ríkir Höfundurinn er spænsk skáldkona, sem yrkir á katalónsku. Ljóðið er ort í tilefni málverkasýningar Guðmundar Karls Ás- björnssonar í Hafnarborg sl. vor, þar sem ein myndin hét issveppir. EGGERT E. LAXDAL Máninn Máninn hangir á himnum. Augu hans, líta yfir jörðina. Nótt. Veturinn er í algleymingi, þó dvelur hugurinn við vor. Hönd dauðans Veturinn, er sestur í hásæti sitt, klæddur hvítu. Fjöllin standa vörð. Ár og fossar í böndum. ís á vötnunum. Hönd dauðans yfir öllu. Höfundur býr í Hverageröi. Ljóðin eru úr nýrri Ijóöabók hans, sem heitir „Ljúfir tón- ar" og er hún jafnframt áttunda bók hans.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.