Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1994, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1994, Blaðsíða 7
ander: Byltingarsinnar. kenni út úr vissum andlitsdráttum). Engu að síður er „Menschen des 20, Jahrhunderts“ eitt af mestu stórvirkjum ljósmyndasögunnar. Ekki síst vegna þess að Sander gerir öllum sem hann myndar jafnhátt undir höfði. Hann heldur alltaf ákveðinni fjarlægð og myndar fátækan verkamann á nákvæmlega sama hátt og iðnjöfurinn, listamanninn á sama hátt og bakarameistarann og nasistann á sama hátt og gyðinginn. Einmitt þetta fór í taugarnar á nasistum, því svona myndir voru móðgun við kynþáttastefnuna. Þeir sögðu að myndirnar væru „andfélagslegar" og eyði- lögðu hluta af filmusafni Sanders. Þess má að lokum geta að íslensk kona, Sigríður Zoéga, vann um langt árabil hjá Sander og að dóttir hans, Elisabeth, flúði til íslands í heimsstyijöidinni síðari. Sonur hans, Erich, var aftur á móti drepinn í fangabúðum nas- ista. Það er býsna forvitnilegt að bera myndir Sanders saman við portrettmyndir sem sumir ljósmyndarar hafa verið að taka síðustu árin. Það væri til dæmis vel þess virði að athuga hvað er sameiginlegt og hvað frábrugðið með Sander og bandaríska Ijósmyndaranum Cindy Sherman. Sherman hefur m.a. sérhæft sig í því sem kalla mætti „klisjumyndir af kon- um“, en það eru myndir þar sem hún sviðset- ur sjálfa sig í dæmigerðum kvenhlutverkum. Þessar myndir hafa yfirbragð hlutlausrar skrásetningar og það má vel halda því fram að Sherman vilji festa vissar „kventýpur" í nútímaþjóðfélagi á blað. En kannski er nær- tækara að bera Sander saman við landa sinn Thomas Ruff. Ruff sló í gegn undir lok síð- asta áratugar með risastórum portrettmynd- um af ungu fólki. Þetta eru nærmyndir af svipbrigðalausum andlitum, teknar í lit og beint framan frá. Þær eru svolítið kaldar og minna á passamyndir. Ruff hefur engan áhuga á að ná fram einhverjum karakterein- kennum og hann stillir fólkinu upp fyrir fram- an ljósan bakgrunn sem segir ekkert um umhverfið eða þjóðfélagið sem fólkið lifir í. Myndirnar hans eiga ekki að túlka eitt eða neitt og þær eiga ekki að draga einhvern leyndan sannleika upp á yfirborðið. Þessar myndir eru að mörgu leyti dæmigerðar fyrir myndir og myndlist 9. áratugarins, því þá var í tísku að vera kaldur og yfirvegaður og sú skoðun almennt ríkjandi að undir sléttu og felldu yfirborði hlutanna leyndist enginn dýpri sannleikur. Myndir Ruffs eiga ekki að sýna þversnið af þjóðfélaginu, enda munu þær allar vera af vinum og jafnöldrum Ruffs sjálfs. Engu að síður er freistandi að líta á þær sem vissa heimild um þjóðfélagið og bera þær sem slík- ar saman við myndir Sanders. Sander sýnir okkur íjölskrúðuga þjóðfélagsskipan og margbreytilega karaktera og hann taldi sig víst vera að festa það allt saman á mynd áður en það hyrfi. Ruff tekur aftur á móti myndir af fólki sem eru svo nauðlíkar að þær renna allar saman í eitt ef maður sér margar í einu. Öll sérkennin og þar með fjölbreytileik- inn sem Sanders fangaði á mynd hafa flast út. Allt er orðið eins. Já, í dag fylgja allir þjóðfélagshópar sömu fatatískunni, hlusta á sömu tónlistina, horfa á sömu myndirnar og láta rétta í sér tennurnar ef þær eru öriítið i skakkar og lýtalæknar skera öll sérkenni burt úr andlitinu ef einhver eru. Höfundarnir búa i Berlín. C.M. BELLMAN Pistill nr. 9 Til kerlingarinnar á Thermopoliumkránni og ungfrúa hennar Árni Sigurjónsson þýddi. Sælinú bræður, systur svo ljúfar, sjá föður Berg sem þenur og skrúfar fiðlunnar strengi stríða og strekkir sinn boga fijótt. Eineygður kappinn, ör er á nefi ofan á skrúfur makar hann slefi. Bjórinn á stól skal bíða, nú byijar hann ofurhljótt; [Sellój---færnina sýnir, -----fiðluna pínir, fipast og skrensar langt fram á nótt. Ágætu bræður dansið nú dátt — drifhvítir hanskar, hattarnir hátt. Hefur ungfrú Lóna hárautt band við skóna híaiínið fagurblátt. Hátt Jörgen kryppa hattinum veifar, hangir úr munni pípa og kneyfar brennivín og sig lengi hann brettir sem iiðugt hjól. Sjá lafafrakkann gylltan og sléttan, slútir úr hnakka þéttriðin fléttan; bakið í hundrað kengi og kinnarnar eins og sól; — — — tónana tautar Nokkur orð til skýringar -------tafsar og stautar treður í pípu’ og hoppar sem fól. Ágætu systur, sjáið hve nett sumir hér dansa við menúett. Allar nætur þjóra. Úlla, hættu að slóra! Upp og stígðu taktinn rétt! Sjá; hver er þar í náttslái flottu síðbrókin gul og dansar við Lottu, hlífar á skónum hnýttu og hárkollan rauð á lit? Ja, ijárinn sjálfur! Líttu’ á þau bæði líningar dýrar, snúrur í klæði. Súp faðir Berg, og spýttu, í sötri er ekkert vit! -------í krúsirnar renni -------kofinn þótt brenni, klukkur þótt hringi áfram ég sit. Dálítið móðar systur um svið svífa og brölta fram og á hlið. Fagnið blindir, sælir, fiðlarinn nú ælir, frussast um með hljóðfærið. Hæ! Kjólum lyfta dömurnar margar dansa og flissa, heyr: bassinn sargar; fiðlarans myrru passið og fyllið hans glas að brún. Skál, faðir Berg, hvað skyldi hún heita skjálgeyga konan, já, þessi feita? „ Termópólíumskassið!" Já, skrattinn! Það er víst hún. -------Reiðigjörn þjórar, -------rasskinnar stórar ... rymur nú fiðlan eins og básún! Hér býðst að ganga gleðinnar veg, gyðjur og tónlist ánægjuleg. Bakkusi er boðið, blótum ástargoðið, hér er allt og hér er ég. Pistlar Fredmans eða Fredmans epistlar eru eftir sænska skáldið Carl Michael Bell- man (1740-1795), þann sem samdi Gamla Nóa og mörg fleiri alþekkt lög. Pistlar Fred- mans eru syrpa 82 kvæða eða söngtexta sem tengjast Stokkhólmi og þekktum persónum sem bjuggu þar um daga skáldsins. Titilper- sónunni Fredman er í upphafi bókarinnar lýst sem „frægum úrmakara í Stokkhólmi, án klukkna, verkstæðis og fyrirtækis". Hann er æðstiprestur í „reglu“ eða klúbbi slark- ara. Sum kvæðanna í syrpunni eru „pistlar" (eða postulabréf) Fredmans til reglubræðra þar sem hann áminnir þá um að drekka nú vel og skemmta sér. í pistlinum hér að ofan er lýst dansleik á kránni Thermopolium, sem stóð við Myntgránd í Gamla stan í Stokk- hólmi. Föður Berg: í kynningu ljóðasafnsins seg- ir Bellman að Berg hafi verið veggfóðursmál- ari og bæjarséní á fjölda hljóðfæra, en reynd- ar sést að hann hefur verið eitthvað mistæk- ur sem hljóðfæraleikari („fipast og skrens- ar ...“). Hann er væntanlega kallaður „fað- ir“ vegna þess að prestar (og páfinn) eru nefndir feður, hann er prestur í reglu Bakk- usar. Makar hann slefi: Berg makar munnvatni á skrúfurnar á fiðlunni og var það gert til að þær bóignuðu og festust betur svo hljóð- færið héldi stillingu. [Selló]: Hér er vísað til tónlistarinnar. Vel má vera að Bellman hafi ætlast til að söngv- arinn stældi selló með röddinni, en auðvitað getur ekki síður verið fallegt að hafa viðeig- andi hljóðfæraleikara til aðstoðar, jafnvel heila kammersveit. Jörgen kryppa: Fræðimenn hafa dundað sér við að finna fyrirmyndir flestra persón- anna í Pistlum Fredmans, en erfiðlega hefur gengið að finna eiginlega fyrirmynd Jörg- ens, ef hún hefur þá einhver verið. Hann kemur fyrir í nokkrum pistlanna. Nils Afzel- ius segir1 að Jörgen eigi að vera iðnaðarmað- ur (þrátt fyrir orð Bellmans í kynningu bók- arinnar þar sem Jörgen er sagður vinna hirð- réttinn) og að hann sé þýskur að uppruna og tali bjagað mál. Hatturinn er tákn Jörg- ens, auk kryppunnar. Þéttriðin fléttan: karlmannatíska þessa tíma, einnig nefnt hárpískur (oft í hárkollu fremur en eigin hári). Hoppar sem fól: eitthvað hefur danslist Jörgens kryppu verið áfátt, því ófínt þótti að Jioppa í rhenúett. Úlla: Átt er við Ullu Winblad sem kemur fyrir í fleiri kvæðum Bellmans, svo sem í þekktu og ljúfu lagi: „Ulla min Ulla.“ Um hana segir Bellman að hún sé nýmfa og Car/ Michael Bellman. Málverk eftir Per Krafft, eldri. prestur í hofi Bakkusar. Fagnið blindir ... : skáldið hefur ef til vill í huga að reglubræðurnir séu líkir Amor, blindu ástargoðinu, en eins getur verið að þeir séu blind-fullir. Rymur nú fiðlan eins og básún: vísar til takmarkaðrar leikni Bergs á fiðluna. Á frum- málinu er þessi lína svona: „halsfrás min gumma, brumma dulcjan" (gumma=kerling, brumma=rymja). Lars Huldén segir2 að „halsfrás" sé skrautlegur kragi en því hafna aðrir.3 Af heildarútgáfu á verkum Bellmans er svo að skilja að „halsfrás" eigi við ráman háls og hefði þá mátt þýða línuna: „ræsktu þig kerling, blástu básún“ eða jafnvel „rám er sú gamla eins og básún“. Seinni hluti þessarar línu er reyndar ekki auðþýddur heldur, því „dulcian" var nafn á fagotti en einnig heiti aukastrengs sem um tíma var hafður á fiðlum. Hér er reynt að ná blæ af hvorritveggja merkingunni, en vel mætti líka hugsa sér að „brumma dulcjan" eigi við kerlinguna (ef hún er þá rám, brummar þá kannski eins og dulcian) en ekki fiðluna, þó að ég hafi ekki séð þá skýringu á prenti. 1. Nils Afzelius: Myt och bild; studier i Bellmans dikt (2. útg.), Sthlm. 1964, bls. 122-123. 2. Lars Huídén: Nya Argus 52 (1959), bls. 174 o. áfr. 3. Carl Gustaf Larsson och Magdalena Hellquist: Ordbok till Fredmans epistlar, 1967, bls. 79, þar er sagt að halsfrás merki „spetskrás". Höfundur er bókmenntafræðingur og dveiur núna í Bandaríkjunum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. OKTÓBER 1994 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.