Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1994, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1994, Blaðsíða 5
um við leifar allmargra þingbúða á grasb- ala. Ekki langt þar frá er hringlaga staður en sagt er að þar hafi lögréttumenn setið. Hegranesþing er eina vorþingið þar sem lögréttu er getið með vissu, en frá því er greint í Grettis sögu, sem að vísu er frem- ur ung heimild. í nágrenni við þennan hring er þingbrekkan þar sem réttarmálefnin voru kynnt, og fólkið hefur þá staðið á völlunum fyrir neðan. Þegar við höfðum skoðað þetta svæði var haldið til suðurs. A þeirri leið beið okkar fetjumaðurinn, Sigurður Sigurðsson frá Ási, sem flutt hafði okkur yfir fljótið, en ástæðan var dálítið sérstök. Á leiðinni yfir fljótið hafði Olafur fylgdarmaður minn, sem þekkti veikleika mína og alltaf vildi gera mér til hæfis, spurt Sigurð hvort hann ætti ekki gamalt söguhandrit sem hann gæti selt mér. Hann hafði svarað því til að reyndar ætti hann gott handrit af Vilhjálms sögu Rigarðssonar en það væri sér svo kært að hann gæti ekki látið það af hendi. Þar með var samtalið á enda. Ég hefði feginn viljað komast yfir söguna þótt þetta sé fremur ung riddarasaga, af því að hún er óútgefin og ég hafði ekki tök á að nálgast hana annars staðar. En ekkert var unnt að gera leitt af nafni dalsins eða verið til sjálfstætt og fyrir misskilning verið sett í samband við dalsnafnið. Það gæti stutt seinni mögu- leikann að hjá okkur í Þýskalandi koma fyrir mjög lík tröllskessunöfn (t.d. frú Hútt í Tíról)." Við vorum komin stuttu eftir kl. 4 í Hítardal og höfðum flýtt förinni mjög af því að ég hafði ætlað mér að fara um kvöld- ið inn í efri hluta dalsins sem er sögulega mjög forvitnilegur. En presturinn og reynd- ar allir aðrir, sem við töluðum við, sögðu okkur að þessi tími væri allt of stuttur, og þegar mér var greint frá öllu því sem væri að sjá í dalnum ákvað ég að taka hinu vin- samlega boði og veija næsta degi í þessa ferð. Sem betur fer gat ég gert þetta án þess að raska því samkomulagi sem ég hafði gert við Winkler því upphaflega hafði ég ætlað að ríða frá Miklaholti alla leið vestur að Staðarstað til séra Sveins Níels- sonar, föður kunningja míns frá Kaup- mannahöfn, Jóns Sveinssonar, en honum hafði verið hrósað mikið í mín eyru. Ég var hættur við þá ferð af því að ég hafði frétt að klerkurinn væri nýfarinn að heim- an. Þannig sparaðist semsagt dagur sem ég gat helgað Hítardal. Ég gat fengið séra beina okkur, hraustlegur, gáfaður og sennilega vel lesinn dugnaðarmaður, en það er til marks um það álit sem hann naut, að farið var að tala um að kjósa hann til alþingis. Þessi glaði hópur, Ólafur minn og ég meðtaldir, fór nú út með hinn virðulega prófast í broddi fylkingar eftir að hafa fengið hressingu á prestssetrinu, til að skoða nærliggjandi merka staði. Fyrst var farið í kirkjuna eins og algengt er. Þar er margt að sjá, sem í sjálfu sér er kannski ekki svo merkilegt en hefur þýðingu i stærra samhengi. Þar inni er illa varðveitt altaristafla úr alabastri eða svipuðu efni, og lögunin er að því er virðist dæmigerð fyrir katólskan tíma í landinu. Lengst til hægri stendur hin ljóshærða María, um- kringd ertglum. Texta vantar undir mynd- inni en hún virðist eiga að tákna boðun Maríu. Síðan er fæðing Krists, krýning Maríu af þrenníngunni, og upprisa Maríu lengst til vinstri. Hér er textinn varðveitt- ur: „Nativitas domini nazareni“, „Sancta trinitas", „Assumpcio sancte marie“. Önn- ur og sennilega nokkru yngri altaristafla er þannig úr garði gerð að henni má loka, eins og oft er, með því að leggja hliðar- Ljósmynd af Hítnrdal frá 1939. Sá bær stóð á gamla bæjarstæðinu og kirkjan, sem nú er aflögð, stóð þar rétt bjá. Ljósm.: Teitur Finnbogason. Sýslumannssetur á Vesturlandi. Koparstunga úr ferðabók Winklers sem var Konrad Maurer samferða um ísland. Winkler láðist oft að geta um nöfn á bæjunum sem hann teiknaði og þessvegna er ekki vitað hvaða sýslumannssetur þetta er. eftir þetta afdráttarlausa svar mannsins. Þegar við höfðum stigið af feijunni hafði Sigurður spurt eftir nafni mínu eins og siður er — og nú kom hann í veg fyrir okkur til að gefa mér söguna sem hann hafði skömmu áður ekki viljað láta af hendi fyrir nokkurn mun. Hann sagðist gera þetta í þakkarskyni fyrir það að ég hefði skrifað um rétt íslands og stjórnarskrá. Ég vildi þá fá að borga manninum fyrir fjársjóð hans en hann vísaði öllu slíku á bug og ég mátti gjöra svo vel að taka við þessu handriti, sem var manninum svo kært, og það verður mér alltaf eitt hið dýrmætasta sem ég hef eignast. , í HÍTARDAL Hinn 30. ágúst er Maurer kominn að Hítardal sem honum þykirfagur, oghonum er vel fagnað af prófastinum, séra Þor- stemi Hjálmersen. Ég má til með að nefna að það jók enn á fegurðina að við sáum glæsilegan regn- boga, já frekar tvo en einn, og mynduðu þeir hálfhring hvor yfir öðrum þvert yfir dalinn. Ég hef aldrei séð skærari liti í friðarboga, eins og hann er nefndur á ís- landi, en einmitt hér. Þegar hann birtist sagði fylgdarmaður minn mér að sá sem yrði svo sæll að komast undir annan enda regnbogans mætti óska sé einhvers, og myndi það rætast strax; þetta er næstum sama sagan og sagan um regnbogaguli- peningana hjá okkur. En nú verð ég að minnast á nafn dals- ins og árinnar sem um hann rennur. Nú á dögum skrifa menn og segja Hýtardal- ur, Hýtará, einnig Hýtarnes. Þetta leiða menn af tröllkonunni Hýt, sem á að hafa búið hér. í eldri heimildum finnst einnig rithátturinn Hitará, líka Hitá, og ásamt Hýtardalur (upphaflega Hýtárdaluij Hitar- dalur, einnig Hitárdalur; hið síðastnefnda er ríkjandi í elstu gerðum Landnámu. Hafi maður í huga að rétt norðan árinnar er áin Kaldá (einnig nefnd Kaldará) má sjá að sá ritháttur sem sjaldgæfari er mun sá rétti og að nöfn beggja ánna tengjast hitanum í þeim: Kaldá og Hitaá. En vissu- lega er sagan um tröllskessuna Hít eða Hýt gömul og þar með sú skoðum að dal- ur og fljót dragi nafn af henni. Bárðar saga Snæfellsáss nefnir þetta, og þar sem hún hefur varðveist í handritinu Vatns- hyrnu frá lokum 14. aldar er víst að á þeim tíma var þessi sögn til orðin. En óvíst er hvort nafn skessunnar hefur verið Ljósahjálmurinn í Staðarhraunskirkju, áður í Hítardal. Þar þótti vera torráðin áletrun sem Maurer fékk fékk botn í og hljóðar á íslenzku: „í Guðs nafni flaut ég; Michel Linni steypti mig.“ Ljósm.:Þór Magnússon. Geir [Bachmann í Miklaholti] til að vera áfram svo hann gæti séð staði sem líka voru nýir fyrir honum. Magnús Hjörtsson, smiður úr Keflavík, sem bæði var skarpur og skemmilegur, var að vinna þarna á bænum og ákvað að slást í hópinn. Og loks skal nefna Kristján Kristjánsson, ráðs- mann prófastsins, en hann ætlaði að leið- vængina yfir myndina í miðjunni. Vængirn- ir eru þá ekki aðeins málaðir myndum að innanverðu, sem sjást þegar taflan er opin, heldur einnig að utanverðu, og kemur það í ljós þegar töflunni er lokað. Hægri hliðar- vængurinn sýnir að utanverðu kvöldmáltíð- ina og þar undir Krist á olíufjallinu, en að innanverðu greftrun Krists; vinstri hliðar- vængurinn sýnir að utanverðu upprisuna en að innanverðu Krist fyrir Kaífas og þar undir hýðinguna. Á hliðarvængjum eru mýndirnar málaðar á tré. Miðhlutinn sýnir krossfestinguna, og hinn signandi Guð föð- ur yfir krossinum með engla sér til vinstri og hægri handar. En aðrir englar, sem svífa neðar, taka upp blóð Krists. Til hlið- ar er Kristur með Guðs lambi, síðan dýrl- ingur (Magdalena?) með bikarinn og yfir henni er mynd sem minnir á dúfu. Allt er þetta unnið úr alabasturskenndu efni. Auk þessa sáum við tvo þunga altarisstjaka úr messingi, hvorn um sig boripn uppi af þremur ljónsásjónum; greinilega var þarna um að ræða gamalt handverk og gott. Þá voru þarna tvær kirkjuklukkur, önnur sýndi aðeins ártalið 1709, en hin hafði þessa athyglisverðu áletrun: „Jón Halldórsson. Lofið Guð með fögrum bjöllum. Ps. 150.“ Af þessu sést að báðar klukkurnar eru frá þeim tíma þegar Jón Halldórsson var kirkjuprestur í Hítardal en hann var höf- undur margra verka um sögu og kirkju- sögu sem því miður hafa ekki enn verið gefin út. Jón var faðir hins þekkta bisk- ups, Finns Jónssonar, og hins lærða próf- asts, Vigfúss Jónssonar. Jón fékk þetta brauð árið 1692 og varð prófastur 1701 og hélt því embætti til dauðadags, 1736. Enn athyglisverðari fannst mér ljósa- krónan í kirkjunni, þung og vel unnin. Áletrun var á henni allan hringinn, og tjáði prófastur mér að enginn gæti lesið hana og bað_ mig nú að freista gæfunnar við hana. Ég prílaði upp á nokkra kirkjustóla sem raðað var hveijum ofan á annan og sá strax að áletrunin var þýsk og jafn- framt að ljósakrónan, sem vár steypt í mörgum hlutum, hafði verið tekin í sundur og ekki sett rétt saman aftur. Þannig var áletrunin í fjórum samhengislausum hlut- um og sneri auk þess öfugt á parti. Með erfiðismunum gat ég loks lesið út úr henni: „In Gottes Namen bin/ ich geflossen/ Mic- hel Lin/ ni hat mich gegossen “ („í Guðs nafni flaut ég; Michel Linni steypti mig“). Þetta er semsagt dæmigert gamalt hand- verksstef og yfir því stóð ártalið 1616. Utan á kirkjuveggnum eru einnig merki- legir hlutir þó ólíkir séu því sem nú var nefnt. Þar hafa verið múraðir inn þrír stein- ar. Á einum þeirra, sem er um fet á hverja hlið, eru höggnar tvær myndir, önnur af kvenveru, hin af karlveru og haldast þær í hendur. Á hinum tveimur, sem eru af svipaðri stærð, er mannshöfuð, alveg kringlótt og unnið eins og gríma. Annar hausinn, sem reyndar er mjög illa farinn, á að sýna Bárð Snæfellsás; hinn á að sýna Hít: verndarvættir landsins af risakyni, og myndin af karl- og kvenverunni á einnig að tákna þau. [...] Frá kirkjunni fórum við að nálægu felli, Bæjarfelli eða Húsafelli, en bærinn var áður nefndur eftir síðarnefnda örnefninu. Þetta fell er úr sandsteini eða móbergi, sem hraun hefur hvað eftir annað brotið sér leið um, og stendur alveg eitt sér í dalnum og teygir skörðóttar eggjar sínar til himins. Merkilegir eru hellarnir í þessu felli. Við rætur fellsins sáum við fyrst Hundahelli. Hann er ekki mikill um sig og liggur undir yfírborðslaginu og er með erfiðismunum hægt að skríða inn um opið. Það er greinilegt að hellirinn hefur mynd- ast af loftþrýstingi í hrauninu. Tröllskessan Hít á að hafa búið þar, og sagan segir af máltíð sem hún á að hafa snætt þarna með Bárði Snæfellsás og öðrum hellabúum á jólum. Yngri þjóðsögn bætir því við að neðanjarðargöng séu milli þessa hellis og Snæfellsjökuls, en svipað er reyndar sagt um marga aðra hella. Ofar í fellinu eru svo Víti og Paradís. Víti hefur að vísu þröngt op sem ekki er alveg í samræmi við nafngiftina, en hið innra er vítt til veggja. Paradís er mun þrengri og auk þess erfið aðgöngu. Nafnaklettur Loks fórum við að Nafnakletti, sem er úr móbergi og brattur uppgöngu. í þetta lina berg er til siðs að ferðamenn og heima- fólk risti nafn sitt. Lítið var þarna af nöfn- um sem ég hafði áhuga á: óþekktir íslend- ingar og tveir Danir. Og þó: ég fann þarna áletrunina E.Ó.S. 1750, þ.e. Eggert Olafs- son sem á því ári hafði heimsótt þetta svæði. Þá sá ég nafn enska biblíuferða- langsins Ebenezers Henderson, rist með hebresku letri, en hann var hér í maí árið 1815. Ég var nú hvattur til að skilja nafn mitt eftir í klettinum og risti það þá með bandrúnum, en þær eru frá fornu fari notaðar til slíkra hluta. Hinar fornnorrænu rúnir, sem ætlaðar eru fyrir tré og stein eru aðeins settar saman úr beinum strik- um; einfaldasta rúnin er aðeins eitt lóðrétt strik, og það strik er fyrir hendi í öllum rúnastöfunum, en þá er bætt við strikum til hægri eða vinstri — eða báðum megin. En bandrúnir eru þannig ristar að gert er eitt lóðrétt strik fyrir alla stafina sem maður ætlar sér að nota, og hliðarstrikin eru svo rist á það eftir þörfum niður úr, en þyrftu annars að vera rist á mörg lóð- rétt strik hlið við hlið. Skiljanlega er erfitt að lesa bandrúnirnar sem líkjast fanga- mörkum okkar að því leyti, og listin að rista þær liggur einmitt í því að gera sem flesta bókstafi með sem fæstum ristum og jafnframt að gera lestur og ráðningu sem erfiðasta. Þannig urðu bandrúnirnar fyrir valinu hjá mér sem nokkurs konar leikur sem hafði það fram yfir hebresku stafina hans Henderssons að eiga betur við í Hítardal. Þegar þessu höfðu verið gerð skil og nafn mitt komið við hlið hinna í klettinn tók séra Þorsteinn hátíðlega ofan og þakkaði þann heiður sem sér og dal sínum hefði verið sýndur. Mér finnst nú heiðurinn hafa verið sýndur mér, að hafa mátt skilja nafn mitt eftir í svo góðum félagsskap á svo sögulegum stað og í svo yndislegri náttúru, og mundi gleðjast ef gestir kæmu annað slagið og heilsuðu upp á það í framtíðinni. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. OKTÓBER 1994 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.