Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1994, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1994, Blaðsíða 6
+ August Sander: Bændahjón frá Westerwald. Um ljósmyndir III ■August Sander: Bakarameistari. August Sander: Endurskoðandi. August í Sviðsettur veruleiki Ljósmyndir eru ekki allar þar sem þær eru séðar. Við fyrstu sýn virðist Ijósmyndarinn ósköp ein- faldlega hafa verið staddur einhvers staðar og verið svo heppinn að ná vissum atburðum, hlut- um eða svipbrigðum á mynd. En við vitum „Tuttugustu aldar fólk“ ljósmyndarans Sanders er eitt af stórvirkjum ljósmyndasögunnar. Ékki síst vegna þess að Sander gerir öllum sem hann myndar jafnhátt undir höfði. Hann heldur alltaf ákveðinni fjarlægð og gerir ekki upp á milli verkamannsins og iðn- jöfursins. Eftir HJÁLMAR SVEINSSON og ÓSK VILH J ÁLMSDÓTTUR mæta vel að hann hefur alltaf valið sér ákveð- ið sjónarhorn til að taka myndina og að hann vill ná fram vissum áhrifum með þessu sjónar- horni. Það má segja að ljósmyndarinn svið- setji hlutina með sjónarhorninu sem hann velur sér. Spuningin er aðeins sú hveiju hann vill ná fram með sviðsetningunni. Sumir ljósmyndarar viija að maður lifi sig inn í myndirnar þeirra. Þeir höfða til tilfinn- inga fremur en yfirvegunar. Þeir eru móralist- ar sem fara í fátækrahverfi stórborganna til að taka myndir af skuggahliðum mannlífsins. Ágætur fulltrúi þeirra er Bandaríkjamaðurinn Jacob Riis (1849-1914). Rétt fyrir aldamótin síðustu gaf hann út ljósmyndabók sem hét því táknræna nafni „How the Other Half Lives“. Þarna voru myndir af örbirgðinni og eymdinni í fátækrahverfum New York-borg- ar; myndir af sárafátækum innflytjendum, ítölum, Kínverjum og gyðingum, sem klædd- ust druslum og bjuggu í ömurlegum hreysum. Þær áttu umfram allt að hreyfa við samvisku hinnar hvítu millistéttar og mórallinn var sá að það þyrfti að byggja almennileg hús handa þessu fólki og búa til almenningsgarða svo það gæti lifað mannsæmandi lífi. En myndirn- ar eru ekki allar þar sem þær eru séðar, því fólkið á þeim er sýnt sem hjálparvana og viljalaus fórnarlömb. Það er feimið við mynda- vélina og horfir einhvemveginn út undan sér, eins og ljósfæiin dýr sem hafa verið dregin upp úr holum sínum. Þetta eru myndir sem vekja hrollkennda meðaumkun og ala um leið á fordómum. Þær eru teknar undir yfírskini mannúðar, en þegar við skoðum þær breyt- umst við í forvitna gesti í dýragarði. Svona myndir eru algengar enn þann dag í dag. Sem betur fer eru til og hafa verið til ljós- myndarar sem taka annarskonar myndir. Til að mynda Þjóðveijinn August Sander (1876- 1964), sem var hógvær maður og leit á sig sem hlutlausan skrásetjara. En verkefnið sem hann tókst á hendur var ekki smátt í sniðum. Áirð 1929 tilkynnti hann - í formála að lit- illi ljósmyndabók sem hét „Antlitz der Zeit“ (andlit tímans) - að hann hygðist gefa út 45 möppur með 12 portrettmyndum hver, allt í allt 540 myndir. Þær áttu að sýna „þver- sneið af þýskri þjóðfélagsskipun" eins og hún var þá. Já, þarna átti maður að geta skoðað myndir af „bóndanum, hinum jarðbundna manni, og svo áfram í gegnum allar starfs- stéttirnar allt upp til æðstu fulltrúa siðmenn- ingarinnar og niður til fávitans“ eins og sagt var í auglýsingu væntanlegs útgefanda. Verk- ið átti að heita „Menschen des 20. Jahrhund- erts“. Það var gefið út ófullklárað mörgum árum eftir að Sander lést. Sander hafði ekki áhuga á að hreyfa við samvisku eins eða neins og hann ætlaði sér ekki að draga einhvern leyndan og skuggaleg- an sannleika fram í dagsljósið. Hann kærði sig heldur ekki um að ná mögnuðum augna- blikum eða dularfullum stemmningum á mynd og hann fyrirleit sykursætar portrettmyndir. Hann leit fremur á sig sem vísindamann en listamann. Myndirnar hans áttu að vera hlut- lægar, enda eru þær kenndar við „Nýju hlut- lægnina" (Neue Sachlichkeit), myndastefnu sem var allsráðandi í Þýskalandi á síðari hluta þriðja áratugarins. Þær eru allar teknar eins, það er að segja beint framan frá og fólkið horfir oftastnær í myndavélina alveg ófeimið. Sander hafði enga trú á þeirri aðferð að smella af heilu filmunum og velja svo bestu myndirnar úr. Hann var íhaldssamur og not- aði fyrirferðarmikla gamaldags myndavél og stórar glernegatívur sem voru svo dýrar að hann gat aðeins tekið tvær til þijár myndir af hveiju mótífí. Hann varð því að undirbúa sig vandlega fyrir hveija töku og gæta ítrustu nákvæmni. Fljótt á litið gætu margar þessara mynda hafa verið teknar þannig að Sander hafi ein- faldlega átt leið þarna um og smellt af mynd. En við nánari skoðun sér maður að þær eru allar uppstilltar. Bakarameistarinn er ekki að hræra deig í raun og veru heldur stillir hann sér stoltur upp til að sýna starf sitt og stöðu. Sander hafði ekki áhuga á að taka myndir af prívatlífi fólks heldur myndir sem sýndu fulltrúa sérhverrar starfstéttar og hvers þjóðfélagshóps. Hann tók þær á vinnu- stað fólks eða heima hjá því og lét það sjálft ráða hvernig það stillti sér upp. Bakarameist- arinn er á blankskóm en bregður sér í hvítan slopp og þykist hræra deig; endurskoðandinn stendur stífur, sperrtur og smámunasamur fyrir framan heimili sitt, stoltur af stöðutákni sínu, dobermannhundinum, en byltingar- mennirnir þrír láta sér fátt um finnast og hafa tyllt sér á tröppur með úfið hár og horn- spangagleraugu. Ofugt við afar marga ljós- myndara reyndi Sander aldrei að fela svið- setninguna í myndum sínum. Hann ætlaðist ekki til að maður lifði sig inn í þessar mynd- ir eins og þær væru raunveruleikinn sjálfur, því hann gekk út frá því sem vísu að ljósmynd- ir séu sviðsettur veruleiki. Að þessu leyti má líkja aðferð hans við vinnubrögð Bertholds Brechts, sem var alltaf að minna áhorfend- urna að leikritum sínum á að þeir væri ekki að horfa á raunverulega atburði á sviðinu, heldur leiksýningu. En Sander var ekki marxisti eins og Brecht. Hann taldi ekki að þjóðfélagið skiptist í tvo hópa, eigendur framleiðslutækja og öreiga, heldur var hann með dálítið flóknari og fornfálegri þjóðfélagsskipan í kollinum, eða réttara sagt í sigtinu. Og hann var sannfærð- ur um að það sem fólkið á myndunum hans sviðsetti endurspeglaði þessa þjóðfélagsskip- an. „Menschen des 20. Jahrhunderts" er skipt í sjö meginflokka: bændur, verkamenn, kon- an, stéttirnar, listamenn, stórborgin, hinir síðustu. Sander trúði því að grundvöllur þjóð- félagsins væri hin ,jarðbundna“ bændastétt. Næst í þróunarkeðjunni koma „verkamenn", en til þeirra teljast iðnrekendur og tæknimenn ekki síður en almennir verkamenn og hand- verksmenn; síðan koma „stéttir" á borð við embættismenn, fræðimenn, lækna, endur- skoðendur, nasista o.s.frv. En þróunin rís hæst með Iistamönnum og fer síðan niður á við með ýmsu sem fylgir stórborgarlífinu og endar með „hinum síðustu", en það eru fávit- ar og sjúklingar. Einhverntíma hefst svo aft- ur nýtt og þróttmikið líf. Þessi mynd af líf- rænni hringrás þjóðfélagsins er undarlegt sambland af fornri heimsmynd og hugmynd- um 19. aldar manna um hnignun eða deka- denz þjóðfélagsins. - Hún var þó ekkert eins- dæmi á þessum tíma, það nægir að glugga í sum rit Sigurðar Nordals til að sjá sambæri- legar skoðanir. - Fræðimenn hafa margoft bent á að þessi hugmynd um þjóðfélagið var í litlu samræmi við hið raunverulega ástand þjóðfélagsins eins og það var á þriðja áratugn- um og það verður að segjast eins og er að Sander tókst aldrei að finna ‘sannfærandi hugmyndalegan grundvöll að þessu verki sínu. Meira að segja titillinn er misvísandi, því hann bendir til að myndirnar séu af tuttug- ustu aldar manninum yfirleitt en ekki bara- af þýsku þjóðinni. Sennilega taldi Sander sig lifa á upplausn- artímum og vildi festa viss karaktereinkenni og vissa skipan þjóðfélagsins á mynd áður en það yrði um seinan. Hann var aðdáandi George Grosz, sem fyllti heilu möppurnar með kvikindislegum karikatúrmyndum af dæmigerðum fígúrum þessa sama þjóðfélags. Sander taldi sig aftur á móti vera vísinda- mann, en vísindi hans eru skyld gervivísind- um, sem grasseruðu á þessum tímum, til að mynda phýsíógnómík (að lesa karakterein-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.