Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1994, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1994, Blaðsíða 3
E (m) o 0 [g] [U] 0 ® 0 g n) [g □ 0 (g Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Hítardalur var meðal þeirra staða sem Konrad Maurer heim- sótti í íslandsferð sinni og frá var sagt í síðustu Lesbók. I síðari hlutanum ergripið niður í kafla, þar sem hann segir frá för sinni úr Blönduhlíð, vestur í Dali. Þar hefur hann viðkomu í Hítardal þar sem hann kannar staðhætti og lýsir merkum gripum. Isozaki Japanski arkitektinn Arata Isozaki býr og starf- ar mest í Japan, en hefur allan heiminn undir. Hann þykir fádæma hugmyndaríkur og hefur auk þess einstaka tilfinningu fyrir því að blanda saman stíltegundum. Stuttri kynningu á honum fylgja myndir af nokkrum þekktum byggingum hans. Jóga merkir leið - og leiðirnar geta verið margar. Um grunnstefin í jóga skrifar Þórhallur Heimisson og þar kemur fram að jóga er ekki bara líkamsæf- ingakerfi, heldur andleg iðkun og í augum hindúa er jóga eina leiðin til að ijúfa hinar síendurteknu endurfæðingar, sem annars verða hlutskipti mannsins. QUINTUS HORATIUS FLACCUS Jafnaðargeð Helgi Hálfdanarson þýddi. Með jöfnu hugarþeli skal þrautum mætt, og ofurkæti forðast, þó vegni vel; og þessa máttu minnast, vinur: dauðinn í námunda búinn bíður hvort sem þú lætur ævina hverfa hjá með raunum, eða gerir þér glaðan dag í skýlum iundi iangt úr vegi liggjandi í grasi með hoilar veigar. Til hvers er fura hnarreist og silfruð ösp að hnýta saman greinar sem veita skjól og skuggasæld? hví skyldi vatnið lokkandi niða við lækjarbakkann? Lát bera hingað ilmföng og valið vín og ungar rauðar rósir! en grípum frest vorn fyrr en slitnar forlaganornanna dökki þráður! Þú yfirgefur bæ þinn og beitilönd og bústað þinn við gullskýjað Tiberfljót; þú lætur auð, sem upp var hlaðið, erfingjum þínum í greipar falla. Hvort fæddur var til auðs og af konungs ætt eða’ aumum þræll í tötrum, sem býr við smán, það kemur allt í einn stað niður, engum mun dauðinn af miskunn þyrma; á hans veg er oss öllum að lokum stefnt; úr örlaganna keri skal hlutur vor með vissu koma, og Karons ferja mun oss í eilífðar útlegð flytja. Quintus Horatius Flaccus (65-08 f.Kr.) er talinn höfuðskáld Róm- verja á blómaskeiði Ijóðlistar, öldina fyrir Krists burð. Bragarháttur Ijóðsins er kenndur við forngríska skáldið Alkajos. Þýðingin er sótt í safn Helga Hálfdanarsonar, Erlend Ijóð frá llðn- um timum, 1982. Vio strákarnir Fyrir nokkrum árum síðan kom hingað til lands kunningjakona mín, frá Bandaríkjunum, sem starfar sem dálkahöfundur hjá einu af virtari dagblöðum Bandaríkjanna. Hún vildi kynna sér kvennapólitíkina hér á landi, einkum og sér í lagi hugmyndafræði Kvennalistans og hvaða hugmyndafræði lægi að baki hjá þeim kvennalistakonum. Ég aðstoðaði hana á þann hátt sem mér var fært. Þegar heim- sókn hennar hingað var á enda, snæddum við í kveðjuskyni saman hádegisverð á Hótel Borg og spjölluðum um árangur. Alltaf verður mér minnisstæð spurningin sem kunningjakonan bar upp við mig, rétt áður en við kvöddumst: „Agnes, af hvetju kalla sumar konur þig karlrembusvín?“ Ég varð satt best að segja talsvert undrandi og sagði henni, að á því hefði ég enga skýringu, nema ef vera kynni, að ég ætti það til, að segja „Við strákarn- ir!“ með vísan til mín og kollega minna hér á Mogganum. Þessi gamla einkunnagjöf hefur stundum vafíst fyrir mér, án þess þó að hún hafí ekki beinlínis haldið fyrir mér vöku. I sum- ar, þegar ég var í sumarfríi með börnin mín, Sunnu og Sindra í Portúgal, rifjaðist þetta upp fyrir mér, þegar ég fylgdist með því hjá nokkrum hóp hjóna, hvernig hin hefðbundna verkaskipting, að því er varðar barnauppeldi og umönnun virtist breytast, a.m.k. á meðan á sumarfríinu stóð. Mér tekst líklega að „endurheimta" karl- rembusvínsnafnbótina, með því að leyfa mér að setja hugleiðingar mínar í þessum efnum í Rabb Lesbókarinnar, en ég verð þá bara að bíta í það súra epli. Það er mikið letilíf sem bíður sólarlanda- farans, sem heldur veðurbarinn og vind- þurrkaður héðan af skerinu, til þess að njóta sólar, logns og sjávar í einhveijar vikur. Það er að vísu heilmikið púl að halda það út að liggja í sólbaði í 35 til 40 gráðu hita, enda var ég afar úthaldslítil við þá iðju. Ég gat ekki annað en dáðst að mörg- um íslenskum kynsystrum mínum, sem gátu legið í sólinni klukkustundum saman, án þess að virðast hafa tiltakanlega mikið fyrir því. En það voru skjólgóð tré í liótel- garðinum, sem gáfu góðan skugga, þannig að létt var að skjótast undir eitt þeirra, með reyfarann sinn. Þegar ég sat í skugga trésins, gat ég fylgst vel með því sem fram fór í garðinum og sundlauginni. Börnin voru að leik, við og í lauginni, mæðurnar lágu á bekkjum og sleiktu sólina, feðumir sátu iðulega hjá mæðrunum einhveija stund og spjölluðu við þær, reyndu svo að liggja í nokkrar mínútur, fóru síðan og kældu sig í laug- inni, léku við börnin og tóku síðan tal inn- byrðis, þar sem spjallað var um landsins gagn og nauðsynjar, pólitíkina á íslandi. Ef lítil hnáta kveinkaði sér, eða snáði meiddi sig, þá var það einatt pabbinn sem sýndi hin snöru viðbrögð og var fyrstur á vettvang, til þess að „kyssa á meiddið“, stijúka burtu tárið, sækja plástur, eða taka í fangið og hugga. Ef börnin vildu fara í leiki, svo sem fótbolta, tennis, eltingar- leiki, o.þ.h. þá voru það einnig feðurnir sem fóru með, léku með, eða stjórnuðu leikjun- um, allt eftir því hvernig kraftar þeirra nýttust best. Mér þótti það afar ánægjulegt að sjá hvernig feðurnir og börnin nýttu sumarfrí- ið til samvista, ræktunar á vináttu, sín á milli og augljóslega nutu þess, að fá að vera svo mikið saman. Ekki misskilja orð mín! Það var alls ekki svo, að mæðurnar nytu þess ekki, að vera með börnunum, eða börnin nytu þess ekki, að vera með mæðrum sínum, heldur var augljóst af þessu samskiptamynstri að dæma, að þörf feðranna til þess að eyða sem mestum tíma með börnunum og gagnkvæmt, var ein- faldlega svö miklu brýnni, en þörf mæðr- anna. Þar sem ég, sem einstæð móðir, var í þessu ferðalagi, eiginlega í hlutverkum beggja foreldranna, varð raunin sú, að ég eyddi mun meiri tíma í félagsskap pabba og barna en kvenna, þannig að ég gat farið að dusta rykið af gamla gríninu um „okkur strákana". Þegar ég skoðaði íslenska karlpeninginn í þessu ljósi, varð mér á að hugsa, hvort það fyrirkomulag, sem við höfum á vinnu okkar og það hvernig við skipuleggjum tíma okkar hér heima, verði í raun og veru til þess, að mörg íslensk börn alist hér upp í hálfgerðu föðursvelti. Er það svo, þrátt fyrir hið hefðbundna fjölskyldu- mynstur, hjón með barn/börn, að konan beri hita og þunga uppeldis og reksturs heimilis, allan ársins hring, en karlinn vinni utan heimilis, kannski 80% til 100% af vökutíma barnsins, fímm eða sex daga vikunnar? Getur það verið að fyrir utan jól og páska, sé þriggja eða fjögurra vikna sumarfrí, ár hvert eini heillegi tíminn sem margir feður og börn þeirra fá, til þess að kynnast, njóta samvista, vingast og tala saman? Mig grunar að svörin við báðum þessum spurningum séu, í mjög mörgum tilvikum, jákvæð. Ef grunsemdir mínar eru réttar, er það auðvitað tregara en tárum taki. Hugsið ykkur hvers feðurnir fara á mis! Hugsið ykkur hvers börnin fara á mis! Að fara á mis við barn sitt, sem er að vaxa úr grasi, þroskast, breytast, stundum dag frá degi, nánast alltaf viku frá viku, alltaf mánuð frá mánuði, að nú ekki sé talað um frá ár til árs, er missir sem aldrei verð- ur bættur. Að fara á mis við að þekkja föður sinn, þroskast og dafna, undir hans leiðsögn, ekki síður en móðurinnar og læra að þekkja lífsskoðanir hans, er sömuleiðis missir, sem barni verður ekki bættur.síðar á lífsleiðinni, Að þessu leyti erum við mæður mikil forréttindastétt, hvað sem hver segir. Við getum unnið mikið og gerum það margar, rétt eins og feðurnir, en þurfum, sem bet- ur fer, ekki allar, að gera það. Við þurfum ekki að óttast, að við verðum að geyma það til elliáranna, að kynnast börnunum okkar. Oft finnst okkur, sem við þekkjum þau betur en þau sjálf gera og gerum það iðulega. Vegna þessarar vissu mæðranna, verða hlutverkaskipti foreldranna, eins og ég varð vitni að, úti í Portúgal, möguleg og gerast í fullri vinsemd, án togstreitu - án afbrýðisemi. Mæðurnar sjá þörf feðra og barna fyrir mikið samneyti, börnin sækja í feðurna og mæðurnar geta með góðri samvisku legið með tærnar upp í loft og teygað sólskinið. Þær eru ekki að fórna neinu. AGNES bragadóttik LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. OKTÓBER 1994 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.