Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1994, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1994, Blaðsíða 8
Þórarinn kvað sér vanhenta annað. En er Kjartan Ólafsson spyr þessi tíðindi ríður hann þegar við tólfta mann og kom í Tungu snemma dags. Fagnar Þórarinn honum vel og bauð honum þar að vera. Ekki skal þig í skaða þó að Bolli kaupi eigi landið því að ég mun kaupa þvílíku verði og ekki mun þér duga mjög í móti að mæla því sem ég vil vera láta því að það mun á finnast að ég vil hér mestu ráða í héraði og gera þó meir eftir annarra manna skaplyndi en Laugamanna. Kjartan kvaðst heim mundu ríða um kveldið en eiga þar dvöl nokkura. Þórarinn frétti að um erindi. Kjartan svarar: Því að verðið skal bæði rífiegt, það er Bolli hefir mér fyrir heitið landið, og gjaldast skjótt. Það er erindi mitt hingað að ræða um landkaup það nokkuð er þér Bolli hafið stofnað því að mér er það í móti skapi ef þú selur land þetta þeim Bolla og Guðrúnu. Dýrt mun mér verða drottins orð um þetta mál. En það væri næst mínu skaplyndi að kaup þetta væri kyrrt sem við Bolli höfum stofnað. Ekki kalla ég það landkaup er eigi er vottum þundið. Ger nú annaðhvort að þú handsalar mér þegar landið að þvílíkum kostum sem þú hefir ásáttur orðið við aðra eða bú sjálfur á landi þinu eila. Þórarinn kaus að selja honum landið. Vóru nú þegar vottar að þessu kauþi, Kjartan reið heim eftir landkaupið. Hinn þriðja dag páska reið Kjartan heiman við annan mann. Fylgdi honum Án svarti. Þeir koma í Tungu um daginn. Þetta spurðist um alla Breiðafjarðardali. Hið sama kveld spurðist þetta til Lauga. Þá mælti Guðrún: Svo virðist mér Bolli sem Kjartan hafi þér gert tvo kosti nokkuru harðari en hann gerði Þórami, að þú munt láta verða hérað þetta með litlum sóma eða sýna þig á einhverjum fundi ykkrum nokkuru sljór en þú hefir fyrr verið. Bolli svarar engu og gekk þegar af þessu tali. Og var nú kyrrt það er eftir var langaföstu. Kjartan vill að Þórarinn ríði með hinum vestur til Saurbæjar að játa þar skuldarstöðum því að Kjartan átti þar miklar fjárreiður. Þórarinn var riðinn á annan þæ. Kjartan dvaldist þar um hríð og beið hans. Þann sama dag var þar komin Þórhalla málga. Hún spyr Kjaiian hvert. Hann kvaðst fara skyldu vestur til Saurbæjar. Hún spyr: Muntu reka erindi mitt? Eg á frænda vestur fyrir Hvítadal í Saurbæ. Hann hefir heitið mér hálfri mörk vaðmáls. Vildi ég að þú heimtir og hefðir með þér vestan. Hversu lengi munt þú vera. Ég mun riða vestur Sælingsdal en vestan Svínadal. Hverju skaltu leið ríða? Það er líkast að ég ríði vestan fimmtadaginn. Kjartan hét þessu, Guðrún mælti: Síðan kemur Þórarinn heim og ræðst til ferðar með þeim. Ríða þeir vestur um Sælings- dalsheiði og koma um kveldið á Hóla til þeirra systkina. Kjartan fær þar góðar viðtökur því að þar varhin mesta vingan. Þórhalla málga kom heim til Lauga um kveldið. Spyrja synir Ósvífurs hvað hún hitti manna um daginn. Hún kvaðst haf hitt Kjartan Ólafsson. Þeir spurðu hvert hann ætlaði. Hún sagði slíkt af sem hún vissi. Bæði var hjá tali þeirra Guðrúnar Bolli og synir Ósvífurs. Þeir Óspakur svara fá og heldur til áleitni við Kjartan sem jafnan var vant. Bolli lét sem hann heyrði eigi.sem jafnan er Kjartani var hallmælt því að hann var vanur að þegja eða mæla í móti. Og aldreigi hefur hann verið vasklegri en nú og er það eigi kynlegt að slíkum mönnum þyki allt lágt hjá sér. Vel má Kjartan því allt gera djarflega það er honum líkar því að það er reynt að hann tekur enga þá ósæmd til að neinn þori að skjóta skafti að móti honum. Auðfynt þótti mér það á að Kjartani var ekki annað jafnlétt hjalað sem um landkaup þeirra Þórarins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.