Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1994, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1994, Blaðsíða 4
Hraunþúfu- klaustur í V esturdal að hafði lengi verið ásetningur minn að líta augum þennan munnmælafræga stað, Hraun- þúfuklaustur í Vesturdal í Skagafirði. Allt frá bernskuárum þegar ég var að alast upp í Skagafirði heyrði ég annað slagið minnst á í þessari fjallaparadís orkar þögnin á mann með óskilgreindum krafti. Fjöllin kringum klaustur mynda dalkvos sem er á að giska hálfur km á breidd þar sem hún er breiðust og einn og hálfur á lengd. Hraunþúfumúlinn lokar dalkvosinni að sunnan, en við rætur hans rennur Runukvíslin. Eftir MARGRETI MATTHÍASDÓTTUR þennan stað lengst frammi í dölum, langt frá öllum mannabyggðum. Vegna munnmælanna um að þarna hefði eitt sinn verið klaustur var staðurinn sveipaður dulúð og þjóð- sagnablæ í huga fólks þar nyrðra. Fjarlægð- in frá öðrum byggðum bólum hefur vafalaust einnig stuðlað að því að viðhalda helginni sem fylgdi heiti staðarins. Eg hafði að sjálfsögðu margoft lesið lýsingu fóður míns, Margeirs Jónssonar fræðimanns, um Hraunþúfu- klaustur, sem hann skrifaði eftir ferð sína á Klaustur þ. 7. júlí 1928, og birtist í tímai-itinu Blöndu það sama ár. Heimsókn mína til Hraunþúfuklausturs bar upp á þriðjudaginn 13. júlí 1993 og rætt- ist J)ar loks margra ára draumur. Eg var í hópi hestamanna úr Reykjavík sem var kominn norður í Vesturdal í Skaga- firði eftir fjögurra daga viðburðaríka ferð yfir hálendið. Hópurinn hafði gist síðustu nótt í hinum myndarlega skála við Ströngu- kvísl og þaðan tekið stefnuna í Buga og síð- an norður á Gilhagadal. Það var orðið kveldsett þegar hópurinn nálgaðist áfangastað. Skagafjörðurinn heils- aði okkur með sínum tignarlegu fjöllum, sveipuð fjólublárri slikju hnígandi sólar. Við héldum sem leið lá í Goðdali þar sem hestamir skyldu geymdir meðan staldrað yrði við tvo daga í Skagafirði áður en lagt væri af stað suður yfir heiðar. Eftir að hestar voru komnir á haga var haldið út í Sölvanes, sem er um 5 kílómetrum fyrir norðan Goðdali, en þar hafa hjónin komið upp hinni prýðilegustu gistiaðstöðu fyrir ferðamenn og undum við hag okkar hið besta. Þriðjudagurinn 13. júlí rann upp, bjartur af sól og hlýr, með sunnangolu. Þetta var mikil heppni, því að sumarið hafði verið kalt að undanfömu á Norðurlandi. Heyskapur stóð sem hæst á bæjunum í dalnum enda Viðkvæmur gróður og grjótið ails staðar uppúr. Gulur mosi skreytir bakka lækjarins, sem raunar heitir Hraunþúfuá. höfðu bændur beðið lengi eftir góðri heyskap- artíð og töðuilmurinn lá í loftinu sem lifandi tákn um gæði jarðar. Upphaflega var ætlunin að fara ríðandi frá Goðdölum fram að Hraunþúfuklaustri, en að vel athuguðu máli var horfið frá þvi og í stað þess ákveðið að nota hina öflugu fjallabfla, sem vom með í för, og freista þess að kom- ast eins langt og unnt væri á þeim, og ganga síðan síðasta spölinn. , Við lögðum af stað árla morguns frá Sölva- nesi áleiðis í Goðdali þar sem staldrað var við í u.þ.b. klukkutíma og heilsað upp á heimafólk og hugað að líðan hestanna í leið- inni. Allt var með ágætum á þeim bæ. Þá notuðum við tækifærið og skoðuðum kirkj- ík£fe-.';..r:.-.s—, Greinarhöfundur við rústir Hraunþúfuklausturs. í baksýn sést Runukvíslin. una, en Goðdalir hafa verið kirkjusetur um aldir. Ánægjulegt var að sjá hversu öllu er þar vel og snyrtilega við haldið, smáu sem stóru. Mönnum varð að vonum tíðrætt um blíð- viðrið og var okkur tjáð að hitamælirinn sýndi 18 stig. Tæplega varð á betra kosið. Bóndinn í Goðdölum sagði okkur einnig að það væru um 27 kílómetrar fram að Klaustri; „þetta er gríðarlöng leið“ bætti hann við. Ofurlítinn kvíða setti að mér við þessi orð hans og ég hugsaði með mér að kannski kæmist ég ekki alla leið eftir allt saman. Brátt kvöddum við þessa góðu gestgjafa okkar í Goðdölum og héldum úr hlaði áleiðis að Þorljótsstöðum sem var næsti áfangi ferðalagsins. Rétt sunnan við Goðdali fellur vestri Jök- ulsá í miklu klettagili en enginn er hún farar- tálmi því að langt er síðan þetta beljandi vatnsfall var brúað. Leiðin liggur til suðurs með Hofsána á hægri hönd sem er berg- vatnsá og liðast um sléttar eyrar út dalinn. Mér varð hugsað til reiðskjóta míns, hversu gaman hefði verið að láta hann renna á tölt- inu eftir þessum sléttu grundum og láta gol- una strjúka vanga. En Prins minn átti nú skilið að eiga þennan frídag eftir að vera búinn að tölta með mig yfir Kjöl. Þeir munu ófáir skagfirsku gæðingarnir sem runnið hafa skeiðið hér inn milli fjall- anna, um það vitna m.a. gamlar frásagnir af kirkjuferðum íbúa í dalnum sem áttu kirkjusókn í Goðdali. Ferðin sækist vel og um hádegisbil rennum við í hlað á Þorljótsstöðum sem er eyðibýli, en síðustu ábúendur fluttu þaðan árið 1946. Þorljótsstaðir var innsti bærinn í Vesturdal, næsti bær fyrir norðan er Giljar og er búið þar ennþá, en um 7 kflómetrar eru á milli bæjanna. Lengra utar í dalnum er landnám- sjörðin Hof sem áin dregur nafn af. Bæjarrústirnar á Þorljótsstöðum kúrðu þarna í þögn sinni og voru orðnar samvaxn- ar við jörðina eins og hún hefði tekið þær í faðm sinn. Torfbaðstofan stóð þó enn uppi og mátti greinilega sjá hagleik þeirra handa sem veggi hennar höfðu hlaðið. Á stöku stað gægðust sóleyjar og músareyra út á milli torfsniddanna og breiddu út blómin sín í átt að sólinni. Enn kviknaði hér líf rétt eins og í gamla daga þegar lítil börn fæddust hér og horfðu vonaraugum út í vorið og sum-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.