Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1994, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1994, Blaðsíða 3
1-BgRáHf 11 B|R [Ö [u][M 1] [L E 1] 1] [I (m| g] Útgefandi: Hf. Áivakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnars- son. Ritstjómarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Rit- stjóm: i Kringlunni 1. Sími 691100. Húsakostur er sá þáttur í íslenzkum menningararfi sem hlotið hefur tiltölulega lítið rúm í huga margra þeirra, sem láta sig þó varða íslenzka menningu, segir Sturla Böðvarsson, alþingismaður, í grein um húsfriðun. Hann segir jafnframt að það eigi að vera liður í að efla þjóðmenninguna að varðveita það sem til er frá liðnum tíma. Munnmæli herma að verið hafi munkaklaustur í Vesturdal í Skagafirði, þar sem nú eru rústir einar og heitir Hraunþúfuklaustur. Margrét Matthíasdóttir hefur verið þar á ferð og segir frá því í máli og myndum sem þar er að sjá. Rannsóknir Á íslandi er talið að matjurtir séu ræktaðar í 15-20 þúsund heimilisgörðum. Vegna þessa hafa verið gerð- ar tilraunir á Hvanneyri og frá þeim segir Magnús Óskarsson á Hvanneyri í þáttaröðinni um rannsóknir á íslandi. PAUL VERLMNE Kvæði sem mun vekja ilit umtal Kristján Þórður Hrafnsson þýddi Næturlangt hef ég hugsandi setið hjá þér, horft á nekt þína, fylgst með þér sofa rótt á beddanuma, og á mig það hefur sótt hve allt er í rauninni fánýtt á jörðu hér. HvHíkt undur! lífið sem lifum við. Líkaminn aðeins skammært og viðkvæmt blóm. Mér heldw við sturlun að hugleiða þvílíkan dóm. Já, hvíldu þig áfram, mér veitast ei næturgríð. Þín viðkvæmni hryggh' mig. Ó, þú sem ert mér svo kær og andar og lifir einn vordag sem ferskur blær. Ó, luktu augu sem eitthvert sinn tindra ei meh'. í draumi um kossa okkar, þú brosir blítt. Senn byrjar glaumurínn tryllti upp á nýtt. Vaknaðu, segðu mér, sálin á líf er ei deyr. Paul Verlaine (1844-1896) var franskt skáld og á sínum tíma leiötogi symbólistanna. Hrynjandi ásamt tregablöndnum tóni er það sem einkennir skáldskap hans. Þýðand- inn stundar nám í París. B B Ekki stoðar að jarma um „sérstöðu“ egar óbreyttur múgamað- ur rennir augunum yfir svið þjóðlífsins vekur margt honum undrunar, ef hann er þá ekki orðinn ónæmur fyrir þeim furð- um sem þar ber allajafna fyrir augu. Þegar ég var ungur lagði ég dag einn leið mína á áheyr- endapalla Alþingis, þar sem úrval gáfna- og atgervismanna þjóðarinnar kom saman til að ræða hvernig best mætti stjórna þjóð- inni og setja henni þau lög sem henni væru fyrir bestu. Fátt var þá á þingpöllum enda verið að ræða mál sem ekki vakti mikla athygli og fáir höfðu áhuga á nema máls- hefjandi. Hann stóð og flutti ræðu sína af miklum eldmóði og með sterkum áherslum, gott ef hann baðaði ekki út höndunum, en það sem mest dró að sér athygli mína var að það vru innan við tíu manns viðstaddir að hlusta á hann. Hlusta á hann, segi ég. Það er nefnilega ekki rétt. Það voru í mesta lagi fimm manns að hlusta. Einn sat með lappirnar uppi á boi'ði og hökuna niðri á bringu og svaf. Annar var að lesa dagblað. Tveir voru að tala saman í hálfum hljóðum og einn lá á grúfu fram á borðið, að því er virtist sofandi en gat verið dauður. Mér leiddist fljótt að hlusta á þennan pólitíska eldhuga flytja mál sitt svo ég fór og nennti ekki lengi eftir þetta að eyða tíma í annan eins hégóma og þennan. Alllöngu síðar fór Nóbelsskáldið virðing- arlitlum orðum um þingmenn sem létu móðan mása um friðun rjúpunnar dag eftir dag meðan allt var komið undir kvið á þjóð- armerinni, rétt einu sinni. Eitthvað í þessa átt verður mér oft hugs- að þegar verið er að pexa um einhvern hégómann til þess að forðast að takast á við þau mál sem þyngst vega á fyrrnefndri þjóðanneri, baggana sem alltaf eru á leið- inni undir kvið. T.d. þegar menn eru að rífast um það í fullri alvöru, og það ráðherr- ar, hvort almenningur hér eigi éta útlenda kjúklingabita og grísalappir, sem þeir éta hvort sem er í sínum mörgu utanferðum. Eða þegar sömu menn heimta tollfrjálsan innflutning af iski til EES-landa og ætla að ærast ef útlendingar vilja gera hann afturreka, en hækka bara vörugjald á inn- fluttum vörum fi-á sömu löndum ef þeim verður skylt að fella niður af þeim tolla, tíl þess að geta fengið sömu upphæð út úr þeim viðskiptum í ríkishítína. Of langan tíma tæki að tíunda fleiri slík mál þótt af nógu sé að taka enda verðum við að sætta okkur við að þetta er ekki alvöruþjóðfélag, eins og ungur námsmaðm- sagði eitt sinn við mig þegar einhver áþekk ósköp gengu yfir. Sami maður sagði ekki alls fyrir löngu að þennan óvilja okkar til að láta sama ganga yfir okkur og við heimt- um af öðrum rökstyddum við með því að við hefðum „sérstöðu". Við eigum að kom- ast upp með það sem við þverneitum öðrum um vegna „sérstöðu“ okkar. „Þið getið nú ekki farið að neita okkur um þetta, okkuf sem erum svo fá og svo kuldabitin hér norður við pól.“ Reyndar má segja að gamli gorgeirinn og heimtufrekjan, sem stundum voru höfð uppi í gamla daga, með tílvísun í víkinga og manndrápara í fomöld, hafi ekki verið eins leiðinleg og smámunasemi og betlara- tónn nútímamanna, enda hafa skólarnir unnið að þvi hörðum höndum að plokka út úr krökkunum nærfellt allt sem heitir Is- landssaga, þeim sem á annað borð komast læsir út úr þeim, og búa til úr þeim ein- hvers konar landleysingja, alþjóðlegan lágkúrulýð. Hinir, sem vel standa sig í menntun og framkvæmdum, flýja land vegna þeirra kjara sem þeim eru boðin hér. Ef við tímum ekki að gera vel við menntaðasta og besta fólkið fer það bai-a út í heiminn og lætur sig engu varða þjóð- sögurnar um víkingana, enda líta „nútíma- menn“ ósjaldan á það sem kallað var þjóð- emi sem „úldið hræ“, svo ég taki upp orð erlends rithöfundar. Amerískm• sendikennari, sem hér var fyrir löngu, sagði nemendum sínum eitt sinn frá því hvernig fórum hai'ðbýl héruð í Nýja Englandi. Þar varð atgervisflóttí, menntaðasta og hæfasta fólkið fluttí bm-tu og eftir varð miðlungsfólk og þaðan af slappara sem ekki var fært um að halda uppi þeLrri forustustarfsemi sem samfélög manna þai-f. Það getur líka gerst hér og við erum í reyndinni að horfa á það ger- ast. Of margt af hæfu fólki er þegar farið og þess sjást engin merki að við verði snú- ið. Og þegar það er orðið of seint dugir ekki að hefja á ný upp sóninn um launajafn- réttið.'Við verðum að gera vel við menntað- asta og besta fólkið okkar, annars missum við það og fáum ekkert í staðinn. Mér er ekki grunlaust um að við séum farin að verða óþægilega vör við að við eigum ekki til hæft fólk í allar þær stöður sem við þurfum að skipa og því verðum við að setja í sumar þeirra eitthvað af næstbesta fólk- inu, sem ef til vill veldur ekki sínu hlut- verki. Þá verður störfilnum illa sinnt, þá verður afturför hjá fyrh-tækjum og stofnun- um og þá verðum við troðin undir af erlend- um keppinautum sem hafa „klárari" menn í sinni þjónustu. Við verðum að sigrast á hinni landlægu tortryggni gagnvart útíendingurú, við verð- um hvort sem er smám saman að takast meira á við þá í framleiðslu og viðskiptum og þegar að því kemur er okkur eins gott að vera ekki búin að fæla bestu mannsefn- in frá okkur. Þá dugir ekki annað en fram- tak og dugnaður og þá stoðar ekki lengur að janna um „sérstöðuna“. Það gengur alveg fram af okkur sem fylgjumst með framvindu mála hversu ófag- lega er haldið um stjórnvölinn í opinbenim málum, hversu dýr öll sú stjórnun er og hversu miklu fé er ausið í málaflokka sem ég þori ekki að nefna svo ekki verði hlaðið glóðum elds að höfði mér. Fólk borgar allt að því helming launa sinna í skatta og helm- ingur þess sem eftrt verður og ef til vill meira er svo hirt með öðrum sköttum og hverskonar álögum, sem fólkið áttar sig ekkert á. Og ekkert stoðar, hítin er alltaf tóm. Eg vil að lokum koma á framfæri ráði sem eitt sinn í gamla daga var beitt í Eng- landi þegar tómahljóð var í ríkiskassanum. Þá var lagður á gluggaskattur, viss upphæð á hvern glugga hvers húss. Og vesalings fólkið áttí ekki nema eitt ráð sér til bjarg- ar. Það múraði upp í alla glugga sem það gat án verið. TORFIÓLAFSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. APRlL 1994 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.