Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1994, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1994, Blaðsíða 5
Nokkrir ferðafélagar hvíla sig í grænu grasi hjá árgilinu við Þorljótsstaði. Fjallið liuna — örnefni sem ekki kemur víða fyrir. Frá Hraunþúfuklaustri. Hraunþúfumúlinn og gilið eru tii hægri. 1 Hraunþúfumúli fyrir miðju, Hellishlíðin til hægri og þar sést Álfasteinninn. arfegurðina, en spor þeirra eru horfin. Náttúran hefur smátt og smátt máð út minjar um líf fólksins sem bjó hér á árum áður við erfið lífsskilyrði. Það er vissulega sumarfagurt á Þorljóts- stöðum. I suðri sást til Lambatungna sem skörtuðu fallegum litum í sólbirtunni og í suðvestri blasti við fjallshlíðin með Sandfell- inu en um það má lesa eftirfarandi í bók- inni, Minningar úr Goðdölum eftir Þormóð Sveinsson þar sem hann lýsir þessu útsýni. „Sandfellið fannst mér alltaf vera kórónan í þessari umgerð. Um það léku síðustu sólar- geislarnir á kvöldin og þar heilsuðu hinir fyrstu á morgnana. Og á haustin skai-taði það oft fannhvítu þótt auð væri jörð annars staðar." Við gengum niður að ánni, snertispöl frá bænum. Þar fellur Hofsáin í nokkuð hrika- legu hamragili og rennur til norðurs. Þor- móður Sveinsson var tekinn í fóstur átta ára gamall að Þorljótsstöðum vorið 1898 og dvaldi þar næstu 9 árin. Hann segir frá því að árgilið hafi orðið leikvangur hans og bróð- ur hans sem dvaldi þar einnig um hríð. „Fengum við þegar orð á okkur fyrir fífl- dirfsku í klettum og hélst það alla þá stund, er við höfðum aðstöðu til að iðka kletta- göngu.“ Og síðar segir. „Ég varða ð vera sjálfum mér nógur. Og þá leitaði ég einna helzt á náðir móður náttúru, en sinnit minna innileikjum enda fátt umleikföng. Og hún var örlát á staði sem áttu vel við mig. Fyrst og fremst var það árgilið. Það er mjög tilkomu- mikið í nánd við Þorljótsstaði myndríkt og fagurt í mínum augum. Þar uxu hvannir og allskonar blómgresi. Sums staðar eru þar órofa hamraveggir á löngum pörtum, en ann- ars staðar sundurskornir af grasgeirum eða gjám. Það var hvarvetna djúpt en nokkuð misbreitt. Niður frá bænum er allstór eyri eða grashvammur við ána. Þar var stekkur- inn hlaðinn að hamravegg.“ Við sáum enn móta fyrir stekknum, en móðir náttúra var á góðum vegi með að klæða hann flosmjúku grasi og smámsaman myndi hann hverfa inn í jörðina og verða eitt með henni. Það var vissulega mikil fegurð fólgin í umhverfinu þarna en jafnframt nokkuð ógn- vekjandi. Þar sem ég sit þarna á klettabrún- inni horfandi ofan í árgilið þykist ég skilja þá ögrun sem þessi staður hefur verið fyiár unglinga að bjóða hættunni birginn í glí- munni við tröllslega klettana. Að stundu liðinni j'firgáfum við Hofsána. Við vissum að innan skamms myndum við hitta hana aftur á leið okkar til Klausturs. Ekkert i-auf kyrrð þessa fjallasalar nema niðurinn frá ánni, en fjöllin i ki-ing voru þög- ul og þungbúin líkt og þau væru að bíða eft- ir að smalarnir kæmu á ný hlaupandi um hlíðar þeirra með hundgá og hrópum rétt eins og í fyrndinni. Ég kvaddi Þorljótsstaði með þessari stöku: Hér er bærinn gamli grafínn, grúfír þögn í fjöllunum. Minninganna myndum vafínn mitt í klettahjöllunúm. Að aflíðandi hádegi héldum við af stað á ný eftir að hafa snætt nesti og hresst okkur á kaffitári. En nú mótaði ekki lengur fyrir vegi, held- ur einungisf götuslóða sem lá til suðurs í fyrstunni yfir túnkragann í kringum bæinn. Fremur sóttist ferðin seint því að yfir veg- leysur varð að fara. En áfram mjakaðist hópurinn í hinum þremur fjallabílum og eftir tæpa klukkustund komum við aftur að Hofs- ánni og lengra varð ekki komist á vélknúnu farartæki því að hinum megin árinnar tók við aflíðandi brekka og enginn jeppavegur. Hér skildu leiðir með hluta hópsins því að augljóst var að héðan yrði ekki komist á Kiaustur nema á tveimur jafnfljótum og sú gönguleið tæki allt að tvo klukkutíma hvora leið. Eins og skiljanlegt er voru ekki allir tilbúnir að leggja slíkt erfiði á sig. Við vorum 6 manns sem lögðum af stað gangandi frá ánni eftir að einn ferðafélaginn hafði ferjað okkur í bíl sínum vestur yfir ána. Hinir sneru við og héldu aftur til byggða, en nú fannst mér ekkert geta hindrað mig lengur í að ná takmarki mínu og lagði ótrauð af stað í þessa löngu gönguferð. Fljótlega dró nokkuð í sundur með mér og samferðafólkinu því hug- urinn bar mig hálfa leið. Leiðin lá til suðausturs eftir kjan-ivöxnum ás með Hofsána á vinstri hönd. Sterkur gróð- urilmurinn barst að vitum okkar frá lyngiv- öxnum hlíðunum. Fljótlega fundum við mjóan götuslóða eða moldargötur markaðar í svörð- inn eftir kindur sem vafalaust hafa átt sín spor þarna gegnum aldirnar. Það var hrein- asta unun að ganga þarna eftir „mjúkum moldrunnum tröðum“ á vit óbyggðanna. Austan megin árinnar blasti við brött hlíð- in sem lá niður að ánni. Þetta var greinilega kjörland sauðkindarinnar því þarna voru þær eins og drottningar í ríki sínu og úðuðu í sig kjarnmiklum fjallagróðrinum. Þessi gróður- sæld minnkar nokkuð við svonefnt Illagil, sem er djúpt og þröngt hamragil og rýfur hlíðina alla leið frá brún og niður að á. Sunnan Illagils heitir fjallshlíðin Runa og mun hún vera um 12 kílómetrar á lengd og nær langt inn á öræfi. Ain dregur einnig nafn hér af og heitir nú Runukvísl. Leiðin er vel hálfnuð til Klausturs þegar Runufossinn kemur i sjónmál. Hvítfyssandi löðrið steypist fram af hamra- bráninni með tilheyrandi nið, sem hljómar eins og undirspil við bergmálið í klettunum meðfram ánni. Þegar hér er komið sögu hefur samferða- fólkið snúið við nema Sigurjón, eiginmaður minn, sem lætur sig hafa það að fylgja kellu sinni eftir í Klaustur. Hef ég hann grunaðan um að hann telji ekki vogandi að ég gangi ein á vit þeirra dularafla sem þar kunna að búa. Eftir u.þ.b. tveggja tíma göngu erum við komin í fyrirheitna landið, Hraunþúfuklaust- ur og stefnum beina leið á rástirnar þar sem mannvistarleifai' hafa fundist við uppgi'öft fornleifafi-æðinga. Eftir að hafa skoðað ræki- lega ummerki þeirra tylli ég mér niður á grasi vaxinn árbakkann þar sem Hraun- þúfuáin liðast um silfurtær og hjalandi áður en hún sameinast systur sinni, Runukvíslinni. Ég tek að litast um í þessari fjallaparadís og þögnin orkar á mig með óskilgreindum krafti. Fjöllin kringum Klaustur mynda dalkvos sem er á að giska hálfur kílómetri á breidd þar sem hún er breiðust og einn og hálfur á lengd. Hraunþúfumúlinn lokar dalkvosinni að sunnan, en við rætur hans að austan rennur Runukvíslin hljóðlát og þolin- móð enda langt að komin eða allar götur fi'á Orravatni, ekki ýkja langt frá Hofsjökli. Ekki er náttúran jafn ljúf vestan við Hraunþúfumúlann því þar getur að líta mik- ið gljúfragil með háum hamraflugum og grjóturðum, nefnist það Hraunþúfugil, en efth' því liðast Hraunþúfuáin sem fyrr er nefnd. Ekki mun hún ávallt vera saldeysið sjálft þó að hún sýni þá hlið nú, því kunn- ugir segja að áin geti orðið ófær og tryllings- leg í leysingum á vorin. Hæsti kletturinn norðan við gilið ber heit- ið Hólofernishöfði og hafa margir fræðimenn brotið heilann um nafngift þessa sem og fleira tengt þessum stað. I gi'ein Margeirs Jónsson- ar, Hraunþúfuklaustur, sem fyrr var nefnd lýsir hann þessu umhverfí á eftirfarandi hátt: „... í syðri gilbarminum er þverhníptur og hár stapi sem sumir kalla Hraunþúfu, en aðrir Hraunþúfustapa eða -höfða og það hygg ég að sé réttara. Almennt álit er það að illt sé að ganga fram á höfðann af gilbráninni, en þó er það ekki lengra en 10 metra leið. Er klettahryggurinn fi-am á stapann skel- þunnur á einum stað og gínandi hengiflug til beggja hliða. Leið þessi er ekki árennileg svimagjörnum dettifótum en fótvissum mönnum sem ekki kunna að hræðast er hún hættulítil. Suður frá Hraunþúfugilinu er hraunið gróðurlaust með óteljandi stórgi'ýtis- hólum og melum á milli svo langt sem augað eygir.“ Og enn segir í sömu grein „... Yst í hrauninu, á að gizka 20 metra frá syðri gil- barminum, er hæsti melkollurinn og á honum hólmynduð grasþúfa. Þetta er líklega Hraun- þúfa sú sem flest örnefnin á þessum slóðum eru kennd við, á henni ber langhæst og það- an er útsýnið bezt yfir dalverpið ... ... Þegar Hraunþúfan er nánar athuguð verður það Ijóst, að hún er af mannahöndum gerð. Kj'ingum hana sést ekki stingandi strá, og efnið í hana er aðflutt alllanga leið. Hefur hún verið vandlega hlaðin og er að öllum lík- indum fornmannsdys." Sé sú tilgáta rétt hefur sá er það hvílir fengið að hvíla í friði fyrh' forvitnum augum nútímamanna og eykur það á dul þessa stað- ar. Hellishlíð kallast fellið sem lykur um dalkvosina að vestan og á lyngivaxnar hlíðar þess voru síðdegisskuggarnir byrjaðir að fikra sig niður frá bránunum eftir því sem sólin færðist lengra yfir á vesturhimininn. Það bærist ekki hár á höfði og kyrrðin er algjör. Það er eins og öll náttúran hér hafi gert með sér þegjandi samkomulag um að halda sem lengst í leyndina sem hvílir yfir Hraunþúfuklaustri og munnmælum þeim sem komist hafa á kreik. . .Ég geng strax í þetta bandalag með nátt- úrunni því að ég er ekki komin hingað til að gera neina tilraun í þá átt að lyfta hul- unni af mannlífinu sem hér átti sér stað í fyrndinni. Ég fæ ekki betur séð en að þung- brýnn Hraunþúfumúlinn hýrni aðeins á svip- inn við þessa ákvörðun mína. Eða var það kannski vegna þess að aftanskinið varpaði rauðleitum bjarma á ásjónu hans? Honum til enn meiri hugarhægðar fer ég með þessa vísu: Loks að Klaustri komin er, Kynleg þögnin sækir að. Ótal vættir virðast mér vaka yfír þessum stað. Niðurlag í næstu Lesbók. LcodOK MORGUNBLAÐSINS 9. APRIL1994 0

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.