Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1994, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1994, Blaðsíða 6
Rannsóknir á íslandi Umsjón: Sigurður H. Richter Heimilisgarðrækt Eftir MAGNUS ÓSKARSSON Vegna fólksins sem . „ræktar garðinn sinn“ hafa um árabil verið gerðar matjurtatilraunir á Hvanneyri. Kartöflur Erlendis kemur árlega fram mikill fjöldi nýrra afbrigða af kartöflum. Rík áhersla er lögð á að nýju afbrigðin séu ónæm fyrir alls konar sjúkdómum. Þess vegna er erfðaefni úr jurtum, skyldum kartöflum, komið fyrir í nýju afbrigðunum. Neytendur una þessu misvel og telja að kartöflur eigi að vera kartöflur, með kartöflubragði, en ekki afkvæmi kyn- blendingsjurta. Þetta kann að vera mikil- vægt fyrir kartöflu- ræktendur í framtíð- inni vegna þess að vin- sælustu afbrigðin á Islandi eru rauðar ís- lenskar og gullauga, sem eru raunverulegar kartöflur (Solanum tuberosum). Þær hafa sennilega borist til Norður-Evrópu fyrir mörgum árhundruðum. I tilraunum á Hvanneyri hafa rauðar ís- lenskar fengið betri einkunn fyrir bragðgæði en gullauga. En gullauga hefur hins vegar gefið meiri uppskeru, einkum í erfiðum ánim. Rauðar íslenskar gefa af sér fleiri og smærri kartöflur eins og sjá má á súluritunum. Á íslandi er algengt að of mikið sé borið á kartöflur. Það hefur þau áhrif að þær verða vatnsmeiri og bragðgæðin þar með lakari. Tilraunir frá Hvanneyri og fleiri stöðum benda til þess að í sæmilega frjóa garða sé nóg að bera 830-1.250 grömm af blákomi eða græði la á 10 m2. Gróðurhlífar (plast eða trefjadúkur) flýta sprettu kartaflna, auka uppskeru og gera hana árvissari. Tiiraunir sem gerðar voru árin 1975-1976 sýndu að ef ekkert plast var notað var kartöfluuppskeran 1,4 kg af einum fermetra. Ef glært plast var haft yfir kartö- flugrösunum í 23-28 daga var uppskeran 2,2 kg á fermetra. Hins vegar var uppskeran 3,0 kg af jafnstóru garðlandi þar sem glært plast var haft yfir beðunum allt sumarið. Þá voru klippt göt á plastið fyrir grösin. Svart plast eykur ekki uppskeru að ráði, enda hitn- ar jarðvegur mjög lítið undir því. En svart plast er góð vöm gegn iilgresi. Kál Ræktun matjurta misheppnast allt of oft hjá fólki vegna þess að það er með óhentuga Mergja (grasker) ræktuð í óupphituðu gróðurhúsi úr plasti. Lj6snf.:Magnús Óskarsson. Blóm á jarðarberjajurt. stofna. Þess vegna verður hér gefið stutt yfirlit yfir þá kálstofna, sem best hafa reynst í tilraunum á Hvanneyri. Slíkur listi breytist frá ári til árs, enda em stöðugt að koma fram nýir stofnar. Vaxtadagar era taldir frá því að plöntunum er plantað út, en þá hefur uppeldið í gróðurhúsi tekið 4-6 vikur. (Tafla um stofna af káli.) ' Kínakál og blaðkál (á ensku Pak Choi) era gamlar matjurtir frá Austur-Asíu, sem era tiltölulega nýlega komnar á markað í Evr- ópu. Kínakál hefur á skömmum tíma orðið algeng salatjurt á íslandi. Tilraunir hafa verið gerðar á Hvanneyri með blaðkál síðan 1985. Það er ákaflega fljótvaxin salatjurt. Vegna þess hve blaðkál er stutt í jörðu er ekki unnt að beita eiturefnum til að veija það fyrir kálmaðki. Blaðkál á að taka upp þegar það er 350-400 g að þyngd, þá er það ljúffengast. Á sumár- hótelinu á Hvanneyri hefur blaðkál þótt gott og fallegt í hrá- salat. Það er fuli ástæða til þess að rækta þessa jurt í meira mæli á Islandi, til að hafa gott salat á borðum snemma sumars. Góðir stofnar af spergilkáli era Clip- per Fl, sem myndar marga litla 'spergla og hentar því ágætlega fyrir heimilisgarðrækt. Stofninn Neptune F1 myndar fáa, en stóra og fallega spergla. Gulrófur Og Gulrætur Þeir stofnar af gulrófum sem neytendum virðist falla best í geð era íslenski stofn- inn kálfafellsrófur og norski stofninn Vige. Þeir era báð- ir fjólubláir að ofan og mynda litlar en ljúffengar rófur. Gulrætur era til af mörg- um gerðum og hver gerð hefur sitt vaxtarlag. Af al- gengustu gerðunum era til mörg afbrigði. Sú gerð sem er mest notuð hér á landi heitir Nantes, svo að líklega er hún í hugum okkar flestra „venjuleg gulrót“. Af Nantes má mæla með stofnunum Napoli F1 og Tamino Fl. Amst- erdam er önnur gerð, sem er nokkra grennri og styttri en Nantes. í bragðprafum sem gerðar vora á þessum tveimur gerðum taldi fólk Amsterdam ljúffengari. Gott afbrigði af Amsterdam-gulrótum er Mokum. Þess má geta að erlendis er dálítið ræktað af litlum hnöttóttum gulrótum í heimilisgörðum, af gerð sem heitir Parísar-gulrætur. Margir telja Parísar-gulrætur sælgæti. Jarðarber Á Hvanneyri hafa verið gerðar tilraunir með jarðarber síðan árið 1977. Berin hafa verið ræktuð undir plastskýlum eða í óupp- hituðum plastgróðurhúsum. Hér verða nefndir þeir stofnar sem hafa þótt bestir. Glima og Zephyr koma oftast með ber um mánaðamótin júlí-ágúst. Glima er sennilega harðgerðasta afbrigðið sem við höfum reynt. Berin af Glima era minni en af Zephyr en samt er uppskeran venjulega meiri. Um það bil tíu dögum síðar koma ber á Jonsok og hálfum mánuði eftir það á Senga-Sengana. Það síðasttalda gefur litla uppskera í slæmu árferði en góða uppskeru ef sumur era löng. Ber af öllum þessum afbrigðum era bragð- góð. Höfundur er búfræðikandídat Bændaskólann á Hvanneyri. og kennari við Rauðar íslenskar 0,15 0,12 Rými f fermetrum 0,10 Gullauga ■ llndir 25 g 0 26-40 g 011 41 -60 g ^ yfir 60 g 0,1$ 0,12 0,10 Rýml f fermetrum Uppskera af jarðarberjum. Meðaltal áranna 1984-1987 og 1990-1992. Stærðarflokkun kartafla, sem ræktaðar voru undir plasti, árin 1979 og 1981. GUÐJÓN LEIFUR GUNNARSSON Vetraróður Þú helkaldi gramur sem hramminum slærð og heimslífi öllu á valdið þitt nærð. Forystuleiðtogi íreðinna valda er fönninni þeytir um hauður og lá og hylur öll lýti með hreinasta snjá hvítur, sem brimandi sævarins alda. Sú meinleysis-ásýnd er margþúsundföld, og mennina tælir og glepur. Því þrátt fyrir fegurð er klóin þín köld og kvalarfullt lífsandann lepur. Styrkw þú sverfw til fírði og fjöll og fannfergi drífur um voga og völl. Hví ertu öllu svo beisku og bitur, — þú bölvísi harri sem deyðir allt líf. Hvaðan er runnið það heiftuga kíf, og hvenær var blásinn sá örlaga-þytur. I þokka þín einfóldum, fjölbreytnin felst er folduna fjötrum þú reyrir. Svo fógrum að ónauðug seilinni selst, sálan er krumlan þín dreyrir. Þú ert víst dauðans og Ulskunnar ári, óvættw neðan úr niflheima fári. I friðarins líkn máttu leiða til náða, lífsandans glæðw og kæfa það ljós, sem sefw und hulunni hjarna og snjós hvar hendur þín dauða og lífi þess ráða. A vorin þú varlaus til fjallanna flýrð því frosthörkur sumarið fælir. I haustinu árlega aftw þó snýrð og ánýjar völd þín og stælir. Höfundur stefnir að námi i læknisfræöi. STEINÞÓR JÓHANNSSON Ég man Ég man eina hönd mjúka og hlýja fara um mig allan sem straumur væri. Ég man þegar syrti í kokkálinn þú sagðist hafa séð fegurri og matmeiri físka. Ég man hvemig kossar þínir klæddu kuldann af okkur. Ég man bros þitt og breiða faðminn svala einsemd. Ég man alla biðina í umferðinni eftir óuppfylltum óskum. Ég man þegar lagt var upp án markaðs fyrirheits þú gafst til kynna hvert skyldi haldið en alla leiðina vissi ég ekki hvort þú varst að koma eða fara. Samfella Undarleg tilfínning ástin unaðw gleði frygð blíða góðra vina fundw hlýorðaflaumur. Ánægja yfir samfundum sæluhrollur nærverunnar snerting velkomin. Eitt orð gleðigjafí augnatillit hlátur orkustreymandi upphefjandi hugann örvandi hjartað. Sálartetrið orðið að unaðsheimum ástarinnar upplýstum af tendruðum tilfmningum. Æ hvað dagurinn er bjartur og heimurinn fagur. Við höfum umskapað hvort tveggja. Njótum þess að unnast og ylja okkw við hita tilfínninganna fegurð heimsins og hina sólbjörtu daga. Höfundur er húsasmiðameistari og hefur gefið út fjórar Ijóðabækur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.