Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1994, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1994, Blaðsíða 2
s Ogöngur - brot úr hugmyndasögu Aðleiðsla Eftir ATLA HARÐARSON Faktorshúsið á ísafirði. blasir við mikill árangur á sviði húsvemdar um allt land og fer ekki milli mála að þjóðin er að vakna til vitundar um nauðsyn þess að halda við húseignum ekki síst helstu perl- um íslenskrar byggingarlistar. Má þar nefna hús í eigu einstaklinga, félaga og hins opin- bera. Glæsileg dæmi um endurbyggingu húsa eru Bessastaðastofa, Viðeyjarstofa, Norska húsið í Stykkishólmi, Hjarðarholtskirkja í Dölum, Hóladómkirkja, Eyrarlandsstofa á Akureyri, Viktoríuhús í Vigur og húsin á Eyrinni á ísafirði svo fátt sé nefnt af þeim fjölmörgu húsum sem hafa verið endurgerð og eru til prýði og til marks um menningu þjóðarinnar. Heilir bæjarhlutar hafa tekið stakkaskipt- um við það að gömlu húsin hafa fengið viðeig- andi viðhald. Með þjóðminjalögum og þeim framlögum sem ríki og Jöfnunarsjóður sveit- arfélaga leggja til hefur tekist að snúa vörn í sókn. Sókn sem mér sýnist njóta stuðnings og velvilja margra. Húsakönnun Og Skipulag Bæja í hinni hröðu uppbyggingu sem hefur átt sér stað í flestum bæjum og þorpum landsins sl. 20 ár hefur komið til árekstra vegna gam- alla bygginga sem hafa staðið í vegi nýrra skipulagsáætlana. Víða hefur þó verið unnið faglega að því að móta skipulagið með hliðsjón af bygging- um sem fyrir eru. Mjög mikilvægur þáttur í þeirri viðleitni er húsakönnun. Með húsa- könnun er lagt mat á þau hús sem eru innan þess svæðis sem á að endurskipuleggja eða tengja nýjum svæðum. í húsakönnun er gerð tiilaga um friðun einstakra húsa á grund- velli laga og gerðar tillögur um hverfavernd þar sem litið er á húsaþyrpingar sem mynda heild. Margt orkar þar tvímælis en til þess að geta tekið af ábyrgð á skipulagi gamalla bæjarhluta þarf að leggja mat á þau hús sem fyrir eru. Með þeirri aðferðafræði sem mótuð hefur verið í húsakönnun hefur tekist að nálgast mjög viðkvæmt viðfangsefni. Er ástæða til þar að hvetja til þess að nýta þá reynslu sem fengist hefur t.d. með húsakönn- un sem framkvæmd var í Stykkishólmi 1978 og á fleiri stöðum. Húsakönnun er byggingarlistarleg, bygg- ingarsöguleg og byggingarumhverfisleg rannsókn á húsum og húsaþyrpingu í bæjum, þorpum eða borgum. Það varðar bæði fortíð, framtíð og ekki síður nútíðina að lagt sé rétt mat á hvað beri að varðveita af menning- arverðmætum þjóðar. Með hraklegri umhirðu og viðhaldi húsa hefur vissulega verið stefnt í óefni. Með því að auka fjármuni til viðhalds, endurbygging- ar og til húsasafns Þjóðminjasafnsins er mörkuð ný stefna í varðveislu verðmæta sem ætti að verða öðrum til eftirbreytni og getur skapað nýja mynd af íslenskri byggingarlist. Ljósm.:Hjörleifur Stefánsson. Ljósm.:Þorsteinn Gunnarsson. Bessastaðastofa. Verndun Gamalla Húsa Og Ferðaþjónusta Með aukinni ferðaþjónustu um allt land skapast ný viðhorf gagnvart söfnum og merk- um byggingum. Hver staður á sína sögu, sín séreinkenni í mannlífi sem og mannvirkjum. Einn merkasti hluti hverrar byggðar eru elstu byggingar hennar. Þar er viða komið fyrir söfnum eða annarri þjónustu við ferða- fólk sem komið er um langan veg bæði inn- lent og útlent til þess að skoða landið og þá menningu sem íbúarnir hafa skapað í tímans rás. Þar skipa húsin, „hið jarðneska skjól“, mikilvægan sess hafi þeim verið sómi sýndur með endurgerð og faglegu viðhaldi. Það á að vera liður í að efla þjóðmenningu okkar íslendinga að varðveita sem best þá húsagerðarlist sem hæst stendur á hverri tíð og nýta húsin sem aðdráttarafl fyrir ferða- menn. Það er hlutverk húsfriðunar sam- kvæmt lögum að friða og standa að endur- gerð húsa eða húshluta sem hafa menningar- sögulegt eða listrænt gildi. Um allt land blasa við verkefni á þessu sviði og áhugafólk um húsfriðun er vissulega til staðar. Með fram- lagi ríkis og óskertu framlagi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til Húsfriðunarsjóðs hefur tek- ist að lyfta grettistaki í húsvemdarmálum sl. ár. Er þess að vænta að svo megi áfram verða. Aukinn skilningur á tengslum ferða- þjónustu sem atvinnugreinar og endurgerðar gamalla húsa er mikilvægur hvati til árang- urs sem gæti verið allri þjóðinni til hagsbóta. Höfundur er alþingismaður og situr í húsfriðunar- nefnd rikisins. Hugsaðu þér að þú slepp- ir steini, steinninn detti til jarðar og þú spyrjir: „Hvers vegna dettur steinninn?“ Ég stend kannski hjá og svara: „Vegna þess að jörðin togar í hann.“ Þú spyrð þá enn: „Hvers vegna togar jörðin í hann?“ og ég svara: „Vegna þyngdarlögmálsins, þ.e. þess lögmáls að efnishlutir toga hver í annan með krafti sem er í réttu hlutfalli við margfeldið af massa þeirra og í öfugu hlutfalli við kvaðr- atið af fjarlægðinni á milli þeirra." Þú heldur auðvitað áfram að spyrja: „Hvers vegna gild- ir þyngdarlögmálið?" og nú á ég ekkert svar og það sem verra er, þessari spurningu get- ur enginn svarað. Þyngdarlögmálið er ekkert sem hlýtur að vera. Það bara er og svona er það með önnur grundvallar- lögmál í náttúrunni. Það veit enginn neina ástæðu fyrir þeim. Þau bara eru. Þetta er ekki svona með lögmál og reglur í stærðfræði. Sú regla að ef tvær sléttar töl- ur eru lagðar saman þá komi út slétt tala er nauðsynleg, það er ekki einu sinni hægt að ímynda sér undan- tekningu frá henni. Við getum verið viss um að lögmál stærð- fræðinnar hafa alltaf gilt og munu alltaf gilda. En getum við verið viss um að nátt- úrulögmál eins og þyngdarlögmálið hafi alltaf gilt og muni alltaf gilda? Er nokkur leið að útiloka þann mögu- leika að heimurinn haldist sæmilega reglulegur í nokkra stund til viðbótar og hætti svo að fylgja lögmálum eða regl- um? Efasemdir í þess- um dúr voru settar fram af skoska heim- spekingnum David Hume á fyrri helmingi 18. aldar. í 4. kafla bókar sinnar An Enquiry Concerning Human Understanding sem Hið íslenska bókmennta- félag heftu- gefið út undir nafninu Rannsókn á skilningsgáfunni veltir Hume því fyrr sér hvers vegna við séum svo viss um að sólin komi upp á morgun. Hann segir: „Sú fullyrðing að sólin komi ekki upp á morgun er jafn skiljanleg og laus við að fela í sér mótsögn og hin að hún komi upp. Það væri því til einskis að reyna að sanna að sólin komi upp,...“ Nú, ef við getum ekki sannað að sólin komi upp, hvernig getum við þá verið viss? Hume segir að ástæðan fyrir því að við telj- um víst að sólin komi upp sé sú að við höfum vanist því að náttúran sé reglubundin og þessi vani hafi slíkt vald yfir hugsun okkar að við komumst ekki hjá að trúa að þessi reglufesta muni halda áfram hér eftir sem hingað til. Orsök þess að menn trúa því að náttúralögmálin muni alltaf gilda og hafi allt- af gilt er máttur vanans. Er þá engin skynsamleg ástæða til að gera ráð fyrir því að sólin komi upp á morg- un og þyngdarlögmálið muni gilda hér eftir sem hingað til? Svarið sem Hume gefur er nei. Hann segir að allir menn trúi þessu en sú trú verði ekki studd neinum rökum. Hume rökstyður þetta svar sitt og þótt heimspek- ingar og vísindamenn hafi reynt í 250 ár að hrekja rök hans hefur engum tekist það. Hume byrjar á að skipta rökfærslum í afleiðslurök og aðleiðslurök eða sannanir og sennileg rök. Hann segir: „Öllum rökfærslum má skipta í tvær gerð- ir. Þær eru annars vegar sannanir eða rökfærslur um vensl hugmynda, og hins vegar sennileg rök eða rökfærslur um stað- reyndir og tilvist hluta.“ Svo segir Hume að það sé augljóslega ekki hægt að sanna að sama reglufesta verði í náttúrunni hér eftir sem hingað til. Séu einhver rök fyrir þeirri skoðun að sömu nátt- úralögmál muni gilda hér eftir sem hingað til þá hljóta þau rök að vera aðleiðsla eða sennileg rök en ekki afleiðsla eða sönnun. Hugum nú að því hvers konar rök það era sem við köllum aðleiðslu og Hume kallaði sennileg rök. Dæmi um aðleiðslu er til dæm- is rökfærsla eins og þessi: Allir steinar sem ég hef sleppt til þessa hafa dottið til jarðar, þess vegna hlýtur steinninn sem ég er í þann mund að sleppa núna að detta til jarðar. Allar rökfærslur af þessu tagi, þ.e. öll að- leiðslurök, byggjast á þeirri forsendu að sú reglufesta sem við höfum reynslu af muni halda áfram. Þess vegna er ekki hægt að nota aðleiðslu til að rökstyðja að sú reglu- festa sem við höfum reynslu af muni halda áfram. Sú skoðun að náttúrulögmálin muni gilda hér eftir sem hingað til verður því hvorki rökstudd með aðleiðslu né með af- leiðslu. Niðurstaðan er því sú að þessa skoð- un sé ekki hægt að rökstyðja með neinu móti, hún sé bara eins og hver önnur trú sem styðst við vana en ekki skynsemi. Flestir halda að vísu að þessi trú byggist á skynsam- legum rökum en ekki eintómum vana því eins og Hume segir: „Slíkur er máttur vanans að þar sem áhrifavald hans er mest nær hann ekki hið einasta að breiða yfir náttúralega fá- visku vora, heldur og að leyna sjálfum sér, svo hann sýnist engu ráða einmitt þar sem vald hans er mest.“ Höfundur er heimspekingur og kennari á Akranesi. Járn hvessist á járn Leiðrétting I Lesbók 26. marz sl. birtist grein eftir Sverri Tómasson um Hómilíubókina og varð villa í fyrirsögn, þar stóð „Járn hvesst á járn“. Fyrir- sögnin átti hinsvegar að vera tekin beint upp- úr Hómilíubókinni: „Jám hvessist á jám“, sem ber með sér að vera fornt spakmæli eða orðs- kviður. Þá leiðréttist ennfremur að teikning Þorbjargar Höskuldsdóttur er ekki úr Islend- ingabók, heldur Islendingasögu Sturlu Þórðar- sonar. Eru höfundur og lesendur beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. Viðeyjarstofa. Ljósm.-.Þorsteinn Gunnarsson. Myndin er eftir Escher. Getum við verið viss um að náttúrulögmál eins og þyngdarlög- málið hafi alltaf gilt og muni alltaf gilda? Er nokkur leið að útiloka þann möguleika að heimurinn haldist sæmilega reglulegur í nokkra stund til viðbótar og hætti svo að fylgja lögmálum eða reglum?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.