Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 47

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 47
Skapadægur Her- dísarvíkur-Surtlii Um hádegi 31. ágúst sl. hringdi Hákon bróðir minn til mín og bað mig að lána sér sjón- auka. Sagði hann mér að hann hefði nú feng- ið svo mikinn áhuga fyrir svörtu kindinni í Herdísarvíkurfjöllum, að hann hefði þá þegar Surtla - höfuð hennar varstoppað upp og er varðveittá Tilraunastöðinni á Keldum. Við fjárskiptin, sem fram fóru á Suðurlandi vegna mæðiveikinnar 1951-52, var ákveðið til að koma í veg fyrir smit, að svæðið yrði fjárlaust í ár. Hver einasta kind varð að nást af fjalli. Á Reykjanesskaganum var hins vegar svört ær, Surtla, kennd við Herdísarvík, sem neitaði að láta góma sig. Búið var að ná lambinu hennar, en eftir margar tilraunir til að ná henni var hún enn á fjalli. Loks var sett fé til höfuðs Surtlu. EftirJÓN KRISTGEIRSSON ákveðið að fara að leita hennar við þriðja mann. Ég átti engan kíki, og dró þá félaga sundur og saman í háði fyrir þetta tiltæki þeirra. Hákon tók fram, að það væri ekki launin, sem freistuðu sín. Heldur væri það hitt, að sig langaði til að sjá framan í þá sauðkind, sem ekki væri hægt að handsama lifandi. Samtalinu lauk þannig, að ákveðið var að ég yrði einn af þátttakendum í þess- ari Bjarmalandsför, enda tók Hákon það fram, að ég myndi ekki taka sætið í bílnum frá neinum. — Við urðum fljórir í ferðinni. Voru það bræður mínir tveir, Hákon og Hállgrímur, báðir starfsmenn Steindórs Einarssonar, bíl- stöðvareiganda, Óskar Ólafsson brunavörður og ég. Ókum við í bíl Hallgríms. Hann sat sjálfur við stýrið og fór mikinn. Var nú hald- ið viðstöðulaust áfram sem leið liggur og ekki staðnæmst fyrr en innan við girðingu, sem er á vestri landamerkjum jarðarinnar Herdísarvíkur og liggur frá sjó og upp í hamrabrúnir. Þar var bflnum lagt utan veg- ar og haldið til fjalls á tveimur jafnfljótum. Stefndum við upp hrauntungu sem runnið hefur vestan hamranna, er þar taka að rísa hátt í austurátt og gnæfa yfir hlíðunum austur úr. Var þar þungfarið. Mosinn þykk- ur og gljúpur og hraunnibbumar voru ekk- ert feimnar við að sýna okkur kollana og minna okkur á að við væmm.að ganga á dúnsæng einni saman. Þegar upp fyrir brún- ir kom, fór hjarðmennskan að vakna í okk- ur, og þá fyrst rann það upp fyrir mér, að ég var þátttakandi í starfi, sem krafðist allra hæfileika og krafta óskiptra, ef það ætti að fá viðunandi lausn. — Við bræður höfðum í uppvextinum numið fræðin um viðskiptin við sauðkindina af föður okkar, Kristgeiri Jónssyni, bónda í Gilstreymi, sem var manna mestur fjármaður. í smalamennsku hinna víðlendu heimahaga og í leitum hjá honum giltu þau skilyrðislausu lög, að sleppa aldrei neinni sauðkind, hvemig sem á stæði. Nú reið á að láta svörtu kindina ekki draga undan. Var Óskar, félagi okkar, enginn eftir- bátur í áhuganum. Á meðan við lásum okkur upp mosaþemb- umar, tókum við að ræða verkaskiptingu og fyrirkomulag leitarinnar. Jafnframt reyndum við eftir föngum að gera okkur grein fyrir landslagi og gróðurfari. Allir vor- um við vita-ókunnugir á þessum slóðum. Leituðum við til austurjaðars hraunsins. Ekki virtist mjög langt þangað. Við vissum að þar myndi gróðurríki breytast. Og eftir venju væri þar kinda að leita eða ummerkja þeirra, «f nokkur kind væri uppistandandi. Þetta brást okkur heldur ekki. Þegar í hraun- röndina kom, tóku við yndislegir valllendis- bollar og lautir þaktar fjölskrúðugum gróðri. Þama var gott að hvíla sig og gæða sér á beijum, sem gnægð var af. — Ekki höfðum við lengi litast um, þegar við fundum kinda- för. Skoðuðum við þau vandlega. Voru þau á að gizka tveggja til þriggja daga gömul. Reyndi nú á hæfileikann að rekja spor. Langt er nú síðan að ég hafði iðkað listina að rekja sauðkindaför og greina þau í sundur. Aðal- einkenni þessara fara var það, að innanfótar- klauf vinstra afturfótar var mjög miklu lengri en utanfótarklaufin. Þetta var svo greinilegt, að auðvelt hefði verið að þekkja förin meðal þúsunda, en hér var því ekki til að dreifa. Aðeins einstæðingurinn mikli gat átt þessi för. — Erfitt er að rekja spor þarna um þetta leyti árs í þurrkatíð. Bezta ráðið er að gera sér grein fyrir staðháttum, árstíð og eðli kindarinnar og fara eftir því í aðal- dráttum. Þetta tókst okkur svo vel, að við gátum rakið förin langa leið meðfram hraun- röndinni allt fram á brúnimar, sem þama em snarbrattar með hengiflugi, en þar hafði hún rásað nokkuð fram og aftur og haldið sig þar um hríð. Sennilegt er að kindin hafi gengið hærra upp til fjalla f sumar, en hafi runnið ofan eftir frostnótt. Aldur faranna var í samræmi við þetta og engin eldri för fundum við þar. . Var nú setzt á ráðstefnu og liði skipt. Skyldi hver okkar halda sína línu í austlæga átt eða svipaða stefnu og hamramir hafa. Sá syðsti átti að ganga eftir brúnum hamr- anna, en hinir þar norður af hlið við hlið, með hæfílegu millibili. Ég hafði ekki farið langt, er ég kom auga á hina svörtu drottn- ingu fjallanna. Stóð hún á hárri klettanípu, sem gnæfði út úr berginu alllangt niðri. Fremst á gníputotunni var þúfa eða kletta- þyrping, sem fól kindina sýnum neðanfrá. Var þetta því gott fylgsni, sem gaf þó gott útsýni. Sennilega hefur það oft verið notað áður og þá með góðum árangri. Verið getur að kindin hafí verið orðin okkar vör nokkm áður, því að við gengum undan golunni og fómm ekkert hljóðlega. Hefur hún þá valið þennan stað og beðið átekta. Þama stóð hún, hin ofsótta, stolt og hrein. Bar höfuðið hátt, grafkyrr, eins og stein- gervingur. Ein af meistaramyndum skapar- ans, „mátturinn greiptur í hold og blóð“. Hún var hrafnsvört á lagðinn og féll dásam- lega saman við umhverfíð. Það var auðséð að hér vom hennar réttu heimkynni. — Hafði ég rétt til að ijúfa þetta dásamlega samræmi? Ætti ég ekki að halda ferð minni áfram og láta sem ég hefði einskis orðið var? Það hefði ég efalaust gert, ef ég hefði vitað hvaða örlög kvöldið myndi færa að höndum. En eigi má sköpum renna. Égg'erði Hallgrími aðvart. Og hann náði í hina félaga okkar. Enn var sú svarta hreyfingarlaus og horfði út á hafíð, sem blasti við fram undan í nokkurri fjarlægð, blikandi tært og bjart, kyrrt sem strokið gler. Allt í einu tók skepnan viðbragð mikið og geystist ofan og vestur bergið. Hallgrím- ur, sem var frakkastur okkar í björgum, fór niður á eftir henni. Við hinir tókum til fót- anna vestur brúnimar, og ætluðum ekki að láta okkar eftir liggja. En við höfðum ekki reiknað dæmið rétt. Fögur kvenrödd hrópaði til okkar neðan frá undirlendinu, að ærin hefði snúið aftur og væri að komast upp fyrir brúnina. (Gaman væri að vita hver átti þessa fögru rödd.) Við Hákon snemm þá við, en vomm of seinir. Ærin náði að komast upp fyrir brúnina. Var hún fasmik- il, lyfti sér hátt upp að framan í hlaupinu og rann til íjalla. Gömul ull var nokkur á herðum hennar og síðum. Var hún laus að framan og flaksaðist fyrir vindinum í hlaup- inu. Var þetta til að sjá sem vængir væm. Við Hákon veittum eftirfor, en Óskar tók sér stöðu þama vestur frá, tilbúinn til vam- ar, ef leikurinn bærist þangað, en til þess kom aldrei, svo að hann tók ekki frekari þátt í eltingarleiknum í þessari ferð. Landslagi hagar þannig til fyrir ofan brún- ir á þessum stað, að hraunbreiða mikil hefur rannið fram og stöðvast nokkm fyrir ofan brúnir. Þetta hraun varð nú á leið kindarinn- ar. Rann hún ekki á það, en tók boga á leið sína fyrir hraunoddann og freistaði að sleppa upp með því að austan. Sá ég glöggt, hvað hún hafði í huga. Lögðum við Hákon á hraunið í von um að draga á keppinautinn. Hákon var fjær brún en ég og átti því lengri leið að fara. Ég, aftur á móti, átti hægara með að fylgjast með ferðum flýjandans. Gaf ég Hákoni merki um, hvernig hann skyldi haga hlaupunum eftir því, sem leiðin sóttist fram. Þungt var við fótinn þama í hraun- inu. Tókum við mjög að mæðast og vörpuð- um af okkur klæðum þeim, sem auðvelt var að losa sig við. Ekki kom til mála að gefast upp. Loks sáum við austur af jaðri hrauns- ins og urðum við þá léttari í spori. Voram við þá komnir mjög á hlið við þá svörtu, sem hafði farið mjög miklu lengri leið en við. Er hún skynjaði nærvem okkar, breytti hún um stefnu í austur i von um að losna við okkur. Fann ég nú, hversu auðvelt hefði verið að ráða ferðum hennar, ef við hefðum haft með okkur góðan hund og nú sá ég fram á, hversu vesæll maður hundlaus er. — — Eltingarleikurinn hélt áfram. Nú vom góð ráð dýr fyrir ofsóttu sauðkindina. Leik- inn vildi hún skakka. Snarbeygði hún þá í suður og tók strikið beint á hamraeggjam- ar. Svipti hún sér fram af brúninni í miklu heljarstökki. Bjuggumst við ekki við að sjá hana lifandi aftur. En það fór á aðra leið. Þegar við litum fram af brúninni, stóð sú svarta á klettasnös niðri í berginu, grafkyrr sem af steini væri gjörð og starði á haf út, á sama hátt og er við fyrst sáum hana. — Þetta var vamarstaða hennar fyrst í stað, en þegar fór að líða á daginn, breytti hún um aðferð og tók að reyna að fela sig í skútum og lægðum. Ekki tjáði að hvíla sig lengi, því hvfldin kom fleiram að gagni en okkur. Við gerðum hark nokkurt. Kindin tók leiftrandi við- bragð, beygði inn að berginu, hljóp utan í iví nokkurn spöl og fótaði sig í stórgrýtisurð- arskriðu, snarbrattri, sem teygði sig upp eftir skom í hengifluginu. — Síðan þaut hún beint niður skriðuna, stórgrýtta, í miklum loftköstum. Slíkt hef ég aldrei séð kind gjöra áður. Hér var teflt um lífið sjálft. Þegar niður fyrir bergið kom, beygði hún austur með, neðan undir því, ofan við skriðurnar. Þama hagar þannig til, að þegar berginu sleppir, taka við fyrir neðan það snarbrattar skriður, víðast mjög stórgrýttar. Þær ná niður á undirlendi, en eftir því Iiggur Krísu- víkurvegurinn. Eftir þetta fór leikurinn fram í hömmnum og skriðunni fyrir neðan. Fólk, sem statt var á veginum og undirlendinu fyrir neðan, fylgdist með honum. Talaði það til okkar og sumir reyndu að gefa okkur bendingar og leiðbeiningar um ferðir kindar- innar. Hljóðba?rt var þama í veðurblíðunni. Margir bflar staðnæmdust á veginum fyrir neðan skriðumar. Hallgrímur fór niður fyrir bergið á eftir ánni og fylgdi henni eftir aust- ur, en við Hákon fylgdumst með ferðum hennar frá brúnunum og vömuðum henni uppgöngu. Fært er þarna upp á stöku stað. Gekk þannig um stund, en loks snemm við henni alveg til baka fyrir fullt og allt, og , rákum hana vestur með berginu. Við vomm nú orðnir kunnugir vesturhluta þess og vild- um frekar fást við ána á kunnum slóðum. Þokuðum við henni vestur með berginu og gekk það eftir áætlun. Þegar viðureignin hafði staðið eitthvað á fimmtu klukkustund frá byijun, vomm við staddir í berginu gegnt Herdísarvíkurbænum að vestan, á leið vest- ur, og ærin er á klettasyllu. Þá varð nokkur kyrrð á, því að við þurftum að þrengja hring- inn. Hákon var að leita niðurgöngu til Hall- gríms, sem hélt vörð fyrir neðan og beið eftir að Hákon kæmi sér til aðstoðar. Af háttum kindarinnar vissum við bræður fyrir víst, að hún muni ekki án styggðar hreyfa sig úr fylgsni sínu fyrst um sinn. Það bar svo lítið á henni þama, að illt var að koma auga á hana úr fjarlægð, nema fyrir þá, sem vissu hvar hún var. Við töldum okkur nú hafa algert vald á ferðum hennar. Hún gat ekki komizt burt, nema að snúa til baka sömu leið og hún kom. Þetta var væn kind og falleg. Andlitið mikið og frítt og sérstak- lega gáfulegt. Þegar hér var komið sögu, myndaðist allt í einu nýtt og óvænt viðhorf í málinu. Þá bar að ijóra menn, vopnaða byssum, neðan frá undirlendinu, þijá úr Reykjavík og einn úr Sandgerði. Svall þeim veiðibræði mjög í huga, er þeir sáu ána. Einn var svo óðfús að skjóta, að hann gáði þess ekki, að þegar hann miðaði á ána, þá hafði hann Hákon líka í sigti. Hallgrímur benti honum á þetta og bað hann blessaðan að skjóta ekki bróður sinn. Lét þá skyttan byssuna falla. Hákon ávarpaði aðkomumenn og bað þess að ærin væri ekki skotin. En orð hans bám sama árangur og orð Snorra forðum, er hann sagði í Reykholti: „Eigi skal höggva." Skotin gullu við hvert af öðm. Loks tókst Sigurgeiri Stef- ánssyni að fella hana í þriðja skoti. Var það, sem betur fór, eina skotið, sem hæfðú Alveg eins og Snorri, mesta skáld íslands um langan aldur, féll fýrir öxinni, þannig lá nú svarta sauðkindin, sem frægust hefur orðið allra íslenzkra sauðkinda, fallin fyrir kúlunni. Er það síðasti fulltrúi þess kyn- stofns á Suðvesturlandi, sem um aldaraðir var meginbjargvættur fólksins, og veitti því fæði, klæði, skæði, akur, fénað og öll gæði. Galt hún sín gjöld á sama hátt og ættingjar hennar og félagar gjörðu. Lét líf sitt til vel- farnaðar mannkindinni. Ég harma það, að skapadægur hennar urðu þessa stund og mér þykir miður, að ég skyldi verða þátttakandi í þessum örlög- um hennar, enda þótt það hafi orðið án vilja míns. Við Hákon lögðum nú af stað til hrauns- ins að leita fata okkar. Reyndist það tor- sótt, löng leið og seinfarin, þegar allur spenn- ingur var horfínn. Myrkur datt nú óðum á. — Hraunið tók á sig allskonar undramyndir, sem við könnuðumst ekki við. Saknaði ég nú á ný hundsins. Sá hefði ekki verið lengi að finna klæði okkar. Leitin varð árangurs- laus. Vomm við frekar framlágir, þegar við snemm heimleiðis. „Það vom hljóðir og hóg- værir menn“ sem héldu fáklæddir fram á brúnirnar á heimleið í kvöldhúminu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. DESEMBER 1992 47

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.