Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 25

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 25
Piero della Francesca: Skírn Krists, máluð með tempera á tré 1440-45, 167x116 sm, varðveitt í National Gallery í London. Piero della Francesca: Guðsmóðir íBrera. María guðsmóðir með barnið, sex dýrlingar, fjórir englar og Friðrik II hertogi af Montre- feltro, sem hefur látið mála mynd- ina ogfærí staðinn að vera með; er hér krjúpandi íherklæðum. Myndin ermáluð 1472-74. Eins og sjá má af bakgrunninum, er fjarvíddarteikningin rækilega kominn til sögunnar. var miðja alheimsins, innilokuð í endan- legri kristalkúlu hins ysta himinhvols og þar sem náttúran og sagan var endanleg og fyrirfram gefin opinberun guðdómlegs vilja. 6 Nú er ekki óeðlilegt að sú spurning vakni hvort rétt fjarvíddarteikning sé ekki tiltölu- lega einfalt stærðfræðilegt vandamál og hvort hún hafi yfirleitt nokkuð með list- rænt gildismat að gera. Eða hver er munur- inn á hinni fagurfræðilegu og vísindalegu framsetningu rýmisins? Það eru augljós þáttaskil sem verða ekki bara í listasögunni heldur líka í hugmynda- sögunni, þegar myndlistin gerir rýmið sem slíkt að viðfangsefni sínu á ný eftir margra alda hlé. Rýmið hefur ekki bara með mælanlegar stærðir og mælieiningar að gera, það birtir okkur líka gildi sem hafa almennt þekkingarlegt, siðfræðilegt og fag-- urfræðilegt inntak. Fjarvíddarkeilan sem varpað er á tvívíðan myndföt hafði „táknræna" merkingu (í skilningi listfræðinganna Panofskys og Ernst Cassiriers) þar sem „tiltekið andlegt innihald er tengt áþreifanlegu og hlutlægu myndmálskerfí og bundið því óijúfanlega".' Þannig er áhorfandanum stillt frammi fyrir fyrirfram skilgreindu og einstaklings- bundnu sjónarhorni fjarvíddargluggans. í anda þess húmanisma sem varð til í Flór- ens í upphafí 15. aldar var rýmið auk þess ekki túlkað sem einangrað fyrirbæri og einskorðað við náttúruna, heldur tengdi það manninn bæði við náttúruna og söguna. Rýmið var vettvangur mannlegra athafna og þjónaði í myndmálinu því hlutverki að skýra tengsl mannlegra athafna bæði við náttúruna og söguna. Með öðrum orðum vildu menn sýna heildstæða og altæka og umfram allt rökræna mynd af veruleika mannsins, sem bundinn var náttúrunni annars vegar og sögunni hins vegar. Hið rökræna og kerfisbundna myndmál fjarvíddarinnar þjónaði þessu hlutverki framar öðru. Þetta var uppgötvun sem hafði ekki minni þýðingu fyrir framvindu sögunnar en fundur Ameríku, og sú saga sem sögð er af flórenska málaranum Paolo Ucello (1397-1475) var ekki tilefnislaus, en hann hafði frá sér numinn og annars hugar andvarpað, þegar kona hans kallaði á hann í háttinn: „Oh, che dolce cosa é questa prospettiva!" („Hvílíkar eru ekki unaðsemdir fjarvíddarinnar!“) 7 Málarinn Piero della Francesca, sem þessi samantekt er tileinkuð, fæddist í litl- um miðaldabæ, Sansepolcro, sem stendur ofarlega í Tíberdalnum í Toscanahéraði um 38 km frá borginni Arezzo. Fátt er vitað um ævi hans og þau verk sem varðveist hafa og honum eru eignuð skipta einungis fáum tugum, auk tveggja ritverka, De prospectiva pingendi og De quinque corpori- bus regularibus. Hann er talinn fæddur nálægt 1420, og var faðir hans skósmiður og leðurskraddari. Fyrstu heimildirnar um Piero eru frá Flórens þar sem hann vann árið 1439, ásamt málaranum Domenico Veneziano, að gerð freskumyndar, sem nú er glötuð, í kirkju heilags Egidiusar. Þótt ekki sé fleira vitað um Flórensdvöl Pieros skiptir sú vitneskja máli við túlkun verka hans. í Flórens hefur hann drukkið í sig þær byltingarkenndu hugmyndir sem þá voru að skjóta rötum í borginni. Hann hef- ur drukkið í sig verk málara á borð við Masaccio, Masolino, Beato Angelico og Paolo Uccello, sem allir höfðu tileinkað sér fjarvídd. Hann hefur séð nýreist Sjúkrahús sakleysingjanna eftir Brunelleschi og fleiri byltingarkenndar byggingar, og hann hefur fyigst með vinnunni við byggingu hvolf- þaksins yfir dómkirkjuna, sem var í fullum gangi á þessum tíma. Og hann hefur séð glænýja marmaramynd Donatellos af Davíð í ganði Medici-hallarinnar, sem var í raun fyrsta höggmyndin er gerð var í Flórens til þess að standa sjálfstæð í opnu rými og skoðast frá öllum hliðum. Þannig höfðu menn ekki hugsað í skúlptúr síðan á dögum Rómveija og Hellena. Auk þessa má rekja áhrif frá sögulegum kirkjupólitískum fundi sem átti sér stað í Flórens árið 1439 í nokkrum verka hans. Fundinn sóttu kirkjuhöfðingjar austur- og vesturkirkjunnar og keisari austrómverska eða býsanska ríkisins, og var markmið fundarins sameining kirknanna eða sameig- inleg viðbrögð þeirra við ásókn Tyrkja, sem á þessum árum ógnaði bæði Evrópu og Konstantínópel. Fundur þessi bar reyndar ekki árangur og Konstantínópel féll í hendur Tyrkja árið 1453. I 8 Eitt fyrsta verkið sem varðveitt er eftir Piero er Misericordia (Altarissam- stæðan), sem ber vott um áhrif frá Masaccio og Masolino, og var unnin á árunum 1445-62 í Sansepolcro. Þá er talið að hann hafí málað Skím Krists á árunum 1448-50, áður en hann fór til Rimini árið 1450, þar sem hann gerði freskumynd í Malatesta-hofínu og and- litsmálverk af Sigismondo Malatesta, sem varðveitt er i Louvre-safninu. Þá var arkitektinn Leon Battista Alberti að vinna að endurreisn Fransiskusar- kirkjunnar í Rimini, sem síðan hefur verið kölluð Malatesta-hofíð. Þar endur- vekur Alberti hinn rómverska sigurboga sem lifandi form í nútímabyggingarlist. Kynni Pieros af Alberti hafa skipt miklu, bæði fyrir skilning hans á lögmálum fjarvíddarinnar, formlegri rökhyggju og fyrir það mónúmentala inntak og framsetningu sem átti eftir að einkenna verk hans. Kynni Pieros af Alberti hafa eflaust líka dugað honum til framdrátt- ar þar sem hann fékk um þessar mund- ir mikilvæg verkefni bæði í Arezzo og við hirð Federico di Montefeltro hertoga í Urbino. í Arezzo vann Piero á árunum 1452-66 að höfuðverki sínu, sem eru freskumyndimar um Helgisögnina af hinum sanna krossi, er prýða kórkapell- una 1 kirkju heilags Frans í Arezzo, og voru unnar fyrir Bacci-fjölskylduna í Arezzo. Önnur meginverk hans, sem varðveist hafa, eru Húðstrýking Krists frá 1450-55, varðveitt í hertogahöliinni í Urbino, Upprisan, (1460-63) varðveitt í Sansepolcro, Hertogahjónin af Urbino, myndasamstæða frá 1465 varðveitt í Flórens, Guðsmóðirin með bamið og englarnir frá 1465/70 varðveitt í Massachusetts, Guðsmóðirin með bam- ið, helgir menn og hertoginn af Urbino frá 1472-4, varðveitt í Brera-safninu í Milano, Fæðing Krists frá sama tíma og varðveitt í London og Senigallia- Madonnan svokallaða frá svipuðum tíma, varðveitt í Urbino. 9 Þótt hér hafi verið tíðrætt um þýðingu réttrar línulegrar og miðlægrar fjarvíddar- teikningar, þá er hún ekki þungamiðjan í verkum Pieros. Því skilningur hans á rým- inu er ekki fyrst og fremst línulegur, held- ur gegnir birtan þar lykilhlutverki. And- stæður ljóss og skugga eru ekki skarpar í myndum hans því þær em mettaðar af birtu og í verkum hans verður birta og rými eitt og hið sama, og fyrirbærin og mannverurn- ar sem hann málar em líka eins og mettuð af ljósi. Annað sem einkennir myndir hans er það sem kalla mætti mónúmental yfír- bragð; í þeim ríkir magnþrungin kyrrð og nærvera þar sem hreyfingin er fryst í óum- breytanlega formfestu og athöfnin og nær- veran fær sögulega þýðingu. Myndir hans eru settar inn í ramma fjarvíddarinnar, en hann notar ekki arkitektúr nema að tak- mörkuðu leyti til þess að afmarka rýmið og skapa dýpt. Segja má að með mynd- máli sínu leitist Piero við að birta okkur mynd af heiminum sem einni og óijúfan- legri heild þar sem manneskjan og rýmið og birtan verða ekki aðskilin og þar sem tíminn stendur kyrr, því hann er líka óijúf- anlegur hluti rýmisins. í stað þess að leiða myndmálið beint út frá rökfræðilegum for- sendum flatarmálsfræðinnar byggir hann á reynslu og upplifun, sem hann notar til þess að skapa hið algilda rými sem felur í sér samsömun mannsins með náttúrunni og sögunni. í myndum hans sjáum við hvernig reynslan og hugmyndin, náttúran og sagan, sameinast í hinu fullkomna og altæka rými/formi. Þessi listsýn Pieros átti síðan eftir að bera ávöxt í verkum læri- sveina hans, sem marka hátind hinnar LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. DESEMBER 1992 25

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.