Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 46

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 46
Valgerður Þóra Fylltu hús þitt með rósum og góðum ilmi Þá færðu að fmna Hvílíkur unaður Það er að vera til Mitt í angandi kyrrð og gleði Og frjóum litum Þú skilur ekkert Að þú skulir geta verið svo kyrr en kát Bara algjörlega alein Full af gleði og friði Ilmandi af gulum rósum Sem geta ekki dáið Af því að þessi litur er eini liturinn Sem alltaf angar Hvar sem hann grær Úti eða inni Allir aðrir litir ilma En ekki jafn sterkt Enginn litur angar eins Þú sest og lest Og lesturinn verður Ijúfur og hægur Blítt og sætt liðast kvöldið fram Og er sama um tímann Því það er svo rótt og hljótt hér inni í ilmi og litum Samt er lágur hljómur Ómur einhvers sem er Bæði inni í mér og úti Einhver óttalaus ómur um enga kvöl Þannig að önd minni léttir Og ég anda út lengi og vel Ég fer samt að hugsa Hver getur truflað mig Kvölin er á mig vill leita ViII ekki frið Hún getur aldrei staðist Þann mikla ilm Sem kemur af öllum gróðri Sem andar hjá mér Og svo fer þessi ómur að hljóma Innra sem yst Og kvölin fær ekki staðist Þá miklu kyrrð Sem kemur af ómi og ilmi Þess vegna verð ég að setjast Hvem einasta dag fram á kvöld Við óminn og ilminn hjá rósum í litum og dýrð Og fara svo hægt út á brautina beinu Með töskuna fulla af ilmi Og láta þar alla og allt fá að anga Ojg hlæja með mér Uti á brautinni upplýstu beinu Með ægisterk Ijós Því að Ijósið það fylgir með ilmi Það er alltaf með Og þarna er friðsælt og fagurt Og enginn sem deyr. Höfundur er Ijóðskáld og hefur oft áður birt Ijóð í Lesbók. ILLUGI JÖKULSSON Blásvartur — Ástarljóð — Ég veit, að úti í hafmu er hvalur sem mun deyja með nafn mitt á vörunum. Blásvartur, blóðugur veltist hann í hafrótinu og yfir honum sveima hræfuglar sjávarins og hann finnur hjartað sitt stóra að bresta og þá mun hann neyta fjörbrotanna til að sigra síðustu ölduna og ofursmáu augun horfa tárvot til himins og hann prísar sig sælan fyrir löðrið svo hræfuglarnir hlakkandi í loftinu sjái ekki veiklyndi hans á dauðastundinni og hann mun blása í síðasta sinn, og nefna mitt nafn um leið og hann deyr. Veiðimaðurinn I Loftið er kalt og tært í norðrinu og undir vörðunni situr grænklæddur veiðimaður og bíður og hlaup byssunnar beinist yfir sléttuna og veiðimaðurinn sogar ofan í sig sígarettureyk og fleygir glóðinni út á kalda sléttuna og hallar sér upp að vörðunni og augu hans stara þrjú út á frostbarða sléttuna þar sem refurinn bíður; þar sem melrakkinn smeygir sér milli steina og étur helfrosna kríuunga í hreiðrum sínum og færir sig nær vörðunni og stígur varfæmislega yfir mosagróinn fótlegg og nartar í beinabera höndina sem beinir auga byssunnar í átt að heimskautinu og mjóslegnar gráleitar rottur í holum augntóttunum skjótast út í urðina og hverfa. Veiðimaðurinn II Hjarta veiðimannsins sló eitt högg og hann heyrir óm annars hjarta í auðninni vonar hann og rís á fætur og fetar sig út á sléttuna í leit að því, út á freðna sléttuna og hefur grun um hann hafi þegar fundið það en viti ekki hvar það er og sígarettan veitir engan yl á sléttunni og blóðið rennur hægt um æðarnar og það eru frostrósir á augunum, ugglaust tár hugsar hann en man ekki neitt nema það hann vonar að fyrír honum verði um síðir hlýtt brjóst sem hann geti borað í krókloppnum höndunum undurmjúkt og gætilega gróðursett þar fingur sína og fylgst með grænu kími skjóta rótum í auðninni. Höfundur er rithöfundur í Reykjavík Hve margir sigldu með Kólumbusi? Þegar borin er saman frásögn Lesbókar við hinar frásagnimar ber nokkuð mikið á milli um fjölda þeirra manna, sem vom í þessum tveim ferðum Kólumbusar. Afar ósennilegt er að 900 manns (Lesbók) hafí verið í fyrstu ferðinni eða að jafnaði 300 manns á hverju hinna litlu skipa.Ekki er getið um stærð þeirra 17 skipa, sem tóku þátt í annarri ferð Kólumbusar, en Lesbók segir 12.000 manns í þeirri ferð, þ.e. um 700 manns á hveiju skipi að jafnaði. Ólíklegt er að allur þessi fjöldi manna hafi rúmast á þessum 17 skipum hafi stærð þeirra verið eitthvað svipuð og stærð skip- anna í fyrstu ferð Kólumbusar. Eru því frá- sagnir þær, sem vitnað er í hér að framan um stærðir skipa og fjölda leiðangurs- manna, sem tóku þátt í þessum tveim ferð- um Kólumbusar til Ameríku, öllu sennilegri en það, sem birtist í Lesbók. ÁRNI E. VALDIMARSSON. 0 - Athugasemd við grein í Lesbók ILesbók Morgunblaðsins 27. tbl. 15. ágúst 1992-67 árg. er grein með yfirskriftinni: Ameríka fyrir daga Kólumbusar, þar sem m.a. er skýrt frá ferðum Kólumbusar til Ameríku. Segir þar, að í fyrstu ferð hans þangað hafi 3 skip verið í leiðangri hans, forystuskipið „Santa Maria“ og tvö minni skip, „Pinta“ og „Nina“ og að 900 manns hafí verið á þessum þrem skipum, þ.e. um 300 manns á hveiju skipi. Ennfremur segir Lesbók, að í annarri ferð Kólumbusar hafi verið 17 skip með samtals 12.000 manns, þ.e. 700 manns á hveiju skipi. Ekki stenzt þetta við frásögn um þessar ferðir í Skipabók Fjölva, útg. 1979. Þar segir, að áhafnir þessara þriggja fyrr- nefndu skipa hafí verið um 120 manns, þar af um 30 afbrotamenn, því erfítt hafði ver- ið að manna skipin í þessa ferð. Einnig segir í Fjölva um stærð skipanna, að „Santa Maria" hafí verið talin um 100 lestir og hin skipjn, „Pinta“ og „Nina“, eitthvað minni. í tímaritinu The Compas, no. 1.1992, ergrein um ferðir Kólumbus- ar. Þar segir að hann hafí látið úr höfn í sína fyrstu ferð föstudaginn 3. ágúst 1492, á fyrmefndum þremur skipum með samtals 90 manns og í annarri ferð hans árið eftir hafi verið 17 skip með sam- tals 1.500 manns. í The Compas er „Santa Maria“ talin vera um 80 feta löng (um 24 m) og um 100 tonn, en „Pinta" og „Nina“ um 60 tonn. í bókinni Warships of the World eft- ir Gino Galuppini, útg. 1989, segir að í fyrstu ferð Kólumbusar hafí áhöfn „Santa Maria“ verið 39 manns, en ekki er getið um áhafnir hinna skipanna, sem að öllum líkindum hafa verið eitthvað fámennari.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.