Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1989, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1989, Blaðsíða 15
VETRAKGOLF Nokkrir frægir golf- staðir á Florida Skotland flutt til Floridæ Á Grand Cypress hefúr Nicklaus bannað og látið byggja eftirlíkingu af dæmi- gerðum skozkum golfvelli, einkum þykir hann minna á St Andrews. Þetta þykir stórkostlegur völlur, en gallinn er sá, að maður verður að búa á golfbótelinu á staðnum til að & að leika þar. í síðasta Ferðablaði var fjallað um almenn einkenni á golfvöllum í Florida og það sem viðráðanlegt telst fyrir venjulegan kylfing af íslandi, sem langar til að stytfa veturinn ögn og bregða á leik á grænum grundum. Þeir sem hug hafa á vetrargolfferð geta valið um Kanaríeyjar, Portúgal, Costa del Sol á Spáni og Mallorea, svo og Florida. Framboð á golfvöllum er hinsvegar afar_ mismunandi í þessum löndum. Á Kanaríeyjum eru til dæmis aðeins tveir golf- vellir og þar af leiðandi mikið álag á þá og eftirspum. Á Algarve- ströndinni í Portúgal er miklu meira úrval, um það bil 10 vellir eins og fram hefiir komið áður í Ferðablaðinu. Og ugglaust eru 20-30 vellir í boði í Marbella og nánd við Torremolinos á Spáni og um 10 vellir á Mallorca. Þar að auki er hægt að leika golf í Túnis og Marokkó, en í miklu minni mæli. Á Florida eru hinsvegar um 800 golfvellir og yfírleitt eru þeir opnir öllum, því þetta eru fyrirtæki sem eru að afla sér flár og sækjast eftir vallargjöldum og leigutekjum fyrir golfbíla. Það viðhorf, sem til er á gömlum og frægum golfvöll- um í Skotlandi og Gngiandi, að það sé mikil náð og miskunn að fá að leika, þó greitt sé fullu verði, ætla ég að sé vandfundið á Florida. Þó eru ugglaust til alveg lokaðir golfvellir þar. Til eru einnig golfvellir, allir í efsta gæðaflokki, sem lokaðir eru öðrum en gestum á viðkomandi golfhótelum. Þannig er um eitt frægasta golf-framtakið á Florida uppá síðkastið: Grand Cypress Resort. Sá heitir Jack Nicklaus, sem fyrir því stóð og er höfundur eða arkitekt að aðalvellinum, sem heitir Grand Cypress. En alls eru á golfvöllum þessa svæðis 48 hol- ur. Grand Cypress er alveg sér á parti vegna þess að Nicklaus teikn- aði þar og lét byggja stælingu á þeim fræga velli í Skotlandi, St. Andrews. Nicklaus, sem margir telja mesta golfleikara allra tíma, hefur nokkrum sinnum unnið Opna Brezka mótið, þar á meðal á St. Andrews, og hann vill mjög hafa í heiðri sögu golfsins og gamlar venjur. Ekki reyndi hann þó að kópíera gamla völlinn á St. Ándrews, heldur tók hann mið af honum í útliti og gerð; til dæmis var búinn til með jarðýtum urmull af smáhólum utan við brautimar; þeir einkenna marga skozka velli, sem standa nærri sjó; ekki sízt Troon. Og til þess að ná einkennum St. Andrews enn betur, var öllum skógi svo að segja útrýmt á vallar- svæðinu: aðeins tvö tré standa þar eftir. En þar að auki eru 1. og 18. braut svo að segja nákvæm eft- irlíking á 1. og 18. á St. Andrews, meira að segja hefur frægur læk- ur, sem rennur þvert yfír 1. braut, Swilken Bum, verið endurgerður. Af þessu leiðir, að Grand Cy- press er verulega ólíkur öðrum golfvöllum á Florida. Staðurinn er nærri Orlando; frá flugvellinum mun vera aðeins um 20 mínútna akstur þangað. En til þess að fá að leika á þessum völlum, verður maður að búa í einhveiju húsanna við völlinn eða á Hyatt Regency hótelinu á staðnum. Og það er ekki gefíð. Gistingin gæti kostað frá 7.500 krónur á dag og síðan kostar rúmlega 4 þúsund að leika hring og golfbíll að auki. Þeir sem eiga í vandræðum með sveifluna geta þar að auki innritað sig í golfskóla: Jack Nicklaus Academy of Golf, sem tekur 3 daga og kost- ar 65 þúsund. En með slíkt prófskírteini uppá vasann ætti sjálfstraustið ekki að vanta. Þama er líka eitthvað að hafa Kay Biscayne - Miami í baksýn- er einn ör&rra almennings- valla í Florida, þar sem vallargjaldið er aðeins 7 dollarar. Þar að auki þykir þetta frábær völlur á fögrum stað. fyrir þá, sem sækjast eftir erfíðum golfvelli. Einkum þykir Suðurvöll- urinn hafa til að bera svæsnar holur. Sú sjötta þykir eftirminni- legust, 530 metra löng par 5 og er komið að vatni, þegar 180 met- ar eru eftir, en flötin mjög lítil og uppi á hól. Sagt er að ástralski golfkappinn Greg Norman hafi eitt sinn afrekað það að slá boltann á flötma í öðru höggi, en fleiri hafa víst ekki náð því og það er til marks um, hvað þessi hola er erfíð. Þótt þetta sé hinn merkasti golf- staður, er hann því miður utan og ofan við fjárhagslega getu flestra, að minnsta kosti hér á íslandi. En þama í grenndinni, nánar tiltekið við þann fræga ferðamannastað Disney World, em þrír ágætir golf- vellir, öllum opnir og vallargjöldin eitthvað um 3o dollarar, eða 1500 krónur. Þetta er í fyrsta lagi Magn- olia-völlurinn, sem er tilbreyting- arrikur og skemmtilegur golfvöll- ur, kosinn sá 16. bezti á Florida, sem er allgott, þegar 800 eru í boði. Hann er um 6.500 metrar af öftustu teigum. Hinir tveir vell- imir heita The Palm og Lake Bu- Betra að lenda ekki útaf hér. Á golfvelli, sem heitir Amelia Island Plantation, ná sumar brautirnar út í feiyasvæði og gróð- urinn utan brauta er þess eðlis, að ekki þýðir að leita að bolta sem þangað ratar. Auk þess er vel girt fyrir Bötina með sand- glompum. Fossar eru sjaldgæf náttúru- fyrirbæri á Florida, en hér er þó einn og Iíklega ttibúinn af manna höndum. En honum er komið fyrir á par-3 braut á Bonaventura-vellinum og er myndin tekin af teignum; hér er betra að geta lyft boltanum upp fyrir fossbrúnina. Flaggið sést í baksýn. ena Vista, sem er aðeins fjær og léttastur af þeim. Magnolia-völlur- inn er einn af þeim völlum, þar sem stórkeppnir fara fram síðan 1971 og þijú fyrstu árin vann Jack Nick- laus í röð. En þama er serasagt hægt að sjá hvað maður getur á einum af bandarísku keppnisvöll- unum án þess að það komi of þung- lega við pyngjuna. Sé ekið suður eftir veginum frá Orlando og Grand Cypres, er skammt undan golfstaður, sem tímaritið Golf Digest kaus einn af 25 bestu í Bandaríkjunum: Bay Hill, þar sem fram fer árlega keppni kennd við Nestlé. Þama er erfíður keppnisvöllur, sem Amold Palmer hefur teiknað, en venjuleg- ur golfari gerir stuttan stanz þama, því verðlagið er þess eðlis; þó er það mun lægra en á Grand Cypress, vallargjaldið 3.250 krón- ur, en golfbfll innifalinn. En það er sama sagan þama og á Grand Cypress: það verður að búa á hótel- inu til að fá að leika á völlunum. Annað mál er á golfstaðnum Mission Inn Golf and Tennis Res- ort, sem er einn af elztu golfstöð- um á Florida, en þykir hafa þann galla að vera á miðjum skaganum, svo langt er til allra merkisstaða. En það er fallegur og kreijandi golfvöllur þama, sem hægt er að leika án þess að búa á hótelinu og þá kostar það 3000 krónur. Við leiðina frá Orlando til Missi- on Inn er enn einn golfstaðurinn, Hunters Creek, þar sem er 18 holu völlur upá 6.688 metra af öftustu teigum og lengri völlur er víst vandfundinn. En þar er líka sérstæður golfskóli, Kinemation Studio of Golf. Þá er byijað á vísindalegri grundvallar greiningu á golfsveiflunni; ljósaperum komið fyrir á handleggjum og öðrum líkamspörtum sem hreyfast og síðan er tekið myndband frá öllum hliðum. Og þá er málið stúderað ákaflega og reynt að ráða bót á vérstu göllunum. Fleiri ámóta staðir eru til, allir meira og minna góðir. í síðasta Ferðablaði Lesbókar var getið um Grenelefe, sem er mjög góður golf- staður og aðeins miðlungi dýr. Þeim frægustu og beztu er það sameiginlegt að verðlagið er uppúr öllu valdi. Vallargjöld eru frá 30 -50 dollarar, nema á einum stað. Það er rauanr á frábærum golf- velli í eigu Miami-borgan Kay Bis- cayne; þar er gjaldið 7 dollarar, eða um 350 krónur. Það er mjög óvenjulegt, að bæjarfélög í Banda- ríkjunum standi í að koma upp almenningsvöllum, en hér hefiir það sem sagt gerst og fegurðinni þama er við brugðið. Og eitt ann- að er óvenjulegt á þessum stað: Leyft er að ganga, bera kylfumar sínar eða draga þær á kerru, kjósi maður það frekar. Aðeins er þess að gæta, að maður verður að láta bóka sig með tveggja sólarhringa fyrirvara, því ásóknin er mikil eins og nærri má geta. Gísli Sigurðsson LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 25. FEBRÚAR 1989 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.