Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1989, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1989, Blaðsíða 9
Vilhjálmur í vinnustofunni í Garath. Ijósm.: Sigurður S. Bjamason. Samlífrænar víddir nefhir Vilhjálmur þá tegund mynda, sem hann hefiir veriðaðfást viðásíðustu árum. Stund- um minnir það á örverur ísmásjá, en stundum á einhverskon- arfyrirbærií himingeimn- um. að gerast í Bandaríkjunum og Þýskalandi, og þó sérstaklega í Þýskalandi, er það að þeir eru alltaf að taka upp stefnur frá upp- hafi aldarinnar. Hér er um hreina uppsuðu að ræða. Orðinu „NÝ“- er bætt framan við, Ný-Súrrealismi, Ný-List, Nýja-Málverkið og Ný-Geómetría, svo dæmi séu tekin. En allt er þetta raunverulega gamalt. Og þessi framúrstefna sem verið er að tala um er raunverulega gömul. Þeir sem halda að það sé eitthvað nýtt að gerast hjá þessum þjóð- um, taka alveg skakkan pól í hæðina, vegna þess að það er alltaf verið að auglýsa gaml- ar stefnur sem nýjar.“ „Þú meinar semsagt að ekkert nýtt hafí komið fram undanfarin ár?“ „Nei, ekki lengi, ekki í allt að því aldar- fjórðung." „Kannski ekki síðan abstrakt-listin kom fram á sjónarsviðið? „Já, já og það má eiginlega segja, að pop-listin svokallaða hafi á vissan hátt ver- ið úrvinnsla úr gamla dada-ismanum sem kallaður var. Listamenn í dag eru ekki leng- ur skapandi. Það er tvímælalaust kominn tími til að hrista upp í þessu. Áberandi skort- ur á hugmyndaflugi finnst mér, að einkenni þessa tíma okkar. Ég sé oft myndir sem eru vel gerðar, vel uppbyggðar með góðum litum, en yfirleitt vantar hugmyndaflugið, vantar persónuleikann. Og þar með hættir listin að vera list, því listin er hvorki stæl- ing á því sem fyrir er, né náttúrunni. Sko, í listinni skiptir hugmyndaflug mannsins svo miklu máli. Það er það sem gerir fegurð listarinnar fjölþættari, og að mér finnst æðri en fegurð náttúrunnar. Vegna þess að í listinni er um að ræða bæði ytri og innri raunveruleika." „Þér finnst með öðrum orðum, að það vanti nýjar fantasíur? „Já, mér fínnst það og þess vegna get ég ekki gert upp á milli þýskra og íslenskra listamanna. Þótt sumir íslenskir listamenn taki þá þýsku sér til fyrirmyndar, þá eru þeir þýsku líka að stæla afa sinn og ömmu. En auðvitað eru þetta ekki algerar stæling- ar og sumir eru betri en aðrir og hafa eitt- hvað fram að færa.“ „En nú hefég séðhérna allmargar mynd- ir eftir þig og verð að segja að mér fínnst frumlegheitin allmikil í þeim og verk þín vera ólík öllu öðru sem ég hef séð af mál- verkum. Hvað heitir þessi stefna?" „Á árum áður reyndu menn að troða því sem ég er að gera inn í einhvem isma, sem fyrir var. Reyndu að flokka það undir súr- realisma eða abstrakt. Mér finnst það raun- verulega vera skortur á því, að menn vilji viðurkenna verk mín. Vegna þess að mynd- ir mínar tilheyra engum isma sem fyrir er. Ég hef reynt að skilgreina þessa stefnu og kallað hana Samlífrænar Víddir á íslensku, en „Biotische Synthese" á þýsku, því að þessar myndir em í raun ekki stæhng á neinu sem fyrir er. Ég hef að vísu orðið fyrir áhrifum mjög víða. Bæði úr heimi náttúmnnar og listarinnar. En smám saman hafa verk mín þróast í það að verða persónu- leg. Og satt að segja, þá óraði mig aldrei fyrir því, að stefna mín ætti eftir að verða svona sjálfstæð og sérstæð." „Er þá enginn listamaður sem málar í svipuðum dúr?“ „Ég hef séð verk eftir einstaka menn upp á síðkastið, sem em ekki ósvipuð. Hvað sem verður úr því, það veit ég ekki.“ „Eru þeir þá að stæla þín verk?“ „Nei, það hugsa ég ekki... Ég efast um það.“ „Getur þú nefnt einhverja listamenn sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá þér, sem hafa haft áhrif á þig og þína Iist?“ „Já, ég nefndi áðan, að ég hafi séð í æsku eftirprentun af málverki eftir Velaz- quez. Hann var í mjög miklu uppáhaldi hjá mér. Líka Goya og Rembrandt. Van Gogh hafði mjög sterk áhrif á mig og franski málarinn Cézanne. Já og abstraktmálaram- ir Kandinsky og Mondrian höfðu mjög mik- il áhrif á mig á sínum tíma. En enginn af þessum mönnum hefur áhrif á mig lengur. Ætli ég haldi ekki áfram mínar eigin leið- ir. Og í framhaldi af því hef ég mikinn áhuga á því að leggja rækt við ljóðlistina. Ég orti talsvert sem unglingur og hef gert öðru hveiju. Nú langar mig til þess að beita mér meira á þessu sviði og tengja saman ljóðlist og myndlist.“ „Nú ert þú með mjög stóra vinnustofu hér í Diisseldorf. Er ekki fjárhagslega erfítt að reka slíkt bákn?“ „Nei, það er ekki svo erfitt. Ástæðan fyrir því er sú, að borgin leigir listamönnum vinnustofur á mjög góðum kjörum. Allt að því gjafverði og mér skilst að núna séu eitt- hundrað og fimmtíu listamenn með svipaða aðstöðu hér í Diisseldorf. í þeim hópi eru málarar, myndhöggvarar, kvikmyndagerð- armenn og ljósmyndarar." „Er hér um að ræða einhverja útvalda listamenn?" „Já, borgin velur, eða tekur ákvarðanir þar um. Og ég veit að það eru mjög margir á biðlista hér eftir vinnustofum. I Diissel- dorf er ágætt að búa. Hinsvegar hefði ég ekkert á móti því að eiga meiri samskipti- við íslendinga heldur en ég hef gert á und- anförnum árum. Og ég hef engan áhuga á því að rofna úr tengslum við ísland. Ég held að það sé alls ekki heppilegt. Ég er lítið fyrir að gera miklar áætlanir fram í tímann. Mér finnst það eiginlega vera and- stætt eðli sköpunarinnar. En ég get samt sem áður sagt þér, að mig langar til þess að mála stóra mynd í þremur pörtum innan skamms og mig langar til þess að Ijúka ljóða- bálki, sem ég er að fást við, og ég vil helst hafa uppá tuttugu og tvö erindi. Ég held að það geti hjálpað mér nokkuð að ljúka þessum ljóðabálki, sem ég hef 'verið mjög lengi með, eiginlega of lengi, eða á annan áratug." „Mundirþú vilja ráðleggja ungu fólki, sem er að leggja út á listabrautina, að freista gæfunnar hér í Vestur-Þýskalandi?“ „Já, því ekki það. Sjálfur fór ég þá leið sem flestir íslenskir Iistamenn höfðu farið á undan mér. Ég fór fyrst til Kaupmanna- hafnar og síðan fór ég til Parísar. En það er alveg út í hött fyrir íslenska listamenn að fara til Kaupmannahafnar núna. Þeir geta alveg eins farið til Þórshafnar í Færeyj- um. Og danskur kunningi minn sagði um París fyrir nokkrum árum: „Hún er eins og hola í jörðina." Ég held raunar að sú hola hafi dýpkað töluvert síðan. En þó að það sé ekkert sérstakt að gerast hér í Þýska- landi, þá er þetta stærsta þjóð Vestur- Evrópu og ríkasta. Og Þjóðveijar eru, að því er virðist vera uppá síðkastið, orðnir ákaflega þreyttir á þessum yfirborðslegu tískustefnum í myndlist og mér finnst þeir vera orðnir miklu gagnrýnni. Reyndar líka á sjálfa sig. Og þeir viðurkenna að það sé svo til ekkert að gerast í myndlist í heimin- um í dag, að Þýskalandi meðtöldu. Og ef menn viðurkenna slíkt, þá er strax vissum áfanga náð.“ „Nú, iir því að Kaupmannahöfn og París eru orðnar þurrausnar af hugmyndum og nýjungum, hvaða borgum getur þú mælt með sem arftökum þeirra fyrir verðandi íslenska listamenn?“ „Það gætu verið nokkrar borgir hér í Þýskalandi. Diisseldorf og Múnchen til dæmis. Einna helst þessar tvær. Kannske einnig Berlín. En þó er Berlín of lokuð, langt inni í Austur-Þýskalandi. Fólki hættir til að fá innilokunarkennd þar. Auk þess er borgin ákaflega óróleg, enda kemst fólk ekkert út úr henni. Það getur ekki einu sinni umgengist náttúruna á eðlilegan hátt.“ Höfundur býr í Dusseldorf og Reykjavík. VILHJÁLMUR BERGSSON Maðurinn og nóttin Þú ert hin sjúka sál í sótthita nætur, er þreytir þunga göngu um þröngan skógarslóðá, en í kringum nóttin bíður hljóð. Þú horfir, — hlustar á þitt blóð, sem hnígur þungt og rótt. Um þína sál þá læðist lævís glóð, er lækur kliðar hjá um dimma slóð. (1952). Vögguljóð / borg við bláa hafið, svo blíða hvíld þú færð. Mitt hús er húmi vafið, og himnesk þögn og værð, mitt bam þér vaggar brátt. I borginni við hafið, í borg við hafið blátt. Er tunglskinsgeislar glitra, þitt guðlegt hörund skín, mér tár á hvarmi titra, svo tær er fegurð þín. (1953-54). Samlíf- rænar Ijóð- myndir 10 Leitaðu í þokunni leitaðu í regnúðanum það sem kom til mín fór frá mér það sem fór frá mér kom til mín gleymska og minni leitaðu meðal kristalla. (1983). 13 Þar sem hið bláa auga er þar sem Ijómi blárra augna var teygir rauðhvít hvelfíng glóandi arma út í kuldaheim tindrandi bylgjuhreyfíngar fæðing fylgir fæðingu þokuhjúpur — fölvi breiðist um logandi súlnakristalla ormétna hrömun — frá þér liðast græn vefjaveröld regsnins kalt vatn hríslast þar sem dimmblá augu opnast og Iokast þar sem orð og mynd er ferðalangur kveður hann leggur upp í langferð sína. (1988). Sjá viötal við höfundinn hér til vinstri LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. FEBRÚAR 1989 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.