Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1989, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1989, Blaðsíða 2
Raunasaga forseta Eistlands og dapur- leg ævilok hans Eini forseti Eistlands, Konstantin Páts, var fæddur 1874 og dáinn 18. janúar 1956. Allt fram á sjöunda áratuginn var jafnvel hans nánustu ókunnugt um hvenær hann dó. Það var ekki fyrr en í nóvember sl., eftir öll þessi í gær, 24. febrúar, var þjóðhátiðardagur Eistlands. Af því tilefni er rifjuð upp hér raunasagan af herleiðingu forsetaQölskyldunnar og hvemig farið var með Konstantin Páts, fyrsta og eina forseta landsins. Gamalt og aýtt í Tallinn, höfuðborg Eistlands. ár, að það kom í ljós, að hann er grafínn, að líkum í bænum Burasjeve, um 18 kíló- metra frá Kalinin grennd við Moskvu. Pats var voldugast maður Eistlands á sjálfstæðistímabili þess, árin 1918—1940. hann var ríkisstjóri, áður en hann varð for- seti við stjómarskrárbreytingu 1938. 30. júlí 1940, níu dögum eftir að Eistland varð Sovétlýðveldi, og viku áður en það var inn- limað í Sovét-sambandið, var hann herleidd- ur ásamt fjölskyldu sinni til Ufa við Úral. í útlegðina fylgdu honum Viktor Pats, son- ur hans, sem var lögfræðingur og stjóm- málamaður, tengdadóttirin Helgi Páts, son- arsynir tveir, Matti og Henn Páts. Kennslu- konan á heimilinu, Olga Tiinder, fór með að eigin vilja. Fluttur Burt S jö ára Blaðamaður Huvudstadsblaðsins hitti fyr- ir skemmstu Matti Páts, sem nú er hálfsex- tugur verkfræðingur, í úthverfí höfuðborgar Eistlands, Tallinn, sem áður hét Reval. Matti segir frá þvi, að hann fæddist og ólst upp í húsi, sem stóð skammt frá fínnska sendiráðinu í Tallinn. Böm sendiráðsmanna vom leikfélagar hans. Nafn hans er fínnskt. Eistlendingar skrífa nafnið með einu t. Til þess liggja sérstakar ástæður. Konstantin Páts neyddist til að flýja til útlanda á keisaratfmanum og átti þá m.a. heima í Finnlandi, í Helsinge, skammt frá Helsingfors. Finnum gazt ekki að því, að sonur hans héti Viktor, það hljóm- aði dálítið rússneskt, og kölluðu hann Matti. Það nafn erfði sonur Viktors, er hann fædd- ist röskum tveim. áratugum áður. Eftir herleiðinguna hélt flölskyldan hóp- inn í Ufa um það bil heilt ár. En 26. júní, fjórum dögum eftir að Hitler hafði ráðizt á Sovjetríkin, vom þeir feðgar, Konstanín og Viktor handteknir. Upp frá því sá Matti aldrei framar föður sinn né afa. Sama dag var móðirin, Helgi, einnig grip- in. Matti og Henn, yngri bróðirinn vom sendir á bamaheimili. Henn á bamaheimili ríkisins númer eitt, fyrir böm innan þriggja ára aldurs, en Matti á númer fímm, fyrir böm, sem vom að komast á skólaaldur. Matti hóf nám í rússneskum skóla og þar var hann í fímm ár. Bróðir hans veiktist brátt alvarlega og andaðist á áramótum 1943-1944. Móðir þeirra var flutt í fangabúðir, dæmd í fímm ára refsingu, samkvæmt sovejskri lagagrein um þjóðhættulegar persónur. Þau lög hafa nú verið numin úr gildi. Eftir að hafa dvalið fímm ár í Tozizk f Swerdlowsk, kom móðir mín aftur til Ufa 1946 og flutti til Tallinn ásamt mér. Allt var nú betra en áður. Ég gekk í eistneskan skóla og móðir mín stundaði hjúkmnar- störf, auk þess sem hún saumaði mikið, segir Matti. En árið 1950 var hún aftur flutt nauðung- arflutningi til Kakzastan. Þar var henni haldið til 1955, en hún var náðuð á valda- dögum Nikita Krúsjeffs. A þessum ámm hafði Matti búið hjá konu móðurbróður síns og lokið námi 1952. Af stjómmálalegum ástæðum fékk hann ekki aðgang að frekara námi, en fékk starf við Verkfræðiskólann í Tallinn. Árið 1954 dó Stalín, andrúmsloftið breytt- ist, og Matti gat hafið nám I verkfræði. Afi á Geðveikrahæli í desember 1954 komst Matti á snoðir úm að afí hans væri kominn á geðveikra- hæli í Viljandihéraði í Suður-Eistlandi. Matti ók þangað, en fékk ekki að hitta afa sinn. Yfíriæknirinn, doktor Brems, stað- festi þó, að Konstantín Páts væri á hælinu. Nokkm síðar frétti Matti að afí hans hefði verið fluttur aftur á ókunnan stað við árslok 1954. Árið 1959 lauk Matti prófi í rafmagns- verkfræði við háskólann. Síðan hefur hann haft mikið að starfa en mest þó við mælinga- Konstantin P&ts, fyrsti og eini forseti lýðveldisins Eistiands, ásamt sonarson- um sínum, Matta ogHenn. ÖIl fjölskyld- an var herleidd til Úralfyalla í Sovétríkj- unum. stofnunina í Tallinn og vísindakademíuna. Og við hina síðamefndu starfar hann enn. Hann kvæntist 1966 og á tvö böm, son og dóttur. Sonurinn er við nám I Verk- fræðiháskólanum, en dóttirin les eistnesku og bókmenntir f Tartu (Dorpat). í allan þennan tíma fékk Matti ekkert að vita um föður sinn og afa. Eina undan- tekningin var hin skamma dvöl afans í Vilj- andi. Og ennþá minna vissi hann um föður sinn. Það var ekki fyrr en 1974, að hann fékk svar við spumingum um föður sinn. Hann fékk vottorð um, að faðir hans hefði aldrei hlotið dóm, en um leið staðfestingu á því, að hann hefði dáið 4. marz 1952 f Moskvu. Engar nánari upplýsingar um dauða hans var að fá. Fyrsta UPPLÝSINGIN Á sama tfma, á áttunda áratugnum, var athygii Matta vakin á því að í sovésku al- fraeðibókinni mætti ajá, að Konstantín Páts hefði dáið 18. janúar 1956 f Kalininléni. Það var fyrsta upplýsingin um dauða forset- ans. Nú leið langur tími, unz hann fékk frek- ari fréttir. Fyrir nokkrum mánuðum símaði liðsforingi einn til hans og sagðist vita, hvar Konstantin Páts væri grafínn. Gröfín er í þorpi í grennd við Kalinin, 56 kílómetra fyrir norðan Moskvu, skammt frá jámbrautinni er liggur milli Moskvu og Leningrad. Forsetinn hafði verið á geðveikrahæli frá 1. janúar 1955 til dánardægurs og því næst greftraður í grennd við hælið. — Ég gat ekki komið því við að fara þangað þegar í stað, sem ég varð að vera við útför föðurbróður míns í Svíþjóð. En 14. og 15. nóvember kom ég á staðinn, segir Matti. — Það fundust grafír í þorpinu Bur- asjevo, en engar sögur fylgdu því, hveijir væru grafnir þar. En fyrrverandi læknir við geðveikrahælið fullyrti að Páts væri grafinn í einni af þeim fimm gröfum sem þar er að fínna. Hver af gröfunum fimm er sú rétta verður þá fyrst sannað eftir að þær hafa verið opnaðar. í nóvember var jörð freðin og mikill snjór, svo að erfítt var um allan gröft. En það stendur til með vorinu að snúa sér að verki. Og til þess þarf leyfí sljómvalda. Ef það fæst, ætlar Matti sjálfur að taka þátt f greftrinum. Doktor Guseva, sem starfaði á geðveikra- hælinu á umræddum tíma, skýrði frá því, að sjúklingamir hefðu yfírleitt verið grafnir naktir og ekki lagðir í líkkistu. En þar sem Páts hafði verið forseti, var hann færður í líkklæði og lagður í kistu, svo að það ætti að geta auðveldað rannsóknina. Hvort kemur til nýrrar jarðarfarar í Eist- landi ef gröfin finnst, er ekki vitað. Það verður viðkvæmt frá stjómmáialegu sjónar- miði. Opinberlega hefur Páts ekki ennþá fengið uppreisn æru en mynd hans hefur skýrzt í vitund almennings í föðurlandi hans, sem hann reyndist trúr og hollur og hefði þurft að njóta lengur krafta hans. Sigurjón Guöjónsson þýddi. Um stjóm mála- veðurfar Nú eru rysjótt veðrin. Kyndilmessa byijaði með kalsablæstri sem vel mátti þó klæða af sér og hélst svo framum miðaft- an. Síðan fór að ganga á með éljum sem urðu æ dimmari eftir þvísem nær dró kvöldfréttatíma ríkisútvarpsins þar- sem iðulaus formyrkvanin dundi yfir strax með fyrstu frétt: Á ríkistjómarfundi sem haldinn var fyr um daginn hafði verið samþykt ný tilhögun sem takmarkar allmjög vínkauparéttindi handhafa forsetavalds. Héðanífrá þurfa þau að fara öll þijú saman í ríkið: forsætisráðherra, forseti sameinaðs Alþingis og forseti Hæstarétt- ar vilji þau fá vín á innkaupsverðinu hagkvæma. Láta verða þau skrifa vínið hjá forsetaembættinu sem þau em full- trúar fyrir og sanna verða þau að þetta sé ætlað til veisluhalda á vegum embætt- isins en ekki til einkanota. Hver er nú dimman í þessum tíðind- um? Vitaskuld er þetta gert í framhaldi af vínkaupamáli forseta Hæstaréttar sem upp kom á jólaföstu og endaði með því að hann lét laust embætti sitt og skilaði aftur helmingi vínbyrgðanna sem hann var búinn að kaupa til jólahaldsins á tombóluverði. Hugsandi almúafólk virðist mér hafa milda afstöðu til Magnúsar persónulega í þessu máli. Breysklyndi fyrirmanna nýtur einlægt þvílíkrar mildi. En þeirsem á annað borð hugsa málið til enda vilja síst af öllu láta fella þessi réttindi for- seta Hæstaréttar niður. Sannleikurinn er sá að heiðarleikagildran sem Iögð er fyrir volduga embættismenn sem hafa slík fríðindi er öllum almenningi mikils- verður öryggisventill. Það eru litlar líkur til þess að svo hátt standandi embættismaður mundi verða látinn víkja úr starfí fyrir það eitt að valda ekki ábyrgð sinni f daglegum verkum. Þau eru flókin og fjærri kvunndagslífinu að sumu leyti. En hitt þykir mönnum Ijóst að sásem ekki stillir sig um að nýta sér þessi frðindi í ábata- skyni hefur alsekki næga dómgreind né þann persónustyrk sem þarf tilað fara með æðsta dómsvald yfir meðbræðrum sínum. Sú krafa um persónulegan aga sem gera verður til hæstaréttardómara birtist alþýðu manna skiljanleg og einföld f þessari heiðarleikagildru. Sá sem fellur í hana er varla hæfur dómari. Það hefur því syrt að í hugum þenlq- andi almúafólks við fregnina af kyndil- messufundi ríkistjómarinnar. Mönnum þykir sem þessi nýja tilhögun sé yfirlýsing um það að framvegis muni ekki mjög trúverðugt fólk sitja f Hæsta- rétti eða forsæti Alþingis og ríkistjóm- ar. Úrþví taka verður svo óverulega freistingu frá því með valdi. Sú fregn er ekki bara él. Hún er bláttáfram drungaleg pólitísk veðurspá langt framí tímann. Því á þessu sviði tökum við öll mark á ríkistjómum. ÞORGEIR ÞORGEIRSON.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.