Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1989, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1989, Blaðsíða 11
I . n I 'i í" i n t (i r i ' : i i; j sY): gat ekki fundið álíka heiðursmann og hús- bóndann, sagði hún. En svo hefur hún séð sig um hönd, eða tilhugsunin um svissneska ríkisborgararéttinn hefur sótt á hana aftur, því hún setti auglýsingu í tímaritið „Bouqu- et“, og við byrjuðum að svara bréfum aft- ur. Við áttum líka alvarlegt tal saman, og ég áminnti hana um að gleyma ekki að vera blíð og kvenleg, eiginleikar sem hún hafði getið um í auglýsingunni, auk þess sem ég fullvissaði hana um að hún ætti ekki á hættu að verða ólétt við að halda í höndina á karlmanni í bíó. Tíminn leið. Eitt sunnudagskvöld eftir jól hringdi síminn, og það var Lisía. Frú, það er Lisía. Ég þarf að tala við yður um giftinguna." „Hvaða giftingu?" „Giftinguna, þér vitið.“ „Lisía, hvar ertu, og hver ætlar að gifta sig?“ „Ég er á veitingastað með spaghetti og ábyrgðarmanni giftingarinnar, og hann bað mín í þriðja sinn sem við hittumst. Má ég koma með hann, því ég skil ekki hvað hann er að segja." „Hvað skilur þú ekki, og hvenær ætlið þið að gifta ykkur?“ Ég var alveg að verða rugluð í ríminu. „Hann er að fara til Moskvu með okkí, og það verður að vera áður, vegna þess að kanske hrapar flugvélin, og ...“ „Með hvað til Moskvu?“ „Með okkí segir hann, en brúðkaupið verður að vera áður...“ „Ert þú líka að fara til Moskvu?" „Nei. Það er eitthvað í sambandi við íþróttir." „HokkiT „Já, það getur verið. Má ég koma með hann?“ Og svo komu þau. Lisía og Marcel. Hann vann við fragtina hjá Swissair úti á flugvell- inum. Hann var 39 ára gamall og Guð hlýt- ur að hafa verið önnum kafinn annars stað- ar þegar hann varð til, því hann var ná- kvæmlega eins og Lisía hafði lýst honum: „Afskaplega seinn að hugsa og afskaplega ófríður, en afskaplega vænn, frú.“ Hann var einnig meðlimur í hokkíliði Swissairs, og þegar ég lét undrun mína í ijós yfir því hvaða hlutverki þessi litli maður gæti gegnt í hokkíliði, sagði einn af vinum Lisíu dijúg- ur: „Ég held að hann sé pökk, frú.“ Mánuði síðar flutti Lisía búferlum til Marcels, lét þess getið að ef ég kallaði, kæmi hún hlaupandi aftur til að elda fyrir gesti okkar og tala við blómin mín. Á hinu síðara var mikil þörf, því pottaplöntur mínar voru yfir hundrað talsins. Svissneski ríkisborgararétturinn hlýtur að vega þungt á vogarskálunum, því sú hin sama Lisía sem ekki vildi láta vagnstjór- ann/sportveiðimanninn snerta sig, flutti umsvifalaust inn til Marcels án þess að hugsa sig um tvisvar. Ég fór að finna hræði- lega til ábyrgðar, og ekki varð mér rórra eftir að ég hafði séð hverskonar vistarveru hún hafði flutt í: tvö herbergi á annarri hæð í gömlu hreysi frá Victoríutímabilinu, sem fyrir löngu hafði verið yfirgefið af fólki, en orðið afdrep fyrir villiketti og rottur, þar sem berar Ijósaperumar héngu niður úr loft- inu, afskekkt Hitchcock-hús með morð á næstu grösum. Ég hjálpaði henni að bera dótið upp stig- ann, þegar hún flutti, og hún opnaði dyrnar til hins nýja lífs síns og sagði mér á meðan hún var að bjástra við læsinguna: „Það er mjög ljótt og óhreint, frú,“ og aldrei hafði Lisía vanmetið nokkum hlut meira en hún gerði þá. Veggfóðrið í tætlum, berar ljósa- pemr, brotin rúða bætt með pappa, skítug- ur vaskur steinsteyptur og lekur — þarmeð upp talið, tvö lítil herbergi sem ekki höfðu verið gerð hrein síðan á dögum Victoríu, og ekkert bað. Ég fékk sting í hjartað, þeg- ar ég hugsaði til þess að Lisía var, einsog allir landar hennar sem ég hefi kynnst, með afbrigðum snyrtileg bæði með sjálfa sig og umhverfi sitt. En nú komu aðlögunarhæfi- leikar Lisíu henni til hjálpar og vom að fullu nýttir, og þremur vikum eftir að þau Marcel höfðu mglað saman reitum sínum, hafði sparifé Lisíu farið í hvíta málningu, ísskáp, ryksugu, straujám, og allur hennar dugnaður í að skrúbba og mála, pússa og sauma, rækta garð — og fleira og fleira. Gömlu húsgögnin fóm á haugana, og Lísía keypti skápa og hillur, gerði við fötin hans Marcels og bókstaflega skapaði honum nýtt umhverfi. Ekki varð sagt að vistarveran væri glæsileg, en allt angaði af hreinlæti og skein af björtum litum. Heimur Marcels breyttist jafn mikið og tilvera Lisíu. í fyrsta sinn á ævinni neytti hann ekki máltíða sinna í mötuneyti flug- stöðvarinnar en fór heim til sín í matinn j-------------- > vvj:."f; vv/'^jr7^ hjá Lisíu. Hann kallaði hana sína „Cordon Bleu,“ sem Lisía skildi ekki og spurði mig hvort það væri eitthvað tvírætt. Lisía var nú orðin Svisslendingur, og enginn gat lengur vamað henni þess að keppa við aðra Svisslendinga á jafnréttis- gmndvelli. Hún keypti færanlegan sturtu- klefa og lagði af stað út á vinnumarkaðinn til að leita sér að vinnu. Hún varð Madame Marcel Edouard Nein klukkan 9.30 að morgni þriðjudagsins 5ta apríl og fékk mynd af rós ásamt giftingar- vottorðinu innbundnu í rautt leður. (Hið síðarnefnda fannst bónda mínum mikið til um, hann mundi ennþá með hryllingi eftir ómerkilegum bréfmiða, sem við fengum í hendur í Oslo með þessari ótrúlegu yfírlýs- ingu „Prentað í 30.000 eintökum í Ríkis- prentsmiðjunni" niðri í hægra homi. Við höfum týnt því fyrir löngu.) Frá sex til átta stóð brúðkaupsveisla með fimm hæða brúðkaupstertu, sem Lisía skar óstyrkum höndum. Marcel spígsporaði um dálítið fullur og alveg ruglaður og sagði öllum sem heyra vildu, „vous savez, je suis tellement heureux." Húsbóndinn skenkti hinum 60 ágætu en mjög ólíku gestum kampavínið. Það ætlaði að líða yfír mig þegar allt okkí-liðið þrammaði upp stigann með allt fragtliðið hjá Swissair á eftir sér. Það tók undir i öllu húsinu, og andartak hélt ég að sjálfur Júpíter væri á ferðinni. (Lisía hafði sótt það fast að gifta sig þann 5ta apríl, því þá yrði Júpíter með í ráðum, samkvæmt stjörnuspánni. Hvort hún átti við rómverska guðinn Júpíter eða plánetuna Júpíter varð mér aldrei alveg ljóst, og ef það virðist að ég sé ekki meira en svo vel að mér um Júpíterana, þá er það hárrétt.) Hvað sem því líður, gat Júpíter með allar sínar stjömur ekki keppt við hinar raun- verulegu stjömur veislunnar: allar hinar fögru fiiippeysku konur í sínum glæsiiegu og einkar kvenlegu þjóðbúningum. Smávaxin ófríð kona stóð úti í homi og tautaði sífelt fyrir munni sér: „Hann Marcel minn er góður drengur.“ Þetta var móðir Marcels og virtist talsvert ringluð líka. Borðið með brúðargjöfunum gerðu Lisíu og Marcel agndofa — ég býst við að þau hafi ekki átt von á neinu þvílíku, en Marcel tók á sig rögg og þakkaði hrærður öllum viðstöddum með nokkrum fallegum orðum. Og þegar þau fóra, stóð hokkíliðið upp sem einn maður og lagði af stað með allar gjaf- imar heim til þeirra. Og síðan skáluðum við fjölskyldan við Lisíu og Marcel og óskuðum þeim allrar gæfu og gengis um leið og við þökkuðum Lisíu fyrir árin sem hún var hjá okkur, fyr- ir allt sem hún gerði fyrir okkur, þar með talið elskulega ráðsmennsku, jafnvel móður- sýkina og fyrir alla góða hluti, matinn góða og óþreytandi hjálp og umhyggju. " " ÁRNI GRÉTAR FINNSSON ANNA S. BJÖRNSDÓTTIR Rótar- Á mörkum hnyðja næturinnar Rótarhnyðja rekin á Ströndum yfír Dumbshaf frá Austurlöndum, — aldinn meiður. Eitt sinn stofninn í aski beinum. Ástfangnir fuglar í hans greinum áttu hreiður. Nú fjörlaus drumbur hjá fjörusteinum. Ég get ekki yfírgefíð þig fuglinn minn, ástin mín því draumar mínir binda mig lífí þínu. Get ekki farið frá þér fuglinn minn, ástin mín því þá yfírgef ég sjálfa mig á mörkum næturinnar og hef engan veg að fara. Höfundur býr í Hafnarfirði. Höfundur er skólastjóri í Broddanesi Strandasýslu. JÓRUNN ÓLAFSDÓTTIR frá Sörlastöðum Hringurinn Hve fagurt heiti félag ykkar ber, hve fagurt starfíð allt, sem skilað er. Því fyllir gróður valin gengin spor að göfug hugsjón skóp hið milda vor. Þið hafíð Ijós á ótal kertum kveikt og kyndil borið lífí, sem er veikt. Og dýra perlu lagt í lófa bams sem líður þraut við ógn hins kalda hjams. Og ykkar félagshringur fegurð ber því fómarstarfsins merki víða sér. Hve sælt það er að græða rós við rós og rétta hönd að tendra gleðiljós. Við geisla bjarta gangið valda braut með göfgu starfí léttið marga þraut. Og ykkur leiði Alföðurins mund sé yfír Hringnum vakað hveija stund. Höfundur er húsmóöir á Akureyri. Hér er eftirmáli á sögu Lisíu. Hún og Marcel héldu áfram að búa í húsinu frá Victoríutímabilinu sem varla gat talist íbúðarhæft, og var gjörsneytt hinni rómuðu svissnesku fullkomnun. En Lisía gaf öllu sem hún snerti líf. Grænmetis- garður varð til á mettíma, og litli hundurinn hennar, hann Whisky, sem Marcel skírði, og flækingskötturinn sem hún tók að sér og kallaði Claire, bjuggu öll saman í sátt og samlyndi. Lisía fékk vinnu í mötuneyti eins hinna stóra svissnesku banka, þar sem hún var fljótt hækkuð í tign og gerð að yfírmanni í brauð- og salatborðinu. En meðan stjama Lisíu hækkaði, lækkaði stjarna Mareels. Hann hafði átt erfitt um dagana, gáfnafar hans var bágborið, og mér fínnst eins og hann hafí gefist upp við að reyna neitt framar, þegar hann varð allt í einu umleikinn dugnaði, reglusemi og feg- urð. Starf hans við fragtina hjá Swissair varð honum of erfítt, og fljótlega hætti hann, hann kvartaði undan hinu mikla vinnuálagi, og að enginn skildi hvað hann væri slæmur í bakinu og illa farinn. „Frú,“ sagði Lisía, „einu sinni datt hann út um glugga af annarri hæð, og eitthvað brengl- aðist í hausnum á honum. Kanske áfenginu að kenna," sagði Lisía, sem aldrei snerti „þess konar“, nema þegar hún var til altaris. Marcel gaf sig sjónvarpinu og sófanum á vald og Whisky litla, svarta púðulhundin- um, sem unni honum skilyrðislaust. Hægt og hægt fjaraði líf hans út og hann dó í svefni eftir þriggja ára sælu, af því tagi sem hann hafði aldrei kynnst áður. Og frú Lisía Nein jarðaði hann með viðhöfn, þar sem smekkur hennar fyrir því skrautlega kom fram ásamt hinum hefðbundna söknuði. Hún hafði greitt ríkisborgararéttinn að fullu. Elísabet Jónasdóttir þýddi. Höfundur er sendiherrafrú. PÁLMI EYJÓLFSSON Hallgerður á Hlíðarenda Uppi í brekkunni höfuðból horfír við sól, húsfreyjan leit þaðan fljótið, jökul og sanda þar sem hinn vopnfími bóndi aldur sinn 61 óðalsborinn með snilli til munns og handa. Við hliðina á Gunnari sterk og fönguleg stóð, með stoltið í augum, kona mikillar gerðar, . örlynd og langrækin, bregður ekki við blóð björt á hörund, lokkar sveipast um herðar. Brennunjálssaga dregur upp dökka hlið, dæmir með orðum, er hetjur skal endalaust róma. Hin aldna sagnritun léði henni aldrei Iið og lítið skyggnist í mannlega leyndardóma. Svo Hallgerður lifír með þjóðinni þrjósk, en glæst með þokka og reisn, en fomkonu er erfítt að skilja. Á örlagastundu þá sagan hefur sig hæst í hamingjuleysi neitar hún feigs manns vilja. Höfundur býr á Hvolsvelli. Ljóð vikunnar I sjónvarpi 26. febrúar. er Skilnaður og Endurfundir eftir Boris Pasternak í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar. Þetta Ijóð birtist í Lesbók 11.' febrúar og vísast hér til þess. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. FEBRÚAR 1989 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.